Þjóðólfur - 11.10.1889, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 11.10.1889, Blaðsíða 3
191 loptin eru neðanjarðar. í þeim liluta hússins eru 5 prentvjelar, sem prenta 60,000 eintök á klukkustundinni; þar eru og 8 gufuvjelar. Á efsta loptinu er allt sett, sem prenta á, og má koma því á 7 sekúndum niður til prentvjelanna. Á ellefta lopti eru vinnustofur ritstjór- anna, en undir fyrsta lopti ofanjarðar fer afgreiðsla blaðsins fram. Hin loptin eru leigð fyrir ýmis konar skrifstofur. Eigi eru önnur ljós höfð í þessu stór- hýsi en rafmagnsljós. Eru 600 rafmagns- lampar i húsinu. Eigi þurfa menn að vera að ganga upp stigana, heldur fara menn frá einu lopti til annars á lypti- vjelum, sem fara með 500 feta hraða á mínútunni. Og annað er eptir þessu. Að hnöttóttar vatusflöskur, sem standa í sólskini, hafi sömu verkanir, sem brenni- gler, vita líklega fæstir; en þetta er þó svo. í Noregi i sumar vildi það til, að vatnsflaska, sem sólin skein á, kveikti í dúknum á borðinu, sem hún stóð á; hefði getað hlotist af því tjón mikið, ef eigi hefði verið ao komið í tima. Dæmd til dauða var i sumar ein af tignustu frúm í borginni Liverpool á Englandi fyrir að hafa drepið mann sinn á eitri (arseniki). Það er vist óhætt að segja, að varla nokkurt sakamál á Englandi hefur á þessari öld vakið jafnmikla ept- irtekt og gauragang, sem það mál. Prúin heitir Maybrick, er 27 ára að aldri og forkunnarfögur; maður hennar var roskinn auðmaður i Liverpool og kom þeim illa saman, en hún átti vingott við ungan mann einn þar i borginni. — í innyflum hins látna manns kennar fannst arsenik og það sannaðist, að hann hefði brúkað þetta eitur, en jafnframt bárust böndin að ekkju hans íyrir að hafa gefið honum inn arsenilc, en hún neitaði þvi stöðugt. Verjandi hennar var hinn frægi mái- færslumaður Russel, sem verið hefur verjandi íra í Parnellsmálinu, og varði hana með mikilli snild, svo að tvísýnt þótti, hvernig dómurinn mundi falla. Öll blöðin um endilangt England töluðu varla um annað þá dagana, en um þetta mál; sum sögðu hana saklausa, en aptur önnur seka. Loks fjell dómurinn. Kviðdómurinn dæmdi hana seka, og var hún dæmd til hengingar. Lýðurinn i dómsaln- um og fyrir utan hann tók dómnum með mesta misþóknunarópi, en laust upp aðdáunarópi, er May- brick yfirgaf dómsalinn. Blöðin, þar á meðal lækn- isfræðisleg timarit, hjeldu áfram að tala um þetta mál með og mót, og fjölmennir fundir voru haldn- ir til þess að ræða það. Undirskriptum 50,000 manna var safnað í Liverpool undir bænarskrár til innan- rikisráðgjafans um að fá Maybrick náðaða. Brjef- in streymdu til hennar i fangelsið, þar á meðal voru ekki minna en 7 biðilsbrjef. Einn dag fjekk hún 1100 brjef, og einn maður bauðst til að láta hengja sig í stað hennar. Loks var hún náðuð með æfilangri hegningarvinnu. — Russel, sem varði hana, fjekk fyrir það 20,000 krónur. Hann varði til þess vikutima. Hann hefur 900,000 kr. í tekj- ur á ári. Fyrirspurnir og svör. 1. Er manni—sem er fyrirvinna hjá móður sinni og sjer ekki fært vegna skulda, er á búinu hvila, að taka kaup og á því ekkert sjerskilið — skylt að borga aukaútsvar til sveitarþarfa, enda þó hann gjöri reikning fyrir að taka kaup, er búið kemur til skipta, ef efni þess þá leyfa það (búið verður meira en fyrir skuldum). Sv. Eptir hinum nýju lögum frá 9. ágúst þ. á. er svo ákveðið, að útsvarsskyldan nái „til allra þeirra manna, sem hafa fast aðsetur í hreppnum“, en þetta verður þó eðlilega að takmarkast við þá, sem eiga eitthvað eða hafa einhverjar tekjur, á aðra er eigi hægt að leggja útsvar. Ef því mað- ur sá, sem hjer um ræðir, á ekkert eða hefur eng- ar aðrar tekjur, en tilvonandi kaup einhvern tima seinna, ef búið verður meira en fyrir skuldum, verð- ur eigi lagt á hann aukaútsvar, enda væri til- gangslaust að gera það, þar sem ekkert mundi fást upp i útsvarið, þótt lögtaki væri beitt. 2. Eru opinber svör upp á þessar og aðrar fyr- irspurnir i blöðum ekki svo áreiðanleg, að maður geti, óhræddur fyrir leikslokum, hafið málsókn á hendur mótstöðumanni sinum, þegar svarið er sam- kvæmt ósk og skoðun spyrjanda? Sv. Eigi verður slíkt yfir höfuð sagt með full- kominni vissu, eins og geta má nærri, þar sem dómstólarnir geta opt komist sinn að hverri niður- stöðu, yfirdómur t. d. dæmt allt öðru visi, en hjer- aðsdómur, og hæstirjettur enn öðru vísi en þeir báðir. 3. Er það lögum samkvæmt, að taka allt að ! fötum þeim, sem maður stendur upp í, er lögtak 164 að þetta hljóð lieyrist aldrei, nema þar sem eru smá- plöntur uppþornaðar og því nær sviðnar af sólarhitanum. Þessi bumbusláttur ætti þá ekki að vera annað en margfaldað bergmál; ekki annað; en það fjekkjegekki að vita fyr en seinna. Nú skal jeg segja ykkur frá því, þegar jeg varð hræddur í annað sinn: Það var í vetur sem leið í skógi einum norðaustan til á Frakklandi. Loptið var svo dimmt og drungalegt, að myrkrið datt á tveim tímum fyr en vant var. Með mjer var bóndi nokkur, sem fylgdi mjer gegn um skóg- inn. Við gengum samhliða eptir mjóum stíg milli trjánna, sem náðu saman yiir höfðum okkar; það var ákaílega livasst og hvein í trjánum. Jeg sá upp á milli trjánna, hvernig skýin þutu áfram óðíluga um loptið, eins og þau væru að flýja undan einhverjum voða. Stundum bognuðu öll trjen í skóginum í sömu áttina undan ógur- legum fellibyl með ægilegum brestum og stunum, eins og þau andvörpuðu þungan undan hamförum stormsins. Og þó að við gengjum hratt og jeg væri hlýtt klæddur, gat jeg varla haldið á mjer hita. Við ætluðum að vera um nóttina hjá skógarverði einum. Húsið lians var ekki langt í burtu. Jeg fór þangað, til þess að vera þar á dýraveiðum. Stundum leit fylgdarmaður minn upp og sagði: 161 Og þó hef jeg þreytt margt fífldirfsku-bragðið, farið marga glæfraförina, sem leit út fyrir að mundi flytja mig i opinn dauðann. Jeg hef opt háð einvígi. Jeg hef verið tekinn af ræningjum og þeir skílið við mig sem dauðan. Jeg hef verið dæmdur til hengingar, sem uppreistarmaður í Ameríku og mjer hefur verið fleygt í sjóinn af skipi einu við strendurnar á Kína. í hvert skipti, sem jeg hef haldið að úti væri um mig, hef jeg þegar í stað gripið til minna ráða, án þess að láta það á mig fá í minnsta máta. En hræðsla er allt annað. Jeg hef orðið að kenna á henni í Afríku. Og þó er hún dóttir liinna norðlægu lauda. Sól hinna suðlægu landa eyðir henni eins og þoku. Takið þið vel eptir því, að lijá Austurlandabúum meta menn lífið einskis; þótt þeir eigi að láta lífið, taka menn því rólega. Þar eru menn lausir við hið þunga skaplyndi og myrku ó- rósemi, sem heimsækir Norðurlandabúa. Nú skuluð þið fá að heyra, hvað fyrir mig bar í Afríku. Jeg var á ferð innan um liina miklu sandhálsaeða sandöldur fyrir sunnan Ouargla. Það er eitthvert ein- kennilegasta hjerað á jörðunni. Það er alveg eins og menn ímynduðu sjer, að liafið væri orðið að sandi í geysi- miklum stormi; ímyndið ykkur hljóðlausan sjógang með

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.