Þjóðólfur - 25.11.1889, Page 1

Þjóðólfur - 25.11.1889, Page 1
Kemur út á t'östudags morgna. Verð árg. (60 arkai 4 kr. (er)endis 5 kr.). Borgist fyrir i >. júli. ÞJÓÐÓLFUR. LJppsögn skrifleg, bund- m.vift áramöt, ögild nema ! omi til útgefanda fyr- t 1. október. XLI. árg. ReyKjaTÍk mánudnginn 25. iióy. 1889. Nr. 55. Útlendar frjettir Rnfn, 7. nóv. 1889. Bússakeisari í Berlín. Alexander 3. ]jet líða meir en ár frá því, að Vilhjálm- ur þýskalaudskeisari heimsótti hann í Pjetursborg, án þess að heimsækja Þýska- landskeisara aptur, og þótti Þjóðverjum J það illa gert af honum, að hann skyldi sitja hjer í Danmörk, á næstu grösum, mánuðum saman, og vera svo ekki nema j 54 klukkustundir og 17 mínútur (sem þeir hafa reiknað út) hjá Þýskalands- keisara. Hann var í Berlín 11.— 13. okt. og hafði verið heldur þegjandalegur i stórveislunum, sem honum voru haldnar. j Hann sat á tali við Bismarck í l1/^ kl,- stund og veit enginn, hvað þeim bar á góma, en í veislunni á eptir sama dag- inn talaði hann mest við Bismarck og ljet hann sitja, en stóð sjálfur. Má af því ráða, að eitthvað muni Bismarck hafa getað blíðkað hann, svo nú lítur ekki lengur eins ófriðlega út í álfunni, fyrst að ítússakeisari er ekki lengur brúna- þungur. Hann og Bismarck hafa ein- hvern veginn komið sjer saman um, að láta friðinn hjara. Alexander 3. talaði frönsku, þangað til seinasta daginn, og ljet sjer nægja með að þakka Vilhjálmi fyrir orð hans, þegar hann hjelt vin- samlega ræðu fyrir honum, en hjeit enga ræðu á móti. Alexander fór svo til Meklenborgar, og drottning hans kom þangað frá Höfn (ekki vildi hún koma til Berlínar) og þau fóru landveg heim. Seinna 22. okt. var þing sett i Berlín og stóð í þingsetningarræðunni, að frið- urinn væri viss, að minnsta kosti í eitt ár. I miðjum október hjelt Crispi ræðu í lika átt í Palermó, og núna um mán- aðamótin var Kalnoky, utanríkisráðgjafi Austurríkis, 3 daga hjá Bismarck á Fried- richsruhe, að spjalla við hann. Svo vel ‘ætla þeir að búa um friðarhnútana. Brúðkaup í Aþenuhorg. í oktdok gipt- ist krónprins Grikkja Sofíu systur Vil- hjálms keisara og hefur aldrei jafnmargt stórmenni verið saman komið í Aþenu: Þýskalandskeisari og drottning hans, konungur vor og drottning, prinsinn af Wales og konahans, ekkja Friðriks keis- ara og dætur hennar. Þannig er kon- ungsætt vor orðin tengd við Hohen-zol- lernættina. 31. okt. sigldi Vilhjálmur keisari til Miklagarðs með glæsilegan flota, þó hann væri ekki jafnglæsilegur og Sigurðar Jórsalafara. Soldán fagnaði honum vel og hann er þar enn. Uppgangur Oladstones. Gladstyning- ar hafa unnið sigur i 2 aukakosningum i Peterborough og North Brekingham- shire. Rjett á eptir hjelt Gladstone sjálf- ur ræðu og sagði, að nú væri auðsjeð, hvað þjóðin vildi; hann talaði um Krít og lastaði Hundtyrkjann, og getur hann komið fyrir sig orði enn, þó hann vanti ekki nema 7 vikur í áttrætt. Kosning- ar til sveitanefnda hafa lika gengið Glad- styningum í vil. Grein í ensku tímariti um þrenningarsambandið, nafnlaus, hefur nýlega komið út og vakið athygli. Hún beinist einkum að Italíu og segir, að með óþakklæti sínu við Frakkland hafi ítalia stofnað sjer í botnlausar skuldir. Grrein- in er almennt eignuð Gladstone og má af henni sjá, hvoru megin hann er í Ev- rópu, að hann er með Rússum og Frökk- um. • I Boulanger og Napoleon mikli. Við endurkosningarnar 6. október batnaði dá- litið hagur Boulangers. Hann hefur nú | eitthvað 47 fylgismenn á þingi. Hinn 8. október flutti hann búferlum frá Lund- j únum og yfir á eyna Jersey í sundinu milli Frakklands og Englands. Situr hann nú þar á næstu grösum við Frakk- land og halda menn. &ð hann sje að líkja eptir Napoleon á Elba og ætli sjer að eiga apturkvæmt til Frakklands eins og Napoleon. Hann er skilinn við konuna og býr með enskri „lady“ á eynni. Ný- lega bauð hann þangað fjölda þingmanna, til að semja við sig. Þjúðverjar á þingi. Á þinginu í Ber- lín hafa verið harðar rimmur milli ræðu- garpanna. Ógrynni fjár hefur aptur ver- ið heimtað til hersins og Windthorst, for- ingi miðflokksins (centrum), Bebel, einn af foringjum sósíalista og Richter, for- ingi framfaraflokksins, rjeðust óþyrmilega á stjórnina fyrir aðgjörðir hennar; þjóð- in gæti ekki lengur risið undir þessu. Bennigsen, foringi hinna national-liberölu tók í sama strenginn með skatta og á- lögur, svo nú þarf Bismarck að bregða sjer til Berlínar á þing snöggvast. Nú er verið að ræða sósíalista-lögin og virð- ist svo sem þingið vilji ekki lengja gildi harðýðgislaganna gegn þeim. Waldersee, yfirforingi þýskalandshers, hefur sagt við frjettaritara amerikansks blaðs, að herinn væri svo traustur, að Þjoðverjar víluðu ekki fyrir sjer, að berjast við tvö stór- veldi einir síns liðs. Það er gamli Bis- marck, sem heldur við friðnum, en þeg- ar hann deyr, þá er ekki að vita, hverju fram vindur. Þanir á þingi. Danir hafa verið á þingi í mánuð. Korsgaard, ritstj. „Kveld- blaðsins" í Höfn, er nú kominn inn á þing í Bergs flokk, sem er 12—14 manns. Auk þess byrjaði 1. okt. að koma út í Höfn blað, „ Venstrebladet", sem framfylgir skoðunum Bergs. Aldrei hefur samlynd- ið verið eins vont milli vinstriflokkanna og það er nú, svo hægrimenn búast við að ná nokkrum kjördæmum þeirra á sitt vald. Merkilegt frumvarp til tolllaga hef- ur verið lagt fyrir þingið. Það á að af- ( nema tolla á kolum, salti, kaffi og þurrh- nðnm saltfiski, tei og hrísgrjónum, en leggja þá á ýmislegt annað, t. d. áfenga drykki, hesta, mjöl, hækka tolla á ávöxt- um, kryddmeti, tóbaki; tekjurnar af toll- um á áfengum drykkjum verða þá 3 milj. 671 þús. kr„ en eru nú 1 milj. 265 þús. I kr., samkvæmt frumvarpinu. Svíþjóð. Þar hefur Ákerhjelm tekið við forstöðu ráðaneytis í stað Bildts. Sem stendur eru hermál efst á dagskrá hjá Svíum, og er nýlega komin út bók, sem segir frá, hvernig fara muni á 20. öld, ef Svíar bæti ekki her sinn og varnir. Rúss- ar muni taka norðurhlutann af Svíþjóð og Þýskaland muni taka Jótland, en Svíþjóð fá eyjarnar ; menn vita ekki nafn höfundarins, en hann veit auðsjáanlega eitthvað um samband það, sem Óskar konungur kvað hafa gert við Þýskaland. Frjettir frá Stanley. Hraðfrjett frá Zanzibar til London segir, að brjef hafi borist þangað frá Stanley, dagsett 29. á- gúst 1889. Hann og Emin eru á leið- inni að austurströndinni með 800 manns. Þegar Stanley kom frá Aruwimi til Al-

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.