Þjóðólfur - 25.11.1889, Síða 3
219
nei, og öllum er kunnugt um, að binn óheppileg-
asti tími var til ]>ess valinn; þar af leiðir, að
verkið verður dýrara, og vegagjörðin stendur leng-
ur yfir; fyrir þetta getur veganefndin ekki þrætt.
Og hvar i öllum heitninum raundi sá eini alfara-
vegur inn i bæ vera tepptur eins lengi og Banka-
strætið hefur nú verið teppt, og það um þann tima
sem bæjarmenn þurfa mikið að brúka veginn bæði
til aðflutninga og annars, án þess að hin minnsta
tilraun hati verið gjörð ftá veganefndarinnar hálfu
til að laga litið eitt t. d. hið svonefnda Ingólís-
stræt.i, svo að komist yrði ofan í bæinn með vagna?
Þessu til sönnunar get jeg þess, að jeg fór um
daginn til formanns veganefndarinnat', og bað hann
unt að láta laga Ingólfsstræti, svo fara mætti með
vagn eptir því niður í bæinn. En hann taldi öll
tormerki á þvi, svo sem að verkstjórinn við vega-
gjörðiua ekki myndi vilja gjöva það o. s. frv., en
lofaði þó að tala um það við haun og láta tnig
svo tá svar. En svo liðu margir dagar, að ekkert
svar kom ; fór jeg þá til áðurnefnds verkstjóra að
vita, hvernig í þessu lægi. en hann sagði, að for-
maður veganefndarinnar hefði alls ekki nefnt við
sig að laga áðurnefnt stræti; bað jeg liann þá um,
að láta laga það. Hve tregur herra Guldbraud
Petersen, verkstjóíi, var að láta gjöra þetta, (sem
forin. veganefndarinnar gat t.il) og hve mikið verk
það var, má sjá á því, að þegar jeg nefndi við
haun að láta laga strætið. kvaðst hann hafa von-
ast eptir, að það hefði verið nefnt fyrir löngu, og
ljet þegar fara að laga það, löguðu 4 menn svo
strætið á minna en */a tíma> ai5 nú ma komast
eptir þvi ineð vagn ofan í bæinn.
Hvort það nú hefur verið af þessum vanaiega
aðgjörðaleysis-svefni í framkvæmdum veganefndar-
innar, þegar um eitthvað þarflegt er beðið, að hún
engu skeytti beiðni minni, eður hitt, að við, form.
°g jeg, erum máske engir perluvinir, allt út
úr öðru málefni, sem ekkert kemur þcssu við, þá
stendur það nú á sama. En það er hreint og
heint ófyrirgefanlegt skeytingarleysi af forui. vega-
nefndarinnar, að láta sig engu skipta, þótt bæjar-
mönnum, sem þurfa að nota vegina, sje, um óþarf-
lega langan tíma, gjört ómögulegt að reka atvinnu
sína, og vonandi, að slíkt og þvílíkt sje ekki lát-
ið viðgangast frainvegis.
Keykjavik 20. nóv. 1889.
W. Ó. Breiðfjörð.
Reykjavík. 22. nóv. 18b’9.
Póstskipið Laura koni hingað að
morgni liins 23. þ. m., og með því Þor-
gríniur Gudmundsen frá París. Sölfi Thor-
steinsen á ísafirði frá Englandi og vorsl-
unarmaður Christenseu, sendur af stór-
kaupmannni Muus í Khöfn sem umboðs-
maður lians til verslunar J. 0. V. Jóns-
sonar sál., hjer í bænum.
Verslunarfrjettir frá Khöfn 7. nóv.
íslensk vorull er nú í hærra verði; það
hafa verið gefnir 75—78 a. fyrir pundið
af honni með umbúðam; fyrir mislita ull
62 a., svarta 65 a. Haustull óþvegin 65
a. pd. með umbúðum. — Lysi, ljóst há-
karlalýsi pottbrætt 33 331/*-kr., gufu-
brætt 33x/2—34^/g kr., ljóst þorskalýsi
30—32 kr., dökkt 24—26 kr. hver 210
pd. — Saltfiskur stór, hnakkakýldur 60
—63 kr.; óhnakkakýldur, besta tegund
45—50 kr., lakari 33—34 kr.; smáfiskur
43 kr.; ýsa 31 ■‘/^ kr.; langa 40—44. —
Harðfiskur 125 kr. — Æðardi'mn 11—
l^1/^ kr. — Sundmagar 30 a. pd. með
umbúðum. — Kindakjöt gamalt 22—35
kr. tunnan (224 pd.); nýtt 47—48 kr.
tunnan. — Gærur 10 kr. vöndullinn (2
gærur). — Tölg 28—30 a. pd. — Larnbs-
skinn 80—90 kr. livcrt hundrað. — Fið-
ur, hvítt 12—121/, kr.; mislitt 9 kr. lpd.
(o: 16 pd.).
Landritaraembættið var veitt 3. þ.
m. settum landritara cand. jur. Hannesi
Hafstein.
Jíý lög. Þessi lög frá síðasta þingi
hafa verið staðfast af konungi 28. f. m.
6. Fjárlög fyrir árin 1890 og 1891.
7. Fjáraukalög fýrir árin 18S6 og
1887.
8. Fjáraukalög fyrir árin 1888 og 1889.
9. Lög um samþykkt á landsreikn-
ingnum 1886 og 1887.
Gufuskipaferðirnar næsta ár. Fyrir
þær 18000 kr., sem þingið veitti til gufu-
skipaferðanua á ári næsta fjárhagstimabil,
fást nú miklu hagkvæmarí strandferðir
lijá sameinaða gufuskipafjalaginu danska,
en áður, þegar sama upphæð var veitt.
Hagnaðurinn er einkum fólginn í því. að
fyrsta strandterðin á að vera fyrra liluta
apríhnánaðar, og síðasta strandferðin ekki
fyr en í okt.; alls eru strandferðirnar
fimm. í fyrstu strandferðinni á Thyra að
koma frá Höfn til Eskifjarðar 1. apríl,
halfla þaðan noröan um land til Reykja-
víkur. og koma þangað 14. apríl; fer síð-
an sörau leið aptur seiimi partinn í april.
En í síðustu strandferðinni á hún að koma
3. okt.. á Eskifjörð, halda þaðan norðan um
land til Rvíkur (15. okt.), og fara svo
þaðan beina leið til Haf'nar. En Laura
á að fara frá Reykjavík 2. okt. vestur
og norður um land áleiðis til Hafnar.
Eigi er nema 1 ferð viss frá Reykjavík
til vesturlaudsins og þaðan um liæl aptur
(í maí), en þó eigi ómögulegt, að Romny
fari aðra ferð þangað í júlí, enda mjög
mikilsvert, að þún færi þá ferð.
Að fyrsta strandferðin er svona snemma
og síðasta íerðin svona seint, væri ómet-
anlegt hagræði, ef skipið ætti þá að koma
á alla hafnir, sem það kemur á venjulega.
En því fer fjarri, að svo sje, því að í
aprílferðinni á það ekki aö koma á Beru-
fjörð, Vopnafjörð, Húsavík, Siglufjörð,
Skagastr., Reykjarfj., Arnarfj., Patreksfj.,
Stykkishólm og Flatey, og í síðustu ferð-
inni er og sumum af þessum höfnum
sleppt. Einmitt þetta. dregur mikið úr
hágræðinu við þessar ferðir, og ýmsir
landshlutar eru þannig settir hjá, án þess
að svo þyrfti að vera.
Málfundur var haldinn hjer í bænum
á laugardagskveldið var, til að ræða um
fyrirlestur Gests Pálssonar um menntun-
arástandið. Þar töluðu Jón Ólaf’sson al-
þm., Björn Jónsson ritstjóri, sjera Jón
Bjarnason, Páll Briem alþm. og Indriði
Einarsson. Þeir sýndu fram á fjarstæð-
ur þær og mótsagnir, sem fyrirlesturinn
er fullur af, og mótmæltu þeim, nema
sjera Jón Bjarnason, sem tók fyrirlest-
urinn á sína arma og meðal annars kall-
aði Gest profet (spámann); þó mótmælti
sjera Jón vel og sköruglega árásum Gests
á forngripasafnið og forstöðumann þess.
Eigi varði Gestur með einu orði skoðan-
ir sínar í fyrirlestrinum. — í Good-
Templarhúsinu, þar sem fundurinn var
haldinn. var húsfyllir af áheyrendum.
Umræðurnar stóðu 3J/2 stund og hefðu
sjálfsagt staðið lengur, ef þá hefði ekki
verið orðið mjög fratnorðið (kl. ll1/^).
Tíðarfar er gott að fi-jetta víðast að
nú með norðanposti svo að tíðin hefur að
likindum verið einna verst sunnanlands
að uudanförnu. I gær og í dag hefur
verið hjer norðangarður með nokkru
frosti.
Fjárkaupaskip Cogliills. Það var eigi
rjett, sem stóð í síðasta blaði, að gufu-
skipið Penelope væri alfarið; það var
að eins farið upp á Akranes, að taka þar
fje CoghilÞ. Það fór ekki fyr en í gær.
En Maguetio fór í dag.
Á Möðruvallaskólainim eru nú 27
nemendur, þar af 19 nysveinar.
Kaupflelögin. Vjer getum glatt les-
endur Þjóðólfs með þeim góðu frjettum,
að kaupfjelögunum, sem skipta við Zöllner
í Newcastle á Englandi, hefur heppnast
vel verslunin í ár.
Fyrir fje liafa kaupfjelögin fengið þetta
verð, að frádregnum öllum kostnaði:
Kaupfjelag Þingeyinga fyrir sauði tvæ-
vetra og eldri og nokkuð af' veturg. lið-
ugar 19 kr., veturg. ær 15 kr. 37 a.
Pöntunarfjelag Fljótsdalshjeraðs fyrir
sauði 18 kr. 84 a., geldar ær 15 kr. 31 e.
Pöntunarfjelag Eyfirðinga 18 kr. fyrir
sauði með nokkru af veturg. sauðum.
Kaupfjelag Skagfirðinga 17 kr. 75 a.
----Dalamanna 17 — 75 -