Þjóðólfur - 29.11.1889, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 29.11.1889, Blaðsíða 1
Kemur tit á í'ÖBtudags- morgua. Verö árg. (60 arka) 4 kr. (erlendis 5 kr.). Bor iÍBt fyrir i.). júli. ÞJÓÐÓLFUR. □ppsögn skrifleg, bund- in>iö áramöt, ógild nema komi til fltgefanda fyr- ir X. október. XLI. ár£. Rcyk,jayík föstudaglnn 29. iióy. 1889. Nr. 56. Nýir kaupendur að næsta árgangi ÞJÓÐÓLFS (1890) fá ðkeypis og kostnaðarlaust sent Sögusafn Þjoðólfs 1888, 210 Ibls., Sögusafn Þjóðólfs 1889, 200—240 Ms., Æflsögu Slgurðar málara 50 flls., eða alls ókeypis allt aö 500 bls., sem þeim verður allt sent, þegar Sögusafnið fyrir þetta ár er allt út komið. Enn fremur fá þeir ókeypis 10 síðustu blöðin af þessum árgangi, svo að það, sem nýir kaupendur fá ókeypis, kostar nærri eins mikið og einn árgang- ut af blaðinu. í Sögusafninu 1888 eru 7 sögur og i Sögusafn- inu þ. á. verða 14—16 sögur og fræðigreinir. Með þvi að gjörast kaupandi Þjóðólfs geta menn þann- ig veitt sjer ókeypis yfir 20 sögur, auk þess, sem þeir fá alþýðlegt, óháð, einbeitt og stefnufast blað, sem flytur margar góðar ritgjörðir, fræðandi og skemmtandi greinir og sögur eptir góða höfunda. Nýir kaupendur gefi sig fram sem allra fyrst. 522 Til Þjóðviljans. Eins og kunnugt er, hefur framkoma hinna „tryggu leifa“ í þinglok vakið mikla óánægju, ekki beinlinis af því, að framkoman gerði landinu óbætanlegt tjón, heldur af því, hvernig meðulin voru, sem fulltrúarnir beittu; það er eins og mönnum hafi risið hugur við, að sjá full- trua þjóðarinnar, — sem eru kosnir til að halda fram málefnum hennar á alis- herjar þingi, sem eru kosnir til að gefa landinu lög fyrir alda og óborna, sem eiga að vera imynd þjóðai'innar að göfgi og drengskap, — beita lögbrotum og öðr- um óvönduðum meðulum, til að koma fram óhöppum sínum. Meðal annara hefur „Þjóðvinafjelags- maður" iátið íljósigremju sína yfir kosn- ingu sjera Þórarins í stjórn Þjóðvinafje- lagsins í grein í Þjóðviijanum 28. sept. Þetta hefur ritstjórnin reynt að afsaka. En með hverju? Með illkynjuðum ó- sannindum ; með því að bregða þeim Jóni Ólafssyni, Páli Briem og Þorleifi Jóns- syni um svik við landsmenn og heitrof og segja, að það hafi þurft að gefa þeim ráðningu. Hvar skal staðar numið? Sliðra þú sverð þitt, Þjóðvilji! Það er ofraun fyr- ir þig, að rægja þessa menn fyrir lands- mönnum. Og hvernig var ráðningin ? Halda Tryggva og koma inn sjera Þór- arni, og hafa þó ekki afi til að koma einum einasta manni úr flokki hinna „tryggu ieifa“ inn í stjórnina. Ef hinar „tryggu leifar“ hefðu haft atkvæðamagn til þess að setja, þótt ekki hefði verið nema Ólaf á Höfðabrekku eða sjera Svein inn í stjórnina, þá sýndi það eitthvað, en hitt var ekki til neins, nema að leggja einn steininn enn í veg fyrir framgang stjórnarskrármálsins. Liðugum þrem vikum síðar lætur rit- stjórnin það óátalið, að einhver nafnlaus „Yestfirðingur41 fer að bregða meiri hlut- anum á þingi um ragmennsku og Norð- lendingum um, að þeir svinbeygist. Hjer segjum vjer enn : Hvar skal staðar num- ið? Hyggur Þjóðviljinn til sigurs með þessu ? Telur hann landsmenn þá fáráð- linga, að þeir láti sannfærast um málefnið, ef hann hrækir á alþingismenn og Norð- lendinga? Eða á það að yera til þess, að hafa kjósendurna í Eyjafirði með sjer, að kastaUfaman í þá þessum gáfulegu og snyrtimannlegu orðum: „Mislagðar eru Norðlendingum hendur, ef þeir láta nú svínbeygjast undir miðlunar-„huin- búgið“, þenna vanskapaða kálf, sem al- þingi kastaði í flórinn í sumar“. Þremur vikum eptir þetta sjáum vjer, að Þjóðviljinn hefur verið búinn að fá hirtingu vora í Þjóðólfi. Það er aumt á honum bakið. „Hvað hefur Þjóðvilj- inn til saka ?“ hljóðar hann upp yfir sig, aumingja Þjóðviljinn. Ósannindi segj- um vjer. Það er ekki nóg að renna þeim niður, eins og gjört er í greininni. Lands- menn heimta, að hvert heiðarlegt blað taki ósannindi sín aptur. Og vani var það áður, að láta börnin kyssa á vönd- inn, eptir að þau fengu hirtinguna, og þetta ætti Þjóðviljinn að gjöra, ef vel væri. Þingmaður. Veiting landritaraerabættisins. Það er kunnugra, en frá þurfi að segja og öllum ljóst, hversu áríðandi það er, að duglegir og vandaðir menn sjeu skipaðirí embætti og aðrar sýslanir. Aðalmeðalið til þess, að fá duglega menn í embættin, er það, sem tíðkast meðal allra siðaðra þjóða, að gefa öllum þeim, sem þykjast hafa kunnáttu og hæfilegleika til þess að gegna embættinu eða sýslaninni, tækifæri til þess að bjóða sig fram, og getur þá veitingarvaldið kosið þann úr, sem hæf- astur er að þess áliti. í hverju það sje fólgið, að gefa öllum kost á að bjóða sig | fram,geturverið mismunandiáhverjum stað fyrir sig og mismunandí eptir því, um hvaða sýslanir er að ræða. Þegar um opinber embætti er að ræða, er aðalreglan sú, að auglýsa það, að embættið sje laust á þann hátt, að öllum gefist kostur á að fá vitneskju um það og gefa mönnum svo langan frest, að þeim gefist kostur á að sækja, enda þótt þeir sjeu í fjarska. Hve j langur þessi frestur eigi að vera, er eigi liægt að segja neitt ákveðið um; í lönd- um, þar sem gufuskip og gufuvagnar þjóta áfram á hverjum degi, þarf fresturinn eigi að vera eins langur og þar, sem hvorugt þetta á sjer stað. Hjer á íslandi hefur þessari reglu líka verið fylgt; öllum emhættum er „slegið upp“, nema nokkrum þeim æðstu, en þó geta menn einnig sótt um þau, þegar þau eru laus, og gjöra, að því oss er frekast kunnugt, og svo kann einstaka sinnum að j vera brugðið út af þessari reglu, eins og hjer um árið, þegar Mýra- og Borgarfjarð- arsýsla var veitt. Eins og þegar er getið, er embættunum „slegið lausum“, en spurn- ingin verður þá. Er þetta gjört á þann hátt, að þeir, sem geta hugsað sjer að sækja, geti fengið vitneskju um það? Og er fresturinn nógu langur? Fyrri spurn- ingunni verðum vjer liispurslaust að svara játandi, því öll emhætti eru auglýst í stjórnartíðindunum, og það eiga allir að vita og þau eiga allir að lesa, fái þeir í raun og veru eigi vitneskju um það, þá er það þeim sjálfum að kenna. En livað viðvíkur siðari spurningunni, þá ætlum vjer, að henni beri eins hisp- urslaust, að svara neitandi. Vjer skulum taka nýjustu veitinguna, veitingu landritaraembættisins. Hinn 9. ágúst var Jóni Jenssyni landritara veitt

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.