Þjóðólfur - 29.11.1889, Page 3

Þjóðólfur - 29.11.1889, Page 3
223 sem vitinu og fyrirhyggjunni líður hjá mönnum, þá hamlaði sú ástæða illt að gjöra, að þeir gátu það ekki, en nu er öðru máli að gegna, síðan kaupmenn fóru að halda markaði samhliða fjárkaup- mönnunum. Áður seldu menn lítið af ám, bæði af því að Coghill vildi þær helst ekki, og þær voru borgaðar mjög illa í samanburði við sauði. Menn hjeldu því stofninum óskertum, þótt þeir lóg- uðu geldfjenu; en nú síðan kaupmenn- irnir okkar islensku fóru að vera með á mörkuðunum og láta greipar sópa um fje skuldunautanna, þá hefur talsvert meira gengið til þeirra af ám, en áður hefur verið selt af þeim, til mikils skaða fyrir fjársöluna erlendis, því að fjárkaupmenn- irnir hafa opt á endanum keypt stór- hópa af þeim af mjög blönduðu fje, sem þeir hafa haft á boðstólum og skemmt með því rusli fjárhópa þá, sem þeir hafa keypt af bændum. Nýlega var haldið uppboð úti á Sauð- árkróki á vörum, er Þorlákur kaupmað- ur Johnson sendi hingað norður; kvað sumt af þeim hafa selst jafnvel með búð- arverði, en sumt minna. ísafjarðarsýslu, (Jökulfjörðum), 3. nóvemb. „Tíðin ágæt bæði til lands og sjávar. Fiskafli hefur verið frábær við Djúp i sumar, og i haust afli freraur góður til þessa, en mest er það ýsa, sem aflast hefur. Á Ströndum hefur og aflast vel i haust, sem er óvanalegt þar, en gæítir hafa þó verið fremur slæmar. Snjóhret hefur að eins kom- ið eitt i haust, svo að teljandi sje, frá 30. okt. til 2. nóv. Lömb eru menn enn ekki búnir að taka inn. — í haust hefur Ásgeir kaupm. Ásgeirsson stofnað fasta verslun á Hesteyri í Sljettuhreppi, er það mikið hagræði bæði fyrir Strandamenn og þá, sem búa I Jökulfjörðum. Yöruverð á Hesteyri líkt og á Isafirði“. Af íslendingum í Ameríku or skriíað þaðan: Winnipeff, 15. okt. . . . „Það voru mestu veik- indi í bænum í sumar og eru enn. Það hafa verið heldur góðir tímar hjerna seinni partinn í sumar og haust, nóg vinna og hátt kaup fyrir alla, sem heilsu hafa liaft til að þræla ; hitarnir fremur mikl- ir i þrjá mánuði, en uppskera heldur í rninna lagi, vegna þurrka, sem voru fyrri part.inn“. Úr brjefi úr Argyle-nýlendu er talað um uppskeru- brest sökuin þurrka. „Margir af fátæklingunum, sem komu að heiman siðastliðið sumar, munu vera illa búnir nndir'vetur- urinn; vinna fyrir almenning byrjaði fremur seiut“. Úr Nýja-íslanAi „tíðindalitið, góð lieilsa og góð fjárhöld sömuleiðis; þó voru nokkur veikindi á börn- um í júli og ágúst, og 6 börn dóu hjer í Fljóts- byggð. Tiðin hvikul stundum; fjarskahitar, sem hjeldust allan ágúst; hey hirtust vel og flestir náðu nægilegu handa skepnum sinum, en nokkuð lengur voru menn við slátt en vanalega, þvi vegna þurrka spratt jörð seint; hveiti þreifst hjer vel og var slegið snemma, þvi var lika sáð fyrir páska; sama er að segja um aðra ávexti. September allur kald- ur með norðan stormum og siðast rigningum og sama tíðin það sem af er október11. Kaupfjclöiíill Þar sein í siðasta blaði er skýrt frá flskverði kaupfjelags ísfirðinga, 47’ú kr. skpd. og 55 ríkismörk, á það að vera: auk fragt- ar þeirrar, sem þar er nefnd, en ekki að „ frádreg- inni fragtu, eins og þar stendur. Þjóðólfur sendir „Söguvini11 kæra kveðju sina með þakklæti fyrir „tilskrifið11 og óskar jafnframt að komast i nánari kynni við hann. Ferðaáætlun póstgufuskipanna næsta ár fylg- ir með þessu blaði til allra kaupenda innanlands. Auglýsirigar. í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með ððru letri eða setning, I kr. fyrir þumlung dálks-lengdar Borgun út 1 hönd. i-i'jer með banna jeg öllum beitutekju á Leir- velli, sem er i Esjubergslandi. Brjóti nokkur gegn banni þessu, mun jeg leita rjettar míns að lögum. Esjubergi, 27. nóv. 1889. Jón Sæmundsson. 523 Grreiðasala. Hjer ineð auglýsist, að hjeðan af sel jeg öllum utansveitarmönnum, sém þess æskja, næturgisting og annan greiða eptir föngum, án þess þó að vera skuldbundinn til þess. Esjubergi, 27. nóv. 1889. Jón Sæmundsson. 524 3Maður sem getur talað ensku, frakknesku og dönsku óskar að fá atvinnu við verslun, kennslu eða helst skrifstofustörf. Ritstj. gefur nákvæmari upplýsingar. 525 184 þekkja deili á því, og vita skaltu það, bóndi, að óvinir þínir hafa með göldrum og gjörningum sent þjer stefni- varg, sem svo er magnaður, að mjer virðist eigi þurfa lítið til, ef duga skal“. „Bregðast krosstrje sem önnur trje“, sagði bóndi, „og sje jeg, að þú treystir þjer eigi að leysa mig af vandræðum, og er máttur þinn víst eigi svo mikill, sem orð er á gjört“. Yið þessi orð bónda tóku brýrnar drjúgum að síga á Galdra-Leifa; hann ranglivolfdi augunum og gjörðist mjög ófrýnu og ægiiegur á að líta, en bóndi og aðrir, sem við voru staddir, urðu hræddir. Snaraðist þá Gfaldra-Leifi út, og vissi bóndi eigi, livert hann íór. Leið svo langt fram á kvöld, að Leifi kom eigi aptur. Allt í einu hejirðu þeir, sem inni voru, þunga dynki og voðalega dimmar drunur. t>á herti bóndi upp hugann og gekk út og einn af vinnumönnum lians með honum, til þess að for- vitnast um þessi læti. Yeður var stillt og tungl óð í skýjum. Þegar þeir bóndi og vinnumaður lians komu út, urðu drunurnar enn þá meiri og enn þá voðalegri; fóru þeir þá að skyggnast um, en urðu einskis þess varir, er þessum undrum mætti valda. . Þeir gengu þá út að túnjaðrinum, og þá sáu þeir Galdra-Leifa; gekk hann aptur á bak og áfram á hól einum skammt frá túninu, — og þá var hann voðalegur hann Galdra-Leifi; þegar hann leit móti tuuglinu, var sem dimmbleikir geisl- 181 Þess er getið, að Galdra-Leifi reri vertið eina með Ögurmönnum. Einn morgun var hanu mjög síðbúinn til sklps; biðu fjelagar hans lengi eptir lionum; loks leiddist þeim biðin, og foru svo, að þeir skildu liaun eptir. Um daginn hrepptu þeir hvassveður og lirakning mikinn, fiskuðu mjög lítið eða ekkert og náðu landi með. illan leik. Þegar þeir komn að landi, sjá þeir að Galdra- Leiíi kemur utan með sjó, og rekur á undan sjer timm tóur mórauðar; hann rekur þær niður í fjöruna, þar sem fjelagar hans voru, stöðvar þær þar, og gefur sig á tal við þá, og segir að eigi sje sýnt, að liann hafi allað ver en þeir, þótt þeir hafi skilið sig eptir. Síðan skiidi hann við þá og rak tóurnar með mestu liægð heim að Garðsstöðum og drap þær allar. Einhverju sinni kom víkingaskip eitt inn á ísa- fjarðardjúp; segja flestir, að það liafi verið eitt af hin- um spánsku víkingaskipum, er voru lijer við land 1«13 —1615, en aðrir segja, að á því hafl verið tyrkneskir víkingar. Víkingar þessir sigldu inn Djúp, og stefndu beint á Ögur; en er Ari bóndi sá för þeirra, fór hon- um eigi að lítast á blikuna; þóttist hann vita, að vík- ingar þessir mundu ætla að gjöra sjer heimsókn; bað liann þá Galdra-Leifa duga sjer, og sjá svo til með kunnáttu sinni, að eigi hlytist vandræði af komu vík- inganna. Leifl brást vel við og íor þegar heim að Ögri

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.