Þjóðólfur - 13.12.1889, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 13.12.1889, Blaðsíða 1
Kemur út, ú f'Östudags- morgna. Yerö árg. (60 arka* 1 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrú 1». jölí. ÞJÓÐÓLFUR. Oppsögn skrifleg, bund- injvií áramót, ógild nema komi til fltgefanda fyr- ir 1. október. XLl. árg. Reykjarík föstudagtnn 13. des. 1889. Nr. 58. Bókverslun Kr. Ó. Þorgríms- sonar selur Helgapostillu innhepta meö mynd fyrir aö eins 3 kr. (áð- ur 6 kr.)- 550 Magur sigur. Þegar embættismennirnir gera sig seka í einhverjum afglöpum, eru yiirboðarar þeirra hvorki vanir að vera fljotir að taka í taumana nje harðir í horn að taka við þvilíkt. Það sýnir meðal annars Fens- markshneykslið alræmda. Lengi dumm- uðu yfirboðarar Fensmarks athæfi hans fram af sjer. sinntu ekki kærum um hann, og þegar yfirmaður hans kom til hans á eptirlitsferð sinni, settist hann að veislu hjá Fensmark, sem besta vini sínum, og þegar yfirboðarar hans fóru loks að rumsk- ast, sektuðu þeir hann um 4 kr.! Ann- | að dæmi má nefna. I fyrra sumar var sýslumaðurinn i Suðurmúlasýslu kærður fyrir landshöfðingja og mjög þungar sakir bornar á sýslumanninn; það höf- um vjer seinast heyrt um þá kæru, að hún hafi verið send amtmanninum fyrir norðan, sem yfirboðara syslumannsins; ekki neitt frekara hefur heyrst um það mál og voru þó svo þungar sakir í kær- unni, að þær hlutu að baka sýslumanni þunga ábyrgð, ef þær reyndust sannar, en ef þær aptur á móti hefðu verið ó- sannar, hefði kærandinn ekki getað slopp- ið án hegningar fyrir ranga kæru. En þegar blöðin nefna á nafn eitt- hvert axarskapt landsstjórnarinnar, þá rýkur hún upp til handa og fóta að höfða mál á móti ritstjóranum, vitandi sem er, að það má optast finna eitthvert orð, sem ekki er nógu auðmjúkt og sem dóm- stólarnir er.u fúsir á að sekta ritstjórann fyrir. Amtsráðið fyrir norðan hafði optar en einu sinni sett ofan í við sýslunefndina í Suðurmúlasýslu fyrir það, að hún legði ofmikið fje til búnaðarskólans á Eyðum, og það seinast i fyrra; það Ijet þó við svo búið standa þá, en „bjóst við, að nefndin eptirleiðis hefði sem mestar gæt- á því, að gjaldþegnum yrði ekki í- þyngt um of með háu sýslusjóðs- gjaldi“.* Þetta víttum vjer að makleg- | leikum i Þjóðólfi, og höfum fengið þakk- [ ir fyrir fir Múlasýslu, því að bæði þar og viðar mæltist illa fyrir þessari ofaní- | gjöf amtsráðsins, enda ætti amtsráðun- I um ekkert að koma við, hve mikið fje j hjeraðsbúar leggja fram úr sínum eiginn j vasa til að styrkja framfarafyrirtæki sin á meðal. Það dugir ekki að amtmenn- irnir eða amtsráðin sjeu að blanda sjer inn í slikt og þvílíkt og allra sist ættu þau að hnekkja menntastofnun bænda j og þannig koma. í veg fyrir, að mennt- s un eflist meðal þeirra. Amtmaðurinn fyrir i norðan, -— sem með mótspyrnu sinni ! gegn Hólaskóla, þegar verið var að koma i honum á fót, hefur sýnt, hve hlýjan hug j hann bar þá til búnaðarskólanna og mennt- j unar bænda — rauk upp til handa og fóta, þegar hann sá grein vora í Þjóð- ólfi, og svo skipaði landshöfðingi honum j auðvitað að höfða mál gegn ritstj. Þjóð- j ólfs, eins og áður hefur verið getið í blaðinu. Undirdómarinn dæmdi hann í sekt, 80 kr., og málskostnað. Ritstjóri Þjóðólfs áfrýjaði þeim dómi til yfirdóms- ins og átti málið að koma þar fyrir 10. febr. næstkomandi. Þetta þótti amt- manninum oflangur frestur og áfrýjaði dóminum til staðfestingar; ritstjóri Þjóð- ólfs gagnáfrýjaði þá málinu. í yfirdómi fjell dómur í því 9. þ. m. og var þar gagnáfrýjuninni vísað frá, af því að í henni höfðu undirrjettardómsgjörðirnar ekki verið lagðar fram, ogþess vegna var undirrjettardómurinn staðfestur, án þess með einu orði væri farið út i hina á- töldu grein í Þjóðólfi, svo að skoðun yfir- dómsins á aðalatriði málsins sjest ekki í þessum dómi. Ritstjóranum var neitað um frest til að leggja undirdómsgjörð- irnar fram, þótt hann beiddist þess. Amt- maðurinn hefur þannig að visu fengið ósk sinni framgengt, en það er magur sigur; það er jafnan magur sigur að vinna mál fyrir dómi, ef maður samt sem áður er dæmdur af almenningsálitinu. *) Það hefði farið betur, að amtmaðurinn hefði haft eins hagfast, er hann var að semja ferða- kostnaðarreikninginn á siðasta þingi (shr. síðasta bl.), að íþyngja ekki landssjóði um of með ofháum ferðakostnaði. BRJEF til ritstjóra Þjóðólfs um stjórnarskrármálið. Herra ritstjóri! Með því að greinar þær, sem blað yðar flytur um stjðrnarskrármálið í 47.—49. tölubl. halla töluvert rjettu máli, það er til mín kemur, þá vona jeg, að þjer takið eptirfylgjandi lin- ur í blað yðar.1 Einhver „Þingmaður11, sem vill fræða lýðinn um flokkaskiptin á þingi i sumar, segir, að jeg hafi greitt atkvæði gegn stjórnarskrármálinu ásamt fleiri þingmönnum, er hann nefnir.2 Mjer kom ekki 0 Eins og sýnt skal verða jafnóðuin neðan- máls, hefur ekki í „Þjóðólfi11 verið hallað rjettu máli i nokkru minnsta atriði um sjera S. St., svo að hann á enga heimting, ekki einu sinni sanngirn- iskröfu til að fá þessa merglausu og marklausu málalenging sina tekna upp í blaðið, enda höfum vjer kaupenda vorra vegna horft í það. Að vjer þó höfum gert það, kemur af tveim ástæðum: fyrst góðgirndar og meðaumkunar-tilfinning við höf., sem ella ekki hefði átt kost á, að koma málstað sínum fyrir annara augu en þeirra, sem lesa „Þjóðvilj- ann“ (því þar má ætla höf. hefði fengið húsaskjöl); __ í öðru lagi til að opna augu almennings, því að naumlega mundi neinum mótstöðumanni sjera Sig. St. í þessu máli geta tekist betur að sýna fram á, hve ljelegur málsvegur hans er, heldur en hon- um befur sjálfum tekist i þessari grein. Ritstj. “-’) pað er bara eitt að, og það er það, að „þing- maður“ hefur aldrei sagt þetta. Það er sjera Sig. sjálfur, sem býr þetta til. Það sem vera mun á- tyllan til þessa ötúrsnúnings hans (svo vjer velj- um því meinlausasta nafn, sem auðið er), munu vera þessi orð í grein „Þingmanns" (á miðjum mið- dálki 190 bls. í nr. 48.): „Þeir, sem sýndu það gjörræði að brjóta lögin, voru þeir þingmenn ís- firðinga, Sigurður Stefánsson og Gunnar Halldórs- son, sjera Sveinn, Ólafur Pálsson, Þorvaldur i Núpa- koti og Grímur Thomsen, sjöundi er Bened. Sveins- son og sjera Þórarinn áttundi maður. Þá er ní- I undi maðurinn, þingmaður Eangvellinga, Sighvatur ! gamli Árnason. Þessir mynda þjettan flokk móti stjórnarskrármálinu,ogatkvæði mótimálinu greiddu j þeir og [o: einnig] Júlíus Havsteen, Arnljótur og Árni Thorsteinsson11. Blað vort hafði þegar áður (á 142. bls., nr. 36.) getið þess berum orðum um stjórnarskrárfrumv., að i neðri deild hefði „visað þvi til 3. umr. i einu | hljóði“, og að „við 3. umr. í n. d. var frumv. sam- J þykkt með 19 atkv. gegn 2. Þessir 2, sem voru ' á móti, voru J. Jónassen og Grímur Thomsen11. — Eun fremur var þess ýtarlega getið í 40.—41. nr., að frumv. komst aldrei til atkvæða í n. d. eptir að það kom frá e. d.; fyrir því sáu þeir fundar- i eyðendur (og sjera Sig. St. þar með). Og aðrar atkvæðagreiðslur i málinu i n. d. gátu því eigi átt sjer stað eptir þingsköpum rjettum og eðli málsins. Þetta vissi „þingm.“, að allir lesendur blaðsins vissu, i það var þvi engin ástæða til fyrir hann, að ætla, að nokkur maður misskildi orð sín, þau er að ofan er á vikið. Enda getur enginn heilvita mað-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.