Þjóðólfur


Þjóðólfur - 20.12.1889, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 20.12.1889, Qupperneq 1
Kemur út á t'Östudags- morgna. Verö árg. (60 arka) 4 itr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir ló. júlí. ÞJÓÐÓLFUR. Oppsögn skrifleg, bund in'viö áraniót, ógild nema komi til útgefanda fyr- ir 1. október XLI. árg. Reyk,jayík föstudaginn 20. des. 1889. Xr. 59. Landsbankinn. Hingað til hef'ur landsbankinn ekki átt vinsældum að fagna hjá viðskiptamönn- um sínum fyrir margra hluta sakir, sem er kunnugra, en frá þurfi að segja. Flest- ir, sem tekið hafa lán i bankanum, hafa gert það til að firrast mestu vandræðin, sem stafað hafa af harðindunum undan- farandi ára, hafa gert það út úr neyð og með þeim fasta ásetningi að losast svo fljótt við bankaskuldina, sem mögu- legt væri, enda er nú bankinn farinn að komast að raun um það. A þessu fyrsta ári, sem menn eru almennt farnir að rjetta við eptir harðindin, hafa sárfáir leitað láns hjá bankanum, en margir borg- að til hans í haust meira en þeir þurftu og sumir jafnvel alla skuld sína, svo að bankinn situr nú með stórfje (200,000 kr.), sem hann kemur ekki út. Það er sjálfsagt einkum af þeim á- stæðum, að bankinn hefur nú fyrst um sinn frá 1. jan. 1890 sett rentuna niður í H/g0/,, (4 kr. 33'lg e. af 100 kr. á ári) af þeim lánum, sem tekin verða eptir þann tíma; sömuleiðis af eldri lanum, ef lántakandi hefur staðið í skilum; jftfn- framt hefur hann frá sama tima sett rentuna af sparisjóðsinnlögum niður i •31/8°/o °g Sefur er fje eiga í bank- anum með sparisjóðskjörum, kost á að fá það allt út án uppsagnar innan 12 vikna frá 1. jan. næstkomandi. Allir, sem lán þurfa að fá, munu taka vel þessari niðurfærslu á útlánsvöxtum bankans, og auðvitað mun homrm veita hægra eptir en áður að koma peningum sínum á vöxtu. En niðurfærslan á inn- lagsvöxtunum mun ekki mæta jafngóð- um undirtektum, og verðskuldar það held- ur ekki, því að með henni fælir bank- inn frá sjer þá, sem peuinga hafa aflög- um, í stað þess að hæna þá að sjer. Það má ganga út frá því sem vísu, að marg- ir þeirra muni taka peninga sína úr bank- anum og kaupa fyrir þá útlend verð- brjef eða koma þeim á leigustaði, þar sem þeir hafa rneira upp úr þeim, en bankinn býður, og það, sem ineira er, þeir munu naumast leggja peninga sina séinna inn í bankann, þótt hann hækk- aði innlagsvextina aptur síðar meir. Það hefði sjálfsagt verið óhætt fyrir bank- I ann að halda innlagsvöxtunum jafnháum, | sem þeir nú eru, eða færa þá eigi nið- j ur meir en í Að hann hefði þá orðið að liggja með mikið fje, sem ekki j hefði gengið út, þurfti ekki að óttast til lengdar, ef hann jafnframt hefði gjört j lánskosti sína enn aðgengilegri bæði með því að lengja almennt afborgunartímann t. d. til 15 eða 20 ára, og ýmsu fleiru, j sem gerði lánþurfum greiðara fyrir að fá lánin, en verið hefur hingað til. Til j þess, að geta lánað til svo langs tíma, þarf bankinn mikið fje, og fremur að óttast, að til þess brysti hann vinnufje, en hitt, að hann lægi með peninga arð- lausa, einkum ef hann einnig kæmist í viðskiptasamband við útlenda banka; því að þá þyrfti hann á enn meira fje að halda. Það er þannig ekki sýnilegt, að það hafi verið nokkur þörf fyrir bank- ann, að lækka svona mikið innlagsvextina, því að hann getur jafnan, ef rjett er að farið, haft nóg með peningana að gjöra, þótt mikið væri lagt inn í hann með sparisjóðskjörum. En það litur svo út, sem bankastjórn- in ætli sjer ekki að lengja almennt láns- tímann til 15 eða 20 ára, fyrst hún læt- ur það ekki uppskátt, nema, við einstaka menn. Hvað henni gengur til þess, er ekki gott að skilja. Það er heldur ekki gott að skilja, hvers vegna bankastjórnin, þrátt fyrir brýna nauðsyn og þvert ofan í itrekaða áskorun alþingis, kemur ekki bankanum í viðskiptasamband við banka erlendis, t. d. í Danmörku og Skotlandi. Til þess þarf auðvitað þekking og vilja, og ómök og fj'rirhöfn kostar það líka, en slíkt verða menn að geta heimtað, ekki síst af forstöðumanni landsbankans. B R J E F til ritstjóra Þjóðólfs íim stjórnarskrármálið. (Niðurl.). Þjer megið gjarnan klifa í heilt ár, þó þjer viljið, á útivist minni frá þessum þingsá- lyktunartillögu fundi; meðan þjer, samkomulags- menn, hafið ekki sannað, að þessi tillaga væri hið sama og stjórnarskipunarlagafrumvarp frá þingsins hálfu, þá er ekki til neins fyrir yður að vera að staglast á því, að jeg og aðrir hafi eyðilagt stjórn- arskrármálið með því að sýna ekki þessari tillögu þá virðingu, sem hún átti ekki skilið.14 Þjer, meiri- hlutamenn, verðið að eiga það við sjálfa yður, þótt yður risi svo hugur við að greiða atkvæði gegn hreytingartillögum mínum, eða rjettara sagt, frum- varpi þvi, sem þjer höfðuð sjálfir samþykkt fyrir nokkrum dögum, að þjer gripuð til þessarar til- lögu sem var sannarlegt neyðarúrræði, þegar i öll skjól var fokið og þjer höfðuð sjálfir eyðilagt stjórn- arskrármálið með ónýtu ráðahruggi og óhæfilegum drætti þess í efri deild og enda eptir að það kom aptur til neðri deildar.15 Þjer talið mikið um, að aðalatriði þessa máls sje að fá innlenda stjórn. Hver neitar þvi? En hug- myndir yðar um innlenda stjórn sýnast vera orðn- ar nokkuð þröngar. Er það innlend stjórn, aðkon- ungur geti með erlendum ráðherra suður i Dan- mörku ónýtt hvert eitt einasta lagaboð, er þingið hefur samþykkt?16 Er það innlend stjórn, að kon- 14) Það var deildin ein, sem var bær að leggja dóm á það, hverja meðferð tillagan átti skilið. ‘ Hvorki sjera Sigurður, Olafur Pálsson, sjera Sveinn og þeirra kumpánar, nje neinn annar minni hluti, hefur neinn siðferðislegan rjett til að setja sig á sleggju-dómstól og taka fram fyrir höndur meiri hlutans og varna honum atkvæða. — AnnaTS gæti hverjir 7 eða 8 þingmenn í neðri deild gert sig að yfir-þingi, ákveðið fyrir fram, hver mál deildin mœtti fá til meðferðar, og gengið af fundi til að hindra hvert mál, sem þessum minni hluta væri illa við. Allir sjá, hve þeir menn eru þingmannlegir, sem svo fara að ráði sinu. Ritstj. 15) Nú fer skörin að færast upp í hekkinn, er einn fundeyðandinn fer að hregða oss, er fundi vild- um halda og fengum því eigi við komið fyrir of- ríki fundeyðenda, um, að vjer höfum eigi viljað ganga til atkvæða um málið. Vjer vorum allt af fúsir til þess, svo hinn síðasta dag sem hinn fyrsta. Annars má sjá það af frásögn Jón Ólafssonar í „Fjallkonunni“ i gær, hvorir það hafi verið, vjer meiri hluta menn, eða sundrungarmennirnir í minni hlutanum, sem gerðu sitt til að sporna við því, að málið yfir höfuð kæmist niður til neðri deildar og þar til atkvæða. Það var ofmjög á hvers manns vitorði hjer i sumar leið, hvor flokkurinn í neðri deild það var, sem reyndi til að fá stj.skr.frv. fellt í efri deild. Ritstj. 16) Það muna máske einhverjir íslendingar, þótt 8. St. hafi gleymt því, að 1885 var baldinn Þing- vallafundur. Þar var sjera S. St. og þar var nú- verandi ritstj. „Þjóðólfs11, háðir kosnir fulltrúar. Þar voru þeir og alþingismennirnir Ben. Sv., Jón Ólafss. og Tr. Gunnarsson, auk ýmsra annara. Þar hörðumst við Jón 01. fyrir því að takmarka synj- unarvald konungs [láta hann að eins hafa frest- andi synj unarvald]. En sjera S: St., B. Sv. og Tr G. hörðust fyrir því, að „konungur með erlendum ráðherra suður í Danmörku11 skyldi „geta ónýtt hvert eitt einasta lagaboð, er þingið hefur sam- þykkt“; annað átti þá að vera ósambcðið konungs. valdi nu og óliæfa og harnaskapur að íara fram á.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.