Þjóðólfur - 03.01.1890, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 03.01.1890, Blaðsíða 2
Það er vafalaust, að frumvarpið frá í sumar gengur fram á næsta þingi eptir að menn hafa lagað á því smágalla, sið- an verður leyst upp þing, aukaþing kaldið 1892, og svo vona menn, að þess verði eigi langt að biða, að frumvarpið nái staðfestingu konungs. En ef svo fer, þá verður ólíkt að líta yfir landið, þegar þessi öld líður, heldur en þegar hún byrjaði, og það er vonandi, að menn hugsi þá betur til framtíðarinnar. en forfeður vorir gerðu hundrað árum áður. Gamla árið. Árgæska til lands og sjávar, einkum til landsins, einkenndu gamla árið. Vet- urinn í fyrra var víðast góður, nema í Múlasýslum voru mjög lengi jarðbönn, án þess þó að skepnufellir yrði. Hafís- inn, þessi óheillavættur og vogestur ís- landr, ljet varla sjá sig, svo að bæði vor- ið og sumarið voru hvort öðru betra; haustið var gott; þessi vetur, sem af er, hefur verið mildur, en óstöðugur í meira lagi- Verslunin var á sinn máta eins og veðuráttan; útlendar vörur eigi í slæmu verði, viðunanlegt verð á innlendum vör- um og afarhátt verð á fje í haust. Yfir höfuð má segja, að gamla árið ljeki við menn, að því er árferði og at- vinnuvegi snertir, enda er nú betra hljóð í mönnum, en áður, t. d. fyrir 2—3 ár- um, er sumum lá við að örvænta um framtíð þessa lands. Nú heyrast hvergi slik æðruorð, enda væri það vanþakklæti í mesta máta, ef menn börmuðu sjer nú yfir tiðinni og árferðinu. Hin nýafstöðnu harðindi ættu þó að vera mönnum i fersku minni. Slík harð- indi og meiri geta jafnan komið, þegar minnst vonum varir, og því ætti mönn- nm ekki að gleymast í góðu árunurn að safna sjer forða til hinna vondu áranna. Hafið jafnan i huga feitu og mögru kýrn- ar hans Faraó. Látið nú ekki þetta góð- æri líða svo, að þjer leggið ekki eitt- hvað upp, til þess að vera því betur undir búnir, er mögru kýrnar koma. Þótt gamla árið ljeki við menn, fóru þó nokkrir af landi burt til Ameríku, og svo mun verða ár hvert hjeðan af, hvort sem hart er eða gott í ári, blítt eða strítt og sjáum vjer eigi mikinn skaða i því; það hefur lika sína kosti; það er þá rýmra um hina, sem eptir eru; það er heldur ekki ólíklegt, að landar vorir þar vestra geti í ýmsu orðið oss hjer heima að liði, síðarmeir, er þeir fara að líta mál vor og gamla ísland rjettari augum, en sum- ir þeirra hafa stundum gert hingað til. í landsstjórn og löggjöf hefur gamla árið lítið fram yfir önnur ár. Yms hin æðri embætti iandsins voru skipuð nýj- um mönnum. Fyrir alþingi hjeldu þing- menn fundi með kjósendum sínum í flestum kjördæmum landsins. Alþingi afgreiddi ýms þarfleg lög. Eitt hið sögu- legasta frá því þingi var þó afdrif stjórn- skrármálsins, sem kunn eru orðin fyrir löDgu um land allt og lengi munu verða í minnum höfð. Nokkrar slysfarir urðu á gamla árinu og nokkrir merkir menn dóu, t. d. Jón Sigurðsson alþingismaður á Gautlöndum, Kristján J. Mathiesen, óðalsbóndi á Hliði og fleiri. Gamla áriö í útlöndum hefur verið friðarár hjer í álfu; stórveld- in verið sátt og sammála ofan á, en und- ir niðri ólgar ófriðaraldan. Og við og við hafa menn verið að spá. að bráðum byrji hin margumtalaða stóra styrjöld milli þrenningarsambandsins(Þýskalands, Austurrikis og Italíu) á aðra hliðina, en Frakklands og Rússlands á hina, og hver veit, hve margir kunna að verða bendl- aðir við þann ófrið. Ollum ógar við honum, en allir telja hann þó óhjákvæmi- legan fyr eða seinna. Flest ríki í álfu vorri hafa þvi árið sem leið, eins og ár- in á undan, herbúist af svo miklu kappi, að undrum sætir; allt af er verið að finna upp nýjar morðvjelar, ný vopn og önn- ur ný hergögn, hvert öðru ægilegra. þar á meðal varð almennt kunnugt árið sem leið hvell- og reyklausa púðrið, sem breyt- ir sjálfsagt talsvert hernaðaraðferð allri og gerir orustur enn voðalegri en áður, með því að kveinstafir hinna særðu heyr- ast o. s. frv. Hundruðum miljóna er ár- lega varið til herbúnaðar, svo að skattar og álögur eru orðnar afarþungar i flest- um löndum álfu vorrar, og mikill hluti af tekjum hvers ríkis gengur til her- kostnaðar. Hamingjusama mega Islend- ingar telja sig, að vera lausir við slíkt. Frakkland hefur, eins og opt áður, verið mesta umræðuefnið árið sem leið viðs vegar um heiminn. Stjórnarskipun landsins, þjóðveldinu, var um tíma hætta búin af Boulanger og einveldismönnum, en nú er hann útlægur gjör af Frakk- landi og, sem betur fer, að öllum líkind- um dottinn úr sögunni, fyrir það íýrsta að minnsta kosti. Annað var það á Frakklandi, sem öll- um heimínum hefur orðið einna tíðrædd- ast um á gamla árinu, og það er sýning- in í París, sem haldin var í 100 ára minningu stjórnarbyltingarinnar miklu. Þessi sýning var hin langstærsta, veg- legasta og fjölsóttasta sýning, sem nokkru sinní hefur haldin verið. Þangað streymdu miljónir af fólki hvaðanæfa úr öllum löndum, þar á meðal konungur austan úr Asíu og blámannakonungur sunnan úr Afríku, hvað þá heldur aðrir, og með þessum miljónum af mönnum streymdu einnig miljónir af peningum tii Parísar, svo að auður og vegur Frakklauds stend- ur miklu hærra e'ptir en áður. Frjettaritari Nationaltíöinda. Þjóðólfur hetur nokkrurfltsinnum minnst á frjettaritara til hægri blaðanna í Dan- mörku. Nú er frjettaritarinn til Nation- altíðindanna ekki sem bestur. Þessi sæti miður þorir þó að koma fram í sinni rjettu mynd, þegar hann getur skriðið bakvið tjöldin hjá útlendu blaði, til þess að sverta, þing og þjóð. Um þingið talar hann eins og þar væru tómir óþokkar og byltingaseggir samankomnir. Hann segir um þingmenn í ágústmánuði, þegar þeir höfðu sem mest að gjöra, að þeir „slæpist“ í nefnd- um. Hann segir, að sjerhver alþingis- maður þurfi að pota einhverju inn i fjár- lögin og svo sjeu þeir að manga um þetta hver við annan, og verði því fjár- veitingarnar i fjárlögunum skringilegar. Þetta segir sá maður, sem þjóðin elur hjer í Reykjavík og sem þingið hefur veitt velgjörðir. Þetta eru nú iaunin, alþingismenn, að ljúga upp á yður og sverta yður fyrir útlendum þjóðum. Um almenning er frásögnin lítið betri. venjulega talað um hann með fyrirlitn- ingu, og ef eitthvað kemur í islenskum blöðum um það, sem miður fer, er þegar í stað farið að breiða það út; þannig er um greinina, sem var i Isafold um sjó- mannakofana suður í Grindavík; hún er látin gilda um almenning og breidd út meðal Dana, sem halda, að svona sjeu hættir og lifnaður allra sjómanna á ís- landi. Þorvaldur Tlioroddsen fær aptur á móti mikið lof fyrir laudfræðislegar uppgötv- anir, en verið að gera litið úr Birni Gunn- laugssyni. Hnefi.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.