Þjóðólfur - 03.01.1890, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 03.01.1890, Blaðsíða 3
3 Tíðarfar. Um og eptir jólin gjörði talsverðan snjó. 30. f. m. gjörði blota, en síðan frost, svo að nú er harðfenni og jarðbönn yíir allt. Gamla árið kvaddi og nýárið heilsaði með góðviðri, sem nú hefur staðið í nokkra daga. Aflabrögð. Rjett fyrir jólin afiaðist vel (30—50 i hlut) af stútungi og stór- um þyrsklingi suður i Garðssjó. Hlutir á haustvertiðinni þar syðra fremur mis- jafnir, minnst 500, mest 1300 í Njarð- vikum öllu meira, en á Innnesjum aptur á móti minna. Mannslát. 22. f. m. andaðist á heim- ili sínu, Kirkjubæ, Bogi P. Pjetursson hjeraðslæknir í Kangárvailasýslu eptir 4 daga legu i lungnabölgu. Hann var sonur biskups P. Pjeturssonar, fæddur 1848, varð hjeraðslæknir í Skagaf. 1876, en 1878 í ítangárvallasýslu. Hann var kvæntur Kristínu Skúladóttur Thoraren- sens frá Móeiðarhvoli, sem lifir mann sinn ásamt 2 sonum þeirra. Hann var valmenni og vinsæll læknir og mun hans þvi saknað af mörgum. Útlendir ferðaiuenn eru auðsuppspretta fyrir Sviss. Þar í landi eru 1000 gistihús [Hotel] með 58000 rúmum. 13000 menn hafa stöðuga atvinnu í gistihúsum þessum. Kostnaðurinn við þau er 28,800,000 frankar (1 franki = 72 a.) á ári, en tekjurnar 42,000,000 fr. og hreinn ágóði þvi 13 milj. 200 þús. franka. Svona margir ferðamenn streyma þar yíir landið árlega. Hundar í herþjdnustu. 1 Nimes á Frakklandi hafa verið gjörðar margar tilraunir til að venja hunda við herþjðnustu. Þeir eru vandir á að vera boðberar milli herdeildanna og vera á verði; til þess reynast þeir ágætlega; þeir verða varir við hvern þann, sem er í 150 álna fjarlægð frá þeim eða kemur nær þeim og fara þá að gelta eða urra. Á njósnarferðum reynast hundarnir einnig mjög vel. Það er og talið víst, að þá megi nota jafn- vel i orustum, bæði til að bera skotfæri og vera boðberar, leita uppi særða menn o. s. frv. Og yfir höfuð telja menn líklegt, að þessir ferfættu liðs- bræður geti verið hermönnunum til mikils gagns á margau hátt. Á Englandi lifir hálf miljðn manna við vinnu í námum eða aðra vinnu neðanjarðar. Eiil'eltui'niiin, hinn mikli turn í París, hefur ekki verið ónýtur hlutafjelagi þvi, sem á hann og komið hefur honum upp. í haust i okt. hafði það þegar fengið alla hluti (aktíur) sina endurborgaða og þá voru tekjurnar af turniaum orðnar 4,800,000 frankar síðan í maíbyrjun í vorið var. 80,000 Ameríkuinenn ferðuðust i sumar sem leið til Evrópu, sem allir segjast hafa farið upp á Eiffelturninn i París. Turn úr 66,000 demöntum með sama lagi og Eiffelturninn sýndi gimsteinakaupmaður einn á sýn- ingunni i París í sumar. Það var sagt, að auð- maður einn frá Ameriku hafi keypt þennan dem- anta-turn, eins og hann var. Nytsemi túhaksreykinga. Dr. Yincenzo Tass- inari, prófessor við háskólann i Pisa, hefur gjört tilraunir til að koinast að áhrifum tóbaksreyksins á smákvikindi (bakteríur) og komist að þeirri nið- urstöðu,að tóbaksreykurinn hafi þá eiginlegleika, að draga úr þroskun sumra bakteríutegunda, sem sjúkdómum valda, og jaf'nvel drepa surnar tegundir eða koma gjörsamlega í veg fyrir, að þær geti þrif- ist, og kvað það einkum eiga sjer stað um þær tegundir, sem valda kóleru, taugaveiki, miltisbruna og lungnabólgu. Biskuparnii' á Prússlandi, sem mest kveður að, eru iðnaðarmannasynir. Erkibiskup Krementz i Köln er sonur slátrara þar í borgiuni. Erkibisk- up Dinder i Posen er sonur skraddara i Kössel og á bróður, sem er skraddari í Elbing. Biskup Kopp í Breslau er sonur fátæks vefara i Dúderstadt og Dingelstedt i Múnster er tómthúsmannssonur, og ýmsir af biskupunum í Prússlandi eru bændasynir. AUGLÝSINGAR í samfeldu máli meö smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast: með öðru letri eða setning, 1 kr. fyrir þumlung- dálks lengdar. Borgun út, i hönd. Leiðarrísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gef'ur þeirn, sem vilja tryggja líf sitt, aliar nauðsynlegar upplýsingar. 9 Arinbj. Sveinbjarnarson: Bókbandsverkstofa. „ 2 LAUGAVEG 2. Fundur í stiídentaijelaginu íaugardags- kvöldið 4. jan. Hannes Þorsteinssou heldur fyrir- lestur um Bjarna Pálsson landlækni. Annar fje- lagsmaður les upp nokkrar munnmælasögur um einn ekta norðling. 7 196 ráðsson og dr. Maurer segja greinilega frá þeirri sögu, sömuleiðis frá viðureign Leifa við ívar i Reykjaríirði, er gekk aptnr og ásótti konu sína. Jeg tel það víst, að ýmsar fleiri sagnir sjeu til um Galdra-Leifa á Vestfjörð- um,þvi þar má heita ótæmandi uppspretta af gömlum sögn- um. Það hefur ávallt verið talsvert andlegt líf á Vestfjörð- um, og hverja stefnu sem audi þjóðarinnar hefur tekið, þáhefur sú stefua hvergi orðið ríkari en þar, og ber það vott um, að Vestfirðingar hafa sjerstaklega mikinn andlegan lífskrapt. Þegar hið skapandi ímyndunarafl þjóðarinn- ar hefur einkum lýst sjer í yndislegum æfintýrum, álfa- sögnum og þess konar, þá liefur livergi myndast og lif- að jafnmikið af slíkum sögnum, sem á Vestfjörðum. En þegar andi og hugsunarháttur þjóðarinnar liefur spillst, og þjóðtrúin lýsir sjer einkum í galdrasögnum og drauga- sögum, þá hafa einnig flestar slíkar sagnir myndast á Vestfjörðum, og sama má segja um flest önnur störf þjóðarandans. Bnn þann dag í dag lifa þjóðsagnirnar \ hjarta og á vörum Vestfirðinga með meira lífsafli en nokkurs staðar amiars staðar á landinu. Hegar Vest- firðingar segja sögur sínar, þá má sjá það á öllu, að þeir í huga sínum og hjarta, finna til einhvers andlegs skyldleika við sagnirnar sjálfar, — þeir finna, að þær eru liold af þeirra holdi og bein af þeirra beinum. ‘ ---*=>X^O«íb*-<c>- 193 ur mannfellir, nema því að eins, að einhverja óvænta hjálp bæri að höndum. Þá var það eitt kvöld að Galdra- Leiíi var á gangi skammt frá Hornbjargi; hann heyrði þá álengdar frá Hælavíkurbjargi. að kveðið var með dimmri og drynjandi rödd í bjarginu: „Reka láttn reiðina freka rikur, ef mjer skal líka“. Þá var svarað í Hornbjargi með þnngri, stynjandi, grát- klökkri rödd: „Enn fyrir ofan urðir áttræðann hvalinn láttu, sólarkongurinn sæli, sanuur lífgjafinn manna11.* *) Yísur þessar eru til í 'ýmsum myndum og ýmsar sagnir um þær, smb. ísl. Þjóðsögur I, 186 og I, 27, og Dr. Maurers Isl. Yolkss. 114. Sögn er um það, að tröllkona hafi búið í Hornbjargi, þegar Guðmundur biskup góði var þar á ferðinni. Biskup kom að henni, þar sem hún hjelt á hvalkálfi og hossaði honum og hampaði á höndum sjer, eins og hún væri að leika við ungbarn og kvað í sífellu: „Ofra jeg ýsu stúfri, haun alvaldur miun gaf mjer, niður við sjóinn salta ; sjái þið, hvað haun gaf mjer“. „Þakkaðu honum þá fyrir gjöfina11, sagði biskup. „Það er ekki víst, að þið, höfðingjarnir, þakkið honum betur en jeg“, sagði tröllkonan (sjá Dr. Maurers Isl. Volkss. 113). Annars búa ýmsar óvættir í Hornbjargi; er sú ein sögn um

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.