Þjóðólfur - 24.01.1890, Side 3

Þjóðólfur - 24.01.1890, Side 3
15 „Kauptjelag Þingeyinga ætlar að fá vörur með skipi um sumarmál, og pantar þær með miðsvetrarferð póstskipsins. Fjel. hefur nú skipst, svo að Fnjóskdælir, Höfðhverf- ingar og Svalbarðsstrendingar ætla að mynda sjerstaka deild; er Iíklegt, að þetta fyrirkomulag verði hagkvæmara, því að ó- hentugra virðist að sama deildin nái yfir mjög víðlent svæði“. (Úr brjeli úr Eyjaf.). Tíðarfar er að frjetta mjög milt, en mjög umhleypingasamt víðast á landinu, eins og hjer sunnanlands. — Víðast norð- anlands og vestan orðið því nær haglaust upp til fjalia og innst til dala, en sums staðar hagar góðir. Stórkostlegir mannskaðar og tjár- skaðar hafa orðið í Þingeyjar- og Múla- sýslum í nóvember.— Um það er oss skrif- að úr Þingeyjarsýslu 30. f. m.: „Laug- ardaginn 23. nóv. gekk að með austanbyl og var ofsaveður og fannkoma, þegar á leið daginn; gekk svo til norðurs um nótt- ina með miklu frosti og birti ekki upp fyr en lítið eitt á mánudaginn. Þá urðu úti 6 menn hjer í norðursýslunum, og þá urðu einnig fjárskaðar í því veðri. Varð 1 maður úti á Skriðuhálsi (skammt frá Húsavík), annar milli Hólsfjalla og Axar- j-jarðar, þriðji á Langanesi, fjórði og fimmti á Sljettu skammt frá Raufarhöfn ogsjötti maðurinn skammt frá Sleðbrjót í Norður- múlas.; voru 2 menn með lionum, en kom- ust af. Víða fennti þá fje og hrakti til bana, 2—10 kindur á bæ, en ekki liefur heyrst getið um stórskaða, nema 60 fjár fórst á Snartastöðum og Brekku í Núpasveit, 40 á Flutningsfelli og 25 á Ytra-Álandi í Þist- ilfirði. Mannalát og slysfarir. 8. f. m. and- aðist hið ágæta sálmaskáld, uppgjafaprest- ur sjera Páll Jónsson í Viðvík í Skaga- firði, fæddur 23. ág. 1813; jarðarför hans fram fór 21. f. m. Nýlega er látinn stúdent Jón Jónsson (prófasts frá Steinnesi) á Ingunnarstöðum í Barðastrandarsýslu. Nýlega er og látinn Magnús Stefánsson á Klöpp í Rosmhvalaneshreppi, rnerkur bóndi, ættaður úr Skagafirði. Úti varð á Skorarheiði fyrir vestan 22. des. vinnumaður í Furufirði á Ströndum, Haraldur að nafni; var á heimleið úr veri. Heyrst hefur, að Jón Gruðmundsson bóndi á Stærribæ í Grírnsnesi hafi nýlega skotið sig óviljandi á rjúpnaveiðum. — Sú fregn gekk staflaust irjer um bæinn fyrir nokkrum dögum, að kvennmaður bjeðan úr bænum hafl horflð eða orðið úti á leið milli Kvikur og Hafnarfjarðar, en sem betur fer hefur það reynst ðsatt; kvennmaðurinn liafði farið austur i Ölves og er þar. Fyrirspurn og svar. Er ekki heimilt að draga af kaupi útgerðar- manns, fyrir þá daga, er hann sitnr af sjer? Svar: Heimift er að halda eptir af kaupi hans fyrir þessa daga, en rjettast er að taka það fram, þegar maðurinn er ráðinn, að draga megi af kaupi hans fyrir þá daga, sem hann situr af sjer. AUGLÝSING AR í samfeldu máli meö smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast: með öðru letri eða setning, (,4:1 kr. fyrir þumlung dálks lengdar. Borgun út í hönd. Jöröm Hafursstaðir i Vindhælishreppí i Húnavatnssýslu, 1196 hundruð að dýrieika, fæst til kaups með mjög góðu verði. Lysthafendur snúi sjer til undirritaðs. Skagaströnd, 4. jan. 1890. Andrjes Arnason. 31 Duglegur verslunarmaður, vanur við afgreiðslu á áluavarningi, getur fengið stöðu við verslun H. Th. A. Thom- sens. Menn eru beðnir að snúa sjer til undir- ritaðs. Jolis. Hansen. 32 UITMTIITD ' stúdentafjelaginu laugardagskveldið rUINUUn 2°- J'an- M. 8V2. — Fyrirlestur [sbr. fundarboð]. 33 12 í ensku; allir verða þeir fjarska sólgnir í að reykja, þegar þeir einu sinni liafa bragðað það. En þetta er líka optast liið eina merki á hinum svokölluðu „siðuðu“ svertingjum. Svertingjarnir fengu opt að koma heim að Her- bertsdal, einkum þegar slátrað var nautgrip. Þessir sláturdagar voru sannkallaðir hátíðisdagar fyrir þá. Þeir fengu að vita það nokkrum dögum á undan, þegar átti að slátra, og þessi gleðifregn flaug frá einum til annars meðal þeirra. Jafnvel svertingjaflokkar, sem bjuggu langt upp í fjöllunum og ekki þorðu að koma til okk- ar, frjettu um þessa sláturdaga og töluðu varla um ann- að sín á milli. Það var optast uxi, sem slátrað var. Engum svertingja var leyft að koma fyr en búið var að leggja uxann að velli. En þá þustu þeir að úr öll- um áttum, bæði karlar, konur og börn. Nokkrir þeirra fá að hjálpa til að flá uxann, en þegar byrjað er að fara innan í hann, er um að gera fyrir þá að vera við, því að þeir fá allt slátrið; er þá lieldur en ekki handagang- ur, áflog og ryskingar meðal þeirra, því að hver vill fá eitthvað; margir tóku t. d. garnirnar og slitu eða bitu þær sundur milli sín; tveir eða þrír taka vömbina og rífa hana sundur. Þeir, sem eru í mestu áliti (0: hinir sterkustu og þeir, sem eiga flestar konur) hafa fyrir fram komið sjer saman um, hver skuli hafa annað eins 9 stóra verksmiðju, sem sýður feitina úr nál. 100,000 kinda- og nautsskrokkum á ári hverju. Á þær stöðvar, þar sem jeg nú var staddur, liafði árinu áður komið óteljandi sægur af rottum úr norðvest- urátt og haldið áfram yfir landið austur á við. Á dag- inn fóru þær í felur, en á kveldin leit svo út semjörð- in væri á hreyfingu; svona úði og grúði af þeim um allt. Eina nótt hafði maður nokkur að gamni sínu látið kjötstykki á þresköldinn hjá sjer og drap 400 af rottunum, sem komu til hans til að jeta kjötið. Einstaka rotta hafði orðið eptir, en allur þorrinn af þeim hjelt áfram og hvarf þaðan ; seinna frjettist til þeirra annarstaðar, en þá voru þær farnar að fækka. Jeg var á ferðinui i Vestur-Queenslandi, þangað til seinast í jan. 1882, að jeg hjelt áleiðis austur til Gra- cemere aptur. Fyrir áramótin var þar ákaflega heitt, enda er þar þá hásumar ; venjulega var liitinn 40° C. um hádaginn og stundum 47° C., sífelldir þurkar, ekki einn dropi draup úr loptinu og golan var svo lieit, að hún svalaði ekki. Á aðfangadag jóla 1881 var svo lieitt, að jeg og fleiri á fjárbúinu, þar sem jeg þá dvaldi, lögð- um vafnsbakstra um höfuðið á okkur, til að draga úr liitanum. En þegar jeg kom til Gracemere, byrjaði regn- tíminn, enda rigndi þá þau fádæmi, að allar ár urðu vitiausar og allt ætlaði að komast á flot; póstur einn,

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.