Þjóðólfur - 31.01.1890, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 31.01.1890, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudög- um — Verð árg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. jtili. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn skrifleg, bundin yið áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. XLII. Reykjavík, föstudaginn 81. janúar 1890. Nr. 5. Athugaorð. Pað fer nú að verða nokkuð leitt, að ritast á við þá ísfirðingaua, Skúla Thor- oddsen og Sigurð Stefánsson. Þeir sparka nú svo með höndum og fótum, að það er ekkert gaman að nálgast þá. Það er meiri hluti alþingismannanna, sem spörkin fá, en þó lendir einna mest á Jóni Ólafssyni, Þorleifi Jónssyni og mjer. Það eru mörg þau illu orð, sem þeir hafa beint að okk- ur síðan í haust. Þeir koma þessu fyrir á margan hátt: í stuttum athugasemdum, brjefum og greinum, sem eingöngu virðast skrifaðar með því augnamiði, að eitthvað hangi við. í haust eptir þingið var fyrst byrjað á því, að smána oss fyrir að hafa hörfað undan því merki, er Jón Sigurðsson reisti. Það liggur í hlutarins eðli, að þeir eiga að sanna, sem koma með slíkar sakargipt- ir. En þeir ljetu sjer sæma, að bera þetta fram, án þess, að leitast við að sanna eitt orð. Það var þess vegna nauðsynlegt fyrir meiri hlutann, að sanna hið gagnstæða. Fyrir því var í Þjóðólfi nákvæmlega rann- sökuð framkoma Jóns Sigurðssonar, og sýnt með óhrekjandi rökum, að allur málstaður þeirra var rangur. En hvað var svo svar- ið? Ekki það að biðja gott fyrir smán- aryrðin. Heldur ný árás fyrir að leiða sannleikann í ljós. Sigurður Stefánsson telur það jafnvel höfuðskömm, „að vera að elta Jón heitinn Sigurðsson um allar trissur“, og Skúli er alveg hissa og segir: „Hvað kemur oss það við?“ Hann er farinn að hafa það, sem sjerstakt niðrunarorð, að vera að koma með tilvísanir og tilvitnanir og kallar þess konar að „slá um sig“ og koma með „tín- ing“. Svo fór nú þetta. En enginn skyldi samt ætla, að sakargiptirnar hætti, heldur er oss nú að eins brígslað út í loptið um „uppgjafarflan“ o. s. frv. Það, sem einkennir framkomu þeirra Skúla og Sigurðar, er persónuleg pólitík, og það er jafnvel svo, að það er ómögulegt, að fáþá til að ræða málefnið, því að allar þeirra Sreinar lenda í ámælisorðum og glamri. í þinglok skrifaði jeg Skúla privatbrjef og bað hann að athuga málið vel, eins og það lá fyrir. Hann svaraði mjer með svoköll- uðu „opnu brjefi“ í Þjóðviljanum. í svari, sem jeg sendi i blaðið, reyndi jeg til að hrekja grein hans í öllum aðalatriðum; svar hans fylgdi með, en í hans langa svari finn jeg eigi, að meginmálið sje annað en orðaglamur út í loptið. Aptur á móti kemur fyrir röksemdaleiðsla í tveimur at- hugasemdum neðanmáls, er jeg álít vert að athuga. Önnur atliugasemdin snertir skýringu á mjög þýðingarmiklu atriði í frumvarpinu frá síðasta alþingi: verksviði jarlsins hjer á landi. Skúli hafði haldið því fram, að framkvæmdarvaldið yrði eptir frumvarpinu ekkert innlendara en nú. Orð hans um þetta voru eitthvað svo ólöguleg, að jeg hjelt, að eitthvað hefði fallið úr við prent- unina. Jeg gat þess, en fyrir þetta vildi jeg ekki vera að skrifa langt mál á móti orðum hans, en sagði stuttlega: „eptirorð- um frumvarpsins verður konungur að láta jarlinn hafa á hendi framkvæmdarvaldið, nema embættaveitingar, leyfisveitingar og náðunarvald, en um embættaveitingar og leyfisveitingar er skýrt tekið fram, að kon- ungur geti falið jarli þetta vald“. Hjer er um mjög þýðingarmikið atriði að ræða, og það svo, að ef Skúli hefði rjett fyrir sjer, þá mundi jeg verða fyrst- ur manna til að vera á móti frumvarpinu frá í sumar, en nú skulum við skoða at- hugasemd Skúla. Hann segir: „Þetta er alveg rangt hjá Páli Briem; orðin í 6. gr. frumvarpsins eru skýr: „konungur getur látið jarlinn í nafni sínu og umboði fram- kvæma hið æðsta vald“, og það er sitt hvað, að geta gert eitthvað eða verða að gera það. Frumvarpið inniheldur með öðr- um orðum enga tryggingu fyrir því, að framkvæmdarvaldið verði eptir frumvarp- inu nokkru innlendara, en nú er“. Þetta er hið einasta atriði, þar sem hann hættir sjer út í að vitna orðrjett í frumvarpið, en þó er svo skakkt farið með þetta, að eptir því lítur út fyrir, aðhann hafi ekki lesið aðrar greinar frumvarpsins, en það ætti þó hver maður að sjá, að jeg muni hafá frumvarpið í heild sinni fyrir mjer, en ekki að eins 6. grein, enda er svo, að í næstu grein og mörgum öðrum, er skýlaust tekið fram, hver störf jarlinn hafi á hendi; jeg má til að koma með orð- in, til þess ekki sje enn hægt að mótmæla sannleikanum í þessu efni. Orðin eru svo í 7. gr.: jarlinn tekur sjer ráðgjafa og víkur þeim úr völdum“ ; í 9. gr.: „Jarlinn eða neðri deild alþingis getur kært ráð- gjafana11; í 10. gr.: „Jarlinn getur vikið embættismönnum frá ... Jarlinn getur flutt embættismenn úr einu embætti i ann- að“ ; í 11. gr.: „í nafni konungs stefnir jarlinn saman reglulegu alþingi" ; í 12.gr.: „Jarlinn getur frestað fundum hinsreglu- lega alþingis“ ; í 13. gr.: „Jarlinn getur roíið neðri deild alþingis; í 14. gr.: „Jarl- inn getur stefnt alþingi saman til auka- funda“; í 16. gr.: „Jarlinn annast um, að lögin verði birt og að þeim verði fullnægt“; og svo er yfir höfuð sagt í 7. gr.: „Ráð- gjafarnir hafa á hendi stjórnarstörfin inn- anlands og bera ábyrgð á þeim“, og í 8. gr. er almennt sagt um landsráðið: „í lands- ráðinu skal ræða lagafrumvörp öll og mik- ilsverð stjórnarmálefni“. í 21. gr. er sagt, að jarlinn kveðji í umboði konungs 4 menn til þingsetu í efri deild æfilangt. Sumum kann að þykja glamrið skemmti- legra, en þessar upptalningar, ogþað er í rauninni aumt, að þurfa að vera að koma með þær; allir geta lesið þær i frumvarp- inu frá síðasta alþingi, en þegar gáfaður maður eins og Skúli, ber það fram í blaði sínu, að framkvæmdarvaldið sje ekkert inn- lendara eptir síðasta frumv., en stjórnar- skránni, þegar hann getur ekki fundið þessi orð í 7. gr.: „Báðgjafarnir hafa á hendi stjórnarstörfin og bera ábyrgð á þeim“, þá er manni nauðugur eínn kostur. Orðin eru svo Ijós, að mjer finnst engin ástæða til að fjölyrða um þau. í frumv. eru talin upp helstu framkvæmdarstörfin, sem í stjórnarskránni eru skilyrðislaust lögð undir stjórnina í Khöfn og sagt, að þau skuli framkvæmd af hinni innlendu stjórn og svo er auk þess sagt almennt, að hin innlenda stjórn skuli hafa á hendi stjórnarstörfin innanlands og bera ábyrgð á þeirn, en þegar svo er, þá veitjegekki, hvað meira þarf til að sanna málstað minn.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.