Þjóðólfur - 31.01.1890, Side 2

Þjóðólfur - 31.01.1890, Side 2
18 Allir sjá, hversu Skúli hefur rangt fyrir sjer. Svo er eptir hin athugasemdin, og er það tilvitnun til áskorunar Þingvallafund- arins 1888. í haust talaði hann með tölu- verðum ofsa um, að íslendingar hefðu heimtað alinnlenda stjórn; svo færði jeg rök fyrir því, að íslendingar hefðu aldrei heimtað innlenda stjórn í þeim skilningi, er hann leggur í það, hvorki Jón Sigurðs- son og heldur ekki Benedikt Sveinsson eða þá Sigurður Stefánsson, sem hann hefur ásamt öðrum kallað „hinar tryggu leifar“. Þessu svarar Skúli þannig: „Satt er það að vísu, að sjerstakar kringumstæður hafa opt og tíðum knúð þjóð vora til að fara vægilega í kröfuna um innlenda stjórn, og stundum höfum vjer líka verið svo ó- heppnir, að eiga þá fulltrúa á þingi, sem ekki hafa haft þrek eða vilja til að fylgja henni fram, sem vera ætti“. Hverjir eru þessir þreklitlu og viljalitlu þingmenn? Hjer getur ekki verið um aðra að tala en Jón Sigurðsson og Benedikt Sveinsson, því að fyrir 1873 kom ekkert það frum- varp fram á þingi, sem eigi væri sprottið frá Jóni Sigurðssyni, og eptir 1873 hefur ekkert frumvarp komið fram þangað til í sumar, sem ekki væri sprottið frá Bene- dikt Sveinssyni.' Það væri annars fróðlegt að fá að vita hvenær þetta „opt og tíðum“ hefur verið og að hverju leyti kringumstæðurnar eru svo breyttar, að vjer eigum nú að fara ó- vægilega í kröfum um innlenda stjórn. Skúli sleppir því hinum eldri frumv., en reynir að sanna mál sitt, með tilvitn- un til áskorunar Þingvallafundarins og tilfærir hann hana með gæsarlöppum, en hann gefur til kynna, að úr henni sje fellt, og það eru orðin um að alþingi samþykki stjórnarskrárfrumvarp, „er byggtsje á sama grundvelli og fari í líka stefnu og frum- vörpin frá síðustu þingum“. Fyrir þessa úrfellingu verður tilvísunin alveg fölsk, því að þetta sýnir, að Þingvallafundurinn 1888 hefur alls eigi viljað brjóta upp á neinni nýrri stefnu. Jeg vará fundinum, og þar nefndi enginn þetta á nafn, enda er allur þorri fundarmanna, eptir því sem jeg hef heyrt bæði hjá þeim ogöðrum, al- veg á móti skoðun Skúla. Svona er þessu atriði varið. Annars er það undarlegt, að Skúli skuli síðan í haust hafa verið á allt annari skoð- un en áður, og vil jeg sýna fram á það með því að tilfæra orð hans í tveimur blöð- um Þjóðviljans, 31. des. 1886 og 29. jan. 1887. Hann segir þar um stjórnarskrána 1874: „Ekki getum vjer heldur fellt oss við ákvæði 14. gr. um konungskosningar, sjerstaklega þar eð kosningin eigi gildir æfilangt, eins og t. a. m. á sjer stað í Danmörku“. Þetta sýnir, að honum þá þótti konungskosningar æfilangt engin frá- gangssök, þótt honum nú þyki það óhæfa, að jarlinn velji með ráði og samþykki inn- lends ráðgjafa ^/s efri deildar æfilangt. Þá sagði hann, að frumvarpið 1886 full- nægði „í öllum aðalatriðum þeirri þörf vorri að fá innlenda stjórn“, og þá fann hann ekkert að því, þótt ótiltekið væri, hvort „konungur eða landsstjóri“ hefði á hendi hin mikilvægustu störf, t. a. m. laga- staðfestingar, þótt hann nú velji oss þing- mönnum hin mestu niðrunarorð fyrir að hafa skýrlega ákveðið, eins og gjört er í lögum Canadamanna, hvernig þessu valdi skuli fyrir komið milli konungs og lands- stjóra. Sjerstaklega tók hann þó fram sem galla við frumvarpið 1886, hvernig lands- dómurinn var skipaður; þá fann liann það út, að ráðaneyti, sem væri undir ákæru, þyrfti „að eins að hafa einn mann í efri deild sjer hliðho!lan“ til að sleppa, og þótti honum þetta ekki gott, en nú er þessi dómur orðinn hátíð hjá honum. — í sam- bandi við þetta mágetaþess, aðí „Þjóðv.“ 12. okt. 1887 tók hann fram aðalkröfur vorar í stjórnarmálinu, og þar segir hann, að það sje aðalkrafa, að ábyrgð stjórnar- innar „verði gerð gildandi fyrir íslenskum dómstóli á íslandi, en ekki fyrir útlendum dómstóli, eins og nú er“. Þetta er sam- kvæmt því, sem íslendingar hafa haldið fram. Þetta var aðalkrafa Jóns Sigurðs- sonar og þetta er aðalkrafa vor enn*. *) Það er annars kátlegt eða rjettara sagt grát- legt, að sjá greinar Sktila um landsdóminn. Eptir síðasta frumvarpi á dómurinn að vera skipaður ó- afsetjanlegum dómurum, er ekki megi sitja á þingi. Sams konar dómar eru i útlöndum og er tilgang- urinn með þessu, að fá dómstól, er verði sem ó- háðastur stjórn og þingflokkum, ópólitískan dóm- stól, er dæmi málin sem framast að lögum, er verða má. Skúli andæfir þessu, sem mest hann má, af því að dómstóllinn eigi að vera þjóð- eða þingkjör- inn. Jafnframt lætur hann sjer vel lika framkomu Sigurðar Stefánssonar, en eptir tillögu hans (sjá þingskjal 498) verða að minnsta kosti tveir þriðj- ungar í landsdóminum stjórnkjörnir, ef hinn kærði ráðgjafi ryður hinum þjóðkjörnu þingmönnum úr dómi, og sjest af þessu samkvæmnin í mótbárum Skúla. Eptir tillögu Sig. Stefánssonar eiga sæti í dóminum 8 þjóðkjörnir og 4 stjórnkjörnir efrideild- armenn og 3 yfirdómarar. Hinn kærði ráðgjafi má ryðja 5 úr dómi, og ryðji hann þjóðkjörnum úr dómi, þá eru eptir 3 þjóðkjörnir og 7 stjórnkjörnir. Einn af þessum verður að ganga úr, en þótt þetta í þessum greinum minnist hann á stöðu- lögin og lætur vel yfir nærgætnisaðferð al- þingis; „það hefur“, segir hann, „gengið inn á hina röngu skoðun stjórnarinnar um stöðulögin, og sýnt fram á, að enda þótt þau giltu hjer á landi, sje gildi þeirra í engu raskað með stjórnarskipun þeirri, er vjer förum fram á“. Þetta var skoðun lians þá, þótt honum nú þyki óhæfa, að nefna lögin. Þá kvaðst hann eigi efast um, að stjórnin ljeti undan; nú er hann farinn að tala um, að „litlar líkur sjeu til, að neitt verulegt vinnist", „meðan rúss- neska aldan ómar sem hæst í Danmörku“. í fyrsta bl. „Þjóðv.“ kvaðst hann vera bráð- Iátur, nú er hann farinn að tala um, „að flaustra málinu“ í öllum bænum ekki af. í fyrsta bl. „Þjóðv.“ talar Skúli mikið um stefnufestu, og vil jeg biðja hann þess vegna, að lesa sínar eigin greinar aptur og sýna svo stefnufestuna með því, að halda sinni upphaflegu stefnu; þá getur hann ef til vill bætt það upp, sem hann er búiun að gjöra með stefnubreyting sinni síðan í haust; þá mun linna þessu leiðinlega og óhappalega sundurlyndi, sem verið hef- ur síðan í sumar milli þeirra, sem í raun- inni vilja hið sama. Páll Briem. Mýrasýslu, 25. jan. . . . „Sýslufundur var haldinn í Mýrasýslu 20. þ. m., og var meðal annars rætt um, hvort sinna skyldi áskorun Coghills að því er snerti rjetta- færslu. Samþykkt með öllum atkvæðum, að færa ekki rjettir, nema hauðsyn krefði, vegna þess, að nágrannasýslur færðu sínar rjettir; hins vegar var ákveðið að auglýsa skyldi vissa markaðsstaði og markaðsdaga fyrir sýsluna, og að samdar skyldu regl- ur, er lúta að útsölu fjenaðar, sem tækju meðal annars fram: 1. að minnst 2 tilkvaddir vottar skyldu vera á hverjum markaðsstað og að í aug- sýn þeirra skyldi allt vera selt, — en þeir sjá um, að enginn seldi kind með annars marki, nema hann gerði næga grein fyrir eignarrjetti sínum. 2. ab þeir, sem keyptu, yrðu að merkja nægilega vel fje sitt og auglýsa fyrir fram einkenni sitt, svo ekki merktu fleiri eins. lendi á stjórnkjörnum manni, eru hinir stjórnkjörnu þó íullir tveir þriðjungar dómsins. Þetta lætur Skúli sjer vel líka, og er hjer þó dómur, sem veitir miklu minni tryggingu fyrir rjettlátum dómi, en vera ber, því að það er mikill munur, að vera stjórn- kjörinn þingmaður i pólitiskum dómstóli, en fastur, óafsetjanlegur, eiðsvarinn dómari i ópólitískum dóm- stóli.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.