Þjóðólfur - 31.01.1890, Síða 4
20
Skarði á Skarðsströnd, sonur Kristjáns
heit. kammeraðs og sýslumanns Magnús-
sens. — Snemma í f. m. andaðist á Torfu-
stöðum í Vopnafirði Ludvig Schau, fyrr-
um verslunarstjóri á Húsavík. — 15. des.
andaðist á Seljamýri í Loðmundarfirði
ólöf Einarsdöttir, ekkja sjera Finns Þor-
steinssonar á Klippstað. — Nýlega er lát-
inn dbrm. Daníél Jónsson á Fróðastöðum
í Hvítársíðu. — Maður hrapaði til bana í
Norðfirði í Múlas. snemma í vetur og maður
drukknaði í nóv. niður um ís á Lagarfljóti.
Fregnin um, að Jón á Stærribæ bafl skotið sig,
eins og sagt var í síðasta bl. að hefði heyrst, reyn-
ist nú ðsönn, en var þð höfð eftir manni að aust-
an. Sömuleiðis hafði kvennmaðurinn, sem átti að
vera horflnn úr Rvík farið upp á Kjalarnes, en
ekki austur í Ölves, eins og sagt var í siðasta bl.
Auglýsingar á Englandi. Því hefur ver-
ið viðbrugðið, hve Ameríknmenn auglýsa mikið. Þar
er svo miklu fje varið til auglýsinga, að vjer á
þessum afskekkta stað heimsins getum naumast
gjört oss hugmynd um slikt. En það er ekki að
vita, nema England jafnist fullkomlega við Ame-
riku í þessu efni. Á öllum járnbrautarstöðvum í
Lundúnaborg blasa hvarvetna við manni griðarstðr-
ar auglýsingar, sem limdar eru á húsveggina og
múrana, með allavega litum myndum og letri. Á
einni auglýsingunni er t. d. mynd af svissneskri
bóndastúlku, sem er að mjólka eldrauða kú við eitt
af vötnunum í Sviss, en mjólkin gengnr til alkunns
fjelags eins, sem sýður niður mjólk og auglýsingin
endar náttúrlega á, að hæla ensk-svissneskri niður-
soðinni mjólk. Á öðrum stað sjest mynd af Há-
skota í þjóðbúningi sínum, sem er að segja frá, að
encore whisky sje best allra áfengra drykkja o. s.
fr., o. s. frv. — Á þeim stöðum, þar sem járnbraut-
irnar liggja jafnhátt og húsþökin, hefur blaðið
Daily Telegraph látið setja stóra auglýsingafleka,
þar sem stendur með griðarstóru tröllaletri, að viku-
upplag blaðsins sje hálfri miljón stærra, en nokk-
urs annars blaðs. Blaðið Times er heldur ekki frá-
bitið að raupa dálítið; það auglýsir, að upplagþess
sje 255,222 eintök daglega. — Þegar almenningur
liefur stöðugt fyrir augunum sömu nöfnin, verða
þau mönnum ósjálfrátt hugföst. Þegar raenn kaupa
sápu, er þess vegna ekkert eðlilegra, en að menn
biðji um Pears sápu, þvi að ekki er nokkur sápa
i heiminum auglýst eins mikið og hún; menn taka
varla svo nokkurt blað eða líta á nokkurn húsgafl,
án þess að reka augun í auglýsingu um hana. —
Komi menn til stórborganna í Norður-Englandi, eru
alstaðar hrikalegar auglýsingar um nöfnin á gisti-
húsunum (hótellunum). Milli Crewe og Liverpool
hefur Adelphi Hotel tekið á leigu stóra velli, þar
sem nafn þess blasir við með afarstórum bókstöfum
úr blómum, sem þar eru yrkt innan um grasið á
völlunum. Þegar komið er á járnbrautum til Glas-
gow og Edinborgar, sjást klappirnar og bergin fyr-
ir utan þær máluð tröllslegu letri, með hóli um „hó-
tellin“ í borgum þessum. — Það kemur stundum
talsvert hugvit fram í þessu meðmælingargumi.
Yikublaðið Tit-Bits hefur þannig gert samning við
lífsábyrgðarfjelag eitt um, að það (fjel.) borgi skaða-
bætur, að upphæð 100 pd. st. (1800 kr.), til hvers
jámbrautarfarþegja, sem verður fyrir einhverju slysi
á járnbraut og hefur á sjer síðasta númerið af blað-
inu, er slysið vill til. Hver sem fer á járnbraut
út úr Lundúnaborg, kaupir því 1 númer af blað-
inu. Auk þess tekur hver kaupandi blaðsins þátt
í „lotterii11, þar sem drátturinn fer fram á hverri
viku. — Stálpennasmiður einn gefur hverjum, sem
kaupir hjá honum einar pennadósir fyrir einn shill-
ing [90 aura], ábyrgðarskýrteini um vissa fjár-
upphæð, ef hann yrði fyrir slysi næsta ár á eptir.
— í Lundúnaborg sjást einnig loptbelgir sveima
uppi í loptinu, og á þá eru prentaðar með stóru
letri meðmælingar með sápuverksmiðju einni. — Á
kápunum á skáldsögunum eru nærri æfinlega aug-
lýsingar. Það eru opt seldar skáldsögur á Eng-
landi, sem ekki kosta meira en 1 penny [7V2 e.],
en á annari hverri blaðsíðu eru auglýsingar. En
hvað er það þó á við skáldsögu eina, þar sem sögu-
þráðurinn er ofinn utan um eintómar auglýsingar.
Skáldsagan byrjar þannig: „Hin fagra greifafrú
Eleónóra þvoði sjer með sápu [þá kemur auglýsing
frá sápugjörðarmanni einum] og burstaði hinar
perluhvitu tennur sínar með tanndupti [auglýsing
frá þeim, sem býr það til]; síðan fór hún í mjög
skrautlegan silkiklæðnað, sem hafði kostað 80 pd.
sterling [auglýsing frá þeim, sem verslaði með silk-
ið] og fór svo inn í herbergi sitt, sem allt var
skreytt mjög fagurlega að innan [auglýsing frá her-
bergjaskreytandanum]11 o. s. fr. Þannig er sögunni
haldið áfram og auglýsingum komið að alstaðar.
Loks endar sagan á því, að kvennmaður sá, sem
sagan er um, ræður sjer bana af óhamingjusamlegri
ást, og þá kemur náttúrlega auglýsing frá greptr-
unarfjelagi einu. Sagan endar með þessum orðuin:
„Elskhugi hennar úthellti heitum tárum við gröf
hennar, þar sem hann hafði látið reisa dýrindis
minnisvarða úr marmara" [auglýsing frá manni, sem
býr til minnisvarða].
-—o>-e>oö-<o-
Póstskipið Laura, sem átti að koma
27. þ. m., kom loks hingað í nótt og með
því 6 farþegjar, þar á meðal kaupmenn-
irnir Hansen í Hafnarfirði og Sigurður
Waage.
Með því að blaðið var tilbúið, er ekki
hægt að taka í þetta blað, nema þessar
Útlendar frjettir. Stanley og Emin
pasja komu í nóv. að austurströnd Afríku
og fjöldi manna með þeim. Stanley fær
um 700,000 kr. í ritlaun fyrir bók um
þessa ferð sína.
— Deilur eru milli Englendinga og Port-
úgalsmanna út af löndum suðaustan til í
Afríku; annars fullvissa allir um frið þetta
ár. Kússar hafa þó safnað svo miklu her-
liði, sem kemst á landamærin að vestan.—
Fólksþinginu í Danmörku var slitið nokkru
eptir nýárið, þegar nefndarálit, fjárlaga-
nefndarinnar hafði verið lagt fram. Kosn-
ingar áttu að fara fram 21. þ. m. og spáð,
að hægri menn muni vinna 11 kjördæmi
af vinstrimönnum. — Verkfall hefur verið
í Lundúnum, án þess að verkmenn fengju
nokkuð á unnið; sömuleiðis í Belgíu með-
al 100,000 verkmanna í kolanámum o. fl.,
sem fengu sitt fram. — Á nýjársdag brann
höll Belgakonungs og þar inni fóstra kon-
ungsdóttur. Sama dag brunnu leikhús í
Zfirich og Florens og hús mikið í Lund-
únum, sem var hæli fyrir fátæk börn; 26
af börnunum brunnu inni.
W Nákvæmari frjettir í aukablaði,
sem kemur út í síðasta lagi á mánudag-
inn kemur.
AUGL YSINGAR
í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.,
hvert orð 15 stafa frekast: með öðru letri eða setning)
1 kr. fyrir þumlung dálks lengdar. Borgun út í hönd.
Árni f^orvarðarson & Joh. Jensen:
Bókbandsverkstofa
Bankastræti 12. (Hús Jóns Ólafss. alþm.).
Arinbj. Sveinbjarnarson:
Bókbands verkstofa.
& 2 LAUGAVEG 2.
Fundur í stúdentafjelag-inu 1 febr. kl. 8'/2. e.
h. — Hallgrímur Melsteð heldur fyrirlestur. 49
Hús til sölu eða leigu!
Húsið nr. 7 í Grjðtagötu fæst til kaups eða
leigu eptir 14. mai þ. á. Lysthafendar snúi sjer
til undirritaðs.
_______Magnús Olafsson [trjesmiður]. 50
Skrifstofa fyrir almenning.
10 Kirkjustræti 10
opin livern rúmhelgan dag kl. 4—5 e. h. 51
Æfinlega með hverjum dampi
Nýjar vörur.
Nú með Lauru eru komn-
ar til verslunar minnar þessar
vörur.
húðir, brókarskinu,
barnakjólar prjónaðir,
barnahúfur prjónaðar
og m. m. anuað fleira.
íteykjavík, 31 jan. 1890.
W. Ó. Breiöfjörö. 52
Þj óðólfur,
35. árg. [1883], 36. árg. [1884] og 37. árg. [1885]
óskast til kaups. Kitstj. vísar á kaupandann. 53
Brjefaveski með brjefum og fleiru týndist í gær
á leiðinni úr Rvik suður í Kópavog. Finnandi
skili því á skrifstofu Þjöðólfs. 54
Skósmíöaverkstæði
og
leðurverslun -^{g
Björns Kristjánssonar
55 er í VESTURGÖTU nr. 4.
Norðanfari, 17.—24. árg., að báðum
þeim árgöngum meðtöldum, óskast til
kaups. Ritstj. vísar á kaupandann. 50
Eigandi og ábyrgðarmaður:
ÞOELEIFUR JÓNSSON, cand. phil.
Slnrifstofa: í Bankastræti nr. 3.
Prentam. Sigf. Eymundssonar.