Þjóðólfur - 07.02.1890, Side 1
Kemur út á. föstudög-
um — Verð árg. (60 arka)
4 kr. Erlendis 5 kr. —
Borgist fyrir 15. júli.
ÞJÓÐÓLFUR
Uppsögn skrifleg, bundin
viö áramót, ógild nema
komi til útgefanda fyrir 1.
október.
XLII,
Reykjavík, föstudaginn 7. í'ebr. 1890.
Nr. 7.
Kaupfjelög í útlöndum.
n.
(Niðurl.). Það yrði oflangt mál að telja
upp alla kosti kaupfjelaganna í útlönd-
um, sem vjer skýrðum frá í 4. tbl. Að-
alkosturinn er sá, að milliliðir i verslun-
inni sparast eða verða óþarfir og þar af
leiðandi fjelögunum vörurnar ódýrari en
ella, svo að fjelagarnir spara eða græða
peninga, og það eigi alllítið. í kaup-
fjelögunum á Englandi og í Danmörku
græða fjelagsmenn venjulega að meðal-
tali 10—12 af 100, sem þeir fá útborg-
að, og stundum meira, en þó er nokkru
af ágóðanum árlega varið til annars, bæði
til þess að efla menntun meðal fjelags-
manna og nokkuð lagt í varasjóð. Venju-
lega er varið 23/2°/0 af ágóðanum til bóka-
og blaðakaupa og annars, sem getur verið
fjelagsmönnum til menntunar, og það
er annar aðalkostur fjelaganna, Þau
bafa einnig tekið að sjer sparisjóðsstörf;
þannig getur hver fjelagsmaður lagt á
vöxtu í sparisjóði fjelaganna peninga þá,
sem hann hefur aflögu, en optast eru
sparisjóðír þeirra notaðir á þann hátt, að
fjelagarnir taka ekki upphæð þá, sem
hverjum ber af ágóðanum úr fjelaginu,
heldur láta hana standa í því; fjelagið
gefur háa vexti (venjulega 6°/0) af pen-
ingum þessum, og notar þá sem veltufje
eða vinnufje sitt. Þegar fjelagsmenn
lenda í einhverjum vandræðum, t. d. verða
fyrir einhverju tjóni, missa atvinnu, verða
sjúkir eða þvíumlíkt, fá þeir einnig stund-
um peningalán af fjelaginu, en það er
þó mjög takmörkum bundið.
„Hvernig fá fjelögin peninga til að
byrja með?“
mun margur spyrja. Venju-
lega fá þau þá á þann hátt, að fjelagarnir
borga eitthvað lítið (1—2 kr.) í inntöku-
gjald, sem verður eign fjelagsins og það
borgar ekki rentur af. Auk þess er hver
fjelagi skyldur til að leggja til vissa pen-
ingaupphæð (t. d. 20 kr.), Sem verður
hans hluti af vinnufje fjelagsins og hann
fær rentur af. Ef nú einhver er svo efna-
lítill, að hann getur ekki borgað þennan
skyldu hlut sinn þá þegar, er hans hluti af
ágóðanum síðar ekki útborgaður hon-
um að öllu leyti, heldur haldið eptir öll-
um hluta hans af ágóðanum eða nokkru
af honum við hverja útbýtingu, þangað
til skylduhlutur hans er borgaður að
fullu. Nokkuð af peningunum fæst og
stundum með sjálfviljugum samskotum
og sparisjóðsinnlögum, sem vjer nefnd-
um áðan. Yfir höfuð hefur það eigi ver-
ið stofnun fjelaga þessara til fyrirstöðu,
að ómögulegt hafi verið að fá peninga
til þess, ef menn hugsa sjer ekki hátt í
fyrstu, enda hafa mörg þeirra byrjað í
mjög smáum stýl, og það enda í smærri
stýl, en trúlegt þætti, ef eigi væri áreið-
anlegar skýrslur við að styðjast.
Stundum hafa fjelög þessi byrjað með
því, að nokkrir menn hafa í fjelagi samið
við einhvern kaupmann, að kaupa af hon-
um nauðsynjar sínar mót borgun út í
hönd, jafnóðum og þeir þyrftu á þeim
að halda, en kaupmaðurinn aptur á móti
gæfi þeim uppbót á verðinu á ákveðn-
um tíma, t. d. mánaðarlega. Þessi upp-
bót er þá fyrsta fjelagsinnstæðan eða
vinnufjeð, sem fjelagarnir hafa safnað,
án þess að það kostaði þá nokkuð; ept-
ir nokkurn tíma eykst þannig vinnufjeð
og fjelagið getur smámsaman byrjað upp
á sínar eigin spýtur. Fyrsta fjelagið í Dan-
mörku var stofnað á þennan hátt. Það
er fjelag í Randers, sem stofnað var
1866. Fjelagarnir byrjuðu með því, að
semja við nokkra bakara um, að láta þá
fá brauð gegn borgun út í hönd, en upp-
bót á verðinu siðar meir. 10 árum síð-
ar voru í því 1600 fjelagar og ársvelta
þess var 132,000 kr., og árságóðinn
12,900 kr. Nú er fjelag þetta með þeim
stærstu í Danmörku.
Önnur aðferð hefur og verið höfð við
stofnun fjelaganna. Nokkrir menn hafa
aurað saman peningum til að kaupa fyr-
ir 1 sekk af kaffi, sykurkassa eða'því um
líkt, og skipt því á milli sín með því
verði, sem það er selt í smákaupum; hef-
ur þannig komið fram nokkur ágóði, sem
þá er byrjunarinnstæðan, sem smásaman
eykst með sömu aðferð.
Á Englandi hafa sum kaupfjelög byrj-
að með 7 fjelagsmönnum og 20—40 kr.
innstæðu. Þar eru fjelög, sem í byrjun-
inni áttu ekki meiri innstæðu en svo,
að ekki ‘var hægt að kaupa meira en 1
pd. af tei. En fjelög þessi hafa þó á
skömmum tíma eflst og orðið stórfjelög
eptir nokkur ár.
Fjelagarnir setja lög fyrir fjelagið og
kjósa stjórn þess þegar í byrjun, eða svo
fljótt, sem það getur í raun og veru kall-
ast fjelag, og þegar nægileg innstæða
eða vinnufje er fengið, er leigt hús til
að versla með vörurnur í. Stjórnin sjer
um kaup og flutning á vörunum og venju-
lega er engum öðrum en fjelagsmönnum
selt nokkuð af þeim. Fjelagarnir kaupa
þær og borga út í hönd, en vörurnar
eru seldar með sama verði eins og þær
fást hjá öðrum þar á staðnum, eins og
áður er sagt. í hvert skipti sem einhver
kaupir þær, er honum afhent peninga-
merki, sem kaupandinn hefur til sönn-
unar um, hve mikið hann hefur keypt.
Peningamerki þessi eru úr pappa eða
pjátri með venjulegum peningatáknun-
um, t. d.: „1 eyrir“, „10 aurar“, „1 kr.“
o. s. frv. Þegar svo að því kemur, að
útbýta skal ágóðanum milli fjelagsmanna,
í hlutfalli við það, sem hver hefur keypt
af fjelaginu, þurfa þeir ekki annað en
peningamerkin til að sýna, hve mikið
þeir hafa keypt.
Þegar fjelagið er orðið stórt og er
farið að hafa stöðuga verslun, verður það
auðvitað að halda launaða menn til þess,
kaupa áhöld o. s. frv.
I Danmörku eru hátt á annað hundr-
að þvílík fjelög og í Kaupmannahöfn er
fjelag, sameiginlegt fyrir kaupfjelögin í
Danmörku („Fcellesjorening for DanmarTis
Brugsforeningeru), sem hefur þann til-
gang, að styðja að stofnun nýrra kaup-
fjelaga, og gefur því bæði ýms ráð og
upplýsingar í þessu efni. Það sendir
hvenær sem óskað er, menn út um land-
ið til að halda fyrirlestra um kaupfjelög,
sjer um að veita þeim mönnum, sem ætla að
standa fyrir kaupfjelögum, nauðsynlega
kennslu í þeirri grein; sendir velhæfan
mann þangað sem óskað er, til að stofna
kaupfjelag og koma því í lag. Og það
sem ekki hvað minnst er um vert, það
tekur að sjer að láta öll kaupfjelög í
Danmörku fá þær vörur, sem þau óska.
Þetta fjelag í Kaupmannahöfn, er því
stórkaupmaður í orðsins fyllsta skiln-
ingi og fær því vörurnar svo ódýrt, sem