Þjóðólfur - 07.02.1890, Síða 2

Þjóðólfur - 07.02.1890, Síða 2
26 með nokkru móti er unnt að fá þær. Því, sem þetta fjelag hefur afgangs kostn- aði, er við lok hvers árs úthýtt milli þeirra fjelaga, sem við það skipta. í Manchester á Englandi er á líkan hátt geysimikið stórkaupaíjelag eða stór- kaupaverslun, sem er eign kaupfjelaga á Englandi; það lætur af hendi vörur á ári hverju fyrir 63 milj. kr. til kaupfje- laganna víðs vegar á Englandi. Yjer höfum nú stuttlega skýrt frá kaupfjelögum i útlöndum og við þaðjað mestu leyti farið eptir riti á dönsku um þetta efni: „Om Brugsforeninger af Poul Sveistrup. Kbhavn. 1887“, og útlend- um blaðagreinum frá Englandi, Ameríku og Danmörku. Síðar skulum vjer láta blað vort flytja sögukorn um fyrsta kaupfjelagið, sem stofnað var á Englandi, og sýna, á hve fostum fótum það stendur nú. En í næstu blöðum ætlum vjer oss að hugleiða lítið eitt kaupfjelög Islendinga. „Yei þeim, sem hneykslunum veldur“, segir ritningin, sem hingað til hefur átt að vera grundvöllur barnauppfræðingar- innar. Verðlaun veiti jeg þeim, sem hneyksl- unum veldur, segja stiptsyfirvöldin, þeg- ar þau leggja til að veita Eyjólfi Magn- ússyni (ljóstoll) (verð)laun, sem barna- kennara, svo að hann getur því fremur legið fyrir hunda- og mannafótum í „fylli- rii“, og landshöfðingi undirskrifar það, með því að veita honum launin. Það er annars hneykslanlegt málefni, að nokkur bóndi skuli nýta að uppfræð- ara barna sinna þann mann, sem lifir sem dýr mestan hluta ársins og allir fyr- irlíta, — og að nokkur prestur skuli gefa honum meðmæli sin, til þess að hann komist að kennslu, (því að líklega hafa æðstu menn kirkjunnar hjer á landi ekki látið hann hafa styrkinn án prestlegs vottorðs) — og sjerstaklega, að bæði amt- maðurinn, biskupinn og landshöfðinginn, sem allir munu mæta vel þekkja Eyj- ólf í sinu dýrslega ástandi, skuli útbýta honum verðlaunum fyrir það, þótt vetr- arharka og kuidi knýi þennan mann- garm til þess, að halda sjer litið eitt í skefjum hörðustu vetrarmánuðina. Ritstj órarnirnir þurfa að áminna um, að siðferðisgöðir menn sjeu barnakenn- arar*. *) Það er alveg rjett, og það þykjumst vjer Vel ætti það við, ef þjer, ritstjóri góð- ur, vilduð skjóta því að einhverjum í Kennarafjelaginu að taka til máls út af þessu tilefni*. Sveitaprestur. Stóruvallaprestakall er nú eflaust hið langtekjuminnsta brauð á öllu íslandi, eins og gefur að skilja, þegar litið er til hinnar miklu rýrnun- ar, er brauðið hefur orðið fyrir af sand- ágangi, og að vjer ekki segjum gjörræði, bæði þegar það var svipt þeirri bráða- birgðaruppbót, 200 kr., sem það hafði, og stóruvallakirkja rifin, en nokkuð af söfnuði þess tvistrað til kirkna í öðru prestakalli, sóknarmönnum óafvitandi og þvernauðugt, nema ef vera skyldi sókn- arnefndinni. Þá rýrnuðu tekjur brauðs- ins eigi alllítið við jarðamatið 1885 —, að vjer eigi nefnum prestssetrið Stóru- velli, sem telst hjer með lakari býlum og er metið að eins 5 hndr. (áður 45 hndr.), og staðarhúsin hafa einnig kipr- ast það saman, að þau eru víst eigi meir en hæfileg á býli þetta. Af öllu þessu leiddi það, að bændur hjeldu hjer almennan safnaðarfund, til þess að ræða um, hvernig bót yrði ráðin á þeim vandræðum, sem af því hlytust, að enginn prestur sækti um brauðið; var þar afráðið að senda alþingi bænarskrá um 300—400 kr. uppbót til brauðsins, og var sú upphæð hin minnsta, sem hugs- ast gat, til þess að brauðið yrði lifvæn- legt. Bænarskrá þessa sendum vjer til þingsins næstliðið sumar og báðum al- þingismenn vora, að mæla sem kröptug- ast fram með henni, sem vjer ekki vilj- um efast um, að þeir hafi gjört eptir loforði sínu. En þrátt fyrir kröptug með- mæli þeirra fengum vjer að lesa í blöð- unum þau sorglegu tíðindi fyrir oss, að bænarskráin hefði enga áheyrn fengið og brást þannig hin eina von, sem vjer höfðum um viðreisn hins margrúða kirkju- fjelags vors. En „ekki fellur trje við fyrsta högg“, segjum vjer, því að líkleg- ast senda Landmenn næsta alþingi sams konar bænarskrá, í von um, að það við- urkenni rjett vorn í þessu efni, og verði við óskum vorum, sem allir kunnugir menn hljóta að viðurkenna að sjeu eðli- legar og eigi um skör fram. Oss kann ef til vill að verða svarað því, að nú sje- um vjer búnir að fá prest og þá sje til- best gera með því, að taka þessa stuttu og kjani- yrtu grein frá merkum sveitapresti upp í blað vort. Bitstj. gangi vorum náð, en í þessu felst nokk- ur misskilningur, því að hjer getur eng- inn prestur verið árinu lengur, vegna þess; hve brauðið er rýrt og rúið og bænd- ur eigi svo efnum búnir, að þeir geti styrkt hann að neinum mun, þótt þeir fegnir vildu. Það er því eigi annað sýnna, en að vjer megum kenna hart á þessum óheppilegu og ómannúðlegu úrslitum hins mikla á- huga- og nauðsynjamáls vors, svo fram- arlega, sem alþingi framvegis sinnir alls eigi þessum sanngjörnu kröfum vorum. Ritað í desember 1889. Nokkrir sóknarbœndur í Stóruvallaprestalcalli. Iranguriim af síðustu ferð Stanleys. í brjefi fra Stanley um síðustu ferð sína segir hann meðal annars: Auk þess, sem oss hefur heppnast að leysa vel af hendi vort eiginlega ætlunarverk (o: að koma til liðs við Emin Pasja), höfum vjer gjört allmerkilegar landfræðislegar uppgötvan- ir. Aruwimi er nú þekkt frá upptökum sínum. Nú er fengin full vissa um hinn mikla Kongoskóg, sem nær yfir eins stórt landflæmi, eins og Erakkland og spánski skaginn. Afstaða Mánafjallanna er fast- ákvörðuð og vjer höfum sjeð skýjakon- unginn Ruwenzori klæddan í sinn enda- lausa snjóhjúp; vjer höfum rannsakað nokkuð af hlíðum hans og komist upp á sumar axlirnar á honum. Sambandið milli Albert Edvard Nyansa og Albert Nyansa er nú fundið, og nú fyrst vita menn stærð hins fyrnefnda vatns. Vjer höfum farið yfir hvern fjallgarðiun af öðrum og dali milli þeirra með inndæl- ustu beitilöndum. í hinum brennandi sólarhita miðjarðarlínunnar höfum við borðað bláber og bromber og svalað þorsta vorum á köldu og kristallstæru vatni frá snjófjöllunum. Yjer höfum einnig getað bætt nálega 6 þús. ferhyrn- ingsmílum enskum við vatnið Yiktoria Nyansa. Yjer höfum fundið talsvert af óþekktum dýrum, fuglum og plöntum. Vjer höfðum, þrátt fyrir góðar vonir, aldrei vonast eptir svo góðum árangri. Skoðun Grladstones á Brasilíu. í einni af ræðum þeim, sem Grladstone hjelt í des. i Manchester á Englandi, sagði hann, að stjórnarbyltingin í Brasiliu væri einn af fagnaðarrikustu vitnisburðum síðari tíma um, hve miklum framförum mannkynið hefði tekið í sumum grein- um. Dagar einveldisins væru um garð gengnir i hinum nýja heimi (Ameríku). Hinn afsetti keisari væri einn meðal

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.