Þjóðólfur


Þjóðólfur - 07.02.1890, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 07.02.1890, Qupperneq 3
27 hiuna göfugustu manna og stjórnarbylt- ingin bæri ekki vott um neina ovild gegn honum. Hún væri þroskaður á- Vöxtur af sannfæringu þjóðarinnar. Og auk þess væri svo mikil breyting í svo víðlendu ríki komin á án blóðsúthellinga, án uppþota, án nokkurrar röskunar á at- vinnulífi þjóðarinnar. Þetta væri mikil- fengleg sjón fyrir mannkynið, sjón, sem hlyti að gagntaka hjörtu þeirra með góð- um framtíðarvonum, sem bera fyrir brjóst- inu framfarir og velgengni meðbræðra sinna. Ur, sem talar, er eitt af síðustu furðu- verkum, sem Edison hefur fundið upp. Það talar eigi að eins á hverjum tíma- mótum, heldur einnig á hverjum fjórð- ungi stundar með háum og skýrum rómi. Inni í úrinu er nefnilega hljóðriti, og í tonum má koma fyrir ýmsum hljóðrit- Uðum plötum, og þannig láta úrið segja, hvað sem maður vill. Það er náttúr- lega mjög hentugt sem vekjari, því að það má láta það kalla á þann, sem á að vakna, með nafni og segja honum að fara á fætur. A málfundum segir úrið til, hvaða mál sje á dagskrá, og minnir ræðumennina á, að þeir hafi talað nógu lengi; aðrir þurfi að komast að og fá orðið. Rímbeygla og bragarbót. Ef þeir, sem eiga Rímbeyglu [1780] rjettbundna, hafa gáð að þeim tveim ritgjbrðum, sem aftan við hana eru prentaðar, og þar með sjeð, að sú rit- gjörðin, sem prentuð er aftan við Stefánskvæði, er bin fyrri, og því sú, sem útgefandi Rimb. eignar Jóni biskupi Árnasyni, þeir munu hafa furðað sig í meira lagi á því, að jeg skuli bafa sagt það, sem þessu var andstætt. Þeir munu og ef til vill, og ef til vill ekki, liafa rennt grun í, hvernig á þessu stendur, og það stendur þá í stuttu máli svo á því, að sú bók, sem jeg fór eftir og þóttist einga ástæðu hafa til að reingja, reynist rangt bundin inn, þannig að þær 2 ritgjörðir hafa skifst á; bókin er bundin i alskinn á að giska um síðastliðin alda- mót. Það er því rjett, sem dr. Jón Þorkelsson segir í útg. sinni, að Stefán Björnsson eigni (reynd- ar segir Jón „sýnist eigna“) þá ritgjörð, sem þar er prentuð, Jóni biskupi Arnasyni. Og eftir hann er hún; en eftir Stefán Olafsson getur hún ekki verið, eins og jeg hef sýnt og sannað. Að Jón Árnason (1665—1743) er höfundurinn, sjest nú af þvi, að höfundur hinnar ritgjörðarinnar, Pinnur biskup, vitnar i ritgjörð eftir Jón biskup („Árne- sonius“), sem sje prentuð 1739 („suum horologium Islandieum, impressum Havniæ 1739“), en prentuð er hún það ár aftan við Fingrarím Jóns sjálfs, á þann hátt, að það er auðsjeð, að höfundurinn er hinn sami. Þar að auk vitnar Finnur biskup í orð þau, sem jeg vitnaði til í grein minni, um „hinn glöggvasta mann í öllu íslensku antíquít.eti “ og telur þenna mann vera Pál Vídalín; sbr. grein mina. Eftir alt saman vona jeg þá, að full sönnun sje komin fyrir því, hver höfundurinn sje. Khöfn, 15./1. ’90. Finnur Jónsson. Póstskipið Laura fór hjeðan áleiðis til Khafnar í fyrra dag og með því bæj- argjaldkeri Björn Kristjánsson, D. Thom- sen, kaupm. W. Ó. Breiðíjörð með konu sinni og Kristin Þórðardóttir á Hálsi. Tíðarfar allt af mjög milt, en um- hleypingasamt fremur; optast útsynning- ar; í fyrradag hláka með ofsastormi, en í fyrri nótt frysti aptur, svo að ekkert gagn varð að þeirri hláku, en nú er komin hláka aptur. Fyrirspurn og svar. Jeg hef búið nokkur ár á jörð, sem er annars manns eign, án þess að nokkurn tima hafi verið fast- ákveðið um ábúðartíma minn; nú hefur jörðin kom- ist í eign annars manns, sem vill koma mjer af jörðinni. Get.ur hann það? Svar: Nei. Þegar ábúðartíminn er ekki skýrt tekinn fram i byggingarbrjefi, skal svo álita, sem jörðin sje byggð æfilangt, nema landsdrottinn geti sannað, að öðru visi hafi verið um samið (sjá lög um bygging, ábúð og úttekt jarða 12. jan. 1884, 2. grein). — í Lundúnaborg eru 12000 mjólkursölustaðir. — Á Frakklandi eru 7 miljónir manna, sem vinna eingöngu að vínyrkju. — Kinverskur peningaseðill, sem er 3000 ára gamall, er geymdur á safni einu í Pjetursborg. — 1 veitingahúsum Duvals i Paris eru árlega keyptir 4 miljónir málsverða af mat, — Það er talið, að svæði þau, sem kirkjugarð- 20 menn og konur og börn á eptir þeim yfir til mín og hljóðuðu upp yfir sig af hræðslu. Jeg var neyddur til að fara á fætur og út úr hreysi mjnu; jeg skaut þá tvö skot út í náttmyrkrið, og það sefaði þá loksins. Ept- ir því, sem jeg heyrði seinna, er jeg sannfærður um, að þá nótt hefur fjandmannaflokkur verið í nánd við okkur, og hefði sjálfsagt ráðið á okkur, ef skotin hefðu ekki fælt þá burtu. Ef ráðist er á svertingjaflokk, þá dettur honum ekki í fiug að verjast; hann hugsar um það eitt aðflýja. Þeir, sem seinastir fara, eru liandteknir og þeim slátr- að. Það er því ekki að undra, þótt börnin æpi, þegar þau búast við óvina áhlaupi, því ekki hugsa karlmenn- irnir um að verja konur og börn. Stundum ber það við, að Ástralíu-svertingjar jeta menn af eigin ættflokk sínum. Unglingur nokkur, einn af fylgdarmönnum mínum og hinn mesti þorpari, skor- aði á roskinn svertingja að láta af hendi við sig konu hans; hann skoraðist undan því, en þá tældi mannfýl- an son svertingjans með sjer út í skóg og drap hann þar og át. Líklegt hefði verið að þessa hefði verið grimmlega hefnt, en því fór fjarri. Að vísu háðu þeir einvígi, en það var að eins leikur einn, ættmenn þeirra stóðu um- hverfis þá og skildu þá, áður en þeir höfðu nokkurt sár 17 anum og dagshitanum svo mikill, að mjer var kalt hverja einustu nótt, þótt jeg sveipaði mig í ullarábreiðum; jeg vaknaði því venjulega tvisvar eða optar á hverri nóttu, þegar bálið, sem brann fyrir framan laufskáladyr mín- ar, var dautt. Svertingjarnir lágu þar allsnaktir, og þó að þeim ef til vill væri kalt sumum, nenntu þeir ekki að sækja við, til að halda bálinu við. Jeg kall- aði þá á einhvern þeirra og fjekk hann til að sækja við á bálið, með því að lofa honum tóbaki morguninn eptir. Þess vegna hjeldu þeir, aðjeg, „hinn hvíti maður“,svæfi aldrei, svo þeir þorðu ekki fyrir sitt líf að ráðast á mig á nóttunni, einkum þegar þeir í tilbót voru logandi hræddir við „bissuungann“. Land það, sem jeg var nú í, var ólíkt öllu öðru, sem jeg hafði áður sjeð í Ástralíu. Þar voru ekki þessar endalausu grassljettur, heldur var þar fjalllendi og báru fjöllin 2400 fet yfir sjávarflöt; þau voru skógi vaxinn upp í brúnir. Fagurt var landið þar, en óneit- anlega var torvelt að komast gegn um skógarrunnana. Stundum urðum vjer að höggva oss braut gegn um þá, og vjer fengum að kenna á skógarplágum heitu landanna; þar voru netlur afarsárar, þegar menn stungu sig á þeim; þar voru maurar því nær ósýnilegir; þeir grófu sig inn í húðina og vöktu óþolandi kláða, og þar voru höggormar hópum saman.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.