Þjóðólfur - 14.02.1890, Blaðsíða 4
32
komu þá upp nokkrir hagar í lágsveitum,
en tók þegar fyrir þá aptur, með því snjó
miklum kyngdi niður eptir hlákuna.
AUGLÝSINGAR
í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkar&v. 3 a.,
hvert orð 15 Rtafa frekast: með öðru letri eða setning)
1 kr. fyrir þumlung dálks lengdar. Borgun út i hönd.
Árni t>orvarðarson & Joh. Jensen:
Bókbandsverkstofa
oo Bankastræti 12. (Hús J6ns Ólafss. alþm.).
Arinbj. Sveinbjarnarson:
Bókbandsverkstofa.
g 2 LAUGAVEG 2.
Til salg.
Kutter, Surprise. 27 Tons Register.
Bygget 1862 af Eg. Kobberforhudet.
Serdeles velsejlende.
JI. C. Restorff & Sönner.
Thorshavn.
Eæröerne. g6
á iPfÍTJD A flDTDTD og verkfæri til að fram-
1 UrilAuJÍlrlll leiða þokumyndir.
Nýir gripir mjög merkilegir. Nákvæm lýsing,
svo að eptir henni má þegar framkvæma ótrú-
legustu töfrabrögð. Verðlistar sendast ókeypis.
Pantanir sendast til íslands kostnaðarlaust fyrir
þá, sem panta.
Kjöbenhavn.
Riehard Beber. 87
Fundur í stúdentafjelaginu í kveld (14.)
kl. 8VS. — Hannes Þorsteinsson heldur fyrirlestur
um Geir biskup Vidalín. 88
Hin alþekkta
skósmíða-
vinnustofa
mín í Veltusundi nr. 3 er opin frá kl.
6—7 á morgnana til kl. 9—10 á kveldin.
Allt fljótt og vel af hendi leyst.
Rafn Sigurðsson. 89
Skrifstofa fyrir almenning.
10 Kirkjustræti 10
opin hvern rúmhelgan dag kl. 4—5 e. h. 90
Seldar óskílakindur
í Biskupstungnahreppi haustið 1889.
1. Hvítur sanður 3 vetra, mark: blaðstýft apt. h.;
blaðstýft fr. vinstra (fallið ofurlítið af broddi).
2. Hvítt hrútlamb, m.: sneitt fr., standfj. apt. h.;
standfjöður apt. vinstra.
3. Hvítt geldingslamb, m.: blaðstýft fr., lögg apt.
h.; sneitt apt., gagnbitað vinstra.
4. Hvítt gimbrarlamb, m.: blaðstýft fr., lögg apt.
h.; sneitt apt., gagnbitað vinstra.
5. Hvítt gimbrarlamb, m.: tvíhamrað h.; tvístýft
apt., standfj. fr. vinstra.
6. Hvitt gimbrarlamb, m.; stýft, biti apt. h.; stýfð-
ur helmingur fr. viustra.
7. Hvítt gimbrarlamb, m.: blaðstýft fr., standfj.
apt. h.; standfjaðrir 2 fr., biti apt vinstra.
8. Hvítt geldingslamb, m.: sýlhamrað, gat h.; bam-
arskorið, gat vinstra.
Eigendur bins selda geta vitjað andvirðisins til
undirskrifaðra fyrir næstkomandi fardaga að frá-
dregnum öllum kostnaði.
Biskupstungnahreppi, 31. des. 1889.
F. Ghiðbrandsson. E. Kjartansson. 91
Tímarit um uppeldi og menntamál
fæst fyrir 1 krónu árgangurinn hjá Sig-
urði Kristjánssyni bóksala í Rf'ykjavík. 92
W Skósmíöaverkstæði
Og
leöurverslun
Björns Kristjánssonar
S er i VESTUKGÖTU nr. 4.
Dr. Bohlen læknisráð og hjeraðslæknir í
Gotha ritar:
„Af þeim læknisfræðislegu athugunum,
sem jeg hef gjört, get jeg fyrir mitt leyti
mælt mjög mikið með Brama-lífs-elexír
Mansfeld-Biillner & Lassens.
Gotha. Br. Bohlen.
Einkenni á vorum eina egta Brama-lífs-elexír
eru firmamerki vor á glasinu og á merkiskildinum
á miðanum sjest blátt ljón, og gullhani og innsigli
vort MB & L í grænu lakki er á tappanum.
Mansfeld-Búllner & Lassen,
sem einir búa til hinn verðlaunaða Brama-llfs-elexlr.
Kaupmannahöfn.
Vinnustofa: N0rrefja.de No. 6. 94
Eigandi og áhyrgðarmaöur:
ÞOELEIFUR JÓNSSON, cand. phil.
Skrifstofa: í Bankastræti nr. 3.
Prentsm. Sigf. Eymundssonar.
22
og það hefði verið sjálfsagt, „og móðir þeirra borðaði af
því Iíka“, sagði hún.
Vopn Ástralíu-svertingja eru mestmegnis trjevopn.
Helstu árásarvopn þeirra eru bumerang og nólla-nolla,
bæði úr trje. Nolla-nolla er eins konar skotkylfa. Bum-
erang er að lögun líkt og skammorf á torfljá, og er
tvenns konar; annar er þannig gjörður, að þótt honum
sje kastað ein 150 fet burtu, hverfur hann sjálfur aptur
til þess, sem kastar, ef hann hittir ekki, en mikla æf-
ingu þarf til þess, að geta kastað honum vel; hinn kem-
ur ekki aptur til þess, sem kastar honum.
Það er undur, hve fljótt sár Ástralíu-svertingja
gróa. Jeg sá einu sinni tvo svertingja berjast; þeir
höfðu verið meðal siðaðra manna og höfðu hnífa. Ann-
ar þeirra fjekk mikil sár á bakið, en hinn var skorinn
í lærið alveg inn að beini. Þeir voru bornir inn í kofa
sína, og ösku stráð í sár þeirra. Eptir þrjár vikur
voru þeir orðnir alheilir.
Hvítir menn mega hrósa happi yfir því, að svert-
ingjum þykir kjöt þeirra ekki gott. „Það er svovæm-
ið“, segja þeir. Eigi að síður er það hættulegt, að
dvelja hjá svertingjum; þeir meta mannlífið ekki mikils.
Það eru engar ýkjur, að þeir mundu drepa mann, til
þess að ná sjer tóbaki í pípu. 0g stundum drepa þeir
hvíta menn, til þess að jeta þá. Einu sinni kom hvítur
23
maður að Herbertdal og sagði jeg honum frá einvígjum
svertingjanna; hann vildi ekki vera minni en jeg og á-
setti sjer, að vera viðstaddur næstu einvígi þeirra, sem
áttu að fara fram þá dagana. Hann fjekk sjer fylgd-
armann þangað, en þeir urðu að flýja þaðan hið skjót-
asta til að bjarga lífi sínu, því að svertingjarnir um-
kringdu þá og æptu: „Talgoro, talgoro!11 (o: mannakjöt,
mannakjöt!).
Það er að vísu ekki von, að þeir beri hlýjan hug
til hvítra manna, því að þeir hafa orðið að sæta grimmri
meðferð af þeim. Á Tasmaníu, hinni miklu ey fyrir
sunnan Ástrallandið, eru svertingjar aldauða fyrir nokkr-
um árum. Til dæmis um meðferðina á þeim, má geta
þess, að hvítur þjófur var handsamaður á Tasmaníu;
hann játaði það blygðunarlaust, að hann hefði skotið
svertingja og haft þá hundum sínum að fæðu. Aðra
hryllilega sögu um viðureign svertingja og hvítra manna
skal jeg segja lesendum mínum.
Hvítur maður hafði flutt með konu sína til flokks
eins, sem jeg dvaldi síðar hjá. Hann var bóndi og einn
af verndarmönnum svertingja, hann gjörði þeim margt
gott, og borgaði þeim skilvislega allt, sem þeir veittu
honum. Svertingjar voru óvanir góðri meðferð og þótt
sorglegt sje frá að segja, þoldu þeir hana ekki. Þeir
voru því vanastir, að skotið væri á þá, eins og á villi-