Þjóðólfur - 28.02.1890, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudög-
um — Verð árg. (60 arka)
4 kr. Erlendis 5 kr. —
Borgist fyrir 15. júli.
ÞJÓÐÓLFUR.
Uppsögn skrifleg, bundin
yiö áramót, ógild nema
komi til útgefanda fyrir 1.
október.
XLII. árg. * Reyhjavík, föstudagimi 28. febr. 1890.
V egfræðingsskýrsla.
Alþingi 1887 veitti 6000 kr. fyrir síð-
astliðið fjárhagstímabil „til að útvega
vegfróðan mann til að ferðast um landið
og ákveða, bvar belstu vegi skuli leggja“.
Vegfræðingur sá, sem fenginn var, heitir
A. Siwerson, og er sænskur maður. Hann
ferðaðist hjer um í sumar sem leið og
befur nú sent landshöfðingja fróðlega
skýrslu um ferðir sínar og áætlanir um
nokkra vegi og brýr, semvjer höfum átt
kost á að kynna oss.
Hann ferðaðist fyrst um Borgarfjörð
°g skoðaði vegarstæði frá Hesthálsi upp
í Norðurárdal. Þessa leið á aðalvegur-
inn eptir hans tillögum að liggja frá
Hesthálsi yíir Grímsá, hjá Varmalæk, yfir
Flóká, hjá Kroppi, Deildartungu, yfir
Hvítá við Kláffoss, þaðan til Norðtungu
og þaðan yfir Grrjótháls. Þessi vegur er
35,720 metrar* að lengd; akvegur alla
þessa leið kostar eptir áætlun hans 127
þús. 900 kr.; þar í talin stálbrú á Hvít-
á hjá Kláffossi, sem mundi kosta 10,000
kr., brú á Flóká 4,600 kr. og brú á Geirsá
1400 kr.
Eptir það fór hann norður í Húna-
vatnssýslu og skoðaði aðalpóstleiðina frá
Giljá að Bólstaðarhlíð, sem talsverður
meiningamunur hefur orðið um þar nyrðra,
eins og sjest hefur í blöðunum. Það
hafa komið fram 3 tillögur um, hvar
veginn skyldi leggja þessa leið, ein, að
hann skyldi liggja um Blönduós, upp
með Blöndu og fram Langadal; önnur,
að vegurinn skyldi lagður frá Svínavatni
upp hjá Tindum yfir hjá Holtastöðum
og fram Langadal, en þriðja, að hann
lægi með fram Svínavatni hjá bænum
Svmavatni, að Blöndu niður undan Löngu-
myri. Eptir skyrslu vegfræðingsins er
Blönduosleiðin 37,240 metrar, Tindaleið-
in 31,040 metrar, en Svínavatnsleiðin
ekki nema 26,900 metrar að lengd. Á
Tindaleiðinni er ekkert brúarstæði á
Blöndu, og bæði á þeirri leið og á Blöndu-
ósleiðinni yrði vegurinn að liggja yfir 5
smaskriður í Langadal og 1 stórskriðu
fram undir Svartárdalsmynninu; auk
Binn meter er nokkuð meir en l'/j alin; 100
metrar er = 1693/10 álnir.
þess hætt við, að Blanda bryti af vegin-
um á 2 stöðum í Langadal; vegurinn
mundi þannig stöðugt liggja undir
skemmdum, og viðhald hans því kosta
stórfje. Yegfræðingurinn er því eindreg-.
ið með þvi, að leggja veginn með fram
Svínavatni, 1.) af því, að þar verður hann
4,140 metrum styttri en Tindaleiðin og
10,340 metrum styttri en Blönduósleiðin.
— 2.) þar er skriðulaust. — 3.) þar verð-
ur vegurinn hallaminnstur. — 4.) efni í
veginn þar nægilegt og auðflutt að hon-
um; þar verður hann og kostnaðarminnst-
ur, því að frá enda Svínavatns skammt
frá Reykjum og allt að Bólstaðarhlíð,
kostar akvegur þessa leið 51,300 kr., en
eptir Tindaleiðinni ekki minna en 78,000
kr.; munurinn er 26,700 kr. — í fimmta
lagi er allgott vað á Blöndu niður und-
an Löngumýri; um 200 metra fyrir of-
an vaðið er góður ferjustaður og um 100
metra þar fyrir ofan gott („ganske godt“)
brúarstæði. Hengibrú þar mundi kosta
43,700 kr., en á Neðriklyfunum (á Bl.-
ósleiðinni) 35,000 kr. — Vegfr. leggur
til, að fyrst sje byrjað á veginum nokk-
uð fyrir sunnan Laxá og fullgjörður að
Blöndu; það er 11,400 metrar og mundi
hann kosta þar 32,000 kr. Síðan ætti
að brúa Blöndu og leggja veg frá henni
að Bólst.hl., sem hvorttveggja mundi
kosta 55,000 kr., en 8000 kr. kostaði þá
vegurinn frá vatnsendanum suður fyrir
Laxá.
Vegfræðingurinn skoðaði því næst veg-
inn yfir Miðfjarðar- og Hrútafjarðarháls
og gefur í skýrslu sinni ýmsar bending-
ar um hann, en hefur sjerstaklega gjört
áætlun um veg, sem hann vill láta leggja
frá Hrútafirði á móts við Borðeyri á snið
efst upp á hálsinn fyrir ofan Þórodds-
staði; sá vegur yrði 4,160 metrar á lengd
og mundi eptir áætluninni kosta 19000
krónur.
Eptir það fór hann norður á Akureyri
og skoðaði á leiðinni brúarstæði á Vala-
gilsá, sem hann telur áríðandi að brúa
sem fyrst; brúarstæði telur hann best 80
metrum fyrir ofan gamla brúarstæðið og
brúnni þar óhætt fyrir ánni; áætlar hann,
að brúin kosti 4700 kr.
Milli Akureyrar og Oddeyrar kvað nú
Nr. 10.
vera mjög vondur vegur og jafnvel hættu-
legur á vetrum; vegagjörð þar áætlar
hann að muni kosta 3,700 kr.
Loks hefur hann gjört áætlun um
gufuskipabryggju á Akureyri og telur, að
hún muni kosta 14,000 kr.
í næsta blaði skulum vjer skýra frek-
ara frá skoðun Siwersons á vegagjörð
hjer á landi.
Fjórar enskunámsbækur.
(1. Zo'éga: Ensk hljóðfrœði, Reykjavík 1888. —
G. Zo'éga: Enskunámsbók löguð eptir Plate’s Lehr-
gang zur Erlernung der englischen Sprache. Rvík
1889. — H. Briem: Ný kennslubók í ensku. Rvík
1889. — J. Ólafsson: Vesturfaratúlkur. Rvík 1888.
Bækur 0. Zoega.
Hinar tvær bækur, sem standa hjer
efstar á blaði, eru eiginlega ein bók, en
sú bók ber líka af hinum. Hún er best
vönduð og visindalegast úr garði gerð af
íslenskum kennslubókum i ensku, að því
er framburð snertir. Framburður í ensku
hefur ekki átt upp á háborðið í kennslu-
bókum vorum. Framburðarreglurnar hafa
verið ónógar. Hverjum hefur þótt sinn
fugl fagur, og enginn hefur viljaðbrjóta
odd af oflæti sínu og taka nokkuð eptir
hinum. Til að sýna, að þetta er ekki
tekið úr lausu lopti, skal jeg taka eitt
dæmi, sem getur komið mönnum í skiln-
ing um, að framburðurinn er æði valtur
í kennslubókunum. Meðferðin á orðinu
áble (fær um) er gott dæmi. Þetta orð
er borið fram, sem nú skal greina: GL
Zoéga: eib’l, H. Briem: eibel, J. Hjalta-
lín: ebel, J. Ólafsson: eib’l (1883), eböl
(1888). Hjer má segja, að syngur hver
með sínu nefi. En hvernig á nemand-
andinn að komast eptir, hver syngur
næst rjettu lagi? G. Z. syngur næst
rjettu lagi. J. Ó. söng eins og Gr. Z.
1883, en hætti því 1888. Þó má kom-
ast enn nær rjettum framburði þessa orðs
en Gr. Z. hefur komist. í eib’l er i’ið
svo veimiltítulegt í samanburði við e’ið,
að það er borið ofurliði, þótt það eimi
töluvert eptir af því. Þannig verður
eTb’l næst rjettu lagi.
Bók G. Z. er sniðin eptir kennslubók
Plate’s í ensku, en tekur henni þó fram
að ýmsu leyti, einkum að því er hljóð-