Þjóðólfur - 28.02.1890, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 28.02.1890, Blaðsíða 3
39 sína braut sjálfur og hafði sig fram úr fátækt“. í Þistilfirði 'lö í vetur Sigfús Jónsson, bóndi í Hvammi, „dugnaðarmaður og góð- ur bóndi“. Úr Austur-Skaptafellss. skrifað 10. þ. m.: „Tveir kvennmenn hafa orðið bráðkvaddir fyrir skömmu hjer í A.-Skaptfss.“ Lungnabólga hefur gjört vart við sig suður í Garði síðan í janúar, og nokkrir dáið úr henni. Á Eyrarfi^kka dó 18. þ. m. snikkari Jóhann Fr. Jónsson, „vandaður maður og vel að sér; hann hafði fyrir 2 árum tryggt líf sitt fyrir 2000 kr.“ er oss skrifað þaðan. Barðastrandarsýslu (Gufudalssveit), 2. febrúar. „Síðan uýja árið gekk í garð, Uefur tíðin verið frá- bærlega frostalítil, eins og fyr í vetur; vanalega 1—3 st. frost. Jarðbann er þó bæði hjer í sveit og annars staðar í grendinni. Hefur svo verið síðan um jól; valda því áfreðar“. Strandasýslu, 24. jan. . . . „Tíðin licfur verið slsem hjer siðan á jólum, sífelldir kafaldsbyljir; jjarskasnjór kominn og alstaðar haglaust“. Húnavatussýslu, 3. febr. . . . „Tíðin hefur um langan tima verið hin versta, einlægar hríðar af vestri, svo að varla hefur verið snjókandi fje opt- ast nær, og alveg jarðlaust fram til dala“. Skagaflrði (Sæmundarhlíð), 4. febr. „Tið nú og hefur verið fjarska óstöðug og umhleypingasöm, og sumstaðar hjer i Skagafirði jarðbann, einkum hjer utan til fyrir áfreða; fannþyngsli engin. Bn, sem betur fer, eru flestir eða allir óbilandi með hey handa skepnum sínum, en þau reynast fjarska ljett“. Skagafjarðarsýslu, 1. febr.....„Pram til dala hefur mátt heita öndvegistíð það sem af er vetrinum; engin stórhríð hefur enn þá kornið; opt- ast frostlítið. Horfurnar með búskapinn þvi hinar bestu“. Horður-Þingeyjarsýslu (Þistilf.) 7. jan. „Síð- astliðið ár hefur á þessum kjálka landsins, sem annars staðar, mátt heita hið ákjósanlega að öllu leyti. Heyskapur í sumar má heita ágætur sakir hinnar góðu nýtingar. Tíðarfar hefur að sönnu verið æði óstillt og stormasamt frá veturnóttum, en aptur á móti hafa frost og snjóar verið með langminnsta móti, eptir því sem hjer um sveitir er vanalegt. Jörð fyrir sauðfje hefur allt að þess- um tima víðasf verið næg; lömb voru hjer sumstað- ar eigi tekin fyr en um og eptir hátíðir.—Dagana 23.—27. nóv. síðastl. gerði hjer ofsaveður og stór- hríð. Þá urðu 2 menn úti 4 Slettu, 1 á Langanesi og 1 í Axarfirði. Fjárskaðar urðu þá og allvíða. í Þistilfirði fennti og hrakti til dauðs undir 100 fjár, mest af þvi frá tveim bæjum; og var það mjög tilfinnanlegt tjón, þar eð fjárstofn manna var sakir undanfarandi harðindaára, orðinn mjög lítill. Á Langanesi urðu einnig allvíða fjárskaðar; þó hvergi miklir, nema á einum bæ, þar fórust 16 kindur fullorðnar. Bæði fyrir og eptir þetta óveð- urskast hefur verið besta tíð“. Vopnaflrði 4. jan....,uað hefur mátt heita góð tíð það sem af vetrinum er; þó hún hafi verið nokkuð óstöðug 0g veðrasöm, liefur verið mjög snjólítið og góðar jarðir, enda er nú vonandi, að flestir verði vel byrgir með hey í vet- ur, þar sem þau voru með meira móti í haust, og lítið þurft að gefa hingað til. Góður afli var lijer í haust og framan af í vetur á meðan hægt var að róa, og nú seinast þegar róið var, milli jóla og nýárs, varð fiskvart11. Horðurmúlasýslu 27. jan.: „Árið byrjaði með harðindum, útsynnings-bleytusnjóum. Jarðlaust i öllu Fljótsdalshjeraði og í Fljótsdal, sunnan með austursíðu Hjeraðsins kyngi af snjó, en snjógrunnt yst á Hjeraðinu, því að þar rigndi lengur“. Austur-Skaptafellss. 10. febr......,Það, sem af er vetri, hefur verið mjög óstöðugt að veðráttu til, en frostalítið, og öllum útifjenaði gefið stöðugt síðan fyrir jöl“. ---o>ÖO<=»-<c>- Fyrirspurnir og svör. 1. Getur jarðeigandi með rjettu skyldað land- seta sinn til ábyrgðar fyrir innstæðu og álagi á parti, sem hann hefur byggt af ábúðarjörð sinni, þegar það var með vilja og vitund jarðareiganda, skilmálalaust á báðar síður; jörðin þó reglulega úttekin og partábúendanum greiddur tiltölulegur hluti af álaginu, þótt aðallandsetinn hafi eigi reglu- lega sagt lausum jarðarpártinum? Svar: Um þetta eru eigi til bein lagaákvæði og oss vitanlega eigi fallinn dómur um það. En svo virðist, sem aðallandsetinn geti ekki komist hjá, að ábyrgjast jarðareigandanum innstæðukúgildi og álag af hinum afbyggða parti, nema jarðareigand- inu hafi samþykkt að eiga aðganginn með það að ábúanda partsins. 2. Ber að greiða úttektarmönnum laun fyrir jarðarúttekt, og ef svo er, hverjum ber að gjöra það, þegar yfirúttekt fram fer? Svar: Fyrir úttekt ber að greiða hverjum úttektarmanni 2 kr. fyrir hvern dag, sem gjörðin stendur yfir (Lög nr. 3 13. jan. 1882, 8. gr.) og skal fráfarandi og viðtakandi jarðar borga út- tektina að sínum helmingi hvor (Lög nr. 1 12. jan. 1884, 30. gr.); sama er að segja mn yfirúttekt, ef hún breytir álagsupphæð, en breyti yfirúttekt henni ekki, skal sá, er krefst hennar, borga hana að öllu (sömu lög, 34. gr.). 3. Hverjum ber að ko3ta til sleða, þegar aka þarf grjóti í kirkju-grunn eða garð, ef enginn sóknarbænda á hann hæfilegan. Svar: Sóknarbændum. 4. Við erum þrír bræður; faðir okkar dó; einn okkar tók að sjer að annast um útförina, þótt hin- ir legðu lika til hennar. Svo selur sýslumaður búið og þessi eini kaupir mikinn hluta þess, en stendur samörfum sínum eingin skil á reikningum eða rjettarkröfum, og fær heldur ekki umboð hjá þeim, til þess að ráða einn fyrir alla, — er þetta lögum og venju samkvæmt. Svar: Nei. 5. Jeg seldi jörð, sem jeg hafði fyrir löngu keypt; er jeg skyldugur að sýna þeim mönnum eignarskjöl, sem jeg hafði fyrir henni, sem jeg hvorki keypti af nje áttu neinn hlut að söl- unni. Svar: Nei. 6. Má prestur láta taka kirkju úr miðri sókn og flytja í kaupstað á sóknarenda, þvert á móti vilja allra sóknarmanna utan kaupstaðarbúanna, þótt þeir sjeu lítið fleiri að tölu? Prestur þessi • telur trú um, að sóknarmenn fái eflaust að vera i kaupstaðnum nætur eptir messu- daga, — þvi langt er yfir sóknina og opt torfærur um tvær mílur vegar, — en svo vildi óheppilega til, um jólin, er prestur hjelt kvöldsöng þar á staðnum, að nokkrir menn komu þar að hlýða á, fyrir utan staðarbúa, og fengu að vera um nótt- ina, nema einn, sem varð að liggja úti, vegna þess hann var ódrukkinn. Slæm var sú fyrsta ganga, þar máske fleiri á eptir fari! G. Svar: Nei, þvi að til þess ,að kirkju megi færa, verður meiri hluti atkvæðisbærra sóknarmanna að samþykkja kirkjufærsluna; síðan verður hjeraðs- fundur, og þar á meðal bæði hlutaðeigandi prest- ur og safnaðarfulltrúi úr sókninni, að samþykkja hana. Þá fyrst getur landshöfðingi með ráði biskups staðfest kirkjufærsluna. (Sjá lög 27. febr. 1880 um stjórn safnaðarmála og skipun sóknar- nefnda og hjeraðsnefnda, einkum 12. gr., og lög s. d. um skipun prestakalla, 4. gr.). Ef öllum þessum skilyrðum er eigi fullnægt, er engin heim- ild til að færa kirkjuna. Umskipti liamingjunnar. 1826 braut maður frá Norður-Ameríku, William Wheelwright að nafni, skip sitt við strendurnar á Argentínu. Hann komst á land hálfnakinn og hungraður. Hon- um var einn kostur nauðugur, að vera kyrr þar sem hann var komiun, því að hann átti ekki einn eyri til að ferðast fyrir þaðan. 40 árum seinna ljet hann byggja fyrstu járnbrautina i Suður-Ame- ríku og stofnaði gufuskipafjelag, sem tvisvar i viku sendir skip sín milli borgar einnar i Argent- ínu og Englands. Nú er hann dauður, en viða i borgunum í Argentínu og Chili hafa honum verið reistir veglegir og miklir minnisvarðar. AUGLÝSING AR í samfeldu máli meö smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.> hvert orð 15 stafa frekast: með öðru letri eða setning, 1 kr. fyrir þumlung dálks lengdar. Borgun út 1 hönd. Samskotum tll míimisvarða yflr Jðn Sigurðsson á Grautlöndum veitir ritstjóri Þjóðólfs viðtöku, og tekur að sjer að koma þeim til forstöðumannanna. Jafnóðum og samskotin verða borguð, verða þau auglýst í blaðinu. 109 Arinbj. Sveinbjarnarson BÓKBINDARI leysir af hendi hvers konar bókband. Gyllir bækur í sniðuin, efæskter. Alltódýrt og vel vandað. xio Vinnustofa: Laugaveg 2. Skrifstofa fyrir almenning. 10 Kirkjustræti 10 opin livern rúmhelgan dag kl. 4—5 e. h. m Arinbj. Sveinbjarnarson: Bókbandsverkstofa. |_________2 LAUGAVEG 2.________ Hin alþekkta skósmíða- vinnustofa mín í Veltusundi nr. 3 er opin frá kl. 6—7 á morgnana til kl. 9—10 á kveldin. Allt íljótt og vel af hendi leyst. Rafn Sigurðsson. n3 Fundur í stúdentafjelaginu laugardags- kveldið 1. mars kl. 8'/a 114

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.