Þjóðólfur - 28.03.1890, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 28.03.1890, Blaðsíða 1
Kemur 4t 4 föstudög- ~T X /‘N T>. T T""^ T T T> iH~“ PJOÐOLFUR. Uppsögn skrifieg, bundin við áramót, ögild nema komi til útgefanda fyrir 1. oktöber. Reykjayík, föstudaginn 28. mars 1890. Nr. 15. XLII. árg, Bankamálið. Vjer höfum fengið fyrirspurnir frá ýms- um mönnum hjer á landi um það, hvort ekki væri neitt vit í því, sem herra Ei- rikur Magnússon M. A. hefur ritað um bankamálið síðan í fyrra. Er þessu fljót- svarað þannig, að það er ekki hinn minnsti snefill af viti í ritgjörðum hans. Oss þykir leiðinlegt að þurfa að segja þetta um E. M., því að hann er mikils- verður maður í mörgu, þótt hann skilji ekkert í bankamálinu, og oss hefur ekki þótt nein ástæða til að fara að deila við F- M. um vitleysur hans; bankamálið var rætt svo nákvæmlega á síðasta þingi, að hverjum manni, sem hefur rænu í sjer til að lesa alþingistíðindin, var auðgefið að fá ljósa hugmynd um málið af um- ræðunum. Yjer hugðum, að E. M. mundi sansa sig, þegar hann læsi þau, og svo ffiundi uppþot hans hjaðna niður, eins og mörg önnur lík vitleysa, og svo væri þetta mál gleymt. Yonir vorar hafa brugðist. E. M. hef- ur lesið þingtiðindin, en í stað þess að bæta ráð sitt, hefur hann orðið „forhert- ur“, og það svo, að hann niðir alþing og bestu menn þjóðarinnar í ákafa. Eins og kunnugt er, stendur sú deild af landssjóðnum, sem er hjer á landi, jarðabókarsjóðurinn, í viðskiptasambandi við ríkisfjehirsluna í Kaupmannahöfn, og geta þær átt til góða eða skuldað hvor annari; þetta hefur farið eptir atvikum og verið komið undir tekjum iandssjóðs. Árið 1881 var jarðabókarsjóður þannig skuld- ugur rikissjóði um nálægt hálft annað hundrað þusund króna og voru þó ekki seðlarnir komnir þá. Einmitt um sama leyti, sem seðlarnir komu í gang, byrj- aði mesta harðærið 0g hinn stórkostlegi tekjuhalli landssjóðs. Tekjuhallinn árin 1886—1888 var liðug 1/4 milj. kr. Það liggur nú í augum uppi, að ein- hvers staðar frá varð að taba þetta, sem vantaði á að tekjurnar hrykbju fyrir út- gjöldunum. Nú vildi jafnframt svo til, að af tekjum landssjóðs fjell mest vín- fangatollurinn. Árin 1886—1888 var hann þannig nálega J/4 miljón krónum minni en árin 1882—1884. En einmitt þessi toliur hefur af tekjunum mest verið greiddur í ríkissjóðinn, og var það þá eðlilegt, að landssjóður kæmist í skuld við ríkissjóð, þegar „innleggið“ minnkaði svo stórkostlega, alveg á sama hátt eins og bóndi kemst í sbuld við kaupmann, þegar hann leggur lítið inn, en tekur út hjá honum eins og áður. E. M. hefur sagt, að póstávísanirnar og seðlarnir hefðu þau áhrif, að skuld landssjóðs við ríbissjóð hlyti að vaxa stórkostlega á ári hverju, því að maður gæti farið með sömu seðlana, hvað eptir annað á pósthúsið og keypt fyrir þá póst- ávísanir; ef einhver færi með 1000 kr. í seðlum þúsund sinnum á pósthúsið, þá kæmist landssjóður í miljón króna skuld við ríkissjóð. Mikið satt, en alveg það sama má gjöra með 1000 krónum í gulli, ef einhver færi með þær þúsund sinn- um á pósthúsið og keypti fyrir þær í hvert skipti póstávísanir, þá kæmist lands- sjóður í miljón króna skuld við ríkissjóð. Hvað mikil hænuhöfuð, sem menn eru í reikningi, þá geta menn skilið, að gullið og seðlarnir eru að þessu leyti alveg jafnir; en nú ber þess að gæta, að seðl- arnir og gullið er lagt af pósthilsinu inn í landssjóð og þá kemur aðalatriðið, sem E. M. hefur flaskað svo hroðalega á: gullið er gull, segir hann, en seðlarnir eru einskisvirði fyrir landssjóð. Hann reynir afarmikið til þess, að sanna hring- rás peninganna með póstávísunum, en slikt þekkja allir menn og gildir það jafnt, hvort sem peningarnir eru gull eða seðlar. Hitt, að seðlarnir sjeu verðlausir, þeg- ar þeir koma í landssjóð, finnstE. M. að hann ekki þurfi að sanna, en í því er einmitt glappaskot hans fólgið, því að seðlarnir hafa sama gildi fyrir landssjóð, einsoggull; hann greiðir embættismönn- um launin í seðlum og yfirhöfuð öll gjöld sín innanlands, og þessi gjöld eru ekki lítil. Síðasta fjárhagstímabil var greitt úr jarðabókarsjóði hátt upp ímil- jón króna í innanlandsþarfir landsins, og sjest af þessu, að hringrás peningannaí jarðabókarsjóð og úr honum jafnast við hringrás peninganna með póstávísunum. Þess skal að eins getið, að svo fram- arlega sem landssjóður ekki þarfaðnota s eðla þá, sem komnir eru inn fyrir póst- ávísanir, til innanlandsþarfa, þá liggja seðlarnir þar, og þeir geta ekki komið aptur á pósthúsið, fyrri en landssjóður hefur notað þá sem gull; getur því stund- um komið fyrir, að landssjóður verði að hafa meiri peningaforða liggjandi, held- ur en ef hann fengi að eins danskt gull fyrir póstávísanirnar. En sá peninga- forði getur þó aldrei orðið mikið meiri, en hann þurfti að hafa hvort sem væri. Yiðskiptaþörfinni hjer á landi geturvarla orðið fullnægt með minna en 100—200 þús. kr.; í bankanum og sjóðum liggja tæplega minna en 100 þús. kr. og ætti því peningaforði landssjóðs í seðlum aldr- ei að geta orðið meiri en 2—300 þús. kr. Eins og vjer höfum áður sagt, kom skuldin við rikissjóð af hinum stórkost- lega tebjuhalla landssjóðs. Árið sem leið hafa tekjurnar aukist dálitið, eink- um vínfangatollurinn, en við þetta hefur skuldin við rikissjóð líka lækkað um 75 þús. kr., og er þetta svo áþreifanleg s önnun fyrir, að spár E. M. eru tóm vit- leysa, að hann ætti að geta sansað sig úr þessu. Hann hlýtur nú að sjá úr þessu, að seðlarnir eru ekki verðlausir fyrir landssjóð, en ef hann sjer það, þá vonumst vjer til, að hann sje svo góður drengur, að hann biðji alþing og þá menn af þjóðinni, sem hann hefur svi- virt fyrir vitleysu sína, opinberlega fyrir- gefningar. Áð endingu viljum vjer taka upp það, sem sagt hefur verið: Hringrás peninga hjeðan af landi til út- landa getur verið álveg hin sama,hvort sem eru seðlar eða gull. Seðlarnir hafa sama gildifyrir landssjöð sem gull til innanlandsþarfa (á þessu hefur E. M. flaskað). Þessar þarfir eru á ári um 1/2 miljón kr. ag getur enginn seðiU, sem lagður hef- ur verið í landssjöð Jyrir póstávísun verið notaður aptur til póstávísunar fyrri en landssjóður hefur notað hann sem gull. Afleiðingin af innleiðslu seðlanna getur einungis verið sú, að landssjóður þarf, ef vi ðskiptaþörfin er lítil í landinu, að hafa stærri peningaforða, en ef hann hefðipen- ingaforðann í gidlpeningum annars lands.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.