Þjóðólfur - 28.03.1890, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 28.03.1890, Blaðsíða 3
69 o. fl. Eitt par af vinnuuxum kostar um 100 dollara. Nú er eign margra orðin talsverð. Eptir skýrslum, sem gefnar hafa verið, eru gripir og áhöld, sem fram er talið, að minnsta kosti 13 þús. og 500 dollara virði, að frádregnum skuldum; eru þó ekki talin lönd nje inn- suhúss áhöld. Eign þessi skiptist niður röilli 50—70 manna. Það er eðlilegt, þótt spurt sje að, hvernig menn hafi getað byriað hjer búskap allslausir, en til þess verð jeg að svara, að nokkrir sem hjer settust fyrst að — þó ekki raargir — fengu opinbert lán, 100—200 dollara. Flestir landnemar hafa unnið annars staðar meira eða minna, þegar vinna hefur fengist, helst við járnbraut- arvinnu og þannig aflað sjer peninga, til að byrja með. I sumar sem leið var að vísu lítið um þess háttar vinnu, þó höfðu nokkrir nýlendubúar gagn af daglauna- vinnu. Af þessari daglaunavinnu leiðir það eðlilega, að minna hefur verið unnið í löndunum en ella, en mönnum er nauð- ugur einn kostur, þegar enginn höfuð- stóll er fyrir hendi, til að byrja með. Eptir því að dæma, sem menn eru nú komnir áleiðis í efnalegu tilliti, hef jeg góða von um, að fram úr rætist, ef engin sjerleg óhöpp bera að hendi. (Niðurl.). Vesturferð póstskipsins hefurnúverið kærð fyrir ráðgjafa íslands með kæru frá 35 Reykvíkingum, þ. e. frá nokkrum kaup- mönnum, verslunarstjórum, iðnaðarmönnum | og fleirum, sem eitthvað fengu með skip- | inu. í kærunni er það tekið fram, að kær- endurnir álíti aðfarir skipsins „bæði ólög- legar og hrein og bein samningsrof af hendi hins sameinaða gufuskipafjelags, og farið fram á, að ráðgjafinn hlutist til um, „að komið verði fram ábyrgð á hendur nefndu gufuskipafjelagi til skaðabóta og sekta fyrir þessar aðfarir eða á hendur formanni skipsins, ef það sannast, að hann, en ekki fjelagið á að bera ábyrgðina11. Sumir vilja nú segja skipstjórannlausan við alla ábyrgð, þótt um það fari misjöfn- um sögum, og að hann sje sjerlega skyldu- rækinn maður, en eigi ber það þó vott um rnikla skyldurækni eða lipurleik gagnvart Islendingum, er liann í vetur neitaði að taka lijer farþegja til Vestmannaeyja, af því að hann ætlaði alls ekki að koma þar við, þótt besta veður væri, svo að sjera Ólafur Finnsson komst ekki út í eyjaruar °g eyjarskeggjar máttu vera prestlausir Um langan tíma. En hvað sem því líður, vesturferð skips- ins var jafn„ólögleg“ og jafnbagaleg fyrir landsmenn, hverjum sem verður gefin sök á henni, og vægilegra eigi hægt að fara út í þetta mál, en farið er í áðurnefndri kæru. E>ó voru ýmsir, sem hlut áttu að máli, svo þreklausir og hjartveikir, að þeir þorðu eða vildu með engu móti skrifa undir kæruna. — Aðalskilyrði fyrir því, að við- halda rjettinum, er þó að þola ekki órjett- inn, og að vera afskiptalaus gagnvart ó- rjettinum er því sama sem að efla og ala órjett og rangindi, er kenning Rudolfs von Ihering, sem sumir menn liefðu gott afað hugleiða bæði í þessu máli og öðrum. Póstskipið Laura fór hjeðan í gærmorg- un; lá ferðbúið í fyrra dag hjer á höfn- inni, en fór eigi vegna storms. Með því fóru : til Khafnar verslunarstjóri Gunnlaug- ur Briem með konu sinni; til Ameríku Jón Ólafsson ritstjóri með 2 eldri börn sín, Jakob Briem og 3 aðrir vesturfarar, en til Englands fóru kaupm. Þorl. Ó. Johnson og Grísli Stefánsson í Vestmannaeyjum. Alþiiigiskosiiingar í Eyjafjarðar- og Suðurmúlasýslu eiga eptir ákvæðum lands- höfðingja, að fara fram um miðjan næst- komandi júnímánuð. Lofsvert fyrirtæki er það, sem stofnað var til í vetur meðal íslenskra kaupmannaj í Khöfn. Þeir hafa skotið saman 1400—' 1500 kr. handa sjera Oddi V. Gíslasyni á Stað í Grrindavik, „sumpart sem viður- kenningu fyrir starfsemi hans í öllu þvi, er miðar til umbóta og eflingar sjávarútvegi á íslandi, og sumpart til þess, að hann geti haldið þessu starfi áfram“. Fyrsta kaupskipið hingað í ár kom 23. þ. m.; það var Margrjet (skipstj. Gruðm. Kristjánsson), eign Geírs Zoega, með vör- ur til hans frá.Khöfn. Funduir pening-ar. Af Eyrarbakka er oss skrif- að 20. þ. m.: „Á uppboði að Bolafæti 12. mai 1877 keypti Yigfús Halldórsson á Ósabakka í Skeiða- hreppi kistu málaða fyrir 2 kr.; þessa kistu flutti Vigfús heim að Ósabakka og þar stóð hún i skemmu ónotuð frá 1887—1S89. Vorið 1889 fluttist hann ofan á Eyrarbakka að Simbakoti. Kistuskriflið var þá einnig flutt þangað. l>ar stendur hún aptur í skemmu frá því um vorið til þess 15. þ. m. að ráðs- konan biður Yigfús um spýtu i eldinn. Vigfús hugs- ar sig um, en flnnur ekkert, en dettur i hug kistu- skriflið og segir, að hún muni ekki vera ofgóð í eldinn; með því gengur Vigfús út með sleggju og fer að berja kistuna sundur; kemur þá úr henni strigi tvöfaldur og saumaðar í hann 79 spesíur, þar af 27 með mynd Chr. VII. og 52 með mynd Pr. VI. og 42 rdl. með sömu brjóstmynd. Þegar Vigfús varð þessa var, sótti hann strax hreppstjór- ann og ljet hann telja peningana. En þannig var haudraðinn útbúinn, að i kistunni náði hann ofan í hana miðja, en tvöfaldur á þá hliðina, sem að gatiinum sneri, en ekki meira millibil milli fjala en svo, að ekki komst nema 1 spesía á hlið þar ofan i; striginn var saumaður utan um hverja spesíu og hvern ríkisdal11. Eyrarbakka, 20. 'mars. „Af aflabrögðunum er það að segja, að siðastliðna viku gaf varla nokk- urn dag á sjó, þó reru nokkur skip þ. 16. og var hæst 6 i hlut. t>á 2 daga, sem af þessari viku eru liðnir, hefir aflast vel bæði hjer og á Stokkseyri; á mánudaginn frá 10—40 í hlut og i gær frá 20 —70, yfirborðið af aflanum hefir verið ýsa. í dag gefur ekki að róa. Þessa tvo daga siðustu hefir verið róið þrisvar og fjórum sinnum á dag og er afli þessi eptir alla róðrana. 15. þ. m. fengu 2 skip 10 í hlut af þorski i Þorlákshöfu, en þessa síðustu daga hef jeg ekkert frjett um aflabrögð þar. Á Lopts- | stöðum hefir einnig aflast allvel þessa daga frá 20 —70 í hlut á dag, en meiri þorskur enn hjer, V4 til helmingur þorskur11. Um STÍkin matvæli, kryddvörur og drykki hefur danskur læknir, Edvard Ehlers, nýlega skrifað ritgjörð. Með því að ritgjörð þessi er næsta fróðleg, höfum vjer ásett oss að þýða aðalatriðin úr henni og láta þau birtast í blaði voru í smágreiu- um, sem byrja í næsta blaði. Yegna lielgidaganna í næstu viku kem- ur Þjóðólfur eigi út fyr en á laugardaginn 5. apríl. Fyrirspurnir og svör. Svarið upp á 1. spurninguna á 13. tbl. um inn- heimtulaun af uppboðspeningum, sem greiddir eru við hamarshögg, er ekki rjett. í lögum um skip- strönd 14. jan. 1876, 18. gr., er ákveðið, að inn- heimtulaun megi ekki vera meiri en 4°/0, en hálfu minni, ef goldið er þegar við hamarshögg. En annars fara innlieimtulaunin eptir uppboðsskilmál- unum; sje í þeim ákveðið, að kaupandi borgi þau og eigi tekið fram, að innheiintulaunin skuli vera minni eða falla burt, ef borgað er við hamarshögg, þá kemst kaupaudi, sem borgar við hamarshögg, eigihjá aðgreiða full innheimtulaun, ef krafist verður. Jeg á boe, lóð undir honum og vergögn við sjó; I gata liggur og hefur legið frá ómunatið frá bæn- ! um niður að sjónum. Geta þeir, sem land eiga beggja megin við götuna, bannað mjer að ganga eptir henni niður til sjávar? Svar: Nei. Umhverfis jörðina á 72 dögum. Blaðið The World í New York sendi í vetur unga stúlku um- hverfis jörðina, og átti hún að reyna að komast það á minna en 80 dögum. Hún gerði sjer litið fyrir og fór það á 72 dögum. Síðasta ferð Stanleys i Afríku kostaði um 640 þús. kr. Hann hefur farið 4 þeirri ferð um 8500 kilómetra (um 1130 mílur). 4/b af ferðinni hefur hann farið gangandi. Fyrir 20 árum kostaði 450 kr. að flytja 1 smá- lest (um 2000 pd.) af vörum frá Englandi til Sid- ney i Ástraliu. Nú kostar það ekki nema 27 kr. fiý rasta hök heimsins er líklega hebresk biblia, (í handriti), sem páfinn á og Gyðingar í Venedig einu siuni föluðu fyrir 360,000 kr., en fengu ekki. Auðugasti rnaður á Þýskalandi er fallbissu- kongurinn Krupp í Essen. Hann hefur nýlega tal- ið fram skatt-tekjur sínar og metið þær 6Va mil. jón króna.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.