Þjóðólfur - 18.04.1890, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 18.04.1890, Blaðsíða 4
76 inn verið hlaðinn til varnar því, svo að það hlýt- ur að ganga af sjer til muna, þar sem alfaraveg- ur liggur með túnjaðrinum. Er þetta ekki næg titbyggingarsök ? Og ef svo væri, hefur kaupandi ekki sama rjett sem seijandi til að byggja ábú- andanum tit? Svar: Það er fullkomin útbyggingarsök eptir byggingarlögunum frá 12. jan. 1884, 19. og 22. gr., og kaupandi hefur alveg sama rjett til útbygging- arinnar, sem seljandinn hafði. Nýtt smjörlíki kvað vera fundið upp af þýsk- um efnafræðingi, dr. Schlunk; það er búið til úr mjólkurkenndum vökva, sem er innan í kokoshnet- um, sem fluttar eru frá Indlandi, einkum Bombay. Yerksmiðja ein á Þýskalandi kvað daglega búa til 6—8000 pd. af þessu smjörlíki, sem kvað vera þægilegt á bragð og mjög svo líkt reglulegu smjöri. í Rússlandi kunna að eins 12% af ibúunum að lesa. Pekings-tíðindi heitir blað eitt i Kína, sem seg- ist vera 1000 ára gamalt, og getur þess um leið ívo sem sjer til lofs, að 1900 af ritstjðrum þess hafl verið skotnir, af því að þeir þorðu að segja sannleikann. AUGLÝSINGAR 1 samfeldn máli meO smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast: með öðru letri eða setning, 1 kr. fyrir þumlung dálkB lengdar. Borgun át i hönd. Fundur í stúdentafjelaginu laugardags- kveldið 19. þ. m. kl. 8l/2. — Sigurður Briem held- ur fyrirlestur um pólitík nútímans. — Umræður. Tímarit um uppeldi og menntamál fæst fyrir 1 krrtnu árgangurinn hjá út- gefendunum og bóksölum landsins. 223 Leiðarvísir til líf'sábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. 224 QMlflHÍltnP sem er vanur bamakennslu, j býðst til að taka að sjer börn til kennslu i Beykjavík á næstkomandi sumri, ef nógu mörg börn fást. Kitstjóri Þjóðólfs gefur nákvæm- ari upplýsingar. 225 ÍSLENSKI GOOD-TEMPLAR 12. nr. á ári; verð 75 au.; sölulaun 20%, ef 5 expl. eru keypt. Nýir kaupendur fá 1.—4. árg. fyrir 2 kr.— Bitstjóri GuSl. Guðmundsson, eand. jur. Blaðið flytur ritgjörðir og frjettir um bindindis- málið. — Allir bindindisvinir eru beðnir að styðja blaðið með því að gjörast áskrifendur. 226 Skrifstofa fyrir almenning. 10 Kirkjustræti 10 opin hvern rúmhelgan dag kl. 4—5 e. h. 227 1^“ Skósmíðaverkstæði Og leðurverslun Björns Kristjánssonar 228 er i VESTURGÖTU nr. 4. 5 til 10 Kroner i dnglig Fortjeneste kunne dygtige og flittige Personer af en- hver Stand med Lethed opnaa ved For- handling af en enestaaende letafsættelig Artikel. Eeflecterende bedes sende Off'er- ter sub T. P. 1890 poste restante Kjö- benhavn K. med Oplysninger om Vedkom- mendes momentane Beskjæftigelse. 221 Hin alþekkta '4^, skósmíða' vinnustofa mín í Veltusundi nr. 3 er opin frá kl. 6—7 á morgnana til kl. 9—10 á kveldin. Allt fljótt og vel af hendi leyst. Rafti Sigurðsson. 222 H. Math. Hansen, Thorsgade Nr. 16 kjöbenhavn L. kaupir stöðugt íslensk frímerki með þessu verði: 4 skild. rauð og 4 skild. græn hvert 100 á kr. 8,00 öll önnur skildingafrímerki ------------ 20,00 3 aura gul og 10 aura rauð--------------2,00 Öll önnur aurafrímerki . .--------------3,50 Borgun sendist þegar við móttöku. Eigandi og ábyrgðarmaður: ÞORLEIFUR JÓNSSON, cand. vhil. Skrifstofa: í Bankastræti nr. 3. Prentsm. Sigf. Eymundssonar. 54 Jónas Dúgge. Eptir August Blanche* Jónas Dúgge tók próf í lögfræði sama dag, sem jeg var prestvígður, og við fórum til Stokkhólms á sama skipi báðir, jeg til þess að liafa ofan af fyrir mjer, hann til þess að leita gæfunnar, því hann var vanur að segja: „Hún er besta vinkona mín“. Faðir lians hafði verið stórkaupmaður í Gautaborg og átti eigi fleiri börn en hann; aptur á móti átti hann sjö skip í förum, erida lifði sonur hans eins og stórhöfð- ingi fyrstu stúdenta-ár sín við háskólann í Uppsölum. Hann hafði ekkert á móti því, þótt hann „færi með“ sex skipin, eptir því sem hann sagði, því að hvað á maður að gera með fleiri skip, en maður getur sjálfur stýrt? Þessari lífsreglu fylgdi hann líka rækilega, hjelt miðdegis- og kvöldveislur, lánaði peninga hverjum sem hafa vildi, sótti aldrei fyrirlestra á háskólanum, en var öllum stundum á skilmingaskólanum og reiðskólanum, *) August Blanche, sænskur rithöfundur og skáld, fæddur 1811, dáinn 1868. Meðal annars liggur eptir hann „Bilder ur verklig- heten“ í 4 bindum; eru 3 fyrstu bindin hvert fyrir sig ein heild, en þó í rauninni söfn af sjálfstæðum smásögum, hver annari betri og skemmtilegri um lífið í Stokkhólmi og víðar í Svíþjóð. 55 átti varla eina einustu bók, en aptur á móti reiðhest, en slíkt var alveg dæmalaust meðal stúdentanna. Einn dag fór hann ásamt fleirum af fjelögum sín- um til hins fræga háskólakennara Jóns Svanbergs, til þess að taka svokallað „stærðfræðispróf“; það var nokk- urs konar undirbúningspróf, sem virtist freraur hafa þann tilgang, að útvega kennurunum aukatekjur, en gjöra stúdentunum nokkurt gagn. Prófið gekk, eins og vanþ var, illa fyrir öllum, nema Jónasi Dúgge, sem með sínum góðu gáfum komst vel út af því, þótt hann sjálf- sagt hefði lesið minna en hinir. Þegar Jónas hafði „verið uppi“ í hálfa stund, stóð hann upp frá borðinu og bað um leyfi til að fara. „Jeg er hræddur um“, sagði hann, „að reiðhestur- inn minn, sem stendur hjerna úti, verði órór 0g geri af sjer einhverjar skemmdir, meðan jeg sit hjer inni við stærðfræðisprófið“. „Hver fjandinn! Eigið þjer reiðhest?" sagði liá- skólakennarinn og rak upp stór augu. „Já, og það, meira að segja, fyrirtaks reiðhryssu". „Jæja, ríðið þjer þá guð á vald. . . . Þjer hafið staðist próflð“. Jónas hneigði sig, fór út og hljóp á bak, ogafþví að hann sá, að háskólakennarinn horfði út um glugg- ann, ljet hann hryssuna taka á því, sem hún hafði til;

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.