Þjóðólfur - 04.07.1890, Síða 3

Þjóðólfur - 04.07.1890, Síða 3
123 fest bæði hjá slátrurum og sápugjörðar- fflönnum; þegar þeir aðgreina mörinn, taka þeir frá það af honum, sem er hæfi- legt í smjörlíki. í sambandi við sápu- gjörð er víða einnig búið til smjörlíki og kerti (stearin-kerti), en tólgin í kertin þarf eigi að vera eins hrein og tólgin í smjörlíkið, og í þau má vel nota feiti af dýrum, sem hafa verið sjúk af ýmsum sjúkdómum, en aptur á móti verður mör- inn eða tólgin í smjörlíkið að vera úr heilbrigðum dýrum og laus við öll sjúk- dómsefni, svo sem bendilormar og tríkin, sem eigi drepast, er smjörlíkið er búið til, þar sem það er eigi hitað meir en til 45 stiga á Celsius. Þess konar sjúkdómsefni geta opt slæðst í smjörlíkið, nema strang- J ar varúðarreglur sjeu fyrirskipaðar, þar sem tilbúningur þess er leyfður, og yfir- völdin vaki yfir, að þeim sje fylgt. Það kvað vera hægt að þekkja smjör- líki og komast nokkurn veginn að því, hvort smjör er blandað með því. Aðferð- in er þessi: Bræða skal smjörið og dýfa tveggja þumlunga löngum bómullarkveik niður í það meðan það er heitt; þegar svo kveikurinn er storknaður, skal kveikja á lionum og láta loga á honum í 2 mín- útur, en slökkva síðan á honum. Ef það er smjörliki, kemur þá óþefur alveg eins og skarreykur af tólgarkerti, en ef það er lireint smjör, kemur sama lykt, eins og af steiktu smjöri. Sje ekki nautatólg í því, dugir þó þetta ekki til að komast eptir smjörlíkinu. Próf í heimspeki við prestaskólann tóku 28. f. m. þessir 5 stúdentar: Einkunn 1. Sæmundur Eyjólfsson með 1. (ágæti.-Þ) 2. Friðjón Jensson . . ■— 1- (dável -*-) 3. Jón Pálsson ... — 1. (dável -=-) 4. Magnús R. Jónsson — 2. (vel +) 5. Helgi Skúlason . . — 2. (vel). Einn gat sakir veikinda ekki tekið prófið. Embættispróf við læknaskólann hafa nýlega tekið: Grísli Pjetursson með i eink. 104 stig Ólafur Stephensen — III — 58 _ Latínuskólanum var sagt upp 2. p m Vegna veikinda höfðu 56 piltar eigi getað lokið við vorprófið; áttu þeir allir eptir fleiri og færri námsgreinir. Lögðu kenn- afarnir (nema H. Kr. Friðriksson, sem var a móti því) það til við stiptsyfirvöldin, að Piltar þeir í 1.—3. og 5. bekk, sem kenn- ararnir álitu hæfa til uppflutnings, yrðu fluttir upp, þótt eigi hefðu þeir lokið prófi í öllum greinum, en að þeir piltar í nefnd- um bekkjum, sem efi sje um, hvort flytj- andi sjeu, og allir piltar í 4. bekk skuli ljúka prófi í haust. Þetta samþykktu stiptsyfirvöldin til bráðabirgða upp á vænt- anlegt samþykki ráðgjafans, sem þau þótt- ust þurfa að bera þetta mál undir. Með nýsveinum þeim, sem við hafa bætst í vor, eru skólapiltar nú alls 83. Útskrifaðir úr latmuskólanum 2. þ. m.: Eink. stig. 1. Sæmundur Bjarnhjeðinsson með I 95 2. Helgi Jónsson .... — I 94 3. Einar Pálsson .... — I 90 4. Gunnar Hafstein . . . — I 90 5. Ófeigur Vigfússon . . . — I 90 6. Theodór Jensen . . . — I 85 7. Kristján Kristjánsson . . — I 84 8. Árni Thorsteinsson . . — 11 76 9. Filippus Magnússon . . — II 73 10. Skúli Árnason .... — II 72 11. Sigurður Pálsson . . . — II 69 12. Kjartan Kjartansson . . — II 67 13. Vilhelm Bernhöft . . . — III 54 14. Vilhjálmur Briem . . . — III 51 Vegna veikinda gátu 6 af þeim, sem áttu að útskrifast, eigi lokið við prófið; sumir þeirra ætla að ljúka við það í þ. m., en einhverjir þeirra að fresta því til haustsins. Inntökupróf við latínuskólann fór fram 28. þ. m.; voru 15 nýsveinar teknir inn í skólann, þar af 1 (Jón Runólfsson frá Holti á Síðu) í 3. bekk og 1 (Halldór Jóns- son frá Ármóti) í 2. bekk, hinir í 1. bekk. Olíumálverk af Jóni Sigurðssyni heitnum á Gautlöndum, mjög vel vandað, málað af Cilius Andersen í Khöfn, hefur hr. kaupmaður Louis Zöllner í Newcastle gefið til alþingishússins. Myndin er kom- in hingað og afhent landshöfðingja. Prestvígsla. Síðasta sunnudag var prestaskólakandídat Teódór Jónsson vígð- ur prestur til Bægisárprestakalls. Mount Park, gufuskip L. Zöllners í Newcastle kom hingað 29. f. m. norðan og vestan um land og með því L. Zöllner sjálfur. Það fór aptur hjeðan til Eng- lands í gær með 434 hross. Skemmtiskip enskt, Minerva, kom hingað frá Englandi 30. f. m. og eigand- inn með því, enskur auðmaður, að nafni Aston; hann og samferðamenn hans tveir fóru til Geysis 1. þ. m. Synodus var haldin 30. f. m. Sjera 0. V. Gíslason prjedikaði. Auk stiptsyfir- valdanna voru þar 15 prófastar og prest- ar. — Úthlutað var til 23 uppgjafapresta og 75 prestaekkna fje, sem veitt er til þess úr landssjóði með fjárlögunum 13. gr. A b 6, að upphæð 3000 kr., 500 kr. af rentum Prestaekknasjóðsins og 81 kr. 40 a. rentum af sjóði af árgjöldum brauða. — Prestaekknasjóðurinn átti við lok f. á. 18148 kr. 15 a., og var samþykkt að leggia síðla á þessu ári sjóðinn að mestu eða öllu leyti í Söfnunarsjóðinn. — Rætt var um, að prófastar og prestar styddu eptir megni að því, að hjeraðsfundir og sóknar- nefndarfundir gætu orðið að sem mestu gagni og nauðsynlegt væri að koma á fót kirkjulegu tímariti, án þess þó að nokkur ákvörðun væri tekin því til f'ramkvæmd- ar. — Biskup lagdi fram ávarp frá fram- kvæmdarstjórn Good-Templarareglunnar 0g beiðni til fundarins um að styðja bindindi, og var biskupi falið að svara því og láta í Ijósi viðurkenningu frá fundinum fyrir störf reglunnar og fúsleika til samtaka við hana í eflingu bindindisins. Kennarafjelagið hjelt ársfund sinn lijer í bænum 2. þ. m. og mættu þar fáir fje- lagsmenn, mest vegna veikindanna. For- seti skýrði frá efnahag og framkvæmdum fjeiagsins síðan í fyrra. Samþykkt var breyting sú á 1. gr. fjelagslaganna, sem borin var upp á aðalfundi í fyrra. Hrossamarkaðir hafa verið haldnir í | nærsýslunum nú nýlega af Coghill og Jóni í Vídalín eða mönnum frá þeim. Verðið á ! hrossunum hefur verið frá 35 til 70 kr. Jón Vídalín hefur tekíð tvævetur tryppi en Coghill þrevetur yngst. Gufuskip Slimons, Magnetic, kom hingað aptur í nótt frá Skotlandi; á að fara hjeðan annað kveld til Skotlands með hross. Auk þess á það að fara 4 ferðir milli Skotlands og íslands í sumar; á að koma hingað frá Skotlandi 16. og 30. þ. m., 11. og 23. ágúst, og fara hjeðan 16. —17. og 30. þ. m., 11.—13. og 23.-25. ágúst. Strandferðaskipið Laura fór hjeðan í gærmorgun vestur og norður um land á- leiðis til Khafnar og með því fjöldi far- þega, þar á meðal biskup Hallgrímur Sveinsson í vísitasíuferð austur í Múla- sýslur, skólapiltar, kaupafólk og ýmsir aðrir. Inflúenzan hafði komið á Húsavík seint í maí með verslunarskipi. Um síðustu helgi var hún að breiðast út um Eyja- fjörð, og á Vestfirði er hún komin. Hjer syðra er hún nú að breiðast út um Mýra-

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.