Þjóðólfur - 11.07.1890, Síða 4
128
ur, er í vöktnn á Bústöðum, og getur eigandinn
vitjað hans þangað mót borgun. 349
Skósmíðaverkstofa, Vesturgötu 4.
Eptir þessu
sýnishorni
ættu þeir, sem
panta vilja
stigvjel hjá
mjer, að taka
mál af fætin-
um utan yfir
1 sokk, með
mjóum brjefræmum eða mælihandi. Nákvæmlega
verður að taka lengdarmálið eptir því, sem sýnis-
hornið bendir til.
Björn Kristjánsson. 350
Kveðja
Fagra Yatnsnes fram við mar,
flóði girt á vegu þrenna.
þars um aldir öldur renna,
upp að fótum fjörgynjar.
Huga klökkum kveð jeg þig,
kennda nes með bygging friða,
bústaðurinn blíðra lýða;
af góðu bjarta er glöddu mig.
Eins og sumar sólin blý,
samverkandi daggartárum,
fjörgjöf 'veitir fjólum sárum,
orðnum kulda kiljum í.
Svo mjer hlúðu systkin blíð,
sem þar voru húsráðandi.
mannkærleikans bundin bandi,
fyrir vetrar frosti og hríð.
Hjúin einnig ávallt mjer,
eptir dæmi húsbændanna,
hjartans alúð sýndu sanna,
mjer sem ætíð minnast ber.
Kveð jeg beima kveð jeg fljóð,
kveð jeg bæði gamla og unga,
bjartans máli talar tunga,
tryggt er flytur þakkar Ijóð.
Kveð jeg gleði, kveð jeg frið,
kveð jeg líka sorgir strangar,
sem þó fjörs um leiðir langar,
svella bjarta viðkvæmt við.
Fagra Vatnsnes fram við mar.
far vel allar heimsins tíðir,
grói kvistir kosta fríðil’,
þjer um aldir ókomnar.
Drottins náðar döggin hrein,
drjúpi á þínar fögru lendur,
meðan bygging storðar stendur,
hagsældar þjer hlúi grein.
Lifl systkyn lengi og vel,
iukkan dýrust að þeim stefni,
líka hjóna ljúfust efni,
vermi fagnaðs fagrahvel.
Kveð jeg staðinn, kveð jeg lýð,
kannske nú í hinnsta sinni,
enginn veit nær lífi linnir,
351 lífsins utan verndin blíð. Jón Þorvaldsson.
Dr. med. A. Groyen, keisaral. kgl. her-
og yfirlæknir í Berlín ritar:
„Þeir herrar, Mansfeld-Bullner og Las-
sen í Kaupmannahöfn, hafa sent mjer
fyrir löng-um tíma síðan Brama-lífs-elixír
til nákvæmrar rannsóknar. Þótt jeg væri
tortrygginn gagnvart slíku meðali. eins
og öllum slíkum meðulum, sem hrósað
er, notaði jeg það þó við lækningar mín-
ar og verð jeg að játa. að það hefur reynst
betur, en jeg bjóst við.
Enginn bitter, enginn Ukör í heiminum
getur náð þeirri frœgð, sem Brama-lífs-el-
ixír Man sfeld-Bullner & Lassens hefur afl-
að sjer & tiltölulega skömmum tíma! Far-
sæll er sá maður, sem tekur til þessa maga-
styrkjandi meðals á rjettum tíma.
Berlín I)r. med. A. Ciroyen,
keisaral. kgl. her- og yfirlæknir m. m.
Einkenni á vorum eina egta Brama-lífs-elexír
eru firmamerki vor á glasinu og á merkiskildinum
á miðanum sjest blátt ljón, og gullhani og innBÍgli
vort MB & L í grænu lakki er á tappanum.
Mansfeld-Búllner & Lassen,
sem einir búa til hinn verðlaunaða Brama-lifs-elexír.
Kaupmannahöfn.
Vinnustofa: Nerregade No. 6. 3S2
Eigandi og ábyrgSarmaður:
ÞORLEIFUR JÓNSSON, cand. phil.
Skrifstofa: í Bankastræti nr. 3.
Fjelagsprentsmiðjan. — Sigm. Guðmundsson.
90
En þó að hún þætti svona ráðrík, varð það henni
ekki nema til lofs; hún var síkát og glöð og dreif það
áfram. sem hún vildi hafa hálfspaugandj, en þó svo, að
hún hafði það ekki síður fram en þeir, sem beita meiri
alvörunni.
Hann fekk hennar eptir litla bið, og svo reistu þau
bú saman.
Þeim farnaðist vel búskapur. Jörðin var góð og
aftarasæl, þó hún væri ekki stór, fleytti þetta allgóðu
meðalbúi, en var sannast að segja orðin heldur niður-
nídd, því karlinn faðir hans Gunnlaugs hafði ekki verið
fyrir það að bæta hana mikið.
En þegar Gunnlaugur tók við af honum, hafði
hann hugsað sjer að bæta það upp, sem faðir hans hafði
vanrækt.
Hann fór til jarðareigandans, og fann hann að
máli; hann hafði sem sje áður búið undir nafni móður
sinnar.
Eigandinn hjet Brandur á Þúfu, heiðursmaður í
sveit, en kunnur að því að vera gamaldagslegur í anda,
og vilja eiga sitt.
Gunnlaugur fór nú að biðja hann að láta sig fá
jörðina, og það helst með sömu skilmálum og faðir hans
hafði búið við.
Brandur gamli fór að hleypa brúnum, leit út und-
91
an sjer, stakk höndunnm undir lokuna, eins og hann
vissi, hvað hann mætti bjóða sjer, og sagði:
„Ójá, faðir þinn hefur nú búið þarna í ein 30 ár
við allra besta byggingarbrjef, tólf sauða afgjald af 20
hundraða jörð, og bara sex fjórðungar afsmjeri; þú sjer
það, G-unnlaugur minn, að jeg get ekki byggt jörðina
með svona vægum kjörum“.
„Ja, það er nú fullkomlega eins mikið þó eins og
afgjald gerist af jörðum hjer í sveit, og getur varla orð-
ið meira, eins og jörðin er nú“.
„Já blessaður vertu — þetta er mesta vildisjörð,
fjegra kúa tún í flestum árum, og svo hátt á annað
hundrað hesta útheyskapur, þetta er ekki alstaðar að
hafa“.
„Jú, því er jeg nú að rænast eptir að fá jörðina,
að jeg álít hana heldur góða, og svo er jeg lienni kunn-
ugur frá barndómi. En ekki er nú hægt að hafa þar
margt fje; þetta er engin útbeit sem þar er“.
„Hún er svo notagóð".
„Skyldi jeg ekki geta átt von á því að fá jörðina
hjá þjer með líkum kjörum, sem faðir minn liaföi?“
„Það er mjer aideilis ómögulegt; jeg hefi helberan
skaða af því. Það eru nú tveir búnir að biðja mig um
hana, álitlegir menn, af því það heyrðist, að móðir þín
ætlaði að segja sig frá búinu og fá þjer það í vor. Og