Þjóðólfur - 16.07.1890, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 16.07.1890, Blaðsíða 2
130 eða í afborgun á ári auk vaxta. Ef lán fengist hjer á landi með svo góðum kjörum, skyldum vjer sjá, hvort bændur færu eigi að taka lán til að bæta jarðir sínar, hvort leiguliðarnir mundu eigi flest- ir reyna að kaupa ábýlisjarðir sínar, sjáv- arbændurnir koma upp fleiri þilskipum og mörg önnur fyrirtæki fá framgang, sem fáir leggja nú út í, af því að eigi fæst lánað fje til þeirra, nema til ofstutts tíma. Auðvitað er eigi hægt að heimta lán til svo langs tíma af bankanum með því fyr- irkomulagi, sem nú er á honum; til þess yrði annaðhvort að breyta fyrirkomulagi hans eða stofna Iánsfjelög eða helst hvort- tveggja. í 32. og 33. tbl. f. á. var grein um þetta efni, og á alþingi í fyrra kom fram í umræðunum um þingsályktun um bankann, að æskilegt væri að þingið skor- aði á stjórnina að leggja fyrir næsta þing lagafrumvarp um stofnun lánsfjelaga eða breyting á bankauum í þá átt, að lands- menn gætu fengið lán til langs tíma. Að vísu varð ekkert úr þeirri áskorun á þing- inu, en umræðurnar um það ættu þó að vera bending fyrir stjórnina, og nauðsyn- in nóg hvöt fyrir hana til að undirbúa þetta mál tii næsta þings. Þingsályktun um bankann var þó samþykkt á síðasta þingi og með ályktun þessari skorað á landshöfðingja að hlutast til um ýmsar breytingar á bankan- um. Landshöfðingi tók að sumu leyti vel undir þessar breytingar, en hann hefur eigi vald til að gjöra aðrar breytingar á reglugjörð bankans, en þær, sem banka- stjórnin leggur til að gera. Landshöfð- ingi hefur því sent bankastjórninni þings- ályktunina til þess að fá ummæli hennar og tillögur urn hana. Svar bankastjórnarinnar til landshöfðingja er prentað i stjórnartíð. þ. á. B-deild bls. 60—61, þar sem hún hafnar algjörlega breytingum þeim, sem farið er fram áí þingsályktunartillögunni, nema tveim þýðingarlitlum atriðum, sem þingið lagði einna minnsta áherslu á. Mun- um vjer athuga þetta svar bankastjórnar- innar í næsta blaði. Hvalveiðaskipið Yietoria kom frá vest- urlandinu liingaðá laugardagskveldið var og eigandinn Berg með því, til að vera hjer fyrir Romny; það fór aptur í gær vestur, og með því kona Bergs og 5 börn þeirra, sem komu með Romny. Berg þessi kvað hafa 5 skip til hvalveiða, sem eru búin að fá alls 46 hvali í sumar. Póstskipið Itomny kom hingað í fyrri nótt og með því, auk konu og barna hval- veiðamannsins, 6—7 Englendingar, Jón Brynjólfsson frá Khöfn, Grísli Jónasson frá Svínárnesi í Eyjafirði frá Ameríku, þar sem hann hefur verið um 1 ár; frá Vest- mannaeyjum sjera Oddgeir Guðmundsen og nokkrir fleiri. Apotekari Tvede, sem að sögn ætlar að kaupa apotekið í Reykjavík kom einuig með Romny hingað. Verslunarfrjettir frá Khöfn 3. júlí. ZJll enn í lágu verði. Uilaruppboðið í Lundúnum byrjaði með 10°/0 lægra verði , en seinast. — Saltfiskur hefur nýlega selst í Liverpool, stór 15 pd. sterl. smálestin (rúmar 43 kr. skppd.), löngur 15 pd. st., ýsa ÍO1/^ til 11 p. st., smáfiskur 14 p. st. smálestin. Hjer í Höfn seldist stór austfirskur saltf. 52 kr., miðlungsfiskur 42 kr., löngur 42 kr., ýsa 28—30. Smá- fiskur boðinn á 33 kr. en í hann boðnar að eins 34 kr. — Hákarlslýsi pottbrætt 28—30 kr. gufubrætt 32—kr.; dökkt 25—28 kr. — Þorskalýsi 22—26. — Æð- ardúns leifarnar frá f. á. um 1200 pd. seldar á 91/2 kr. pd. — Sundtnagar 22 a. pd. með umbúðum. Háskólapróf. 2. þ. m. lauk Gísli Bryn- jólfsson (frá Vestmannaeyjum) embættis- próf í læknisfræði, og hlaut aðra betri einkunn (haud ill. 1. gr.). Próf í forspjallsvísindum við háskól- ann hafa þessir tekið: ÓliSteinback Stef- ánsson — ágætiseinkunn. Bjarni Sæ- mundsson, Vilhjálmur Jónsson, Sigurður Sivertsen, Þorlákur Jónsson, Magnús Torfa- son, Ólafur Thorlacius og Camilla Stefáns- dóttir Bjarnarson, öll með fyrstu einkunn. Oddur Gíslason með þriðju einkunn. Ljótar sögur af lönduin í Ameríku voru það, sem Gísli Jónasson, sá er kom með Romny, sagði í fyrirlestri, sem hann hjelthjer í bænum í gærkveldi. Sjera Þórhall- ur Bjarnarson gat þess á undan fyrirlestr- inum, að hann þekkti vel Gísla þennan og að hann væri sannorður og vandaður mað- ur. Gísli byrjaði á því, að hann liefði hjer heima lengi verið svo mikið með Ameríku- ferðum, að hann helst hefði óskað, að allir ís- lendingar flyttust vestur; hann hefði skrif- að Kanadastjórn bænarskrá um að leggja fram fje til þess, en það varð allt árang- urslaust. Fyrir rúmu ári fór hann svo að skoða sig um og minntist fyrst á Winni- | peg; það væri óþrifalegasti bær sem hann | hefði sjeð. í Dakota hefðu verið 3 upp- [ skerubrestsár, og mundu menn þar verða í stökustu vandræðum, ef nú kæmi ekki gott ár. Alptavatnsnýlendan hefði fyrir 12 árum verið umflotin af vatni, en vegna þurkanna væri þar nú líft; í rigningaár- um mundi þar allt fara á flot; þar hefði hann þó sjeð gras, sem hefði náð í mitti; sú nýlenda yrði aldrei til akuryrkju. Nýja Island væri stórt landflæini; menn hefðu þar lítið sem ekkert að lifa á nema fisk; að visu væri þar nokkuð af naut- gripum, en svo illa hirtir, að lítið gagn væri af þeim ; þar væri einnig voðalegur sægur af flugum, sem bitu gripina, svo að lagaði úr þeim blóðið, og fjárrækt yrði þar naumlega stunduð fyrir úlfum, sem æddu þar yfir landið og dræpu fje og jafnvel menn. Þar hefðu menn liunda fyrir sleð- um eins og Eskimóar. Þar væru skógar sem gerðu jarðyrkju mjög torsótta. Yfir höfuð væru ókostirnir á þeim stöð- um, þarsem hann kom, margir og miklir: frost ákaflega mikil á vetrum allt að 40 stig á R, en hiti óþolandi á sumrum, varla líft fyrir flugum úti og veggjalús í húsum, sem bitu mann, svo að maður bólgnaði og yrði blóðrisa á höndum, fótum og andliti. Húsin byggð úr trjám felldum hvort ofan á annað með kalki í rifunum á milli; stundum flatreft yfir húsin og þar ofan á lag af límkenndri forarleðju, sem þar væri mikið af; hríðlæki svo í rigningum. Illa gengu flestir landar til fara, sakir efna- leysis, og rúmfötin strigadruslur. Hann kvaðst hafa komið til kunuingja síns, sem í mörg ár hefði skrifað sjer heim hingað alls konar ginningar-sögur og hvatt sig til að koma til Ameríku, en þessi maður lifði þá í svo miklum vesaldóm, að Gísli ósk- aði, að hann hefði þangað aldrei komið. Vatn alstaðar því nær ódrekkandi. Eigi kvaðst hann hafa sjeð menn hjer á landi lifa jafnhörmulegu lífi, eins' og menn í Ameríku. Þetta gilti almennt um landa; þeir, sem best liði, hefðu rjett ofan í sig. Renta væri har af peningalánum 30—50°/0 o. s. frv. Andlegt ástand slæmt meðal landa vestra, tómt rifrildi, 2—3 flokkar í hverri ný- lendu, hver upp á móti öðrum. Sjera Jón Bjarnason vildi allt niðurbrjóta, sem væri á móti honum ; sjera Friðrik Bergmann fylgdi í fótspor hans, og væri liann illa liðinn; sjera Magnús Jósepsson aptur á móti vel liðinn. Smásögur nokkrar ófagr- ar sagði hann af ósamlyndinu, sem sýndu andann meðal flokkanna. Eigi kvað liann landa þar vilja við

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.