Þjóðólfur - 16.07.1890, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 16.07.1890, Blaðsíða 4
132 Hið íslenska náttúrufræðisfjelag, Sökum veikinda komu svo fáir á aðal- fundinn, sem boðaður var hinn 1. júlí, að alls ekki var fundarfært, og verður því ekki fyrst um sinn reynt til að halda neinn J fund, nema því að eins, að tíu meðlimir óski þess, samkvæmt 8. gr laganna. Frá athöfnum fjelagsins er skýrt í skýrslunni, sem nær til 20 maí, og sem nú hefur ver- ið send fjelagsmönnum hjer, og verður send út um landið með næstu póstferðum. Reykjavík, 14. jíxli 1890. Ben. Oröndal. J. Jónassen. 354 Þorv. Thoroddsen. Bj'örn Jensson. Agentur tilbydes i at optage Ordres paa Gravmonumenter. | Hoj Provision gives. Billet mrkt. „Agentur 5084“ tilstilles Aug. J. Wolff & eo. s Ann. Bur., Kjöbehavn K. 355 ------- Leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis j hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jðnassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. 356 " ! Skrifstofa fyrir almcnning. 10 Kirkjustræti 10 opin hvern rámhelgan dag kl. 4—5 e. h. 358 j Til verslunar W, Ó, Breiðfjörðs í Rvík koina ávallt nýar vörur, með liverjum dampi. Nú með Romny eru komin aptur hin margþráðu skosku kjólatau, sem hvergi fundust eins smekklega valin munstrin; sömuleiðis er margt, margt annað ný kom- ið svo sem klæði, kamgarn og annað fata- efni, allt með sömu góðu prisunum og áður. Yið verslun W. Ó. Breiðljörðs í Iívík fæst hvalrengi, gott matarkaup; notið tæki- færið, meðan það er að fá. 359 Skósmíðaverkstofa, Vesturgötu 4, Eptir þessu sýnishorni ættu þeir, sem panta vilja stígvjel hjá mjer, að taka mál af fætin- um utan yflr 1 sokk, með mjóum brjefræmum eða mælibandi. Nákvæmlega verður að taka lengdarmálið eptir þvi, sem sýnis- hornið bendir til. Björn Kristjánsson. 360 Vottorð. Dóttir mín, sem er 14 ára gömul, hafði þjáðst mjög undanfarin ár af jbmfrúgulu, lystarleysi og meltingarleysi. Jeg hafði því reynt alit, sem mjer datt í hug við hana, þar á meðal Brama-lífs-elixír þeirra Mansfeld-Búllners og Lassens, en ekkert af þessu stoðaði grand. Síðan keypti jeg hjá herra kaupmanni M. H. G-ram í Fjeldsö eina flösku af Kína-lífs-elixír herra Valde- mars Petersens í Fridriksliöfn, og er það mjer nú sönn gleði, að geta vottað, að dóttir mín við brúknn bittersins hefur orðið albata af ofangreindum kvillum. Fjeldsö pr. Gjedsted, 4. október 1887. Ekkja Lausts Itytters. Kína-lífs-elíxírinn fæst ekta hjá: Hr. E. Felixsyni. Reykjavík. — Helga Jónssyni. Reykjavík. — Helga Helgasyni. Reykjavík. — Magnúsi Th. S. Blöndahl. Hafnarfirði. — Jóni Jasonssyni, Borðeyri. — J. V. Havsteen. Oddeyri pr. Akureyri, aðalútsölumanni norðanlands. Valdemar Petersen, er býr til hinn eina ekta Kína-lífs-elixír. Frederikshavn. 361 Banmark. Eigandi og ábyrgflarnxaöur: ÞORLEIFUE JÓNSSON, mnd. phil. Shrifstofa: í Bankastræti nr. 3. Fjelagsprentsmiðjan. — Sigm. Guðmundsson. 94 „Dað vildi jeg líka gera, en það er þó hverjum manni annt um, að eign hans fari batnandi“. „Til hvers er það, ef aðrir hafa allan gróðann af því, en jegjbara skaðann? Nei, en af því að faðir þinn og svo þið hafið alltaf staðið bærilega, já, einna best af mínum landsetum í skilum við mig með þetta litla afgjald, þá skal jeg nú samt láta þig sitja fyrir jörðinui með fjórtán sauða afgjaldi, og sömu leigum eins og áður, — og þó veit jeg vel, að jeg hefði getað byggt jörðina fyrir fimmtán; gengurðu að því?“ „Jeg má til, því að jeg fæ ekki annað; en hvað ætlarðu að gera svo vel og byggja mjer jörðina Iengi?“ „Svo lengi sem þú viilt, og jeg eða mínir þurfa liennar ekki við“. „Og má jeg þá ekki gera neinar jarðabætur?“ spurði Gunnlaugur glottandi. „Ekki banna jeg þjer það, en þú fær enga borgun hjá mjer fyrir það“. Gunnlaugur bjóst ekki við því; en svo fór hann, að hann hafði byggingarbrjefið í vasanum með ótal skyldum viðvíkjandi afgjaldinu, en ekki var annað sett upp í því, sem teljandi er, nema það, að halda jörðinni í „for- svaranlegu standi“, en það ijek nú reyndar orð á því, að það væri ekki svo erfitt að halda jörðum Brands 95 gamla í „forsvaranlegu standi“, ef afgjaldið var borgað vel og skilvíslega. — —--------------— — — — — Og svo áttust þau, Gnnnlaugur og Helga. Þau bjuggu saman í 12 ár sem fyr sogir. Það var munur að koma að Keldubóli, þegar þessi tólf ár voru liðin, heldur en þegar Gunnlaugur tók við jörðinni. Túnið var girt allt í kring, nema að neðan, þar sem engið lá að því; helmingurinn af þvi hafði verið kargaþýfl, og alla tíð graslaust, eu nú var það allt orð- ið rennisljett; grundin sunnan frá túninu var innan- garðs, og þekktist nú eigi frá því; hún var líka orðin að túni. Fyrir norðan túnið stóðu stórir móhlaðar á liolti einu; taðið úr fjárhúsunum fór ailt á túnið, enda fóðraði það nú sjö nautgripi. Fyrir neðan túnið breiddu sig stórar flæður, og fegursta engi, sem gaf af sjer tvö- fallt hey við það, sem áður var. Mýrin fyrir utan túnið var eins og áður; það hafði ekki enn þá orðið tími til þess að koma því í verk að rista hana fram. Þegar heim á hlaðið kom, var þar snotur oglaglegur bær, mest ailur byggður upp að nýju, og umgengni öll hin þrifalegasta. Það er hreinasta furða, hverju sumir menn koma í verk; þegar maður er fær um, að knitmiða tímann niður, nota hverja mínútu, að jeg ekki tala um hvern klukkutíma, sem afgangs verður þessum daglegu nauð-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.