Þjóðólfur - 12.09.1890, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 12.09.1890, Blaðsíða 4
168 Skósmíðaverkstofa, Vesturgötu 4, Eptir þessu sýnishorni ættu þeir, sem panta vilja stigvjel hjá mjer, að taka § mál af fætin- H um utan yfir 1 sokk, með mjóum brjefræmura eða mælibandi. Nákvæmlega verður að taka lengdarmálið eptir því, sem sýnis- hornið bendir til. Bj'órn Kristjánsson. 446 Skrifstofa fyrir almenning. 10 Kirkjustræti 10 opin hvern rúmhelgan dag kl. 4—6 e. h. 447 Hús lítið á góðum stað í bænum, helst með úthýsi, óskast til kaups. Þeir, sem kynnu að vilja selja húsið, eru heðnir að aihenda á afgreiðslustofu Þjóðólfs boð sín i lokuðu umslagi merktu: Hús. 448 Yottorö. Þegar jeg á næstliðnum vetri þjáðist af magaveiki, sem leiddi af slæmri melt- ingu, þá var mjer ráðlagt af lækni að reyna Kína-lífs-élexír herra Valdemars i Petersens í Priðrikshöfn. Af bitter þess- um, sem hr. konsúl J. V. Havsteen á Oddeyri hefur útsölu á, brúkaði jeg svo nokkrar íiöskur, og við það stöðvaðist veikin og mjer fór smám saman batn- andi. Jeg get því af eigin reynslu mælt með bitter þessum, sem ágætu meðali til þess að styrkja meltinguna. Oddeyri 16. janúar 1890. Kr. Sigurðsson. Kina-lífs-elíxirinn fæst ekta hjá: Hr. E. Felixsyni. Reykjavík. — Helga Jónssyni. Reykjavík. — Helga Helgasyni. Reykjavík. — Magnúsi Th. S. Blöndahl. Hafnarfirði. — Jóni Jasonssyni, Borðeyri. — J. Y. Havsteen. Oddeyri pr. Akureyri, aðalútsölumanni á norður- og austurlandi. Á þeim verslunarstöðum, þar sem eng- in útsala er, eru þeir, sem vilja gerast út- sölumenn, beðnir að snúa sjer til undir- skrifaðs, sem býr til bitterinn. Valdemar Petersen, er býr til hinn eina ekta Kina-lífs-elixír. Frederiksliavn. 449 Damnark. Dökkbriín hryssa kom hjer í næstliðnum mán- uði, og er mark á henni biti aptan bæði. Rjettur eigandi getur vitjað hennar til undirskrifaðs. Helli í Ölvesi 22. ágúst 1890. 450 Ólafur Jónsson. Dr. H. Schaek starfandi læknir í Kaup- mannahöfn ritar: Jeg hef rannsakað bitt- er þann, er þeir Mansfeld-Búllner & Las- sen búa til, Brama-lífs-elexír, og verð að lýsa yfir því, að eptir samsetning hans, er hann skilyrðisiaust bæði hollur og bragðgóður, og þori jeg því að mæla með honum að öllu leyti. Kaupmannahöfn. H. Schack. Einkenni á vorum eina egta Brama-lífs-elexír eru firmamerki vor á glasinu og 4 merkiskildinum á miðanum sjest blátt ljðn, og gullhani og innsigli vort MB & L í grænu lakki er á tappanum. Mansfeld-Bidlner & Lassen, sem einir búa til hinn verSlaunaða Brama-lífs-elexir. Kaupmannahöfn. Yinnustofa: Nerregade No. 6. 451 Jordens Opdagelseshistorie af Jules Verne, fæst til kaups með góðu verði. Ritstj. vísar á seljandann. 452 Eigandi og ábyrgðarmaður: ÞORLEIFUR JÓNSSON, cand. phil. Skrifstofa: 1 Bankastræti nr. 3. Fjelagsprentsmiðjan. — Sigm. Guðmundsson. 130 standa skemmtigarðar upp í hlíðunum og brosa niður til undirlendisins. Þegar 500 árum fyrir tímatal vort tala sagnaritar- aruir um Mónakó, sem þá var blómleg nýlenda. Á miðöldunum var þetta litla höfðingjadæmi þrætuepli drottnunargjarnra höfðingja, sem vildu ná því undir sig. í lok síðstu aldar lá það undir hertogann í Mílanó, en braust undan honum og gerðist lýðveldi. Loks 1815 varð það furstadæmið Monakó; það nær yfir borgina Monakó, sem er upp á hæð einni, og fiskimannaþorp, sem er þar fyrir neðan og heitir Monte Carlo (Karls- fjal!). Þangað er það, sem aðkomumaðurinn stefnir, því að þar er bæði baðstaður og spilabanki, sem fursta- dæmið á að þakka alla f'rægð síua. Spilamusterið, sem er sannkölluð höil, gnæfir við himin á hinum fegursta stað, sem hægt er að hugsa sjer; alstaðar umhverfis eru pálmaviðir, kaktustrje, lárberjatrje, myrtur og mór- berjatrje, sem eins og keppast hvert við annað að gera staðinn sem fegurstan og dýrðlegastan. Eigi fá menn að koma inn í spilasalinn, fyr en menn hafa verið teknir inn í útlendingafjelagið i Mónakó, og er það gert á skrifstofu við dyrnar, menn fá þar aðgöngumiða og fara síðan inn í þetta stórhýsi, sem er skrautlegt, eins og fegursta konungshöll. Þar inni eru alls um 20 stórir salir, forkunnar 131 fagrir og logagylltir; í hverjum sal er langt borð grænt á miðju gólfi. Það eru spilaborðin. í öllum sölunum byrjar „spilið“ kl. 12 á hádegi og stendur stanslaust til kl. 11 á kveldin. Það fer fram undir umsjón 8 embættismanna við hvert borð. Þessir embættismenn, sem launaðir eru af hlutafjelaginu, er á spilabankann, eru allir undantekningarlaust „riddarar af heiðursfylk- ingunni“. Einu sinni ætlaði frakkneskur liðsforingi einn að rífa af þeim heiðursmerki þetta, meðan stóð á spilinu; það þótti vekja svo mikið hneyksli, að þeir hafa það ekki framar við spiiaborðin. Litlu eptir hádegi er þegar komin mikil mannþyrp- ing kring um öll þessi borð, þar sem “lukkuhjólið“ er stöðugt á flugi. „Spilið“ fer fram með þögn; engin óp heyrast, ekkert andvarp, ekkert liljóð, en gullhrúgunum er sópað aptur og fram, eptir því sem hver vinnur-eða tapar. Það eru voðalegar peningaupphæðir, sem menn spila úr greipum sjer á minna en einni klukkustund. Vjer sáum í dag einn mann spila 6 sinnum, um 4000 franka* í hvert skipti, og tapaði öll sex skiptin; það voru 24000 frankar (17,280 kr.), sem liann tapaði á svipstundu, og tveim kvöldum áður tapaði ameríkskur bankamaður þar 480,000 frönkum. *) 1 franki = 72 aurar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.