Þjóðólfur - 24.10.1890, Blaðsíða 5

Þjóðólfur - 24.10.1890, Blaðsíða 5
197 sje gott í íslenska þjóðlífinu, þar sjeu og „andlegir lífsstraumar,sem bæði geta verið til svölunar og frjóvgunar, andlegir lífsstraum- ar, sem fullkomlega eru þess verðir, að þeim sje veitt inn í þjóðlíf vort í þessu landi“ (o: Ameríku). Aptur á móti er svar lians móti fyrirlestri sýslumanns Páls Briems um hugsunarliáttinn á Islandi á 17. og 18. öld og endurfœðing hans á vorurn tím- um, sem birst hefur í Heimskringlu, ef svar skyldi kalla, ekki á marga fiska; í því svari finnst enginn einasta sönnun, heldur eintómur orðaleikur um hydrofolíu (vatnshræðslu) og fram eptir þeim götun- um. Fjárflutniiigsskip Zöllners Lalande kom hingað 19. þ. m. tók hjer fje frá kaupfjealgi Árnesinga og ætlar að taka á Akranesi fje, sem keypt hefur verið fyrir Zöllner þar í nálægum hjeruðum, en hefur eigi enn getað það sakir óveðurs. Fjárkaup Cogliills. Glufuskip hans Dunedin fór 20. þ. m. með nokkuð yfir 4000 fjár af Akranesi. Næsta skip Cog- hills væntanlegt hingað á morgun. Fjárkaup Tliordalils. Á Norðurlandi hefur Thordahl keypt fyrir James Nélson & sons í Liverpool 5000 fjár alls, og sent 1 fjárfarm frá Akureyri og annan frá Borðeyri. Á Borðeyri kom og annað gufu- skip til hans, William Connal og ætlaði að taka þar fje, en það var þá ekkert til handa því, svo að það fór hingað og kom hjer 20. þ. m. Það bíður nú hjer eptir fje, sem Thordahl er að láta kaupa í öllum nærsýslunum. Thordahl á von á öðru gufuskipi, Princess Alexandra. Tíðarfar enn ákaflega rigningasamt. Kvillasaiut er fremur af kvefi og hósta hjer í bænum um þessar mundir. í prestaskólauuui eru nú 14 nemend- ur, þar af í eldri deild: Helgi Skúlason, Ingvar Nikulásson, Jón Pálsson, Magnús R. Jónsson, Sigurður Magnússon, Sæmund- ur Eyjólfsson. En i yngri deild: Einar Pálsson, Filippus Magnússon, Grísli Jóns- son, Grísli Kjartansson, Kjartan Kjartans- son, Ófeigur Vigfússon, Sigurður Jónsson, og Vilhjálmur Briem. Auk þess von á einum í viðbót, Lúðvíg Kuudsen. í iæknaskólanum eru nú 8 nemendur Þar af í elstu deild: Sigurður Magnús- s°n. í næst elstu deild Jón Jónsson, Jón ^orvaldsson, Ólafur Finsen; í nœstyngstu deiid; Friðjón Jensson; í yngstu deild: Sig- urður Pálsson, Skúli Árnason og Vilhelin B8rahöft. í latínuskólanum eru nú 87 nemend- ur. Póstvanskil. Með fjárflutningaskipi Coghills komu um daginn frá Skotlandi póstsendingar, (brjef og blöð o. fl.), sem áttu að fara í Múlasýslurnar og sendar hafa verið með því frá Akureyri í sept. og ætlast til að það afhenti þær á Seyðísfirði; en þangað hefur það líklega aldrei komið eða að minnsta kosti hefur það ekki af- hent þar póstsendingar þessar, heldur farið með þær til Skotlands og seinast afhent þær hjer aftur. Þetta er nú að vísu sjálfsagt mest að kenna skipiuu, en að nokkru leyti póststofunni hjer, sem sent hefur með norðanpósti 5. sept. sendingar þessar í staðinn fyrir að senda þær með austanpósti, sem fór sama daginn, því að best er að senda jafnan póstsendingar í Múla- sýslurnar með austanpósti, þegar ekki er hægt að senda þær með skipunum. Meðal annars var í sendingum þessum nokkuð af Þjóðólfi, og má geta nærri, að sumum kaupendum hans í Múlasýsl. verður farið að lengja eptir honum, er þeir fá hann. En þeir sjá nú af þessu, hverju það er að kenna. Kolalaust er nú hjer í bænum og margir bæjarbúar sem lítið eða ekkert hafa getað fengið af kolum til vetrarins. Þetta kemur mest af því, að kaupm. Jón Guðnason hafði i vetri var lofað að koma með kol í sumar, og margir glæpst á að skrifa sig fyrir kolum lijá honum, en ekk- ert nema svikin tóm urðu úr hans kola- loforðum. Síðan treystu menn því, að Coghill kæmi með kolafarm í liaust, en ekkert varð heldur af því. Voru þá rifin út á nokkrum dögum þau litlu kol, sem til voru hjá einum kaupmanni bæj- arins, Bryde, þótt þau væru í afarverði, 4 kr. 75 a. skppd. — Auk þess liafa ýms- ir bæjarbúar fengið nokkuð af kolum sunn- an úr Hafnarfirði. En þó eru margir kolalausir eða kolalitlir enn, og væri því mesta nauðsyn, að gengist væri fyrir, að fá að minnsta kosti einn kolafarm hingað í vetur. Strandferðaskipið Tliyra, sem eptir áætluninni átti að koma hingað 15. þ. m., er ókomið enn. Fjárflutningsskip Thor- dalils, sem hingað kom frá Borðeyri, varð 17. þ. m. vart við Thyru á Reykjar- firði á Ströndum, þar sem hún hafði legið af sjer norðangarðinn. — í gær frjettist að norðan, að hún hafi þann dag (17. þ. m.) ekki verið komin á Skagaströnd; eptir því hefur hún farið frá Reykjarfirði á Skaga- strönd og síðan á hafnirnar á Vestur- landi. Heilhrigðishellir. í Toskana á Ítalíu er hellir mjög merkilegur, sem nefnaur er Monsummano. Sjúkiingar hafa um lang- an tíma farið þangað til að leita sjer lækn- inga og fengið bót meina sinna. Hellir- inn er 149 metrar (nál. 250 álnir) að lengd og 1—12 metrar að breidd. Hann gengur inn í fjall eitt, sem er 565 metrar að hæð, og er að mestu úr kalksteini. í veggjunum og gólfinu á hellinum eru eins konar dropsteinar, með öðrum orðum, loptið í honum er rakafullt, lieitt og æfin- lega hreint án minnsta ódauns, og er einkarþægilegt og heilsusamlegt að anda því að sjer. Hellirinn skiptist í þrjú her- bergi. Fremsta herbergið nefnist paradís; þar eru þrjár tjarnir, nokkrar álnir á lengd, breidd og dýpt; hitinn 1 þeim er 29 stig á Celsius, og loptið í þessu herbergi sömu- leiðis 29 stig. Ánnað herbergið, sem nefn- ist hreinsunareldurinn, er 80 metra langt með 36 feta djúpri tjörn; þar er hitinn í vatninu 31—33 stig, og í loptinu 32,8—33 stig. Úr hreinsunareldinum liggur leiðin til helvítis, sem er þriðja og innsta her- bergi hellisins, og er 36 metra á lengd; þangað leita sjúklingarnir helst; loptið er þar 33J/2—35 stig og vatnið 33a/2—34 stig. Lækning sú, sem menn fá í hellin- J um, er ekki annað en nátturlegt gufubað; við það svitna menn mjög mikið sakir hitans. Sjúklingarnir eru klæddir í eins j konar baðmullarskyrtur svo langar, að þær ná niður að öklum; þeir eru og í ! löngum ullarsokkum, og með leðursóla á fótum. Þegar sjúklingarnir liafa verið hálfa stund í tveim innstu herbergjum hellisins, fara þeir aptur í fremsta lier- bergið, þar sem menn, er sjerstaklega hafa verið til þess fengnir, taka á móti þeim og hjúkra þeim. Sjúklingarnir fara þar úr baðf'ötunum og eru síðan allir nuggað- ir; eptir það fara þeir um göng nokkur til herbergis síns í gistihúsi þar rjett hjá. Aðsóknin að hellinum er jafnan mjög mikil og margir hafa þar fengið lækningu á sjúkdómum sínum. Edison, hinn heimsfrægi hugvitsmaður og uppgötvari í Ameríku, segir í grein einni í Harpers Magazine frá því, livernig hann fór að fást við rafmagn; frásögn hans um það er á þessa leið: Þegar borgarastríðið byrjaði í Banda- fylkjunum, var jeg blaðsöludrengur á járn- braut einni. Jeg var allan daginn frá morgni til kvelds á járnbrautinni að selja blaðið, án þess að jeg hefði meira upp úr þvi, en svo, að jeg hefði rjett ofan af fyrir mjer. Jeg hafði því ekki mikil peninga- ráð, og varð að gæta þess vandlega, að kaupa ekki fleiri eintök á morgnana, en þau, er jeg mundi geta selt að deginum. En hins vegar varð jeg einnig að gæta þess, að jeg hefði nógu mörg eintök til að selja, þangað til jeg var kominn þá leið á enda, sem jeg var vanur að fara. Jeg tók fljótt eptir því, hver álirif frjettirnar í blaðinu höfðu á söluna, og til þess að geta gert mjer fyrirfram einhverja hugmynd um, hve mörg eintök jeg gæti selt þann

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.