Þjóðólfur - 21.11.1890, Síða 1

Þjóðólfur - 21.11.1890, Síða 1
Kemur út 4 föstudög- um — Verð árg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. jáll. ÞJÓÐÓLFUR Uppsögn skrifleg, bundin viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. XLII. árg. Reykjavík, föstadaginn 21. nóvemker 1890. Nr. 54. Fjárverslunin. Það mundi hafa þótt ótrúlegt, ef því hefði verið spáð fyrir svo sem 30 árum, að nú á tímum þytu gufuskipin fram og aptur milli Englands og íslands að haust- inu, til að sækja ekki að eins þúsundir, heldur marga tugi þúsunda af fje hingað til lands og flytja það á hinn mikla kjöt- markað Englands. Það hefði jafnvel þótt ótrúlegt, ef því hefði verið spáð fyrir nókkrum árum, að fjárflutningur hjeðan af landi til Englands mundi verða eins mikill og hann er nú orðinn. í fyrra voru, að því er ætla má, fluttar 60 þúsundir fjár úr landinu; var það meira en dæmi voru til áður. Þó hefur miklu fleira fje verið flutt hjeðan af landi í haust, sjálf- sagt um 75000 fjár, eins og vjer minnt- umst á í síðasta blaði, og eigi er annað fyrirsjáanlegt en, að Englendingar muni ekki síður sækjast eptir íslenska fjenu hjer eptir en þeir hafa gert síðustu árin; allar líkur eru til, að þeir sjeu nú fyrst komnirá lagið, og fjárflutningur til Eng- lands hjeðan af landi muni heldur fara vaxandi en minnkandi. Það er ekki nein smáræðisupphæð af peningum, sem kemur inn í landið fyrir allt þetta fje —-peningum, sem landsmenn gætu alls ekki fengið á annan hátt. Það játa líka flestir eða að líkindum allir, að fjárverslunin við Englendinga sje mikið hagræði fyrir landið, en ýmsir líta samt sem áður hornauga til þessarar miklu fjár- sölu. Þeir segja að fjenu fækki í land- lnu> landið verði á endanum sauðlaust, bændur selji meira fje en þeir megi missa, heimilin standj uppi kjötlítil eða kjötlaus; i stað Þess hfl menn á kornmatargutli, búsvelta aukist, munaðar- 0g óþarfakaup fari vaxandi o. s. frv. Það er torvelt að dæma um það, hvort bændur selji ofmikið af fje frá búum sín- um, svo að þeir hafi eigi nóg sláturfje til heimilisins. Það eru fæstir, sem geta bor- ið um slíkt, nema þá hver rjett í kring- um sig. Það mun þó vera nokkuð al- menn skoðun, að bændur geri sjer eigi all-lítinn skaða með ofmikilli fjársölu. Hið mikla fjárverð freistar manna til að selja ofmikið af fjenu, segja menn, og svo verða þeir að kaupa fyrir fjárverðið kornmat, sem bæði sje rýrari og óhentugri fæðu- tegund fyrir lándsmenn en kjöt. Ef svo er, að bændur selji svo mikið, að þeir geti litlu sem engu slátrað af fje til heimilis- ins, þá er það auðvitað mjög óbúmannieg aðferð. En vjer getum naumast trúað, að slíkt sje almennt. Ekki þarf að óttast það um nokkurn ráðdeildarsaman eða góð- an búmann, og svo er þó fyrirþakkandi að margir góðir búmenn eru til á þessu landi, þrátt fyrir alla ráðleysingjana, sem auðvitað eru allt ofmargir. Að vísu get- ur það átt sjer stað, að sumir selji ofmik- ið eitt haustið eða fyrst í stað, en marg- ir eru þá svo skynsamir, að þeir láta sjer það að kenningu verða, gæta sín betur seinna, gæta þess, að Iáta það ekki koma fyrir optar, heldur leggja þeim mun meira kapp á að fjölga fjenu, svo að þeir hafi nóg fje, bæði til þess að slátra til heim- ilisins og selja til Englendinga. Það er þetta, sem bændur ættu að hafa fyrir augum og leggja svo mikið kapp á sem frekast er unnt, enda liljóta þeir að gjöra það, eins og vjer síðar skulum benda á. Það ætti að mega og má eflaust treysta því, að allir hinir skynsamari bændur, að minnsta kosti er fram líða stundir, mis- brúki alls ekki fjársöluna. Ymsir ráðleys- ingjar kunna auðvitað að gjöra það ár eptir ár. En það duerir ekki að miða við þá og dæma almennt um landsmenn eptir þeim. Það er og vitaskuld, að ýmsir kunna að öðru leyti að verja miður vel pening- um þeim, sem inn koma fyrir fjeð, en slíkt er í sjálfu sjer ekki fjársölunni að kenna, þótt menn kunni ekki að fara með peningana og kaupi fyrir þá jafnvel óþarfa og glingur, sem þeir gætu vel án verið, og þeir menn verja þá ekki ver fjárpen- ingunum en öllum öðrum peningum, sem þeim innhendist. Það má þó ætla, að með tímanum lærist mönnum að fara bet- ur með peninga. Að því gæti mikið stutt stofnun sparisjóða, eptirdæmi hinna ráð- deildarsamari manna og fortölur þeirra og ráðleggingar. Eigi óttumst vjer það, að fjenu fækki í landinu fyrir fjárverslunina, eins og sumir eru hræddir um. Það er að vísu sjálf- sagt rjett, að með fjársölunni fækkar gömlum sauðum, þriggja, fjögra vetra og eldri, en það er eðlilegt, því að það borg- ar sig ekki að láta þá verða svo gamla móts við tvævetru sauðina, sem Englend- ingar borga því nær eins vel, eða þá í samanburði við veturgamla fjeð, sem þeir borga líklegast tiltölulega best. Áður var fjöldi fjár á hverju hausti lagður inn til kaupmanna, sem fluttu kjöt- ið saltað út úr landinu; nú er sú versl- unaraðferð — sem betur fer — að mestu eyðilögð. Það er ótalið, hve margt það fje hefur verið, sem árlega var slátrað í kaupstöðunum, og jafnvel óvíst, að bænd- ur fargi alls yfir miklu fleira fje nú frá heimilum sínum, en þeir ljetu þá stundum í kaupstaðinn. Þá var og optast lítið verð, sem fjekkst fyrir fjeð, og því minni hvöt en ella til að fjölga fjenu, þar sem eigi var hægt að selja það, nema fyrir svo lítið verð. Aptur á móti gefa Eng- lendingar hátt verð fyrir það og sækjast eptir að fá sem flest af því. En þegar einhver vara er í háu verði og mikið selst af henni, leggja menn kapp á að framleiða sem mest af henni. Eins er um fjeð; því betri sem markaðurinn fyrir það er, því meiri hvöt hafa menn til að fram- Ieiða sem mest af því, með öðrum orðum koma upp sem flestu fje, að frekast er unnt. Það er þannig svo fjarri því, að fjársalan til Englendinga dragi úr sauð- fjárframleiðslu landsins, að hún hlýtur miklu fremur að auka hana, enda munu menn alstaðar á landinu setja á hvert eitt og einasta lamb, sem með nokkru móti er á vetur setjandi, svo framarlega sem heyin leyfa það. Eu til þess að auka sauðfjárframleiðslu landsins, verður jafn- framt að auka heyaflann. Fjársalan er þannig, eða ætti að minnsta kosti að vera, hvöt fyrir bændur til að afla sem mestra heyja að unnt er, og þá jafnframt leggja sem mest kapp á grasrækt og jarðrækt að auðið er. Bændur geta ekki með neinu móti sjeð eins vel, hve mikils virði lieyin eru fyrir þá, eins og með því að leggja niður fyrir sjer, hversu kindarfóðrið færir þeim mikinn arð, er þeir geta selt vet- urgamla kind fyrir allt að 15 kr. og tvæ-

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.