Þjóðólfur - 21.11.1890, Side 2

Þjóðólfur - 21.11.1890, Side 2
214 vetra sauði fyrir 18 kr. Hvað getur frem- ur en þetta gefið mönnum hvöt til að afla sem mestra heyja og auka grasræktina? Þegar þetta ailt er athugað, er ekki annað sýnilegt, en að fjársalan hljóti að auka sauðfjárframleiðslu landsins og um leið knýja menn til að leggja sem mesta stund á grasrækt og jarðabætur, að unnt er, með öðrum orðum, fjársalan hljóti að vera einhver hin mesta lyptistöng land- húnaðarins. (Niðurl.). Herbert Spencer. Eptir frjettaritara Þjóðólfs. Spencer er nú sjötugur maður, og er enn ókvongaður. Hann þjáist mjög af svefnleysi og kveður svo rammt að því, að t. d. meðan hann ferðaðist um Banda- rikin og hjelt þar fyrirlestra, 1883, þá gat hann ekki sofið nema part úr nótt. í verkstofu hans má aldrei raska ró hans og jafnvel vinir hans fá ekki að stíga fæti yfir þresköld hennar. Hann býr upp í sveit. Spencer er nú af öllum talinn hinn mesti heimsspekingur, sem uppi er. Skoðanir hans hafa rutt sjer til rúms og rutt öðrum úr rúmi í Evrópu og Ameríku. Vegna van- heilsu hefur hann ekki getað lokið við síðasta partinn, Principles of Morality (frumpartar siðferðisins) af hinu mikla heimsspekisriti, sem nær yfir allar greinir mannlegrar þekkingar og sem hann byrj- aði á um 1860. Síðasta rit hans heitir: Man versus The State (maðurinn gagnvart ríkinu) og er safn af greinum. Spencer vill láta bera sem minnst á stjórninni. Honum er t. d. illa við opinber bókasöfn og gripasöfn. Hann vill láta einstaklinginn eiga sem mest sjálfum sjer að þakka, reiða sig á mátt sinn og megin, en treysta stjórninni sem minnst. Honum er því illa við s'osía- lismus, en þó sjer hann, hversu illt fyrir- komulag mannfjelagsins er sem stendur og hefur lýst því í grein: The Morals of Trade (siðferði verslunarinnar). Rjett.læt- istilfinning hans knúði hann ásamt Mor- ley og Harrison til að leggja fje í sölurn- ar á Egyptlandi 1882. Ritháttur hans er þurrari en almennt gerist hjá Englendingum, enda er hann óskólagenginn maður og hefur hvorki lært latínu nje grísku. Spencer er líkur rosknum og ráðsettum íslenskum hreppstjóra að yfirlitum. Hann er skeggjaður á kinnum og sköllóttur um ofanvert höfuð, en hefur þó mikið hár; ennið er hátt og hvelft, augun stór og svipmikil og sópar að manninum. Fra Islands Væxtrige af Stefán Stefáns- son. 1. Nogle „nye“ og sjældne Karplan- ter, samlede i Aarene 1888—89. (Sær- tryk af Vidensk. Meddel. fra den naturh. Forening i Kbhvn. 1890). Gleðiefni er það fyrir þjóð vora, í hvert sinn, er hún sjer einhvern góðan ávöxt af vísindalegum dugnaði og áhuga ein- hvers íslendings. Ekki vinna þeir þó síst þarft verk, er athuga og rannsaka nátt- úru lands vors. Líf vort stendur í svo nánu sambandi við hana, að oss er nauð- | synlegt að þekkja sem best allt, som hún hefur að geyma. Rit þetta, sem hjer er um að ræða, er því mikillar þakkar vert. Eins og það bendir á ýmsar plöntur, sem sjaldgæfar eru í íslenskum jarðvegi, svo bendir það og á, að jafnvel sjálfur höf- undur þess er nokkurs konar sjaldgæf planta hjer á landi, ef jeg mætti svo að orði kveða. Slíkur áhugi á vísindalegum | störfum, sem það ber vott um, er því mið- J ur ekki mjög tíður hjer á landi. í tvö sumur 1888 og 1889, hefur höf. ferðast til og frá um norðurland til plantfræði- legra rannsókna. Þetta hefur hann gjört, án þess að fá nokkurn styrk, eða vera knúður til þess af nokkrum sjerstökum ytri hvötum, það er svo dýrt að ferðast hjer á landi, að efnalitlir menn taka sjer naumast slíkar ferðir á hendur, sem þess- ar, að gamni sínu. Það er svo virðingar- vert, hve höf. hefur lagt mikið í sölurnar fyrir rannsóknir sínar, af því slíkt er svo sjaldgæft. Ferðir hans hafa heldur eigi orðið til ónýtis. Hann hefur fundið marg- ar sjaldgæfar plöntur, og ákveðið nýja vaxtarstaði þeirra. Auk þess hefur hann fundið 14 tegundir af blómplöntum (fanero- gamer) og 2 aftegundir (Yarieteter), sem eigi hafa fundist fyr hjer á landi. 3 af þessum 14 tegundum hefur höfundurinn að vísu ekki fundið sjálfur, lieldur Guðm. Hjaltason og nokkrir aðrir. Auk þessa telur höf. 15 tegundir og eina aftegund, sem eigi er talin í Grönlunds „Islands Flora“, en hafa fundist og verið ákveðn- ar síðan hún kom út. 1887 telur docent E. Rostrup 381 íslenskar blómplöntur, sem þekktar sjeu með vissu (sjá Bot. Tidskr. 16. Bd. S. 171). Þegar nú þessum 14 tegundum, sem höf. (St. St.) hefur fundið, er bætt þar við, verða ísl. blómplöntur sem þekktar eru, 395 að tölu. Auk þess, sem hjer er talið, kveðst höf. hafa athugað ýmislegt sem snertir líf plantnanna, svo sem byggingu blóm- anna og frjóvgun, þroskastig piantnanna á ýmsum árstímum o. fl. Þess konar at- huganir eru sjerstaklega mikils verðar, einkum af því, að enginn hefur fyr athug- að neitt verulega hið sjerstaklega einkenni- lega við líf plantnanna hjer á landi. Það er því óskanda, að liöf'. fræði menn um það, áður en langt um líður, að hverju hann hefur komist með þessum athugun- um sínum. Sæm. Eyjólfsson. 40—50000 krónur teknar upp úr flæðarmálinu. Með fram vesturströnd Noregs eru á hverju sumri tekin upp mestu ógrynni af þangi, sem þar er mikið af meðfram ströndinni. í mars og apríl taka menn það til áburðar, og reynist það góður áburður. En þegar menn hafa feng- ið nóg til áburðar, byrjar hin eiginlega mikla og stórkostlega þangtekja. Menn safna bæði því þangi, sem rekur upp í flæðarmálið, og föstu þangi á grynning- unum nálægt landi; þanginu er síðan ekið heim og það þurkað og sætt upp, eins og hey; að því búnu er það borið saman í stóra hauga og eldur lagður í þá ; þarf eigi annars að gæta við brennsluna en að það brenni hægt og jafnt, en eldurinn blossi ekki upp. Askan sem fram kemur við brennsluna, er verðmikil verslunar- vara, sem höfð er til að búa til úr lyf eítt, sem nefnist joð. í Noregi er ein joð- verksmiðja, sem kaupir öskuna, og auk þess selja Norðmenn mikið af henni til Englands, þar sem hún er vel borguð. í einni sveit í Noregi, Jaðri, fengu menn 40—50000 kr. fyrir þangösku í sumar, og einstaka bóndi kvað þar hafa selt þang- ösku fyrir 1000 kr. í sumar. Nóg er af þanginu víðast meðfram ströndum Islands; sumstaðar er farið að nota það til áburðar, en þó miklu minna en skyldi. Eu engin reynir að brenna það, þótt það sje mjög arðsamt. Þegar fiski- leysi ber að höndum í sjávarsveitunum, víla menn og kvarta og leita hallærislána, en engum dettur í hug að gera sjer arð- samt þangið, þessa miklu auðsuppsprettu, sem liggur rjett fyrir fótum þeirra. Tíðarfar allt af mjög óstöðugt, vætu- sanit og rosasamt; þá sjaldan kemur kyrrt og þurrt veður, stendur það ekki nema stund úr degi eða mest dag í bili.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.