Þjóðólfur - 05.12.1890, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 05.12.1890, Blaðsíða 2
226 á þessa skoðun, sleppti það varnarþings- skilyrðinu. Þrátt fyrir þetta er þó ekki víst, að t. d. kæstirjettur kæmist að þessari niður- stöðu, en fróðlegt væri að fá vissu fyrir þessu, t. d. með því, að þeir, sem beðið hafa skaða við síðustu ferð Thyru, Iegðu saman og ijetu einhvern einn höfða mál út af því gegn umboðs- og afgreiðslumanni gufuskipafjelagsins í Eeykjavík fyrir þess hönd. Ekki er ólíklegt, að gjafsókn feng- ist í því máli, ef málshöfðandi væri fá- tækur maður. Ef þetta reyndist rjett að- farið, gætu aðrir er skaða hafa beðið af strandferðunum, komið á eptir, en reynd- ist það svo, að fielagið yrði ekki lög- sótt á þennan hátt, gæti það engri mót- spyrnu mætt á þinginu að binda fjárveit- inguna til strandferðanna því skilyrði, að útgjörðarmenn skipanna haíi varnarþing hjer á landi, en ef engin vissa væri feng- in í þessu efni, mætti búast við mót- spyrnu gegn því á þinginu, eins og 1887, er efri deild samþykkti í einu liljóði að fella burt varnarþingsskilyrðið. Parnell og menn hans. Frá frjetta/ritara Þjóðólfs. Charles Stewart Parnell er hár maður og mjór vexti. Hann lygnir auguuum og hefur þau hálfopin, gengur stundum með alskegg, stundum skegglaus, stundum með kampa. Hann kom á þing 1875; hann stamaði og fipaði við flibbann sinn, þegar hann talaði. Fyrsta frægðarverk sitt vann hann 1877; þá töfðu hann og fjelagar hans þrír svo fyrir með ræðum, að neðri málstofan sat á fundi í 22 tíma! Nú er þessi maður, sem í fyrstu virtist vera klaufi, einhver hinn orðheppnasti og ágætasti ræðumaður. En það er eins enn, að það drýpur ekki af honum, um hvað sem hann talar, heldur en hann sje að þamba vatn og — flibban sinn lætur hann ekki enn í friði. Hann kemur og fer í þinghúsinu og enginn veit hvert hann fer eða hvaðan hann kemur. Hann vinnur allt með hægðinni. Dillon og Brjánn (O’Brien) hafa staðið betur í Balfour en allir aðrir 1885—1890 og eru vinsælastir allra Ira á írlandi. Dillon, er svartkiæddur og grannur mað- ur með hrafnsvart hár og skegg og ljóm- andi fögur augu; hann er dökkur á hör- und og varla geíur írskari mann að líta. Ætíð alvörusvipur á honum eius og Parn- ell. Mælska hans er eldheit og kröptug; hann talar liátt með áköfum limaburði. Hann hefur opt setið í fangelsi mánuðum saman og er heilsutæpur. Hann ljet draga sig með valdi útúr málstofunni 2. febr. 1881; Gladstone komst ekki að að tala fyrir honum. Brjánn er blaðamaður og skáldsöguhöfundur. Hann er kornungur maður nýgiptur, liefur opt komist í krapp- au, og setið í fangelsi. Einu sinni töluðu blöðin á Englandi í tvær vikur um bux- urnar hans; hann vildi ekki fara úr þeim og í buxur fangelsisins oghafði sitt frain á endanum. Þeir fjelagar eru nú að safna fje í Ameríkn handa bágstöddum írum. Michael Davitt er jötunvaxinn maður, með hátt enni, þungbrýnn. Enginn mað- ur hefur slíkt orð á sjer fyrir ósjerplægni og ráðvendni eins og hann. Hann vildi ekki taka við fje því, sem írar skutu saman í þjóðlaun handa honum, og kem- ur aldrei í veislur, því hann ætlar fje því betur varið handa bágstöddum írum. Parnell er íhaldsmaður í mörgu í saman- burði við Davitt og sagði við hann í gamni: „Þegar við fáum „Home Rule“,þá verður að læsa þig inni“. Þegar hann var barn, voru foreldrar hans fiæmdir frá húsi og heimili. Hann gekk að stritvinnu lengi æfinnar. Hann sat í fangelsi 1870—77 og var sleppt af náð 8 árum áður en hann átti að sleppa. Hann stofnaði „Land- League“ 1879. Hann sat 15 mánuði í fangelsi 1881—82 og ritaði þá merkisbók um kaun mannfjelagsins. Hann hefur opt ferðast um Bandaríkin og var hótað dauða þar, afþví hann barðist hnúum og hnefum móti því að brúka dynamit. Hann er einhentur og missti hægri hendina í bómullarvjel við vinnu. T. M. Healy er lítill maður og dökkur á brún og brá, með gleraugu. Hann er fremur illa til fara og sópar ekki að hon- um. En hann er slægur sem höggormur og svo mikill lagamaður, að hann rekur stampinn á dómarana. Einn þeirra spurði hann, hvort hann læsi lög á næturnar, því allt, kunni liann upp á sínar 10 fingur. Hann er svo hnittinn, findinn og meinleg- ur í orðum, að hann getur gert menn fokvonda, án þess að þeir fái nokkurn höggstað á honum. Hann er svo kænn og lögfróður, að Gladstone sagði 1881, að 3 menn í málstofunni væru kunnugir írskum landbúnaðarlögum — hann sjálfur, Healy og lögfræðingurinn Low. Balfour, bitrasti fjandmaður lians, þakkaði honum einusinni, er hann banaði óvinsælu stjórn- arfrumvarpi. Balfour er maður með snoturt og lítið höfuð, með gleraugu, hárið skipt í miðju með lokk á enni. En sterkur vilji býr í skrokk þess- um og fjandmenn hans hafa gert hann að hinum harðleiknasta ræðumanni apturhalds- manna. Óbótaskammir hrynja af honum eins og vatn af gæs og hann bítur frá sjer og sendir hnútur aptur á staði, þar sem þær koma sjer illa. Hann er bróður- sonur Salisburys og var skrifari hjá hon- um 1878—80. Hann hefur verið á þingi síðan 1874, í stjóru siðan 1885 og ír- landsráðgjafi síðan 1887. Engum manni lief'ur verið eins sótbölvað, blótað og ragnað á írlandi og honum, og þykir ekki ólíklegt, að einhver af formælnm íra verði að áhrínsorðum áður en laugt um líður. ----"CoSaJ----- Rangárvallasýslu (Niðurl.). Pjárheimtur eru hjer verri nú en menn muna til áður. Á mörgum bæjum vantar 8 til 12 kindur, og er það allt of mikið; að visu lánuðust illa seinni fjallsöfn, en allbærilega þau fyrri. Það er mjög leiðinlegt að vita ekkert um, hvað orðið hefur af þeim mörgu hundr. fjár, sem svona farast. Engu siður vantar úr heimahögum. Ekkert varð úr fjenaðarsýningunni hjer i haust, sem sýslunefndin hjer i sýslu, eptir tillögum Bún- aðarfjelags suðuramtsins, ákvað að fram skyldi fara milli miðrjetta og veturnðtta; menn voru þó furð- anlega með þvi að sinna þessu nýmæli, en fyrst kom tilkynningin frá Búnaðarfjelaginu um, hver veraskyldi formaður dómsnefndarinnar, mjög seint, þar sem tíminn virtist þó vera nægur, þar eð sýslu- fundurinn var haldinn 25. ágúst; i öðru lagi hitt- ist svo á, að báðir mennirnir, sem fjelagið benti á fyrir form., gátu eigi gegnt þeim starfa heilsu- lasleika vegna; reyndar hafði Búnaðarfjelagið falið sýslumanni okkar að útnefna formanninn, ef þessir menn gætu ekki aðstaðið, en þegar það var komið i kring, var timinn útrunninn, sem sýning- in átti að fara fram á, enda veðrátta ófær; átti þvi dómsnefndin fund með sjer, til að korna sjer niður á, hvað gjöra skyldi, og kom henni saman um, að fresta sýningunui til vors og byrja hana þá 1. júní, ef búnaðarfjel. vildi falla6t á það, sýningarstaðir eru 4 i sýslunni; i dómsneíndinni er formaður sjera Skúli Skúlason í Odda, meðdóm- endur alþingism. Sighv. Árnason i Eyvindarholti og hreppstjóri Þórður Guðmundsson í Hala. Nýlega hefur oss borist hingað áskorun frá ís- flrðingum um að rainnka sem mest kaup á ísafold og Þjóðólfi, en óhrædd geta þau blöð verið um, að áskorun þessi hafi nokkurn hnekki fyrir þau“. Strandasýslu í nóv. Pjárheimtur af fjöllum liafa verið misjafnar i haust. Menn hafa verið að ræða um að fá póstgöngur milli Arngerðareyrar á Langadalsströnd og Hrófbergs hjer í sýslu, en eigi er víst enn, hvernig það gengur. Þó hafa, ef til vill i því skyni, verið reistar vörður á Steingríms- fjarðarheiði, sem er fjallvegur milli dalanna, Langa- dalsins og Staðardalsins, en til þess að vörðurnar yrðu að sem bestu gagni, veitti ekki af að setja vír milli þeirra, til þess að ómögulegt væri að villast á þessari leið.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.