Þjóðólfur - 05.12.1890, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 05.12.1890, Blaðsíða 1
Kemur út á, föstudög- um — Verö árg. arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fvrir lö. júlí. ÓÐÓLFUR. Uppaögn skrifleg, bundin við áramðt, ðgild nema komi til útgefanda fyrir 1. oktðber. XLII. árg. Reykjavík, föstudaglnn 5. desemlber 1890. Nr. 57. Hentugur tími. Bóndi einn á Norðurlandi skrifaði oss með seinasta pósti: „Margir hafa nú los- s% allmikið við skuldir, og borganir allar manna á milli hafa gengið með greið- tegasta móti í haust; horfurnar yfir höf- uð því, að heita má, góðar; sveitarútsvör- lu fara minnkandi hjer allvíðast; hjer í fireppi eru þarfir sveitarsjóðsins á þriðja fiundrað krónur minni en síðastliðið ár, eða alls 800 kr, þ. e. 1029 kr. minna en haust- ið 1887. Þetta er ekki alllítill munur, og hefur ekki lítil áhrif á liðun gjaldenda sveitarsjóðsins. Þessi tími er sannarlega tími til að leggja eitthvað upp, til að miðla úr, þegar aptur lætur ver í ári, en því miður munu fáir gera það“. Þetta er alleptirtektaverður brjefkaíli, því að hann sýnir ljóslega, að hagur manna stendur betur nú en fyrir nokkrum ár- um. Það er áreiðanlegt, að svo er, eigi að eins í þessari sveit, sem brjefið er úr, heidur og víða annarstaðar til sveita á landinu. Það er hverju orði sannara, sem brjefritarinn segir, að „þessi tími er sann- arlega tími til að leggja eitthvað upp“, ekki að eins fyrir einstaka menn, heldur einnig fyrir sveitarsjóðina. ^að hefur opt verið kvartað undan sveitarþingSiunUm og mikið rætt og ritað um, hverra ráða skyldi íleita, til þess að gera þau Ijettbærari; mundi sjálfsagt mörg þeirra ráða, sem bent hefur verið á, verða að góðu liði, ef farið væri eptir þeim. En n i ^ nema eitt ráð, sem duga mundi, 1 )es.s að yetta sveitarþyngslunum alveg t p1' i^i .omÐndunum. Það er ugglaust og þar e< í að verða mönnum tilfinnanlegt. Vjer bentum á það í 3. tbl pjóðólfs þ. á.,^ og það er, að sveitarsjððirnir safni svo mikilli innstæðu, að vextirnir af henni nægi árlega í öll gjöld sveitarsjóðanna. Allir munu játa, að þetta væri æskilen en ýmsir vantreysta, að hægt sje að gjörá það. En fátt er hægra, ef menn að eins fiafa viljann til þess. Ekki þarf annað en> að hver sveitarsjóður leggi dálitla upp- hæð i aðaldeild Söfnunarsjóðsins á ári og láti að minnsta kosti einhvern hluta vaxt- anna leggjast við höfuðstólinn árlega. Með tímanum safnaðist þá höfuðstóll svo stór, að vextirnir nægðu i öll útgjöld sveit- arsjóðanna; það yrði fyrr eða seinna eptir því, hve mikið væri lagt upp á ári og hve mikið væri tekið árlega af vöxtun- um. Það má ef til vill lengi bíða eptirjafn- hentugum tíma, sem nú, til að byrja á þessu, þar sem vel hefur látið í ári nú síðast, hagur manna víða að batna og sveitarþyngsli víða að minnka. í sveit þeirri, sem brjefkaflinn hjer að framan er skrifaður úr, hafa sveitarþyngsli minnk- að meira en lítið síðustu ár, þar sem þau eru nú miklu meir en helmingi minni en þau voru þar fyrir 3 árum. Vera kann að munurinn sje óvíða svo mikill, en samt sem áður má ætla, að sveitarþyngsli sjeu nú víða til sveita þriðjungi eða allt að helmingi minni en fyrir nokkrum árum, og því segjum vjer það, að þennan tíma, þessa lækkun í sveitarútgjöldum ættu menn að nota til þess að láta sveitarsjóðina koma á fót dálitlum höfuðstól, sem aldrei sje skertur, og nokkur hluti vaxtanna jafn- an látinn leggjast við höfuðstólinn. í þessu árferði er það engum tilfinnanlegt, þótt hver sveitarsjóður verði til þess svo sem 1—2 ómagaframfærum og bætti svo við dálítilli upphæð árlega, meðan vel lætur í ári, að minnsta kosti. Það er ekki stór uppliæð í fyrstu, en það er þó það fræ- korn, sem mundi með tímanum bera þús- undfaldan ávöxt. Enn um starndferðirnar. Það er eitt atriði viðvíkjandi strand- ferðum dönsku gufuskipanna. sem menn eru eigi ásáttir um, en er þó mjög mik- ilsvert að fá vissu fyrir, og það er, hver eigi að bera ábyrgðína á sendigóssi með skipunum, ef það skemmist eða týnist, eins og opt hefur viljað til. Sumir segja, að skipstjórarnir eigi að bera ábyrgð á þessu, að þeim sje aðgangurinn með skaða- bætur, ef eitthvað skemmist eða týnist af flutningsgóssinu. Þetta getur þó ekki ver- ið rjett, þannig að hver sem bíður tjón á þennan hátt, verði að snúa sjer til skip- stjórans og ef á þarf að halda, lögsækja hann til skaðabóta. Það hefur ekkiverið gerður neinn samningur við hann frá lands- ins hálfu um þessar ferðir, heldur við sameinaða gufuskipafjelagið, og það ligg- ur í hlutarins eðli, að það verður gagn- vart landsmönnum að ábyrgjast allar mis- fellur á strandferðunum, þar á meðal bera ábyrgð á því, ef sendigóss skemm- ist eða glatast, alveg eins og það eptir samningnum „ber ábyrgð á því tjóni, þeim missi eða þeim skemmdum, sem póstflutn- ingurinn kann að verða fyrir, af því að hans sje illa gætt“ (sjá samninginn). Apt- ur á móti hefur skipstjórinn, sem er í þjónustu fjelagsins, ábyrgð gagnvart því fyrir þær misfellur, sem honum verður um kennt. En þá kemur annað atriði til skoðun- ar, sem er ekki síður þýðingarmikið: hvort lögsækja þurfi fjelagið við varnarþing þess í Khöfn, ef beita þarf lögsókn til skaða- bóta fyrir vanskil eða skemmdir á flutn- ingsgóssi eða misfellum á strandferðunum hjer við land. Það eru sumir á þeirri skoðun, og vilja binda fjárveitinguna til strandferðanna næst því skilyrði, að sam- einaða gufuskipafjelagið hafivarnarþing hjer á landi, sem er alveg rjett, ef það verður eigi lögsótt hjer. Á alþingi 1887 setti fjárlaganefndin í neðri deild það skilyrði við fjárveitinguna, „að útgjörðarmenn skips- ins hafi varnarþing á íslandi“. Þetta var samþykkt í neðri deild, en fjárlaganefnd- in í efri deild lagði til að nema þetta skilyrði burt, af því að henni þótti, eins og framsögumaður komst að orði, „athuga- semdin um, að útgjörðarmenn skyldu hafa varnarþing á íslandi, önauðsynlegt skilyrði í fjárlögunum, því að nefndin ætlar, að það megi, eins og nú stendur, beina mál- sókn á hendur afgreiðslunnar hjer (o: í Reykjavík) fyrir hönd útgjörðarmanna“ (Alþ.tið. 1887 A 657). í nefndinni sat háyfirdómarí L. E. Sveinbjörnsson, og því engin ástæða til að efast um, að yfirdóm- urinn mundi skera þannig úr, að menn þurfi ekki að lögsækja fjelagið við varn- arþing þess í Höfn, heldur geti menn snú- ið sjer með lögsókn á hendur því gegn umboðs- og afgreiðslumanni þess í Reykja- vík, og einmitt vegna þess, að þingið íjellst

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.