Þjóðólfur - 19.12.1890, Page 1
Kemur tit á föstudög-
um — Verð árg. (60 arka)
4 kr. Erlendis 5 kr. —
Borgist fyrir 15. júlí.
ÞJÓÐÓLFUR.
Uppsögn skrifleg, bundin
viö áramót, ógild nema
komi til útgefanda fyrir 1.
október.
XLII. árg.
Reykjayík, föstudaginn 19. desember 1890.
Nr. 59.
Landsbúskapurinn
Og
lántaka landssjóðs.
II.
í síðasta blaði gátum vjer þess, að farið
væri að brydda á þeirri skoðun, að heppi-
legast væri að hverfa frá þeirri fjármála-
politík, að eyða ekki öllu, sem aflað er,
sem hingað til hefur fylgt verið síðan ís-
lendingar fóru að eiga með sig sjálflr, en
í þess stað láta landssjóð taka lán, til
þess að koma fram nauðsynjafyrirtækjum
landsins. Það er Þjóðviljinn, sem komið
hefur fram ■ með þessa miklu fjárhagslegu
speki. Það litur út fyrir, að þetta sje
brennandi spursmál hjá Þjóðviljanum, því
að hann hefur hreyft þessu optar en einu
sinni og skorar á þingmenn og aðra að
íhuga þetta mál. Það er auðvítað ekkert
á móti því, að íhuga það og ræða, eins og
hverjar aðrar tillögur, sem fram koma.
Þjóðviljinn leggur það til, að landið
taki „tveggja milljóna króna lán til byrj-
unar“, og ætlast því auðsjáanlega til, að
meira lán sje tekið, er fram líða stundir.
Auðvitað á þá einnig að eyða öllum þeim
forða, sem nú er til, því að undarlegt
væri að taka lán, meðan talsvert fje er
fyrirliggjandi. Sömuleiðis yrði þá einnig
eytt öllum tekjum árlega. Þegar svo
tekjur landsins rýrnuðu, vegna harðæris
t. a. m., yrði annaðhvort að leggja nýja
skatta á þjóðina eða taka nýtt lán, til að
standast óumflýjanleg útgjöld landsins;
öll líkindi til, að heldur yrði tek-
1 lánið en lagðir á nýir skattar, því að
monnum mundi finnast það þægilegra.
anta an mundi kenna mönnum, á sinn
máta eins og hallærislánin hafa gert að
koma sjer undan að leggja fram það fje,
sem þeir að rjettu lagi ættu að greiða) en
færa borgun þeirra útgjalda fram á ókom-
inn tíma, yfir á eptirkomendurna. Það
mundi margur hugsa sem svo, ef leggja
þyrfti nýjar álögur á landsmenn: Nei
við erum alls ekki færir um að borga
nýja skatta ofan á allt annað; það er
iangbest að láta landið taka lán. Með
fressu móti gæti lántakan orðið til þess,
að menn eigi að eins losuðu sig í bráðina við
nýjar skattálögur, heldur gæti það jafn-
vel komið fyrir, að menn ljettu af sjer
meiru eða minnu af þeim sköttum, sem
þegar væru komnir á. Ein lántakan gæti
boðið annari heim og landið gæti smám-
saman sokkið í skuldasúpu, sem það sæi
seint úr úr.
Auðvitað ætlast þeir, sem vilja taka
lán, eigi til, að svona fari. En hvað má
eigi imynda sjer af hallærislánunum?
Hafa þau ekki verið tekin, til þess að
þeir, sem betur mega, komist hjá, að greiða
óumflýjanleg útgjöld, og til þess að kasta
þeirri útgjaldabyrði á eptirkomendurna?
Þegar menn liafa eigi kynokað sjer við að
taka hallærislánin, sem þegar hafa verið
uppetin, hversu miklu hættara væri þá
ekki við, að menn mundu leiðast til að
láta landssjóð taka óspart lán, þar sem
slíkt mætti gera undir því yfirskini, að
styrkja eða koma á fót framfarafyrirtækj-
um landsins?
En hvað sem svo segja má um þetta,
þá er þó það víst, að af láninu þyrfti að
borga stórfje í rentur og að einhvern tíma
kemur að skuldadögunum, einhvern tíma
þarf að borga lánið eða lánin aptur og
það verða eptirkomendurnir að gera; á þá
verður þá að leggja nýja skatta og nýjar
álönur, til þess að borga með lánin, en að
safna þannig skuldum á herðar eptirkom-
endanna, teljum vjer í mesta máta rang-
látt gagnvart þeim; óvíst er, að þeir verði
að nokkru leyti færari til þess að borga
skuldirnar, en forfeður þeirra, er skuld-
unum söfnuðu.
Þjóðviljinn getur þess, að einstakir
menn taki opt lán til einhverra fyrirtækja,
er þeir telja arðsöm fyrir sig. En það
má ekki gleyma því, að ef fyrirtæki þeirra
misheppnast og þeir steypa sjer í skulda-
súpu, sem þeir sjá aldrei út úr, þá eru
erfingjar þeirra ekki skyldugir til þess að
borga þær skuldir, sem arfleifandi á ekki
fyrir. Erfingjarnir eru með lögum vernd-
aðir gegn því ranglæti, að þurfa að borga
skuldir arfleifanda, sem eigi er hægt að
borga með eptirlátnum fjármunum hans,
svo að það er ólíku saman að jafna, lán-
um einstakra manna og ríkislánum, að
þessu leyti.
En nú á ekki að verja láninu til neins
óþarfa, segja menn, heldur til að koma á
á fót ýmsum nauðsynjafyrirtækjum í land-
inu. Menn hugsa sem svo, að fyrirtæki
þessi verði svo arðsöm, að þau annaðhvort
beinlínis borgi það, sem til þeirra er var-
ið, eða þá auki gjaldþol eptirkomendanna,
svo að sknldalúkningin verði þeim ekki
tilflnnanleg. Ef trygging væri fyrir þessu,
skyldum vjer ekki vera eins mikið á móti
lántökunni. En hvar er trygging fyrir
því?
Vjer rnegum ekki gleyma því, að íslend-
ingar eru enn frumbýlingar og mjög skipt-
ar skoðanir á sumum framfarafyrirtækjum
vorum. Meðan svo er, virðist rjettast að
vera ekki of bráðlátur, hugsa sjer ekki,
að koma öllu af í einu, þótt nauðsynja-
verk sje í sjáfu sjer, því að seinna getur
sjest, að betra hefði verið að haga verk-
inu á annan hátt, og jafnvel að betra
hefði verið að láta verkið óunnið. Vjer
skulum skýra þetta með dæmi. Allir
munu vera á þeirri skoðun, að eitt af því,
sem mest á ríður fyrir þetta land, er að
bæta samgöngurnar, þar á meðal bæta
vegina. Þessa skoðun höfðu menn þegar
á fyrstu búskaparárum landsins og lögðu
nokkurt fje til vegagjörða. Setjum nú, að
þá hefði þegar verið tekið svo sem 1—2
milljóna króna lán og því varið eingöngu
til vegagjörða. Hvílíkan veg hefðu svo
íslendingar fengið? Veg eins og Svína-
hraunsveginn og Kambaveginn hans Eiríks
í Grjóta, eða hvað hann nú hjet vegmeist-
arinn sá, þ. e. veg, sem verri var en þótt
enginn vegur hefði lagður verið, sumpart
að því er snerti vegstæðið, sumpart og
einkum af því, hvernig hann var gerður.
Öllu láninu hefði þá verið, eins og fleygt
í sjóinn. Á líkan hátt getur farið um
ýms ný fyrirtæki, þótt þau sjeu í sjálfu
sjer nauðsynleg. Það getur vel komið
fyrir, að menn byrji öfugt á fyrirtækinu,
en læri síðar af reynslunni, hvernig hefði
átt að liaga því, og þá er gott að vera
ekki búinn að verja ógrynni íjár til þess.
Ef á aunað borð væri farið að taka lán,
mundi þykja .sjálfsagt að verja allmiklu
af því til að auka menntun þjóðarinnar,
en í fáum málum hafa skoðanir manna
verið jafnsundurleitar sem í menntamálum
landsins. Gætí því auðveldlega orðið ofan