Þjóðólfur


Þjóðólfur - 19.12.1890, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 19.12.1890, Qupperneq 2
234 á sú aðferð, sem alls ekki væri heppileg- ust, til að koma þessu nauðsynjamáli í rjett horf. Ekki minni vandi virðist vera með inn- lendar iðnaðarverksmiðjur, sem er eitt af því, er Þjóðviljinn vill koma á fót með lánunum; það sýna umræðurnar um ullar- verksmiðjurnar á síðasta þingi. Það sýn- ir og þessi kafli úr brjefi (dags. 18. ágúst 1889), sem vjer fengum frá merkum manni rjett eptir síðasta þing: „Ullarverksmiðj- urnar álít jeg byggðar upp í skýjunum. Ef við íslendingar værum stórríkir og vildum verja fje okkar í ullarverksmiðjur, til að vinna alla íslenska ull, þá mundum vjer setja þær á stofn í Bretlandi, til þess að vera sem næst heimsmarkaðinum með dúkana okkar. En það, sem er óráðlegt fyrir einstaklinginn, er óráðlegt fyrir þjóð- fjelagið, af því að þetta mundi bæta lítið eða ekkert úr atvinnuskortinum í landinu. Það er að minnsta kosti margt annað mikið betur fallið til þess“. Svoría mætti nefna ýms fleiri fyrirtæki, sem menn hafa enn mjög ófullkomna þekk- ingu á eða vita mjög svo óljóst, hvernig haga skuli, svo að vel megi við una. Meðan svo er, virðist það óðs manns æði að ætla sjer að verja til þess konár fyrir- tækja mörgum hundruðum þúsunda eða jafnvel milljónum króna, sem eptirkom- endurnir verða að borga, hvernig sem fer. Rjettara sýnist að reyna heldur fyrir sjer í smærri stýl og láta reynsluna fræða oss og skera úr ágreiningsatriðunum, með öðr- um orðum halda heldur, fyrst um sinn að minnsta kosti, líkri stefnu og hingað til hefur fylgt verið í fjármálum landsins. Hins vegar ættum vjer eigi að vera spar- ir á fje til að styrkja menn til að afla sjer þeirrar þekkingar, sem þarf til að geta gert áætlanir um nauðsynjafyrirtæki landsins, sagt, hvernig þeim yrði best hag- að, og staðið fyrir þeim. (Niðurl. næst). Um Eyrarbakkakirkju og vígslu henn- ar er oss skrifað af Eyrarbakka 14. þ. m.: „í dag vígð af biskupi Hallgr. Sveinssyni hin nýja kirkja hjer, mikið sómasamlegt guðshús. Viðstaddir við hátíðarhaldið 5 prestar, er allir tóku einhvern þátt í því, að gera það veglegt. Söknuður var að því, að prestur safnaðarins hjer, sjera Jón Björnsson, er mest einstakra manna hefir barist fyrir kirkjubyggingu þessari, gat ekki verið staddur við vígslu-athöfn þessa, sökum sjúkleika. Fjöldi fólks var við- staddur bæði að sjálfum Eyrarbakka og úr nálægum sóknum, þar sem alstaðar varð messufall; voru talin út úr kirkjunni um 600 manna, en nokkrir höfðu orðið frá að hverfa sökum þrengsla. Eins og kirkja þessi er prýði fyrir Eyrarb., eins er hún og söfnuðinum og forgöngumönnum bygg- ingar hennar til sóma; en þó að mikið hafi gefist til hennar — hún hefur verið reist fyrir samskot tóm og lán —, þá vant- ar hana mikið enn þá til að geta fengið það, er nauðsynlega þykir til heyra: hún er öll ómáluð, vantar orgel og altaristöflu og allan skrúða m. fl. og er nú í 2000 kr. skuld. Hún hefur sem stendur grafreit á Stokkseyri — um 1 mílu vegar burt enda á að hafa sameiginlegan sjóð með Stokkseyrarkirkju, sem er nýbyggð, en stórskuldug; margir sóknarmenn vilja nú skipta sókninni í tvennt milli kirknanna, eignum, tekjum, skuldum o. s. frv.“ Frá Eyrarbakka enn fremur skrifað 14. þ. m.: „Byrjað er að hlaða varnar- garð fyrir sjávarágangi á Stokkseyri, mesta þarfa fyrirtæki; hann mun eiga að verða 6 álnir á breidd að neðan, grafinn niður í sandinn sjávarmegin um 2 áln. og víst 5 álna hár þar fyrir ofan“. Aflabrögð. í Garðsjó góður afli nú um tíma; sömuleiðis allgóður afli allt tilþessa tíma á inumiðum Faxaflóa. Aflalaust í f. m. við ísafjarðardjúp og undir jökli, sömul. aflalítið af fiski á Eyja- firði, en síldarafli talsverður þar innanvert á firðinum. Tíðarfar er enn óstöðugt, snjóar stund- um annan daginn og rignir hinn. Líkt tíðarfar að frjetta víðast af landinu, en frostvægt og hagar víðast nógir. Bráðapfest hefur drepið margt fje sum- staðar í nálægum hjeruðum, einkum Kjós, Hreppum og sumstaðar í Rangárvalla- sýslu, sumstaðar 60 kindur og jafnvel fleiri á bæ. Er illt að hafa engin ráð til að stöðva þennan voðagest, sem gerir stór- tjón árlega hjer á landi. Úr Húnavatnssýslu er skrifað: „Sauð- fje víða mjög kvillasamt og drepst jafnvel svo tugum skiptir sumstaðar úr bráða- pest, lungnabólgu o. fl.“ Kíghósti og kvefveikindi ganga víða norðanlands og vestan, og deyja sumstað- allmargir, einkum börn og gamalmenni. Þannig er oss skrifað Úr Eyjafiröi 22. f. m.: „Heilsufar slæmt, al- menn kvefvesöld og allvíða stungið sjer niður lungnabólga; sjerstaklega hefur verið mjög mikil óhreysti í börnum í haust og þau dáið allvíða11. Úr Skagafirði 1. des.: „Veikindi eru hjer mikil, einkum á börnum og gamalmennum. Manndauði ákafur; þannig hafa t. d. dáið í nóv. 10 menn, börn og gamahnenni, í Keynistaðarprestakalli, sem hefur um ð1/., hundrað íbúa“. Úr Húnavatnssýslu 29 nóv.: „Allmikil kvefsótt er að breiðast hjer út, af sumum kölluð kíghósti; hún leggst þungt á börn og jafnvel á suma full- orðna; til þessa hefur hún ekki drepið marga, enda er hún nýgengin í garð og ekki gengin sumstaðar11. ; Úr Barðastrandarsýslu (Tálknaf.) 17. nóv.: „Hjer er versta kvefsótt á gangi, líklega önnur umferð af inflúensu11. Slysfarir. Bátur fórst seint í f. m. á ísafjarðardjúpi, og drukknuðu 3 menn, Jón Halldórsson á Hallsstöðum á Langa- dalsströnd, sonur hans og vinnumaður. Um miðjan f. m. drukknaði maður, rúml. tvítugur að aldri, nálægt Garði í Aðaldal í Þingeyjarsýslu „í hlaupi úr Laxá“. Kvennmaður varð úti í Álptafirði fyrir vestan í f. m. Námsmeyjar á kvennaskólanum á Ytriey. Eptir stafrófsröð: í. Anna Magn- úsdóttir frá Öndverðarnesi í Árnessýslu. — 2. Anna Teitsdóttir frá ísafirði. — 3. Álfheiður Guðjóns- dóttir frá Goðdölum í Skagafjarðarsýslu. — 4. Björg Sigfúsdóttir frá Skriðuklaustri í Norðurmúlasýslu. — 5. Dómhildur Briem frá Búlandsnesi i Suðurmúla- sýslu. — 6. Blísabet Steinsdóttir frá Brúnavik i Norðurmúlasýslu. — 7. Briðborg Friðriksdóttir frá Hvammi i Dalasýslu. — 8. Guðbjörg Eggertsdðttir frá Vatnahverfi i Húnavatnssýslu. — 9. Guðriður Hóseasdóttir frá Höskuldsstöðum í Suðurmúlasýslu. — 10. Guðrún Jónsdóttir frá Fjallseli í Norður- múlasýslu. — 11. Guðrún Þorsteinsdóttir frá Álf- geirsvöllum í Skagafjarðarsýslu. — 12. Hildur Sig- urðardóttir frá Auðkúlu í Húnavatnssýslu. — 13. Hildur Sveinsdóttir frá Geitaskarði í Húnavatns- sýslu. — 14. Hólmríður Eiuarsdóttir frá Kjapteyri i Suðurmúlasýslu. — 15. Hólmfríður Jóhannsdóttir frá Vindheimum i Skagafjarðarsýslu. — 16. Ingi- björg Eggertsdóttir frá Vatnahverfi í Húnavatns- Býslu. — 17. Ingibjörg Hóseasdótt.ir frá Höskulds- stöðum i Suðurmúlasýslu. — 18. Ingibjörg Jóhann- esardóttir frá Höskuldsstöðum í Dalasýslu. — 19. Ingveldur Gisladóttir frá Múla i Suðurmúlasýslu. ___ 20. Ingveldur Sæmundsdóttir frá Borgargerði í Suðurmúlasýslu. — 21. Jóhanna Jóbannesdóttir frá Vopnafirði í Norðurmúlasýslu. — 22. Ketilriður Einarsdóttir frá Tannstaðabakka i Húnavatnssýslu. — 23. Kristin Stephenscn frá Mosfelli í Árnessýslu. — 24. Kristjana Kristjánsdóttir frá Gunnarsstöð- um í Dalasýslu. — 25. Lilja Davíðsdóttir frá Kötlu- söðum i Húnavatnssýslu. — 26. Kagnheiður Egg- ertsdóttir frá Kleifum í Dalasýslu. — 27. Kagn- heiður Guðjónsdóttir frá Goðdölum í Skagafjarðar- sýslu. — 28. Sigríður Beck frá Sómastöðum í Suð- urmúlasýslu. — 29. Sigriður Guðmundsdóttir frá Arnkelsgerði í Suðurmúlasýslu. — 30. Sigurrós Ein- arsdóttir frá Fossi í Barðastrandarsýslu. — 31. Soffía Ólafsdóttir frá Guðrúnarstöðum í Húnavatns- sýslu. — 32. Steffanía Guðmundsdóttir frá Djúpa- vog í Suðurmúlasýslu. — 33. Steinunn Bjarnadóttir frá Dórormstungu í Húnavatnssýslu. — 34. Steff- anía Jónsdóttir frá Vopnafirði i Norðurmúlasýslu. — 35. Steffanía Stephensen frá Mosfelli i Árnes- sýslu. — 36. Valgerður Steinsen frá Hjarðarholti i

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.