Þjóðólfur - 24.12.1890, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 24.12.1890, Blaðsíða 2
238 Litla stálkan hljóp svo burt; hann hjelt í hum- áttina á eptir henni að húsinu, þar sem hún átti heima, og kemst, án þess að nokkur tæki eptir honum, upp alla stigana, og kom að dyrunum á herbergi jieirra mæðgnanna einmitt Jiegar barnið var að enda við sögu sína. Móðir þess fannst mikið um og sagði: „Börn, við skulum biðjast fyrir“. Og hann heyrði þau biðjast fyrir heitt og innilega; honum varð undarlega við, er hann heyrði sig nefndan í bæninni sem hið ókunna verkfæri, er drottinn hefði sent til hjálpar í neyðinni, og hann heyrði þau einnig biðja innilega fyrir sjer. Að því búnu heyrði hann þau syngja jólasálm, fyrst mðð- urina og siðan börnin taka undir. Á meðan þau voru að syngja, laumaðist hann burt. Á neðsta þrepinu stansaði hann og hlustaði, eu þá heyrði hann, að dyrnar uppi voru opnaðar; auðvitað ætl- aði önnurhvor þeirra mæðgnanna af fara út og kaupa eitthvað til jólanna. Til þess að verða ekki á vegi þeirra, flýtir hann sjer burt. Á leiðinni heim til sín var hann stöðugt að hugsa um bæn- ina, sem var svo ný fyrir honum. Hann hafði að vísu lært barnalærdóm sínn og verið fermdur, en, eins og hjá svo mörgum öðrum, hafði allt slíkt fallið í gleymsku. Þegar hann kom heim til sín, var þar kalt; hann langaði ekki til að vera heima og enn síður að fara á veitingahúsið aptur; hann gekk út og gekk aptur og fram um göturnar, þangað til hann allt í einu heyrði orgelsöng, og það var einmitt sama lagið, sem hann hafði heyrt áður um kveldið. Á jeg að fara í kirkju? hugsaði hann með sjer og brosti að þessari hugsun sinni. En það var eins og söngurinn drægi hann til sín, svo að hann gekk inn. í sama bili hætti söngurinn, og meðan hann var að fá sjer sæti, heyrði hann sagt: „Biðjumst fyrir!“ Allur söfnuðurinn kraup á knje, nema hann; hann einn stóð, en fann þó til þess með blygðun, að sjer mundi hjer vera ofaukið. Síðan stje maður i stólinn, ekki í þessum venjulega prestaskrúða, heldur eins klæddur og aðrir. Prje- dikarínn las upp textann: „í dag er yður frelsari fæddur“, og lagði siðan út af því. Slíka ræðu hafði daglaunamaðuriun aldrei heyrt, og þegar hann heyrði i ræðunni þessi orð: „Svo elskaði guð heiminn, að hann gaf í dauðann sinn eingetinn son, til þess að hver sem á hann trúir, skuli öðlast eilíft líf“, þá skildi hann, að hjer var sá kærleik- ur, sem hann hafði fundið endurskin af áður um kveldið, og þegar söfnuðurinn að lyktum kraup á knje, gerði hann það einnig, hræsnislaust og af alvöru. Þegar hann kom heim um kveldið, tók hann blómin frá litlu stúlkunni, vafði þau í hvítan pappír og skrifaði utan á: „Jólagjöfin mín“. — Og þegar hann síðan lagðist til svefns, fannst honum i raun- inni þetta vera einhver skemmtilegasta jólanóttin, sem hann hefði lifað. Hufuskipið Midlothian fór í gær til Englands og með því kaupmaður G. Thordahl, Prjedikanir í dómkirkjunni á hátíðunum: Aðfangadagskveld jóla: stud. theol. Sæm.Eyjólfsson. Jóladag kl. 11: dósent Þórh. Bjarnarson. ----kl. iy2: dómkirkjupresturinn, á dönsku. Annan dag jóla kl. 12: Sami. Gamlaárskveld: kand. Rikarður Torfason. Nýársdag kl. 12: dómkírkjupresturinn. Smávegis. Sýningin í Ameríku 1893 verður haldin í Chicago, eins og áður hefur verið frá skýrt. Sýn- ingarhöllin á að vera tilbúin 12. okt. 1892 og víg- jast þá, því að þanu dag eru liðin 400 ár, síðan Kolumbus fann Ameríku. Sýningin sjálf verður haldin frá 1. maí til 31. okt. 1893. I Apríl s. á. á að halda herflotasýningu nálægt New-York á herskipum úr öllum löndum heimsins. Fimm milljónir króna komu inn frá útlendum ferðamönnum af öllum þjóðum í sumar sem leið í Bergen og vestan til í Noregi, þar af 4 millj. að eins í Bergen. Talið er, að 372 milljón hafi kom- ið frá enskum og ameríkskum ferðamönnum. Hundrað frímerkjasafnendur hjeldu nýlega fund með sjer i New York, þar sem er stórt frímerkjafjelag. Þar kom það fram meðal annars, að sum sjaldgæt ameríksk frímerki kost.a [3600 kr. hvert. Erímerkjasafn Farrai's í París er 2 millj. króna virði; fyrir eitt einstakt frimerki hafa hon- um verið hoðnir 50000 frankar, en hann hefur ekki látið það. Lengd líkamans. Allir vita, að menn eru mis- jafnlega langir eða háir. En hitt munu fæstir vita, að sami maðurinn er ekki jafnlangur á morgn- ana og á kveldin Það var gamall frakkneskur munkur, sem fyrst tók eptir þessu. Hann mældi sig nákvæmlega um langan tíma og fann að hann var lengri á morgnana en á kveldin; það munaði ekki miklu, ekki meiru en 6 línum eða y, þuml., en þennan mun fann hann jafnan, hvenær sem hann mældi sig. Seinna hafa menn sannað þetta með mælingum á heilum hersveitum. En af hverju kemur þetta? kann margur að spyrja. Það er ofureinfalt og auðskilið. Á daginn, þegar menn eru á felli, þrýstir þungi likamans, sem hvílir á hryggnum, saman brjóskkenndu skifunum milli hryggjarliðanna, svo að hryggurinn verður styttri, en á nóttunni, er menn liggja í rúmi sinu, hverf- ur þessi þrýstingur og brjóskskífurnar þenjast út aptur, svo að hryggurinn lengist og menn verða jafnan lengri á morgnana en á kveldin. 37 milljónir títuprjóna ern búnir til daglega í Birmingham á Englandi. Á Erakklandi eru bún- ar til um 20 milljónir af þeim daglega, og nm 10 milljónir i sumum öðrum löndum. Fyrirspurn og svar. Hefur kaup vinnuhjúa eða ráðskonu forgangs- rjett fyrir öðrum skuldum í dánar- og þrotabúum ? Svar: Eins árs kaup vinnuhjúa hefur sama rjett sem húsaleiga, jarðarafgjöld og skattar til landssjóðs, sveitar, prests og kirkju um síðustu 2 ár, þannig að þessar kröfur ganga jafnhliða á eytir útfarararkostnaði, skiptakostnaði, skiptalaun- um og opinberu fje í vörslum búsins, en fyrir öðrum skuldum. Siðastliðið vor bilaðist kona mín, Ragnhildur Vigfúsdóttir, svo við barnburð, að fáir huguðu henni líf, en allir töldu hana ólæknandi, í hið minnsta hjer á landi. Bilunin var fólgin í því, að gat kom á endaþarminn og tvö á þvagblöðruna. í vandræðum mínum leitaði jeg þá landlæknis Schierbeoks, sem góðfúslega bauð mjér að gjöra læknistilraunir við hana, og var hún því með veik- um burðum flutt til hans. — Eptir 12 vikna dvöl undir hendi þessa ágætismanns, er nú kona mín aptur hein* komin alheil heilsu sinnar. Mikið af fyrirhöfn sinní gaf landlæknirinn. — Þetta aðdáan- lega verk hans finn jeg mjer skylt að auglýsa opinberlega, ekki einungis i þakklætisskyni við hann og honum til verðugs heiðurs, heldur eink- um þeim til leiðbeiningar, sem líkt kann að verða ástatt fyrir og konu minni. Efra-Apavatni 20. nóv. 1890. 624 Guðm. Glnðmnndsson. Aðalfundur fyrir Ekknasjóð Reykjavikur verður haldinn 2. janúar kl. 5 e. h. i leikfimishúsi barnaskólans. 625 Nýjasta uppgötvun um bæjarbyggingar og húsabyggingar er eldtrausti dúkur sá, sem jeg í „ísafo'd“, 100. tölubl., 13. þ. m., hef lýst. Yerksmiöjuverðið á honum hingað komnum er þannig: Á ljósgráum dúk 1 kr. 5 a. alinin, 1 al. 15 þuml. bieiðum, svartur, I brúnn, grænn, rauður og dökkgrár 10 aur. dýrari. Dúkurinn fæst einnig gylltur, silfurlitaður og eir- litaður til innanhússklæðningar, en er þá að mun dýrari. Dúkurinn verður sendur mjer á næsta vori með tilheyrandi saum og áburði. Hann er ytra málaður 5.—6. hvert ár, gerir húsin súglaus og hlý og trygg fyrir eldsvoða utanað. Sýnishorn af honnm hafa mjer verið send til útbýtingar 6- keypis til þeirra sem óska. Rvík ls/,2 ’90. 626 Bjðrn Kristjánsson. Skósmíðaverkstoía, Vesturgötu 4. Eptir þessu sýnishorni ættu þeir, sem panta vilja stígvjel hjá mjer, að taka mál af fætin- um utan yfir 1 sokk, með mjóum brjplræmum eða mælibandi. Nákvæmlega verður aö taka lengdarmálið eptir því, semsýnis- hornií bendir til. Björn Kristjánsson. 627 Dr. med. V. Zils, læknir yið konung- legu liðsmanna-spítalana í Berlín ritar: Bitterinn „Brama-lífs-elexíru er fram- úrskarandi liollt og magastyrkjandi meðal. Berlin. Dr. med. W. Zils. Einkenni á vorum eina ekta Brama-lífs-élixir eru firmamerki vor á glasinu og á merkiskildin- um á miðanum sjest blátt ljón og gullhani, og innsigli vort MB &Lí grænulakkier á tappanum. Mansfeld-BuUner & Lassen, sem einir búa til bimi verölaunaða Brama-lífs-elixir Kaupmannahöfn. Yinnustofa: Nörregade No. 6. 628 Eigandi og ábyrgöarmaflur: ÞORLEIFUR JÓNSSON, cand. phil. Skrifstofa: i Bankastræti nr. 3. FjelagBprentsmiAjan. — Sigm. GuflmundsBon.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.