Þjóðólfur - 24.12.1890, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 24.12.1890, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudög- um — Verð árg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júlí. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn skrifleg, bundin viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. XLII. árg. Rcyk jarík, miðyikudaginn 24. descmbcr 1890. Nr. 60. Landsbúskapurinn lántaka landssjóös. iii. (Síðasta grein). Flest ríki í Norðurálfunni og víðar tafa á fyrri tímum neyðst til að taka ián, til að standast herkostnað. Eru sum ríki nú sokkin í ákaflega mikla skuldasúpu, svo að mikill hluti af árleg- um tekjum þeirra gengur til að borga rentur af skuldunum. Margir hinir mestu og friálslyndustu stjórnfræðingar og hag- fræðingar telja þetta eitthvert hið mesta höl fyrir ríkin og reyna eigi að eins að sporna við frekari skuldasöfnun, heldur eirmig að grynna á gömlu skuldunum. Þannig hefur hinn frjálslyndasti og mesti stjórnvitringur Englands, Gladstone, ver- ið mjög á rmóti rikislánum. Frægur þýskur hagfræðingur, Scháffle, hefur og sömu skoðun í bók sinni, Die Grund- scttze der Steuerpolitik. Hinn frægi rit- höfundur og skáld Norðmanna Björn- stjerne Björnson hefur sagt, að það væri „ómóralskt“, að ríkin tækju lán, sem eptirkomendurnir yrðu að borga. Ekki hefði heldur íslands mesti stjórnvitring- nr, Jón Sigurðsson, getað fallist á það, að láta landssjóð taka lán. Það sjest Ijóslega á ritgjörð hans Fjárliagur og vsihningar íslands í Andvara 2. ári (1875), þar sem hann segir meðal annars: ... „bu- ast má við nú í bráðina, að allar vorar ^aörgu og miklu þarfir, sem ávallt hafa Verið kæfðar niður af stjórn og ríkis- Þjagi í Danmörku, vakni upp og segi ^ ®in með nokkrum ákafa í fyrstu og krefji fulluægjugjörðar allar í einu, en það væri að vorri ætlun ein hin mesta fásinna, ef a}þing ætlaði sjer að takast á hendur að bæta úr öllum þessum þörf- nm og bæta allt í einu. Þar til vantar oss bæði fje Gg framkvæmdarmenn, og vjer ættum þar á hættu að gera ekkert eða svo litið sem ekkert, þegar vjer ætl- uðum i einu bragði að gjöra allt. Hjer nður alþingi fremst af öllu á, að hafa hagsyni, reisa sjer ekki hurðarás um öxl, en velja það til framkvæmda, sem er ó- umflýjanlega nauðsynlegt, eða sem getur undirbúið eða grundvallað framfarir á komandi tíma. bæði i andlegum og lík- amlegum efnum. Vjer verðum enda að játa, að jafnvel þetta áform og þessar kröfur þurfa hinn mesta athuga, útsjón- arsemi og lag, ef vel á að farau. (And- vari 2. ár, bls. 110). Á aðfangadagskveldið Dálitil jólasaga frá útJöndum. Eptir H. Petersen. Snjórinn marrar undir fótum manna, sem eru á gangi eptir götunum. Niður af þökunum hanga klakapípurnar glitrandi í ljósbirtunni. Fjöldi fólks í skjólgóðum vetrarklæðum streymir fram og aptur eptir götunum fram hjá uppljómuðum búðarglugg- unum, nálega allir með smáböggla — auðsjáanlega gjafir, sem þeir hafa keypt til að gefa á jólun- um. Við brú eina fjölfarna í borginni staðnæmist 10 ára gömul stúlka, þrátt fyrír kuldann og storminn, sem æðir eptir götunni og næðir gegn um þunna og slitna sjalið og kjólinn hennar. En hún má til að dvelja þar alllanga stund, af þvi að þar er fjölfarnast og því mest líkindi til að hún geti selt tilbúnu blómin, sem hún hefur á boð- stólum. í hvert skipti sem einhver gengur fram hjá, rjettir hún út höndina með blómunum og seg- ir: „Blómskúfur á 10 aura!“ Þetta endurtekur hún i hið óendanlega, hálfskelfur af kulda, eu það tjáir ekki að hugsa um það, hún má til að selja öll blómin. Þegar hún fór að heiman, hafði móðir hennar engan mat handa henni og systkinum hennar tveimur, og þau biða hennar sjálfsagt með óþolinmæði. Síðan hefur hún staðíð þarna, án þess að neyta nokkurs, nema eins eplis, sem henni var gefið. Það er lítið, sem hún getur selt, veslings litla stúlkan; menn eiga annríkt og nenna ekki að fara ofan í vasa sinn eptir peningum í þessum kulda, en vissu þeir, hve mikla iðni og fyrirhöfn þessi ó- breyttu blóm hafa kostað — vissu þeir, að marga daga hefur þurft til að búa þau til, og að fátæk móðir verður að fara á mis við brauð handa sjer og börnunum sinum, þangað til blómin eru seld — vissu þeir, að heimilisfaðirinn varð sakir atvinnu- leysis að fara burt úr borginni, til þess að leita sjer atvinnu annarstaðar, en skildi eptir konuna, sem verður að sjá fyrir sjer og börnunum eptir því sem hún best getur — þá er ekki óliklegt, að þeir, sem einhverja meðaumkvunartilfinningu hafa, mundu, þrátt fyrir kuldann og annirnar, stansa og geta sjeð af ofurlitlu handa litlu stúlkunni. Það er þegar farið að fækka fólki á götunni og hún sjer, að það er árangurslaust að standa þarna lengur. Hún snýr því heimleiðis hnugginn og döp- ur í bragði. Um leið og hún gengur fram hjá veitingahúsi einu, eru dyrnar á því opnaðar; hita- gufa og matarlykt streymir út á móti henni. 0, hvað hana langar inn í hitann! Það er heldur ekki ómögulegt, að hún geti selt eitthvað, dettur henni í hug; hún laumast því inn og reynir að selja blómin. Yið hvert borð sifja gestir; sumir eru að borða, sumir að reykja,, sumir að drekka og tala saman. Með hægð og þolinmæði gengur litla stúlkan frá einu borði til annars; sumir svara henni byrstir og hryssingslega, aðrir virða hana ekki svars. Svo kemur veitingamaðurinn og segir: „Jeg vil ekki hafa þetta, farðu burt!“ Hún vef- ur þá fastara nm sig sjalinu, lítur vonaraugum á matinn og fer síðan út með tárin í augunum. Þegar hún er komin út, sest hún grátandi við dyrnar á húsi einu þar í götunni, og fer að laga blómin sin; bvert á hún nú að fara? Þá heyrir hún allt i einu, að talað er blíðlega til hennar. Ungur daglaunamaður, sem setið hafði út í horni inni í veitingahúsinu og verið að hugsá um, að þótt allir aðrir fengju einhverja jólagjöf, fcngi hann enga, komst við af hinu dapurlega yfirbragði barnsins. Hann gekk þvi á eptir henni og spurði hana um hagi hennar. Litla stúlkan svaraði með grátstaf í kverkunum, að hún hetði ekki getað selt nema fyrir nokkra aura; heima biði móðir hennar bjargarlaus og tvö systkini hennar lítil eptir henni í þeirri von, að hún komi með peninga, til að kaupa fyrir brauð handa þeim. Þau hefðu öll nú í nokkrar vikur lifað af því, að líma sam- an eldspýtustokka, sem fengist fjarska lítið lyrir; nú hefði henni dottið i hug að búa til þessi blóm;. móðir hennar hefði orðið svo vongóð um, að það hefði góðan árangur, að hnú hefði sett kápuna síua að veði fvrir peningaláni, til að kaupa efnið í blómin og fyrir brauð handa þeim, meðan þær væru að búa þau til. Hinn ungi maður var hvorki verri nje betri en fólk er flest; en hann komst við af þessari barns- legu frásögn og hryggð litlu stúlkunnar og spurði hana eptir nokkurn umhugsunartíma, hve uakið hún hefði vonast eptir að fá fyrir öll blómin. Stúlkan nefndi nokkrar krónur. Hann hafði atvinnu og hafði einmitt sama kveldið fengið allstóra pen- ingaupphæð í vinnulaun sin, hafði líklega ásett sjer að skemmta sjer fyrir peningana um jólin, en nú sá hann, að hjer var ástæða til fyrir hann að gera góðverk. „Jeg skal kaupa af þjer öll blómin þín“, sagði hann. Litla stúlkan varð svo frá sjer numin af þessu boði, að hún gat i fyrstu engu svarað. Hún leit til hans hálfefablandin og hálf- hissa og sagði loks: „Öll, hvað ætlið þjer að gera við þau öll?“ „Jeg ætla að hafa þau i jólagjöf“. svaraði hann. Hún trúði því enn ekki; þá fyrst, er hann fjekk henni peningana og tók blómin, hvarf allur efi; hún horfði á peningana og sagði frá sjer numin af gleði: „Ó! En hvað mamma verður glöð; nú getum við fengið mat og mamma getur fengið kápuna sína aptur, svo að henni þarf ekki að vera kalt um jólin“.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.