Þjóðólfur - 02.01.1891, Side 1
Kemur út á föstudög-
um — Verð árg. (60 arka)
4 kr. Erlendis 5 kr. —
Borgist fyrir 15. júli.
ÞJÓÐÓLFUR.
Uppsögn skrifleg, bundin
við iramót, ógild nema
komi til útgefanda íyrir 1.
október.
XLIII. árg.
íteykjayík, föstudagiim 2. janúar 1891.
Nr. 1.
Allir kaupendur Þjóðólfs fá jietta ár
ókeypis og kostnaðarlaust sent
bókmenntasögu íslands (fyrri part),
eptir háskólakennara, dr. Finn J'onsson.
Bók þessi verður ekki til sölu, og geta
því engir eignast hana, nema kaupendur
Þjóðólfs. Fyrri parturinn, sem fylgir þess-
um árgangi, verður 5—6 arkir að stærð,
verður prentaður seint í vetur og sendur
til kaupenda blaðsins, líklega með fyrsta
strandferðaskipi og póstum um sama
leyti.
Þingmál aö sumri.
Það eru sannarlega engin störf í þarfir
landsins, sem eru jafnmikilsverð og víðtæk,
sem störf alþingis, með því að það setur
lög um svo mörg málefni lands vors, at-
vinnuvegi vora til lands og sjávar, versl-
un og siglingar, samgöngur og póstgöng-
ur, kirkjumál og menntamál, sveita- og
fátækramál, heilbrigðismál, skatta og tolla,
veitir fje til launa og framfarafyrirtækja
landsins, getur tekið í taumana, ef eitthvað fer
aflaga í stjórn eða embættisrekstri embættis-
manna og gerir að öðru leyti margs konar
ályktanir og ráðstafanir til framfara í
landinu. Framfarir landsins eru að mörgu
leyti undir því komnar, hvernig þinginu
tekst að leysa störf sín af liendi og verk
þess geta að einhverju leyti náð til allra
landsmanna, í hverri stöðu sem þeir eru,
hvort sem þeir eru háir eða lágir, emhætt-
ismenn eða bændur, sveitamenn eða sjávar-
fólk eða kaupstaðarborgarar, ríkir eða fá-
tækir, ungir eða gamlir.
Þar sem nú störf þingsins eru svo mik-
ilsverð og víðtæk, ætti það að vera mesta
áhugamál hvers íslendings, sem eitthvað
hugsar um velferð landsins, að störf þings-
ins verði jafnan sem best af hendi leyst
og stuðla að því eptir því sem hver hefur
færi og hæfileika til. En því miður vant-
ar mikið á, að áliugi manna í þessu efni
sje svo heitur sem skyldi. Milli þinga er
eins og þingmálin sofni hjá öllum almenn-
ingi, sárfáir gera nokkuð til að undirbúa
málin til næsta þings á eptir, allt of lítið
er rætt og ritað um málin xnilli þinga;
alþingismenn láta enda sjálfir lítið til sín
heyra, og allt of fáir af þeim rita um
þau svo mikið sem eina blaðagrein. En
þegar á þing er komið, hrúgast málin hóp-
um saman inn á þingið, sum að vísu
nokkuð undirbúin frá fyrri þingum eða af
flutningsmönnum sjálfum, en einnig ýms
ný mál, sem alls ekki hefur verið hreyft
opinberlega áður og ekkert ritað um.
Vegna málafjöldans er heldur ekki tími
til að ræða eða hugsa málin svo vel á
þinginu sem skyldi, svo að það er ekki
að undra, þótt gallar verði á sumu, og
enda allra mesta furða, að þeir skuli ekki
vera fleiri en eru.
Til þess að ráða bót á þessu, er hin
mesta nauðsyn, að meira sje ritað um
þingmálin á milli þinga en gert er. Al-
þingismenn sjálfir ættu þar að ganga í
broddi fylkingar og skrifa nm þau mál,
sem líklegt er að komi fyrir á næsta
þingi. Þeir, sem ætla sjer síðar að verða
alþingismenn, ættu einnig að gera það;
það er vel til fallið, að skoðanir þeirra
verði ahnenningi kunnar áður en þeir
verða þingmenn, auk þess sem málin sjálf
geta haft gott af því. Ymsir fleiri ættu
og að leggja orð í belg. Þingmálafundir
eru einnig mjög nauðsynlegir; þeir hafa á
síðari árum farið nokkuð fjölgandi, en
ættu að verða enn tíðari; að minnsta kosti
ætti að halda þingmálafund í hverju kjör-
dæmi á undan hverju þingi, og ef vel
væri á eptir hverju þingi, eins og leið-
ir voru haldnar í fornöld, til þess að skýra
frá málum þeim, sem þingið hefur haft til
meðferðar. í ár er þingár og í sumar á
að halda þing; það er langur tími þangað
til; þennan tíma ættu menn að nota til
að rita í blöðin um þau mál, sem líklegt
er að komi fyrir á næsta þingi; að minnsta
kosti ættu þingmenn að rita um þau ný
mál, sem þingið hefur ekki áður liaft til
meðferðar og þeir ætla að bera upp á
næsta þingi, einkum ef það eru stór mál
og vandasöm.
Áriö 1890,
sem kvaddi oss í fyrri nótt, var hvergi
nærri eins gott og árið næst á undan, þótt
eigi verði annað sagt en það væri
gott ár að öllu samtöldu, til landsins að
minnsta kosti.
Fyrst eptir ársbyrjun voru reyndar víð-
ast jarðbönn og liörð veðrátta, en um mið-
þorra gerði góða hláku um land allt, svo
að víðast komu upp hagar; úr því var
veturinn góður, svo að skepnuhöld urðu
góð um vorið og heyfyrningar miklar víða.
Yorið var ágætt, grasvöxtur á túnum með
betra möti, en á útengi í meðallagi, nýt-
ing á heyjum fremur góð til september-
byrjunar; en þá brá til fjarskalegra óþurka,
sem stóðu það sem eptir var sumars og
fram á vetur; urðu því víða úti hey, eink-
um á suðurlandi, Heyskapur varð sökum
þessa rýrari en ella mundi verið hafa.
Það sem af er þessum vetri, hefur tíð
verið óstöðug, rigninga- og umhleypinga-
söm, og margt fje drepist úr bráðapest
sunnanlands. Hagar nú víðast góðir.
Til sjávarins áraði öllu lakara en til
landsins. Vetrarvertíðin var fremur rýr
við Faxaflóa í fyrra; öllu betri var hún í
veiðistöðum Árnessýslu; vestanlands frem-
ur góð. Vorvertíð fremur rýr vestanlands
og sunnan. Á Austfjörðum sumarafli víða
í betra lagi og ágætur sumstaðar, t. d. á
Vopnafirði. Haustvertíð var sunnanlands
við innanverðan Faxaflóa og fyrir vestan
með langrýrasta móti. Hagur sjávarmanna
stendur því eigi sem best sumstaðar.
Verslun var fremur hagstæð, verð á út-
lendum nauðsynjavörum eigi mjög hátt og
innlendar vörur í viðunandi verði, nema
æðardúnn, sem var 9—10 kr. pd. Fje í
haust í afarháu verði og flutt af því lif-
andi til Englands meira en nokkru sinni
áður, á að geta um 75,000, Kaupfjelögin
efldust enn nokkuð árið sem leið, og sú
verslunaraðferð allt af meira og meira að
ryðja sjer til rúms.
í landsstjórnar- og löggjafarmálum gerð-
ist lítið sögulegt. 27 lög frá síðasta þingi
öðluðust staðfestingu konungs, en einnm
lögum var synjað staðfestingar. Tveir
þingmenn lögðu niður þingmennsku (Þor-
steinn Jónsson lijeraðslæknir og Jón Ólafs-
son) og einn þingmaður dó (sjera Jakob
Guðmundsson). Voru þingmenn kosnir í
þeirra stað og auk þess einn þingmaður í
Eyjafirði. Eru þeir allir nýir og óreyndir
sem þingmenn.
Af framkvæmdum til landsþarfa eða
framfarafyrirtækjum á gamla árinu er lít-