Þjóðólfur - 02.01.1891, Side 2

Þjóðólfur - 02.01.1891, Side 2
2 ið að segja; þó má geta þess, að brúin á Ölvesá kom í sumar til landsins og stöpl- ar voru lilaðnir undir hana á brúarstaðn- um og annar undirbúningur gerður til þess að koma brúnni á ána í ár. Mannflutningur af landi burt til Ame- ríku varð nokkur, en þó öllu minni en áður. Manntal var tekið um land allt 1. nóv., en ekki eru enn komnar skýrslur urn það, svo að menn geti vitað af því tölu lands- manna. Slysfarir urðu nokkrar á árinu, og veik- indi allmikil gengu um landið. Inflúenza geisaði yfir landið um vorið og í sláttar- byrjun og gerði mjög rnikið vinnutjón. Kígbósti og kvefveikindi gengu yfir land- ið á áliðnu sumri og fyrri part vetrarins. Manndauði hefur því verið mikill; hafa einkum dáið börn og gamalmenni. Ýmsir merkir rnenn hafa látist, þar á meðal Stefán Jónsson á Steinsstöðum, Daníel Jónsson á Próðastöðum, sjera Jakob G-uð- mundsson á Sauðafelli, uppgjafaprestur Jón Sveinsson síðast prestur á Mælifelli, sjera Markús Gíslason á Stafafelli, sjera Lárus Eysteinsson o. fl., af merkum kon- um frú Ingibjörg Briem o. fl. Víl er vesæls huggun. Nú óma blöðin af harmagrát almennings út af strandferðaólaginu, sem ávallt þyk- ir verra og verra. Dað er og sannast að segja, að mönnum er ærin vorkun, þótt óánægðir sjeu. En hví syngja menn hinn sama harma- söng og kvörtunarrollu ár eptir ár? Dettur engum í hug liið eina ráð, sem dugar, til að losast við hirðuleysi, ósann- girni og ójöfnuð guíuskipafjeiagsins danska? Dettur engurri í hug það einfalda ráð, að lrætta að nota skip þess til strand- ferða ? Eða ætla menn, að eigi sje unnt að fá aðra menn eða önnur fjelög til að taka að sjer strandferðir vorar? Það muu óhætt að fullyrða, að auðvelt mundi að fá Skota til að taka að sjer strandferðir hjer við land, því að skipti þeirra og Englendiuga við landsmenn fara sívaxandi, og það er næstum víst, að það mundi verða fullt eins ódýrt hjá þeim, sem Dönum. Auk þess mætti semja betur og tryggi- legar við þá í sunrum greinum, en hjer til hefur verið gjört við gufuskipafjelagið danska, því í samningum við það mun af vana þykja sjálfsagt, að stjórn þess hafi í flestu bæði tögl og hagldir. í stað þess að liarma lrrakfarir þær, er menn og góss fá með Thyru, ættu menn að lrafa vit og manndáð til að skora á næsta alþingi, að hlutast til um, að fær maður sje fenginn til að semja við Skota eða Englendinga um að takast á hendur strandferðir vorar. Þessutn manni ætti þingið að gefa lreimild til að fullgjöra samninginn irrnan vissra takmarka, er þingið setti. Og ef slikir samningar kæm- ust á, þá ætti að hætta að veita lrinu sameinaða gufuskipafjelagi nokkurt fje til að annast strandferðir lrjer. Jeg er sannfærður urn, að þingmenn mundu gjöra sitt besta til að verða við slíkri áskorutr, sem áður er nefnd, ef kjós- endur sendu hana almennt til þiugsirrs, og víst væri þetta drengilegra, en að halda áfram ár eptir ár að barma sjer yfir ó- kjörum þeim, er þeir verða að sæta. Því lrið sameinaða gufuskipafjelag er hvorki svo brjóstgott, að það vikni af slíkutn lrarmatölum, nje samningar við það svo vel úr garði gjörðir, að lrægt sje að fá rjetting mála sinna hjá því. Guðmundur Guðmundsson. * * * í sambandi við þetta skulum vjer geta þess, að það er misskilningur, sem komið hefur fram hjá ýmsum, að þingið veiti strandferðastyrkinn sjerstaklega til sam- einaða gufuslcipafjdagsins danska eða að alþingi semji við það um strandferðirnar, eins og talað var um rjett nýlega í einni blaðagrein. Þingið semur ekki og hefur lringað til ekki getað samið sjálft við rreitt fjelag um strandferðirnar; það veitir held- ur ekki styrkinn neinu sjerstöku fjelagi, heldur blátt áfram „til gufuskipaferða“ eða „til strandferða“, eins og í fjárlögun- um stendur. En svo er það skylda lands- stjórnarinnar að útvega strandferðirnar hjá því fjelagi, eða þeim mönnum, sem besta kosti bjóða, hvort sem þeir eru í í Danmörku, Englandi eða hvar í veröld- inni sem þeir eru. En í þessu lrefur stjórnin ekki getið sjer mikinn orðstír, nje heldur í hinu, hvernig hún vakir yfir því, að samningarnir sjeu haldnir, þar sem brotið er á móti þeim rjett við nefið á henni með því t. d. að Iáta Thyru fara strandferðirnar, það skip, sem eigi rúmar á öðru farþegjarúmi nema 20 manns, en á eptir samningnum að geta tekið 50 manns. Af því að stjórnin hefur liklega aldrei leitað samninga um strandferðirnar við aðra etr sameinaða gufuskipafjelagið og hætt er við, að hún geri það heldur ekki framvegis, þá rekur líklega að þvi, sem höfundur greinarinnar lrjer að framan stingur upp á, að þingið verður að fela sjerstökum nranni að útvega strandferð- irnar og semja um þær, en það hefur sjer- stakan kostnað í för með sjer, því að eng- inn gerir það fyrir ekki neitt, og er aumt til slíks að vita, að hafa þá stjórn, sem ekki er trúandi fyrir öðru eins og þessu. Bráöapestin hefur gert stórmikið tjón á fjenaði manna sunnanlands í iraust og vetur og ef til vill víðar; það er ekki lítið tjón, er 20, 30, 40 og jafnvel allt að 80 kindur drep- ast úr henni á sumum bæjurn, og væri mikilsvert að geta fundið einhver ráð til að sporna við henni. Nú höfum vjer heyrt, að í sumurn hjeruðum, t. d. Þingeyjarsýslu, hafi bráðapest áður verið skæð, en sje nú að mestu hætt. Ef svo er, lrverju er það að þakka? Er það að þakka annari og betri meðferð? Mikilsvert væri að fá upplýsingar um þetta og hvað annað, sem spornað gæti við þessari landplágu. Fyr- ir því lofum vjer hjer með 50 kr. verð- launum fyrir bestu ritgjörð, sem vjer fá- um til birtingar í Þjóðólfi, um bráðapest- ina og ráð við henni. Ritgjörðin ætti ekki að vera öllu lengri en 10 dálkar í Þjóðólfi og vera komin í vorar hendur í júlí næstkomandi, til þess að lrún gæti verið komin út um allt land í blaðinu fyrir jhaustið, fyrir þann tíma, er bráða- pestin fer venjulega að gera vart við sig. Lögreglusamþykktiu fyrir Reykjavík- ur kaupstað, sem bæjarstjórnin lrefur búið til og gefin er út af landshöfðingja 15. nóv. síðastl. og birst hefur í stjórnartíð- indunum, kom í gildi í gær; hún setur reglur um ákaflega margt og bannar öll ósköp, sem áður hefur eigi bannað verið. Sumt af því er allsmásmuglegt, eins og þegar bannað er að blístra og kalla á almannafæri. Sumt er nokkuð skrítið, t. d. þegar verið er að tala um „lögreglu- liðið“, því hvað er þetta „lið“ ? Einir tveir menn! En hvað svo sem menn kunna að segja um samþykktina, þá verða menn að gæta þess, að hún er gildandi lög, til orðin á

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.