Þjóðólfur - 23.01.1891, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 23.01.1891, Blaðsíða 2
14 hefur verið gerður hvert árið, eitt árið á þessum stað, hitt árið á öðrum stað. Þessi skipting er mjög ópeppileg; notin verða svo lítil að þessum vegspottum, sem unnið er að hjer og hvar; stefnuleysi og ósam- kvæmni kemur fram í verkinu, vegagjörð- in verður miklu dýrari en ella, því að flutningur á verkíærum fram og aptur og öllu, sem til verksins heyrir, kostar ótrú- lega mikið, þar sem allt verður að flytja á hestum, en engu verður ekið á vögnum. Ef aptur á móti væri haldið áfram sama veginum ár eptir ár, hyrfi þvi nær allur þessi flutningskostnaður. Þegar áhöldin hafa einu sinni verið flutt þangað, færi flutningurinu úr því fram jafnframt því, sem verkið væri unnið. Það er því mín skoðun, að halda ætti áfram sama vegin- um ár eptir ár, þangað til hann er búinn. Þetta ætti að geta orðið að minnsta kosti moð tvo aðalvegi í senn. En auk þess ætti þá að gera vegspotta hingað og þang- að, þar sem mest á liggur. Að lialda þannig áfram tveim aðalveg- um samfleytt ár eptir ár, er þó auðvitað ekki mögulegt, nema þingið veiti meira fje tii vegagjörða, en það hefur hingað til gert, en það ætti þingið að geta, er nýju toll- arnir eru farnir að hafa áhrif á fjárliag- inn. Það eru sjerstaklega tveir aðalvegir, sem að mínu áliti ættu helst að sitja fyr- ir, fyrst áframhaldið af Svínahraunsvegin- um austur fyrir Hellisheiði, sem nauðsyn- legt væri að lijeldi áfram, til að setja austursýslurnar í samband við Eeykjavík og sjávarsveitirnar fram með Faxaflóa. Þessi vegur er víst einhver fjölfarnasti vegur á landinu, þar sem að honum liggja 3 sýslur, sem mjög lítið geta notað sjó- leiðina sökum hafnaleysis. Hinn vegurinn er norður-póstleiðin, sem ekki væri vanþörf á þótt eitthvað væri gjört við. Það er því mín tillaga, að næsta þing veiti 60—70,000 kr. alls til vegagjörða á næsta fjárhagstímabili, þar af til áður- nefndra tveggja aðalvega 20—25,000 kr. til livors þeirra. Þá mætti vinna nokk- urn vegiun tafarlaust að áframhaldinu ár eptir ár. Það, sem eptir væri af pening- um, gæti svo gengið til vegagjörðar, þar sem brýnust nauðsyn væri til að leggja eða gjöra við veg, sem landssjoður ætti að kosta. Eptir næsta fjárhagstímabil gæti vel verið, að þingið sæi sjer fært að leggja nokkuð meira til vegagjörða, svo að byrjað yrði á þriðja staðnum fyrir al- vöru. í sambandi við þetta vildi jeg minnast á Mosfellsheiðarveginn. Yfir sjálfa heiðina er nú kominn allgóður vegur vestan frá Leirdalsrás austur að Þrívörðum, skammt fyrir ofan Vilborgarkeldu, en þaðan frá og austur úr á Árnessýsla að kosta veg- inn, með því að það er sýsluvegur Árnes- sýslu, en frá Leirdalsrás og niður úr á Gullbriugusýsla að kosta hann, aí því að það er sýsluvegur Gfullbringusýslu, en það er víst, að sýslurnar fara seint eða aldrei að kosta þeunan veg, allra sist Gullbringu- sýsla, sem ekkert beinlínis gagn hefur af veginum, þessi vegur þyrfti þó að koma, sem allrafyrst, því að fyrst og fremst er mikil umferð um hann úr efri partinum af Árnessýslu og að norðan og flestallir útlendir ferðamenn nota liann, sjerstaklega þeir, sem fara til Þingvalla, Geysis og Heklu. Ef góður vegur væri alla þessa leið, gæti það orðið heldur til .að laða út- lendinga hingað til lands, sem væri mik- ilsvert, því að það eru ekki svo litlir peningar, sem þeir skilja hjer eptir fyrir hestalán, greiða og ýmislegt fleira. Mjer þætti því heppilegast, að þessi vegur að minnsta kosti og jafnvel allir aðalvegir, þótt ekki sjeu póstvegir, kæmust undir stjórn landsstjórnarinnar og landssjóður kostaði þá að miklu leyti, en sýslusjóður í þeirri sýslu, sem vegurinn væri gjörður í, legði þó nokkuð til, eptir því sem þingið ákvæði nánara um hvern veg fyrir sig. Vegagjörðarmaður. Edison, hugvitsmaðurinn mikli í Ame- ríku, er 43 ára gamall, en kvað líta út fyrir að vera 10 árum yngri. Það er ætl- un manna, að hann verði mjög gamall. Langafi hans varð 103 ára, afi hans 102 ára, faðir lians er 88 ára gamall, en er þó ern og kennir sjer einskis meins. Auk þess sem liár aldur liggur í ættinni, er það og annað, sem gerir það líklegt, að Edison verði gamall, og það er, að hann er fyrirtaks hugvitsmaður, því að það er sannreynt, að menn, sem hafa fyrirtaks gáfur eða andans hæfilegleika í einhverja stefnu, verða venjulega gamlir. Uppgötvanir Edisons eru nú orðnar yfir 400, og hann orðinn stórauðugur maður á þeim. Eng- inn uppgötvari eða vísindamaður hefur áður getað komið eins fullkomlega undir sig fótunum eins og liann. Hann liefur yfir 4000 menn í sinni þjónustu, og öll efni, öll verkfæri, allar bækur, er snerta að einhverju leyti þær greinir vísindauna, sem hann stundar, eru til í starfhúsum hans og bókasöfnum. Seinasta uppgötvun lians er hljóðritinn (fonografinn), sem hann hefur stöðugt verið að fullkomna. Eins og menn hafa heyrt getið um, er hljóð- ritinn, verkfæri, sem tekur á móti hverju liljóði, hverju orði, sem sagt er í nánd við hann, söng manna og ræðum, og getur haft þetta eptir með sama rómi, sem mað- urinn, sem talaði eða söng. Edison hefur reynt liann við ræðuhöld á mannfundum, og hljóðritinn hefur flutt ræðurnar alveg eins og ræðumenuirnir, þótt langt sje um liðið. Yatnsaflið í Magarafossinum á nú að fara að nota sem vinnukrapt. Nokkru af vatninu á að veita á vatnshjól með 20,000 hesta afli. Það var byrjað á þessu verki í okt. í haust og var fjarskalegur mann- grúi þar viðstaddur, er verkið var byrjað. Grlæfrafðr. Ljósmyndari einn, Dixon að nafni, gekk 6. sept. í sumar yfir Nia- garafossinn á kaðli, sem var x/2 þuml. að þvermáli. 10,000 manna horfðu á þessa glæfraför. Stöngin, sem hann bar, til að halda jafnvæginu, var 22a/2 f'et að lengd og 30 pund að þyngd. Safn (musæum) eitt í New York rjeð Dixon til sín á ept- ir, til þess að sýna sig. Hann átti að sitja 10 stuudir á hverjum degi á palli einum með stöng sína og fá fyrir það 400 kr. um vikuna. Lj ósmyndaíþ róttin hefur á síðustu tímum tekið miklum framförum, og allt af má taka stærri og stærri ljósmyndir. Stærsta ljósmynd, sem kunnugt er um, er hvorki meira nje minna en 20 feta löng og að því skapi breið. Hún er af borg- inni Sidney í Ástralíu. Telcfon er farið að viðhafa í kirkjum á Englandi; telefonþræðir eru iagðir frá prjedikunarstólnum út um kirkjuna, og ekki nóg með það, heldur eru telefónþræð- irnir lagðir lieim á heimili mauna utan kirkju, svo að menn geta heima hjá sjer hlýtt á ræðu prestsins, sem hann flytur í prje- dikunarstólnum. Skipstrand. 19. þ. m. rak kaupskip á land upp suður í Garði. Yeður var þá hið versta, blindbylur, og skipið orðið lekt áður. Skipið heitir Peters og er frá Gramsverslun fyrir vestan, sama skipið sem nefnt er í frjettabrjefiuu úr Snæfells- nessýslu í 2. tbl. þ. á. Það hefur sjálf- sagt verið á leið til útlanda. í því voru 90 tunnur af kjöti, talsvert af saltfiski nr. 2, nokkuð af lýsi o. fl. vörur, sem

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.