Þjóðólfur - 20.02.1891, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 20.02.1891, Blaðsíða 1
Kemur ót á föstudög- um — Verö árg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júii. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn skrifleg, bundin við áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. XLIII. árg. Samgangnamál. Eptir Björn Bjarnarson, jarðyrkjumann. I. Fiestir, sem um „landsins gagn og nauð- synjar“ hugsa, munu nú orðið viðurkenna, hversu lifsnauðsynlegar greiðar samgöngur eru — álíka nauðsynlegar fyrir þjóðlífið, eins og æðarnar fyrir líkamann. Óhætt að dæma um þjóðlífið eptir samgöngunum. Daufllegt ástand hjá oss með hvorttveggja. En fyrsta stig til framfaranna er að sjá og viðurkenna, hvað bótavant sje, og á það stig mun nú samgangnamálið komið hjer. „Lítið er smátt og stutt er skammt“. Og þá er næst að koma sjer niður á, hvernig eigi að koma því til framkvæmda, sem gjöra þarf. Um það eru víst enn mjög skiptar skoðanir, hvað samgangna- málið snertir. Að vísu mun það nú orðið ljóst, Iandsstjórninni að minnsta kosti, að það, sem gjört verður að vegábótum á landi, beri að gjöra eptir verkfræðilegum reglum, livað vinnuna snertir. En það er ekki einhlýtt, að vegurinn sje vel byggð- ur, hann þarf að vera hagkvæmlega lagð- ur; en það er ekki landsstjórnarinnar með- færi að ráða ueinu eða ákveða um það. í hitt-hið-fyrra vildi jeg sýna fram á það í ritgjörð um „samgöngumál“ (í Þjóð- ólfi, 25., 27. og 29. tbl.), að eina ráðið til að fá vegabæturnar gjörðar með reglu og samkvæmni (systematiskt) væri að fá for- stöðu þeirra í hendur verkfræðingi, sem helst ætti að vera innlendur maður, og hafa svo viðunanleg kjör, að hann gæti algjörlega lifað fyrir þann starfa sinn. í sumar tók blaðið ísafold — sem opt þykir fara furðu nærri um hugsunarhátt lands- stjórnarinnar — alveg í sama strenginn. Jeg gæti því trúað, að mönnum þeim, er nú hafa á hendi yfirumsjón með vegagjörð hjer á landi, væri kærast að losast sem fyrst við þann starfa. Má ef til vill bú- ast við, að til alþingis að sumri komi til- laga frá stjórninni um stofnun samgangna- málastjóraembættis á íslandi. En þá er einkar-áríðandi, að þingið, og þjóðin í heild, hafi opnað augun og sjeð nauðsynina í þessu efni, svo að það kasti eigi frá sjer þeirri perlu (—því perla væri það fágæt og dýrmæt úr þeirri átt —), gleði- Reykjavík, föstudaginn 20. febrúar 1891. legum vott um umhyggju fyrir lífsglæð- ing og framförum hjá þjóð vorri. En því miður er jeg smeikur um, að framfarirnar sjeu enn eigi skriðnar svo langt fram, að þetta sje orðið almennt við- urkennt. Menn munu hugsa, að það sje „húmbúg“ eða heimska að hafa sjerstakan embættismann til að sjá um vegabætur! Og þó er það einungis hyggileg „vátrygg- ing“ veganna (eins og ísafold tók fram). Jeg þori að fullyrða, að þessi ár (5—6), sem fengist hefur verið við reglulega vegagjörð hjer á landi, hefur það kostað miklu meiri fjárútlát fyrir landið að hafa eliki slikan mann, en þó hann hefði verið með 3—4000 kr. launum árlega. Þetta mætti sanna reikningslega, en það kostar nokkurt ómak, og verð jeg þess vegna að sleppa því að sinni. Meðan svona stendur, meðan hœfan for- stöðumann vantar, verður öll vegalagning hjá oss frumstefnulaus og á reiki. Er þá hætt við, að þeir, sem atkvæði geta haft um vegamál, neyti þess, samkvæmt sveita- pólitiskum reglum, til að toga einhvern brúarstúf í sína átt. Og Iandsstjórnin á úr vöndu að ráða, þar sem ekkert áreið- anlegt er til að styðjast við, vegalöggjöf- in ófullkomin o. fl. o. fl. Að fá útlending til að bregða sjer hing- að stund úr sumri, er nauða-þýðingarlítið; maðurinn þarf að búa hjer og vera eða verða gagn-kunnugur náttúru landsins og loptslagi. Hann þarf að ferðast vetur og sumar um þá staði, þar sem veg á að leggja, og kynna sjer öll náttúru-umbrot og byltingar, af viðtali við kunnuga menn, þar sem eptirtekt og kunnugleiki hans sjálfs eigi nær til. Við að byggja brýr og vegi þarf að taka tillit til svo margs, sem útlendingur hefur eigi hugmynd um, þó hann dvelji lijer hluta úr sumri. Jafnvel þó þess sje öll þörf og meir en mál að fá sem fyrst mest og verulegast framhald á framkvæmdum til samgangna- bóta, mundi þó betra að biðloka við eða fara sjer liægt 2—3 ár enn, meðan verið væri að búa til eða útvega „samgangna- málaráðgjafa“ — því undirbúningstíma þarf til þess — en úr því ætti að taka til ó- spilltra málanna. (Framh.) Nr. 9. Hieraðsfundur Skagfirðinga. K522E-. ... . ; Herra ritstjóri! í tilefni af frjettabrjefi úr Skagafirði, dags. 26. sept. næstl., i 49. —50. nr. Þjóðólfs þ. á., skal jeg biðja yð- ur, að Ijá eptirfylgjandi skýringum rúm í blaðinu, svo að lesendurnir geti lagt rjett- ari dóm á gjörðir hjeraðsfundarins í Skaga- firði, 3. sept. næstl. Það, sem sagt er þar um barnaprófið er rjett, nema að öll börn ófermd eiga að taka þátt í prófinu, þótt þau sjeu eldri en 14 ára. Fermingarbörn eiga að ganga und- ir það. Einnig er leyft, að til prófsins komi þau börn, er íermd voru vorið áður, og sömuleiðis yngri börn, en 12 ára. Um leið fer einnig vel á því, að geta þess, að hjeraðsfundur Skagfirðinga í fyrra haust, 17. sept., ákvað þetta barnapróf, sem sam- kvæmt vottorðum safnaðarfulltrúanna á fundinum í haust 3. sept. hafði alstaðar, þar sem því var hreyft, mætt bestu undir- tektum í prófastsdæminu, svo að næstum oll börn á hinum ákveðna aldri höfðu kom- ið til þess, og t. d. í Goðdalasókn höfðu mörg börn yngri en 12 ára gengið undir það, þau er notið liöfðu kennslu umgangs- kennarans þar, Eiríks Eiríkssonar frá Skatastöðum; kom það fram, að prófið hafði glætt mikinn áhuga hjá börnunum, og haft góðan árangur, enda hafa prest- arnir, sem eru skylduræknir og árvakrir, gert sjer far um, að glæða hjá mönnum rjettan skilning á þýðing prófsins, liversu mikil Iivöt það er til að stíga hið fyrsta spor í menningaráttina. Barnapróf þetta var lialdið í maí, er leið, og skýrslur um það komu á hjeraðsfundinn, og voru sumar lesnar upp í heyranda hljóði. Samkvæmt þessum úrslitum á hinni fyrstu tilraun, var það eindregið álit síðasta hjeraðsfundar, 3. sept., þar sem állir prestar prófasts- dæmisins og 20 safnaðarfulltrúar voru mættir, að ákveða sams konar próf á kom- andi vori; var það samþykkt í 7 liðum, og snerta sumar formið og fyrirkomulagið. 6. liðurinn er þannig: „Geta skal prest- „urinn þess í athugasemd, hve mörg börn „á hinum ákveðna aldri eldci hafi komið „til prófsins, og hvaða orsök hann álítur „að liafi liindrað komu þeirra, og verði „liann var við mótþróa, eða hirðuleysi á

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.