Þjóðólfur - 20.02.1891, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 20.02.1891, Blaðsíða 4
36 í „de]lu“-hringiðu P. J. um „principmun á versl- un og fastaverslun11 geng jeg, eins og aðrir, frá, að hafa nokkurn botn og þess vegna einnig frá að svara henni. Að kaupfjelagsskapurinn ,,dugi“ ekki, hafi engin lífsskilirði í sjer fólgin, hef jeg aldrei sagt, heldur hitt, og þá skoðun hef jcg enn, að hann skorti aðalskilirðin fyrir að geta þrifist, þar sem bæði eigið peningaafl og þekkingu á að hagnýta sjer það, vantar með öllu, og að fjelögin þar að auki ekki geti staðist án stuðnings fastaverslana. Þetta síðasta atriði þarf ekki frekari sönnunar, en þegar er fengin, með viðurkenuingu „Kaupfjel. Þingey- inga“ sjálfs: stofnun söludeildarinnar, og því er „hindindi" mitt orðið óþarft. í niðurlagi ritgjörðarnefnu sinnar, kemst P, J. enn að nýju að „þessum makalausu skuldahrjefum“, sem jeg leyfi mjer að hafa við, og neðanmáls við það flytur hann roikning minn til Pjeturs á Krák- árbakka, með tilfærðum gabbsbótum fyrir samn- ingsrof. Fyrst honum þykir óviðurkvæmilegt, að jeg, með brjefum þessum, tryggi mig gegn prett- um óskilvísra nianna og það, í einstökum tilfellum, með ákvæðum um gabbsbætur fyrir samningsrof, og gjöri mjer yfir höfuð hægra um hönd, ef' þau eiga sjer stað, að ná til sökudólganna, hvaða nafn gefur hann þá þeirri aðferð, sem „Kaupfjelag Þing- í eyinga11 hefur við, gagnvart fjelögum sínum öllum ■ jafnt, hversu ráðvandir og áreiðanlegir sem þeir kunna að vera, þeirri aðferð, að trfia engum, nema hann hafi brjeflega ábyrgð annara að bera fyrir sig? Líklega þó ekki einokunarnafnið, sem hann við hvert tækifæri nauðgar inn i rugl sitt um verslunarmálefni, en sjerstaklega brfikar til að ein- kenna með aðgjörðir minar í verslunarefnum, þó það eigi hvergi við í ritsmíð hans, til annars en þess, að lýsa rækt hans til mín. Að kaupfjelagið hafi vaðið fyrir neðan sig, þykir honum sjálfsagt, en óliæfa að jeg skuli dirfast þess. Hvaða nafn gefur hann þá enn fremur því, sem kom fyrir í kaupfjelaginu í fyrra, er það gekk ept- ir nær kr. 1050 gabhsbótum hjá Keldunesdeild sinni, fyrir þá sök, að hfin hafði afráðið að hætta við rekstur á um 150 fjár, sem hún hafði ætlað fje- laginu upp í skuld? En það gjörði deildin af því, að hún sá tvísýni á, að koma fjenu alla Ieið til Svalbarðseyrar, söknm ófærðar, og kaus þvi held- ur að selja það heima í sveit fyrir peninga, til þess að vera viss wm, að geta þð með andvirði fjárins, staöið fjelaginu í skilum, eins og hún gjörði. Og þó fjelagið loksins færði kröfuna niður í 60 kr., sökum þess, að það treystist ekki til, að neyða deildina til að borga sjer neina þá uppbæð, sem hún vildi ekki borga, óskuldbundin til slíkrar greiðslu sem hún var, þá breytir það engu. Það sýnir að eins, að fjelagið hafði, ekki eins og jeg, haft hirðu eða vit á að tryggja rjett sinn í tíma, hafi hjer annars um nokkurt brot verið að ræða. Tilgangur fjelagsins með gabbsbótakröfunni var samur fyrir því, þó svona semdist á endanum. Og þó það síðar yrði ofan á, að þessi umrædda deild næði sjer niðri á fjelaginu, með 40 at þessum 60 kr., fyrir pretti fjelagsins á vöruloforðum til deildarinnar, svo að fjelagið hafði að lokum ekki nema 20 kr. upp úr krapstrinum, þá breytir það heldur engu, en sýnir að eins, að fjelagið hafði fullan vilja á, að gjöra sjer brest hennar að verði, þó ekki tækist það hönduglegar en bjer er frá skýrt. Fjelagið gjörði sjer þessar 20 kr. að góðu og hirti þær í sjóð sinn. Hvað mundi nú P. J. hafa kallað þetta af mjer ? Ekki einokun eða harð- ræði ? En fullkominn klaufaskap mætti óhætt kalla það. hefði jeg lagt út í slíkan sjó, ekki náð mjer betur niðri en kaupfjelagið — orðið að gjöra mjer jafnneyðarlega niðurstöðu að góðu eins og það. Og hvaða nafn gefur hann loks því, hvers mörg hafa gefist dæmi í kaupfjelaginu, er mönnum, sem áttu inni í þvi, var neitað um borgun, af því, að aðrir. sem töldu sig til sömu deildar, skulduðu því? Ef nokkuð er að fótum troða rjett einstakl- ingsins, er það þetta; en hvað mundi P. J. hafa kallað þetta af mjer? Hann minnist á skuldabrjef sem „einstaka" ná- ungi hafi orðið að undirskrifa með skuldbinding um verslun, svo lengi sem hann byggði hjerað, er sækir verslun á Húsavík — úr því gjörir hann svo „lífstíðarbyggingu“ — og gefur í skyn, að dæmin sjeu fleiri en eitt. Þetta eina dæmi er til (fleiri ekki) einmitt þar, sem skjólstæðingur hans Pjetur Guðmundsson á Krákárbakka á hlut að máli, og þessi sami maður undirgekkst einnig að borga 50 kr. gabbsbætur, ef hann sviki, eða ljeti leiða sig til þess. Og það er ekki nema vel tilfallið, fyrst P. J. hóf máls á þessu, að upplýsa það til fulls. Pjetur þessi Guðmundsson hafði áður verslað við ig lengi, svo jeg vissi af honum ráðvöndum en ístöðulitlum. Eins og svo margir aðrir, liæt.ti hann því að nokkru leyti, í eitt ár, sem hann verslaði við kaupfjelagið, en kom svo til min aptur, og leit- aði fast á, að hafa sama athvarf við verslunina, sem áður hafði hann haft, sagðist vera búinn að fá nóg af kaupfjelagsskapnum og væri sjer hug- leikið, að fá að versla við mig að öllu leyti fram- vegis. Til þess að reyna í honum rifin, sannfær- ast um, hvort honum væri full alvara og jafn- framt til að tryggja mig gegn afvegaleiðslu hans fyrir fortölur annara, setti jeg mig út til þess, að setja honnm svo stranga skilmála1, að hann gengi frá, ef honum væri nokkur tvöfeldni í huga. En því fór fjarri, að honum hnykkti neitt við þeim, heldur kvað hann sig fúsan að undirgangast skilmálana2, sem hann þá einnig skrifaði undir. Síðan verslaði hann við mig i tvö ár og stóð í skilum, þar til í lok síðara ársins; en um fardaga á því, fluttist hann búferlum í Hývatnssveitina, þar sem hann nú er, 1) Eptir því sem vjer höfum heyrt voru skilmál- arnir þessir: 1. Að kvitta reikning sinn á þrem gjalddögum árlega. 2. Að versla með allan versl- unareyri sinn við verslun þá, er hr. Þ. Guðjohnsen veitir forstöðu, meðan hann (Pjetur) væri bfisettur í einhverju því hjeraði, er ræki verslun áHúsavik! 3. Ef út af þessu brigði, að borga 50 kr. gabbs- bætur! og 4, að veðsetja versluninni allt, sem hann ætti og eignast kynni, til skaðlausrar lúkningar. Bitstj. 2) Viðvíkjandi þessu finnst oss skylt að geta þess, að vjer höfum í höndum skilríki fyrir því, að Pjetur Guðmundsson hefur sagt, að sjer hafi, sem von var, þegar risið hugur við skuldbindingum þessum, en hann hafi þó neyðst til að skrifa undir þær, heldur en að fara tómhentur lieim aptur um mjög langan veg og leita síðan styrks af sveit, sem auðsjáanlega lá fyrir. Nú hefur hr. Guðjohnsen lögsótt Pjetur Guð- mundsson og fengið hann dæmdan i hjeraði til að borga 50 kr. gabbsbæturnar fyrir að versla ekki við sig, og þykist hann sjálfsagt þar hafa „náð sjer vel niðri“, en fáir munu telja hann öfunds- verðan af þeim sigri. Ritstj. i nágrenni við P. J., og prettaðist svo í lok ársins um að borga það, sem hann skuldaði mjer. Þetta umbar jeg honum í bráð, en aðvaraði hann jafn- framt um, að það væri því skilyrði bundið, að hann sviki ekki einnig verslunarloforðið. Þessa aðvörun gaf jeg honum af því, að kunnugan mann hafði „dreymt“, en hann sagði mjer drauminn, að P. Jónsson á Gautlöndum hefði talið nafna sinn á, að svíkja hina umræddu skilmála og heitið honum um leið fulltingi sínu til varnar, ef svikin yrðu átal- in. Jeg vildi ekki meir en svo leggja trúnað á þennan draum, en færi svo, að hann sannaðist, er líklegt að P. J. láti ekki veslings nafna sínum „blæða“ fyrir talhlýðnina, heldur verji svikin af hug og hjarta og borgi svo loks „kútinn“ sinn sjálfur, þótt hann kynni að vera nokkuð dýr. Þó nú P. J. hafi tekist allt þetta og annað eldra skítkast — menn afsaki svo klúrt orðatiltæki með því, hve vel það á við meininguna — til mín, svona afbragðs-klaufalega, verður þó tilgangurinn vel skiljanlegur, ef stefnuákvæði — „program11 — leynifjelags Suður-Þingeyinga, „Undiröldunnar11, sem hann er verðugur limur af, skyldi sannast að vera það, sem óvart hefur kvisast: að hafa em- bættið af B. sýslumanni Sveinssyni — sbr. óhróð- ursákærur meðlima fjelags þessa yfir honum —, gjöra mjer verslunarstjóra-stöðu mína hjer ómögu- lega og þar að auki leggja í einelti aunan em- bættismann ónefndan, sem þeir fjelagar ná nú ekki lengur til, án þess að leggjast á náinn — þá öf- unda jeg hann ekki af flórspaðamennsku sinni. Og þó það sanuist aldrei, hafa aðfarir P. J. við mig, fullkomið siðferðislegt sönnunargildi um tilganghans, í augum allra skynberandi og óhlutdrægra manna. Hvort hann nær tilgangi sinum og fjelaga sinna, er enn ósjeð, en hitt er víst, að svo kappsamlega hefur hann haldið á rekunni, að hann á viðurkenn- ingu þeirra fullkomlega skilið, fyrir ósjerhlífna framgöngu, sem verkamaður þeirra í þessa átt. Húsavik þ. 20. nóvbr. 1890. Þ. Guðjohnsen. AUGLtSINGAR I samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a. kvert orð 15 stafa frekast; með öðru letn eða setning, 1 lir. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út i hönd. Fundur í Stúdcntafjelaginu í kveld (20. febr.) kl. 8V2- 53 lÆargar tegundir af ágætum (hollenskum) vindl- um komu með síðasta skipi til vcrslunar IV. Ó. Ilreiöljörðs í Reykjavík. 54 Fimmtíu hestar af töðu óskast til kaups á næstkomandi sumri fyrir peninga út í hönd. Þeir sem vilja sinna þessu, snúi sjer sem fyrst til skrifstofu almennings. 55 Iskorun. Sje það satt, að Eiríkur Ólafsson frá Brfinum sje kominn hingað til lands frá Ameríku, þá skora jeg hjer með á hann að gefa út ferðasögu sína yfir það tímabil, er hann dvaldi þar, og má liann reiða sig á, að hún verður meðtekin með fögnuði. 5g Einn fornvinur hans. Eigandi og ábyrgðarmaður: ÞORLEIFUR JÓNSSON, cand. phil. Skrifstofa: i Bankastrœti nr. 3. Fjelagsprentsmiðjan.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.