Þjóðólfur - 27.02.1891, Page 1

Þjóðólfur - 27.02.1891, Page 1
Kemur út á, föstudög- um — Yerö árg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júlí. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn skrifleg, bundin viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. XLIII. árg. Samgangnamál. Eptir Bjöm Bjarnarson, jarðjrkjumann. II. Þó jeg geri mjer nú bestu vonir um, að farið verði að gjöra gangskör að því, að útvega hæfan verkfræðing til að veita samgöngumálum vorum og vegaejörð for- stöðu, er jeg ekki alveg viss um, að það verði svo fljótt. Allar vonir geta brugð- ist. Jeg vil þá leyfa mjer að láta enn uppi álit mitt um nokkur atrfði í sam- gangnamáli voru, er jeg vil biðja menn að athuga. Eins og opt hefur verið tekið fram, væru það hinar auðveldustu, fljótustu og veru- legustu samgangnabætur, ef gufuskipa- ferðum kring um landið og inn á firðina yrði komið á, svo að verulegu gagni kæmi. Að undanteknum nokkrum hluta suður- strandarinnar, má svo telja, að hvergi sje lengra en dagleið til næstu hafnar. Væri nú sævarsamgöngunum komið í það horf, að eimskip kæmi 1—4 sinnum í mánuði á hverja höfn við landið allt árið, þegar ís eigi hindraði, má geta nærri, hver ómetanlegur ljettir það væri fyrir sam- göngur og öll viðskipti landsmanna. Sjó- veginn, þennan aðalveg landsins, þarf lít- ið að bæta, að eins með leiðarmælingum, leiðarljósum og bryggjum, þar sem þeim má við koma. Og svo vantar algjörlega flutnings-áhöldin, skipin; en þau mætti að sumu leyti fá lánuð (leigð) hjá nágrönn- unum fyrst í stað — ekki hjá (sameinaða) okurkarlinum í Höfn, heldur hverjum sem best kjör byði. Landvegina má skoða sem aukavegi, eða sem greinar á þessum aðalvegi, sjón- um, og á því að byggja þá út frá konum á ýmsum stöðum iun í fjölbyggðustu lijer- uðin. En gott væri að geta tengt þau saman með einum landvegi kring um landið, jafnóðum og ástæður leyfðu. Þetta er sú frumregla (system), sem byggja bœri á allar framkvœmdir til um- böta á samgöngunum hjá oss. Hvað viðvíkur samgöngum á sjó, skal jeg hjer að eins taka það fram, að jeg á- lít ástand það, sem þær nú eru í, svo ó- fullkomið og óhagkvæmt, að það mætti JReykjavík, (ostudaginn 27. febrúar 1891. telja frámunalegt rænuleysi, ef eigi væri reynt hið bráðasta að bæta úr því, í hið minnsta að leita fyrir sjer um hagkvæm- ari skipaleigu-samning en nú er við að búa. — Til mælinga og annara umbóta á sjóleiðinni þyrfti að leggja fje á hverju ári fyrst um sinn. Það greiðir fyrir gufu- skipaferðunum. Annars óska jeg að forkólfar gufuskipa- málsins þreytist eigi á að halda því vak- andi, og reyna að ýta því fram á leið. „Yegagjörðarmaður“ hefur nýlega ritað í „Þjóðólf11 (4. tbl. þ. á.) um vegagjörð. Hann álítur „að halda ætti áfram sama veginum ár eptir ár þangað til hann er búinn“ og telur til þess helstu landpóst- vegina austur og norður (frá Reykjavík). Þetta væri auðvitað æskilegt, og ástæður hans eru að sumu leyti góðar; en sá hank- ur er á því, að lyrstum sinn lenti þá all- ar vegabæturnar þvi nær á einum stað, Suðurlandi, og svo gleyptu þessir tveir vegir allt samgangnabótafjeð, ef þeim ætti nokk- uð verulega áfram að miða; en hvort- tveggja mundi óvinsælt i öðrum hlutum landsins, enda að mínu áliti ekki rjett, samkv. frumreglunum hjer að ofan. Jeg álít, að fyrst ætti að leggja vegi frá kaup- túnum, höfnum eða lendingum við sjb inn í landsveitirnar, sem síst geta notað sjó- inn til vöruflutninga, þó raeð nokkru til- liti til þess, að landpóstarnir gætu notað vegkafla þessa, og að þeir síðan yrðu sam- tengdir, er fram liðu stundir. Yæri þessari reglu fylgt, ávallt byrjað frá höfn — áfangastað á sjóveginum — mætti flytja vagna, vinnutól öll og brúaefni á skipi að upphafsenda vegarins. og er þar með verkfæraflutningskostnaðar-ástæða „vegagjörðarmannsins“ að mestu fallin. Húnavatnssýslu-kaflann fyrirhugaða ætti þannig að byrja frá Hrútafirði gagnvart Borðeyri eða frá Miðfjarðarbotni og halda þaðan austur eptir hjeraðinu. Ætti svo austurendi vegarins, eða armur af honum að ná til sjávar við Blönduós eða annan hentugan stað þar nálægt (eða þá byrja þaðan). Kaflinn yfir Borgarfjarðarsýslu gæti byrjað við Hrafnabjargahöfn eða annan hentugan stað við Hvalfjörð, og endað við Nr. 10. brú yfir Hvítá. Armur af honum sunnan- verðum væri gott að næði út á Akranes. Mýrasýslu-kaflinn frá Borgarnesi í báð- ar áttir austur (að Hvítárbrú) og vestur eptir Mýrunum. Árnessýslu-kaflinn frá Eyrarbakka aust- ur á við að Þjórsábrú með samtengingar- armi yfir Ölfvesárbrú vestur á við, móti Svínahraunsveginum. Á líkan hátt norðanlands og austan. Landssjóður ætti að leggja fram fje til vegagjörðanna, en sýslufjelögin afborga það að meiru eða minnu leyti, þar sem vegirnir væru ekki á aðalpóstleið (væru að eins hjeraðsvegir, t. d. Akraness-arm- urinn). Um unglingafræðslu. „Áfram drengir, áfram pjóð, ei er boðin aeta“. Sjera Björn Halldórsson. Það er nú orðið almennt áhugamál, bæði einstakra manna og þjóðarinnar yfir höf- uð, að reyna að veita hinni uppvaxandi kynslóð svo mikla menntun, sem kostur er á. Sú skoðun, sem ríkti hjá feðrum vorum og öfum, að „bókavitið væri ei látið í askana“ og námfúsir unglingar væru efni í landeyður og mannleysi, er nú óðum að hverfa, og sú skoðun að ryðja sjer til rúms, að aðal-prýði og kostur hvers ungl- ings sje, að hann sje vel menntaður, og að bókavitið eigi að vera þannig, að það verði „látið í askana“, eða með öðrum orðum, að sönn menntun gjöri manninn færari um að brjóta sjer sína braut í líf- inu, og verða nýtur maður. En um það eru menn ei sammála, á hvern hátt best verði sjeð fyrir því, að sem flestir ungl- ingar í þjóðfjelaginu geti fengið liolla og góða menntun. Sumir vilja láta það sem mest vera komið undir framkvæmdum einstakra manna og sveitarfjelaga. Aðrir vilja að landsstjórnin taki að sjer allar framkvæmd- ir í því máli, og kostnaðurinn verði allur greiddur úr landssjóði. Sumir vilja hafa fasta skóla, aðrir vilja hafa umgangskennara.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.