Þjóðólfur - 27.02.1891, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 27.02.1891, Blaðsíða 2
38 Þjóðiii kvakar við þingið, í almenuum orðtækjum, að gjöra eitlhvað sem lirindi alþýðumenutuninni í betra horf. Á þing- inu deyr málið út af fyrir ósamlyndi, flokkadrætti og áhugaleysi. í þessum gagnstæðu straumum velkist alþýðumenutuuarmálð, og verður að engu ár eptir ár. Og ár frá ári drafnar niður hjá oss fjöldi unglinga, í menntunarleysi og and- legum aumingjaskap, og verður að and- legum steingjörvingum, iðjulausum spjátr- ungum, eða ef til vill drykkjurútum, af því þeir fá ei holla menntuu á rjett- um tíma, og komast á „skakka hyllu“ í lífinu. Þetta má ei svo til gauga. Yjer verð- um að vakua, og hugsa alvarlega um þetta mál. Kraptar þjóðar vorrar eru svo litlir, að vjer verðum að gæta þess, að þeir verði að sem bestum notum, og hin uppvaxandi kynslóð læri að beita þeim í rjetta stefnu. Vjer meguum eigi standa og hýma eptir fje úr landsjóði og framkvæmdum stjórnarinnar. Vjer verðum að leggja eitt- hvað á oss sjálfir, til að hrinda þessu máli áfram. Að heimta fje úr landssjóði, svo mikið sem þarf til að koma á alþýðukennslu um land allt, mun naumast ráðlegt, eins og nú til hagar. Fjármálastefnan á þinginu gengur í aðra átt. Þingið þrammar að nokkru leyti i fjármálaslóð einveldisstjórn- arinnar enn, og lætur embættislaun og eptirlaun og ýmsar óverulegar smá-fjár- veitingar sitja í fyrirrúmi, og þannig er landssjóðurinn ár eptir ár jetinn upp, án þess að nokkru verulegu sje í verk komið. En mundi nú eigi vera hægra að fá fje úr landssjóði til alþýðufræðslu, ef vjer legð- um fram helminginn á annan hátt? Vjer ættum nú að leggja skatt á oss til alþýðufræðslu, þannig, að í hverri kirkju- sókn væri goldið scm svaraði 1 kr. fyrir nef hvert, er sóknarnefndin jafnaði niður á alla sem sveitarútsvar gjalda. Um þetta ætti næsta alþingi að setja lög, og um leið leggja til jafnmikið fje úr landssjóði til alþýðufræðslu, og semja lög um, á hveru hátt því yrði varið. Eðlilegast og viusælast yrði, að livert hjerað rjeði sem mestu um þetta efni t. d. hjeraðsfundur1 í hverju prófastsdæmi 1) Ef farið væri eptir tillögu höfundarins, teljum vjer efalaust rjettara, að sýslunefndir rjeði mestu um þetta, eins og þær ráða nú mestu um útbýting styrksins til sveitakennara. Bitstj. rjeði því, að fenguum tillögum safnað- arfunda, hvar settir væru fastir skólar, og hvar brúkaðir umgangskennarar. Kennslu- greinir mætti fastákveða með lögum. Jeg vona að kennslufræðingar vorir, al- þingismenn og aðrir góðir menn, sem vilja styðja alþýðumenntun, íhugi tillögu þessa og segi álit sitt um hana. Vjer megum eigi gleyma því, að sá besti arfur, sem vjer eptirlátum börnum vorum, er holl og góð menntun, og það besta gagn, sem vjer vinnurn fósturjörð vorri og komandi kynslóðum, er að upp- ala þróttmikla, siðprúða og menntaða kyn- slóð, og vjer megum eigi láta smásálar- skap og ósamheldi hamla oss frá að vinna að því af öllum kröptum. Bóndi. Seyðisfirði 2. febr.: „Sama öndvegis tíð má heita að haldist hafi síðastliðinn mánuð. Að vísu gerði hríðarskot 21 jan. með 11° frosti og fjell þá nokkur snjór, en hann tók þegar upp aftur að mestu. Fiskafli enginn hjer er teljandi sje, en síld- arafli er altaf sagður á suðurfjörðunum. Norskt gufuskip, „Axel“, kom til Seyð- fjarðar skömmu á eftir hinum skipunum („Uller“ og ,,Vágen“); fór það þegar út aftur með síldarfarm frá þeim Tullinus & Co., og kom aptur eptir öðrum síldarfarmi, frá sama fjelagi, litlu eftir miðjan f. m. Gufuskipi er nú von á í þessum mánuði, frá kaupm. 0. Wathne, en sjálfur kvað hann ætla að koma í næsta mánuði, með gufuskip, er liann hafði í hyggju að kaupa erlendis í vetur. Veikindasamt hefir verið mjög lijer eystra, einkum á börnum og hefir mesti fjöldi af þeim dáið. Úti varð nýlaga maður einn, á Stafnsheiði við Breiðdal. Maður nokk- ur, Jón Pálsson að nafni, hrapaði og fyr- ir skömmu við „dráttinn“ yfir Jökulsá hjá Arnórstöðum, og beið bana af. Bæjar- bruni varð nýlega (26. f. m.) á Fossvöll- um í Jökulsárhlíð; brann baðstofan öll til kaldra kola, og varð að sögn, því nær engu bjargað. í tilefni af því, að herra Hjálmar Sig- urðsson hefur í 48. tbl. Þjóðólfs f. á. gefið í skyn, að það muni ranghermi, er frjetta- ritari yðar í Norður-Múlasýslu skrifar, í næsta blaði á undan, um alþingistíðindin frá síðasta þingi, skal þess getið, að ekki eru þau enn komin til hreppsnefndarodd- vitans hjer, og mun mega fullyrða, að eng- inn maður hjer í firðinum liafi orðið þeirra var, því eigi er teljandi þó þingskjölin og 1. hefti úr efri og neðri deild kæmu liing- að þegar haustið 1889. Það er nú að vísu eigi óhugsandi, að tíðindi þessi hafi borist með skilurn í aðrar sveitir sýslunn- ar, en kynlegtþykir frjettaritara yðar, ef vjer Seyðfirðingar höfum einir orðið útund- an í þessu tilliti, því síðastliðið haust átti hann tal við ýmsa merka menn í Hjeraði um alþingistíðindin, og kvaðst þá enginn þeirra hafa sjeð þau. Norðurmúlasýslu 2. jan.: . „Öndvegistíð, alauð jörð. Fiskalii á Yopuafirði síðast er róið var rjett fyrir jólin. Skepnaböld góð. Heilsufar manna í lakara lagi; kvef og kíghósti einkum á börnum og fjöldi ungbarna dáið. — Viunufólksekla i meira lagi er nú hjer um sveitir og óvanalega þröngt um að fá jarðnæði. Allt að bækka í verði, bæði jarðir og lausafje. í góðar jarðir eru nú boðnar 200 kr. í hundraðið. Fjárverð manua á milli almennt: ær 12—13 kr.ij sauðir veturg. 13—14 kr. og lömb 7—8 kr. Á uppboðum hafa lömb komist í 10— 11 kr. og ær í 14—15 kr. Allt er svona með fjöri og lífi í þessari árgæsku11. Noröurmúlasýslu 3. janúar: „Af almennum frjettum er markverðast: Tiðarfarið afbragðsgott. Að eins gjört tvær gusur, aðra um veturnætur, hina fyrir sólstöðurnar. Nú er alautt og ekki aðr- ir gripir á gjöf en naut og lömb að nokkru leyti. Gripaböld allgóð. Á bráðafári ber nokkuð í Fljóts- dal, sjerilagi á Valþjófsstað (yfir 50 kvað dautt). — Heilsufar er i lakasta lagi. Kvefsótt mjög al- menn og kighósti, sem verður skæðastur rneðal barna og gamalmenna, er mörg hafa dáið úr nefnd- um sóttum. Slys hafa engin orðið, nema ef telja skal að mann kól á fótum á kaupstaðarferð úr Hjaltastaðaþingliá". Þiugeyjarsýslu 30. jan.: „Hagstæð hefur tíðin verið allan þennan mánuð; jarðir nógar og góð skepnuhöld yfir höfuð. Kvefveikindi i rjenun. Skagafirði 3. febr.: „Hjeðan er ekkert nýtt að frjetta. Tiðarfarið allt af hið æskilegasta, svo að varla getur heitið, að hjer hafi verulega orðið vart vetrar enn þá. Hræddur er jeg um, að held- ur sje deyfð á kaupfjelagi okkar. Kaupmenn og þó einkum Coghill eða umboðsmenn hans gjöra allt, sem þeir geta, til að sundra því með loforð- um um góð viðskipti frá sinni hlið; vonandi er samt, að það takist ekki,' þvi að uaumast yrði þess langt að biða, að ávextirnir af þeirri viðleitni sýndi sig, ekki til mikilla bóta“. Húnavatnssýslu 12. febr.: „Hjer er nú nýaf- staðinn 5 daga sýslunefndarfuudur; var þar meðal annars rætt um póstveginn austan til i sýsluuni, og varð nú ofan á hjá sýslunefndinni, að leggja póstveginu frá Giljá út að Blöndu og siðan fram með Blöndu að austan, þvert ofan í ráð sænska vegfræðiugsins Siwersons, sem lagði til að leggja veginn fram með Svinavatni, sem er miklu beinua. En sýslunefndin komst að þessari niðurstöðu eink- um af þeirri ástæðu, að almennur áhugi er vaknaður á að brúa Blöndu á Klifunum, skammt fyrir ofan ósinn, en þar verður brúin langódýr- ust“. Um nýja liskveiða-aðlerð er oss skrif- að af merlumi manni úr Fáskrúðsfirði 25.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.