Þjóðólfur - 27.02.1891, Síða 3
f. m. á þessa leið: „Hjer íFáskrúðsfirði
hefur verið mokafli af þorski frá því sein-
ast í oktober s. 1. Fyrst er aflinn kom,
veiddist hann á línur, sem eptir vanda
voru lagðar niður við botn, en brátt mink-
aði hann. Tóku menn þá fyrir að leggja lín-
urnar sem sildarnet, þannig: að þeim var að
eins sökkt 3—10 faðma niður í sjóinn „línu-
takinu hnýtt á uppistöðuna“ svo ofarlega
og síðan höfð dufl eða kúlur eptir öllum
línuásnum með 3—10 faðma línu, á 50—
100 faðm. millibili, þannig lá línan lárjett
í sjónum uppundir yfirborði vatnsins; eptir
það fóru menn að fiska vel og hefur það
haldist til þessa tíma, hjer innst inní firði.
Aliir fiskimenn hjer telja víst, að hefðu
þeir ekki tekið fyrir að leggja línur svona
ofarlega í sjónum, myndi mjög lítill afli
hafa fengist hjer á þessum vetri, því liafi
nokkur líua verið lögð við botn, fiskaðist
ekkert á hana.
Einnig telja menn víst, að hjer mnui oft
áður hafa verið í firðinum nægur afli á.
þannig lagðar línur, þó ekkert hafi feng-
ist, t. d. þegar mikið liefur fengist af
þorski i síldarnet, sem lögð eru 3—10
faðma niður í sjó, en ekkert fiskast á
línur lagðar við botn.
Jeg sendi yður þesar línur efþjer vild-
uð drepa á eitthvað af því í blaði yðar,
til leiðbeingar fyrir þá, sem eigi liafa reynt
þessa veiði-aðferð. Viti einhverjir betur
geta þeir mótmælt þessari aðferð“.
Sparisjóður líúnavatnssýslu var stofu-
aður á fundi sýslunefndarinnar þar og lög
samþykkt fyrir sjóðinn að Blönduósi 7. þ.
m. Fyrst um sinn greiðir sparisjóðurinn
3.60 af 100 i vöxtu á ári af fje því, sem
lagt er í liann. í stjórnarnefnd sjóðsins
vóru kosnir umboðsm. B. G. Blöndal,
kaupm. J. Gr. Möller og verslunarstj. P.
Sæmundsen, sem ásamt hinum mun eiga
mestan og bestan þátt í stofuun þessa lofs-
verða nauðsynjafyrirtækis.
Úr miltishruua drápust í vikunni fyr-
ir síðustu helgi 2 kýr á G-ljúfurárholti í
Ölvesi.
Skiptapi. 19. þ. m. fórst bátur frá
Litlakólmskoti í Leiru á heimsiglingu úr
fiskiróðri, og drukknuðu allir mennirnir, 5
að tölu. Formaðurinn kvað hafa heitið
Þórður Ólafsson, ættaður austan úr Rang-
árvallasýslu.
Dáin nýlega Dagbjört Solveig Guðmunds-
dóttir á Straumi í Hraunum, ekkja sjera
Skapta Jónssonar á Hvanneyri í Siglu-
firði.
Til leiðrjettingar á frjettabrjefi úr Breiða-
fjarðareyjum i 39. tbl. Þjóðólfs f. á. höfum vjer
meðtekið grein frá hr. Eggerti Jónssyni á Kleifum
i Gilsfirði, sem er oflöng fyrir Þjóðólf. Greinar-
höfundurinn segir, að i frjettabrjefinu sje ranglega
skýrt frá gæðum og verði á nokkrum vörum í
vcrsluninni í Flatey, talar um, að forstöðumaður
hennar Björn Sigurðsson hafi almennt áunnið sjer
vinsældir fyrir lipurleik og dugnað; verslun við
hann hafi sjer yfir höfuð reynst hagfeldari en ann-
arstaðar, auk þess sem sú verslun liafi „styrkt
bændur til að hagræða fyrir sjer eptir harðindin,
sem nýlega eru um garð gengin, með hagfeldu
peningaláni að nokkrum mun“. Að því er sjer-
staklega snertir viðarverð i Flateyjarverslun i sum-
ar, þá hafi það verið „hjer um bil hið sama“ sem
í Gramsverslun í Stykkishólmi. Um bankabygg
og rúgmjöl i Flateyjarverslun segir hann:
„Bankabyggið var nokkuð blakkleitt, en mjer
hefur reynst það fullt svo gott, sem bankabygg frá
pöntunarfjelagiuu. Það er almennt álitið, að fje-
lagið flytji góðar vörur.
Rúgmjölið var gróft og ekki liæft í brauð, nema
blanda það með hveiti. Fann jeg að því við versl-
unarstjórann. Sagði hann mjer, að þegar hann
var í Höfn næstl. vetur, hafi sá orðasveimur geng-
ið í borgiuui, að malarar blönduðu mjölið með ýms-
um efnum, sem ekkert næringarefni væri í, og ef
til vill skaðlegt fyrir heilsuua, svo menn ættu á
hættu að geta ekki fengið það óblandað. Hafi hann þá
samið við malara, sem hafði á sjer gott orð, að
mala fyrir sig rúg, sem hefði vegið 103 pd. hver
hálftunna, en þegar mjölinu var skilað, reyndist
það svo gróft malað, að hann kvaðst hafa óttast
fyrir að menn mundu finna að þvi lijer, hefði hann
44
Vjer fengum þar 40 byrðar af niðursoðnum mat-
vælum auk margs annars, sem sent liafði verið þangað
frá austurströndinni lianda oss og geymt hjá Mackay
til þess er vjer kæmum. Meðal manna minna var út
býtt miklu af fötum, sem eigi var vanþörf á fyrir þá.
Kveldið áður en vjer fórum þaðan, hjelt Mackay
oss veislu; þar vóru ræður haldnar; Mackay mælti fyr-
ir skál minni, en jeg fyrir skál Emins Pacha.
Þaðan hjeldum vjer 17. sept.—20. s. m. komum vjer
til staðar þess, sem Ikoma heitir. Þar vóru landsbúar
herskáir mjög og komu með ópi og óhljóðum móti oss.
Vjer reyndum hvað eftir annað að gera þeim skiljanlegt,
að vjer vildum vera vinir þeirra og hefðum eigi annað
í huga en að lialda áfram i friði, en það dugði ekki;
þeir gerðu oss aðsúg, svo vjer leutum þar í bardaga
fyr en oss varði. Fjellu þar 10 af mönnum vorum og
2 særðust. Vjer ljetum þá undan síga í það sinn, gerð-
um oss virki við kletta þar í nánd og ljetum fallbyssu
vora vera tilbúna. Litlu síðar komu mannmargar 3
sveitir af óvinum vorum; skutum vjer þá 150 skotum
úr fallbyssunni í áttina til þeirra; enginn þeirra fjell,
en þeir lögðu þó skjótlega á flótta undan skothríðinni.
Daginn eptir hjeldum vjer áfram ferð vorri. En
þá tók litlu betra við, því að næstu viku áttum vjer í
stöðugum ófriði við íbúana, sem eltu oss og gerðu á-
41
oss í nál. eitt ár. Hún var orðinn svo elsk að Parke
lækni, að hún mátti ekki af honum sjá. Hann hafði
með sínu blíðlega brosi gjörsamlega gagntekið hjarta
hennar. Hún var vön að vera á verði við tjald lians,
og þegar hann var þar ekki, iá liún eins og hundur
við tjalddyrnar og leyfði engum að komast þar inn.
Þegar vjer lijeldum áfram ferð vorri, bar hún bækur
hans, og á hverjum áfangastað var hún óþreytandi, eins
og bífluga, að safna eldsneyti handa honum og búa til
tevatn lianda honum. Sökum veikinda urðum vjer því
miður að skilja hana eptir hjá höfðingjanum í Kurur-
uma. Annar af fyrirliðum vorum hafði einnig ungan
dverg fyrir þjón sinn. Hann talaði aldrei eitt orð við
aðra en húsbónda sinn; liann var nálega æfinlega fyrst-
ur allra í áfangastað; hann fór þá þegar að safna elds-
neyti til að kveikja með upp eld handa liúsbónda sínum.
Þó að hann bæri dálítinn böggul, sýndist liann aldrei
þreyttur. Opt kom það fyrir, er liann liafði safnað
eldsneyti, að einn af förunautum hans, sem var miklu
stærri vexti, tók það frá lionum, en hann fjekkst ekki
um það, heldur fór þegar að tína eldsneyti saman apt-
ur, af því að liann sá, að það var miklu betur til fall-
ið en að fjasa um það, sem ekkert gagn gerði. Jeg
get þessa, til að sýna, að dvergarnir liafa jafnframt