Þjóðólfur - 06.03.1891, Side 2
42
9
Hvalfjarðarbotni og norðan Þingvalla-
vatn.
3. Spara má allan kostnað framvegis við
hinn lagða Mosfellsheiðarveg og fram-
hald hans vestur á við. (Frá Fellsenda
er lítið lengra austur af heiðinni en frá
Vilborgarkeldu, þar sem vegurinn nú
endar).
4. Vegurinn liggur næstum alla leið í
byggð (heiðarvegurinn syðri er c. 5-fallt
lengri milli byggða), kemur að notum
upp-Kjósinni, sem síst getur notað sjó-
veginn, og Stýflisdalsbæjunum í Þing-
vallasveit. Áfangastaðir góðir.
Leið þessi er tíðfarin á vetrum bæði á
norðurleiðinni, þegar Svínaskarð er ófært
sökum harðfennis, ófærðar eða hálku, og
á austurleiðinni, þegar Þingvallavatn er
autt. En þegar leggja á „mac-adamiseraða‘a
vegi, er hið eina skynsamlega tillit, sem i
tekið verður til stefnu fýrri vega það,
hvar farið er á vetrum undir ýmsum kring-
umstæðum.
Þeir, sem ekki geta fallist á þetta álit
mitt, vona jeg, að færi gagnrök móti því
hið fyrsta; ella verð jeg að álíta, að það
sje þegjandi viðurkennt. Og jeg hika jafn- j
vel ekki við að lýsa yfir því, að jeg ætla,
að það hljóti að verða viðurkennt, ef ekki
nú þegar eða að 8 árum, þá 80 árum liðnum.
Bæði Mosfellsheiðarvegurinn og fleira af
því litla, sem gjört hefur verið fyrir sam-
göngurnar hjá oss, ber vott um hryggi-
lega vanhögun. Sama, livort það er laga-
leysi eða þekkingarleysi að kenna; úr því
þarf að bæta hið bráðasta. — Eptirlit og
viðhald á því, sem gjört er, vantar. Sumt
aldrei fullgjört, og spillist því brátt. Á
brýrnar vanta hlífarborð, sem endurnýja
megi jafnóðum og þau slitna, án þess að i
ripta brúnni. Á brúarstöplana vanta hand- |
riði; svo þjett, að íjenaður falli ekki gegn
um þau. Sumstaðar liggur vegáburður-
inn fram á brúarsporðana, varnar þeim að
þorna og feyir þá. Sumstaðar renna læk-
ir eptir götunum fram á brúna! (Fossár-
brú). Hin iitla Varmárbrú ekki fullgjör
enn eptir nokkur (4—5?) ár. — Hjallur
sá eða bátur þykir vanhirtur, sem ekki er
málaður eða bikaður iðulega, en um brú
— nokkur þúsunda króna virði — Þykir það
ekki tiltökumál, þó ekkert sje gjört til að
verja haua eyðileggingu af áhrifum lopts
og vatns.
Allt þetta ætti vegfræðingurinn að sjá
um. Hann gæti haft nóg að starfa.
1) Englendingurinn Mac Adam kenndi fyrstur
(1835) reglur Jiær fyrir vegagjörð, sem nú er farið
eptir.
Kvennlæknar á Englandi.
Á Englandi eru nú 73 kvennmenn, sem
hafa rjett til að fást við lækningar. Af
þessum 73 búa 22 í Lundúnum, 16 í öðr-
nm borgum Englands, 17 eru á Indlandi,
en hinar hafa sest að í ýmsum löndum.
Meðal kvennlækna þessara eru einkum 2,
sem hafa fengið orð á sig. Önnur þeirra
er frú Seharlieb; hún er fyrsti kvenn-
maðurinn, sem fjekk doktorsnafnbót i
læknisfræði í Lundúnum. 1883 setti hún
kvennspítala á stofn á Indlandi, en er nú
kennari við kvennspítala einn í Lundún-
um og hefur auk þess mikið að gera sem
læknir. Hin er frú Garette Anderson;
hún ávann sjer doktorsnafnbót í læknis-
fræði í París 1870 og hefur komið á fót
nýjum kvennspítala í Lundúnum. Lækn-
arnir við þann spítala eru eingöngu kvenn-
menn. Karlmenn koma þar ekki að, nema
til ráðlegginga, en ekki til neinna fram-
kvæmda. í Lundúnum er kvennlækna-
skóli; þar eru 18 kennarar og einn þeirra
kvennmaður. Námsmeyjarnar verða að
vera orðnar 18 ára, áður en þær komast
þar að. 1888 stundaði þar 91 kvennmað-
ur læknisfræði, og hafa margar þeirra
tekið próf með góðum vitnisburði víð há-
skólann í Lundúnum. — England kvað
annars vera það land, þar sem kvenn-
læknar eiga hægast með að komast áfram,
bæði vegna stærðar landsins og almenn-
ingsálitsins, en einkum af því að þær eiga
svo auðvelt með að komast að á Indlandi,
til að lækna kvennþjóðina þar í landi,
fyrir þá sök, að eptir trúarbrögðum Ind-
verja mega eigi kvennmenn njóta læknis-
lijálpar hjá karlmönnum.
Brjef frá Ameríku.
Þingvallanýlendu 1 des. 1890.
Heilbrigði hefur yflr höfuð verið góð
hjer i nýlendunni að undanförnu og fáir
dáið. Tíðarfar síðastliðið sumar mátti
heita fremur gott. Hitar voru aldrei mjög
miklir. í ágúst og fyrri hluta september-
mánaðar voru töluverðir óþurkar, og tafði
það töluvert fyrir heyskap og hey náðust
ekki með jafngóðri hirðingu og ella hefði
orðið. Uppskera varð fremur góð hjer i
nýlendunni yfir höfuð, og aldrei hefur ver-
ið sáð jafnmiklu af hveiti sem síðastliðið
vor. Hveiti er hjer víðast gott, þó er það
sumstaðar lítið eitt skemmt af frosti. Hveiti-
uppskera í Manitoba og Norðvesturlandinu
hefur annars yfir höfuð verið mjög miki-
í ár, en eigi eru hveitigæðin að sama
skapi; valda því frost, er komu skömmu
áður en hveiti varð fullþroskað. Kartöflul
uppskera og annara garðávaxta varð frem-
ur góð hjá löndum í kaust. Hve mikið
hveiti hefur orðið af ekrunni hjá mjer,
verður ekki sagt um með vissu, því
að allt korn er óþreskt enn; er það mjög
bagalegt, að fá ekki þreskt, en þessu veld-
ur, að þreskivjelar hjer í kring eru of fáar
í samanburði við hið mikla hveiti, sem er
fyrirliggjandi. Yið höfum samt von um
að þresking fari hjer fram úr nýárinu. Að
eins 4 íslendingar hjer í nýlendunni hafa
fengið þreskt enn, og munu þeir liafa
fengið um 17 bushel af ekrunni af lítt
skemmdu hveiti. Það má annars fullyrða,
að ekki verða slík vandræði með þresk-
ing að ári. Er í ráði að nýlendumenn í
fjelagi reyni að eignast þreskivjel; en til
þess veitir ekki af um 2000 dollars. Það
eru annars töluverðar framfarir í búskap
manna hjer í nýlendunni, þegar litið er
til hins stutta tíma, sem menn hafa dval-
ið hjer. Þannig voru keyptir á síðastliðnu
hausti tveir sjálfbindarar, það eru verk-
færi, til að slá niður kornið og binda það
i knippi. Hver sjálfbindari kostar um 175
dollars. Auk þessa eru sláttuvjelar, hey-
hrífur, vagnar, plógar og herfi ásamt fleiri
akuryrkjuverkfærum að fjölga að mun.
Landnám er byrjað hjer skammt fyrir
norðan nýlenduna, og ætla jeg að skrifa
dálítið um það, þar eð það stendur í svo
nánu sambandi við þessa nýlendu. Fyrri
part júlímánaðar síðastliðinn komu hingað
í landskoðunarferð tveir íslendingar úr
Dakota, Jóhannes Einarsson og Eggert
Arason. Þeir skoðuðu fyrst ótekin stjórn-
arlönd hjer í nýlendunni, sem annars eru
nú mjög farin að fækka, og leist þeim
ekki á þau, sem eptir voru. Tókust þeir
þá á hendur að skoða lönd hjer um bil 8
mílur norður af þessari nýlendu; er þar
allmikið iand ótekið, sem nýlendubúum var
lítt kunnugt um. Leist þeim þar svo vel
á land, að þeir tóku þar þegar land, fyr-
ir sjálla sig. Þessir menn höfðu áður far-
ið um Nýja-ísland og Álptavatnsnýlendu
og ekki viljað staðfestast þar. Þegar
þessir menn komu til Winnipeg, varð
uppi fjöður og fit meðal landa þar; hið
sama varð og eptir að þeir komu til
Dakota, því að þangað þurftu þeir til að
sækja fjölskyldu síua. Má svo segja að
allt til þessa tíma hafi komið fleiri og
færri næstum með hverri ferð til að skoða
og taka laud á hinu áðurnefnda svæði;