Þjóðólfur - 28.03.1891, Síða 1
Kemur út & föstudög-
um — Yerö árg. (60 arka)
4 kr. Erlendis 5 kr. —
Borgist fyrir 15. júlí.
ÞJÓÐÓLFUR.
Uppsögn skrifleg, bundin
við áramðt, ögild nema
komi til útgefanda fyrir 1.
október.
XLIII. árg.
Amtsráðin nýju.
Eptir Þorkel Bjarnason.
Ein af lögum síðasta alþingis eru lögin
um stofnun 4 amtsráða í stað 3ja áður,
með 1 fulltrúa úr hverri sýslu, að undan-
teknum Vestmannaeyjum, og fjölga við
það amtsráðsmennirnir um 13. Auk þess
eru dagpeningar þeirra færðir upp úr 2 kr.
í 3 kr., en ferðakostnaður borgaður eptir
reikningi, sem amtmaður úrskurðar.
Um lög þessi munu skoðanir almennings
skiptar, og þó fleiri, sem jeg hef heyrt,
ætla þau ot snemma uppborin, og störfin
eru naumast svo umfangsmikil eða marg-
brotin, að ekki hefði mátt lilíta við amts-
ráðin gömlu. Jeg hef og heyrt ýmsa telja
það miður hyggilegt af þinginu, að fall-
ast eigi á þá bendingu landshöfðingja, að
leita álits sýslunefnda og hreppsnefnda
um málið, áður en því var ráðið til lykta,
svo sjeð yrði, hvort landsmönnum þætti
það svo mikílsvert, að þeir vildu í þvi
skini leggja á sig töluverð gjöld.
'En það var nú svo að kalla eindreginn
vilji þingsins, að koma málinu fram, og
því vonandi, að lögin verði landsmönnum
til þess gagns, sem þingmenn hafa sjálf-
sagt búist við. En þó breyting þessi sje
ef til vill í sjálfu sjer æskileg, þá virð-
ist mjer samt ýmislegt í lögunum, sem
betur hefði mátt fara öðruvísi.
Dagpeningarnir eru færðir upp úr 2 kr.
í 3 kr., án þess að sjeð verði, að nokkrar
kvartanir hafi komið yfir því, að 2 kr.
væru of litlar. 3 kr. er nú auðvitað ekki
há borgun. En þegar ferðakostnaðurinn
bætist við og mönnum fjölgar allt að því
um tvo hluti, þá mun reyndin verða sú,
að kostnaðurinn verður eigi alllítill allt í
allt. Ferðakostnaður þingmanna mun opt
nema 15—20 kr. á dag og jafnvel meira.
Geta menn nú ætlað, að amtsráðsmenn
taki minni ferðapeninga, þar sem þeir
langt frá hafa það aðhald, sem þingmenn,
að reikningar þeirra komi fyrir almenn-
ings sjónir? Það virðist og með þessu
töluvert gjört upp á milli hrepps- og sýslu-
nefndarmanna og þeirra, sem 1 amtsráði
sitja, livað borgun snertir. Yitaskuld er
virðulegri sess, að sitja í amtsráði en
Reykjavík, laugardaginn 28. mars 1891.
hreppsnefnd, en sjálfsagt eigi erfiðara nje
tekur meiri tíma; en fyrri má nú nokkru
muna, en að hreppsnefndarmaðurinn, opt
fátæklingur, sje marga daga á ári að
heiman við hreppsnefndarstörf borgunar-
laust, en amtsráðsmaðurinn fái til ferðar-
arinnar á fundinn fram og aptur, ef til
vill 15—20 kr. á dag, og svo fæðispen-
peningana að auki, 3 kr. Sýslunefndar-
menn fá 2 kr. á dag alls. Skyldi nú ekki
hafa verið reynandi að ákveða amtsráðs-
mönnunum alls og alls t. d. 5 kr. á dag?
Skyldu ekki boðlegir amtsráðsmenn hafa
fengist fyrir þá borgun ? Það virðist t. a. m.
ekkert ólíklegt, með því amtsráðsfundirn-
ir munu venjulegast haldnir í kaupstað og
ef til vill nálægt lestatímanum, eða svo
hefur verið, að opt mætti ijúka nauðsynja-
erindi um leið, sem gæti gert þolanlegra,
þó eigi fengist fyllsta borgun fyrir að
sækja fundina, og 5 kr. á dag er þó allt
annað en 2 kr. sýslunefndarmanna, — um
hreppsnefndirnar þarf ekki að tala.
En þó eigi þótti tækt, að breyta lög-
unum í þessa átt, sje jeg ekki, að rjett
sje, að kostnaðurinn leggist á lausafjeð
eitt. Eða er landbúnaðurinn, þessi van-
rækti atvinnuvegur, færari um aukin gjöld
en aðrir atvinnuvegir ? Eru eða verða amts-
ráðin fremur sveitabóndanum til gagns en t.d.
kaupmanninum, embættismanninum ogsjáv-
armanninum ? Jeg held jeg leggi naumast of
mikiðí, þó jeg gjöri ráð fyrir, að hin fýrir-
hugaða breyting á amtsráðunum hafi t. d. í
suðuramtinu 6—8 a. gjaldhækkun á hvert
lausafjárhundrað í för með sjer með að
eins einum fundi á ári; þar við bætist nú
bráðum á jafnaðarsjóð suðuramtsins endur-
borgun á hálfu landssjóðlánu ■ til Ölfusár-
brúarinnar, sem sjálfsagt verða 3—4 a. á
hundr., og verður þetta hvorutveggja 9—
12 a. hækkun á ári á hvert lausafjárhundr.
Að vísu er ekki þetta allstórt gjald, en
„safnast þegar saman kemur“, og þegar í
mörg horn er að líta — eins og er með
gjöldin á landbúnaðinum — dregur um hvað
eina. Jeg held því, hvort sem kostnaður-
inn til amtsráðanna er látinn vera meiri
eða minni, þá væri rjettast, að leggja hann
á landssjóðinn. Mjer finnst sanngjarnt, að
allir landsbúar beri kostnaðinn.
Þá finnst mjer ekki sem best fallið, að
Nr. 15.
sami maður sitji bæði í sýslunefnd og
amtsráði — en það banna lögin ekki —.
Þar af getur leitt, að hann felli úrskurð,
auðvitað með öðrum, um sama málið í
báðum stöðunum, og er ekki nema eðli-
legt, að hann fylgi því fram í amtsráðinu,
sem honum var áhugamál í sýslunefndinni.
Naumast mundi rjetti manna þykja tryggi-
lega borgið, ef sýslumenn mættu, þó með
fleirum væri, dæma hin sömu mál í
æðri rjettum, sem þeir hefðu dæmt í und-
irrjetti. Jeg held það þyki og fremur ó-
kostur en hitt á sveitastjórnarlögunum, að
þau heimila, að sami maðurinn sitji í
hreppsnefnd og sýslunefnd. Það heyrist
ekki ósjaldan, þá er menn þykjast þurfa
að kvarta yfir gjörðum hreppsnefnd.ir, að
það muni vera til litils að láta málið fara
til sýslunefndarinnar, fyrst einn úr hrepps-
nefndinni sje sýslunefndarmaðurinn. Þó
þetta sje að vísu opt ástæðulaust, þá er
auðvitað mjög líklegt, að sýsluneíndiu í
ýmsum tilfellum, t. d. með útsvarskærur,
verði að fara eptir bendingum hlutaðeig-
andi sýslunefndarmanns, sem venjulega er
sá eini í nefndinni, sem hefur persónulega
þekkingu á málinu. Jeg held því, að sú
breyting væri fremur til bóta, að svo væri
fyrirmælt í lögunum, að sá sýslunefndar-
maður, sem kosinn væri í amtsráð, legði
þegar niður sýslunefndarstörf sín, og sama
ætti að vera með hreppsnefndarmann, sem
í sýslunefnd væri kosinn.
Ekki finnst mjer heldur viðkunnanlegt,
að sýslunófndirnar, sem amtsráðin eru næst
skipuð yfir, kjósi til þeirra. Það má vel
hugsa, ef hlutaðeigandi amtsráðsmaður lít-
ur vel eptir hjá sýslunefnd sinni í amts-
ráðinu, að það verði honum ekki til með-
mæla við næstu kosningar. Öll laga-
ákvæði, sem leitt geta til hlutdrægni, þarf
að varast. Ef ekki væru hafðar almenn-
ar kosningar, finnst mjer fullt eins rjett,
að hreppsnefndirnar kysu eins og sýslu-
nefndirnar.
Yitanlega mun þetta mál koma fyrir á
næsta þingi — Austur-Skaptafellssýsla mun
naumast geta unað öðru en að fylgja austur-
amtsráðinu — og þá má vel koma að öll-
um þeim breytingum, sem til bóta þykja
horfa.