Þjóðólfur - 28.03.1891, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 28.03.1891, Blaðsíða 2
58 Þjóðviljinn. Jeg er einn af þeim fáu, sem kaupi í'jóðviljann, og jeg les hann með mestu ánægju; jeg hef fengið svo hjartanlega hlýjan hug til hans, og því gremjast mjer þeir dómar, sem jeg heyri allan þorra manna leggja á hann. Jeg hef farið um mestan hluta landsins, og jeg hef heyrt Þjóð- viljann skammaðan og úthúðaðan nálega undanlekningarlaust af öllum, sem jeg hef heyrt minnast á hann. Það sem mjer þykir undarlegast er þó það, að jeg lieyri þessi sömu ummæli í þeim hjeruðum, þar sem enginn Þjóðvilji er keyptur, — því síð- ur lesinn. Almenningur les ekki Þjóðvilj- ann, það eru að eius örfáir einstakir menn, en allir skamma hann; það er eins og öli- um almenningi þyki það „lieyra til“ — vera svo sem sjálfsagt. Það er nokkuð líkt um Þjóðviljann eg gamlar dysjar, þar sem ó- bótamenn voru dysjaðir í fyrri daga. Það þótti sjálfsagt, að allir, sem gengju fram hjá slíkri dys, signdu sig rækilega, og köstuðu svo í hana þrem steinum, að minnsta kosti; og þetta gjörðu menn, án þess þeim væri ljóst, hvað sá dauði, sem í dysinni hvíldi, hefði til saka unnið. Jeg get ekki betur sjeð en að hnútukasti al- mennings í Þjóðviljann sje alveg eins var- ið. Jeg heyrði sagt í ungdæmi mínu, að það kæmi svartur blettur á tunguna á þeim, sem bölvuðu mikið eða hefðu illan munnsöfnuð; sje nokkuð satt í þessu, þá getur varla hjá því farið, að tungan í öll- um þorra manna hjer á landi hafi sortn- að að mun síðan Þjóðviljinn fór að koma út. Jeg veit, að jeg hef annan hug til Þjóð- viljans en flestir eða allir aðrir, #en það er af því að jeg hef jafnan litið á hann frá annari hlið en aðrir menn. Þegar jeg spyr menn, af hverju hin djúpa fyrirlitning þeirra fyrir Þjóðviljanum sje spottin, og hvers vegna þeir skammi hann svo vægð- arlaust, þá tilfæra þeir ýmsar ástæður; þeir sem liafa lesið Þjóðviljann og vita, hvað í honum stendur, — þeir segja, að aldrei sje nokkur skoðun eða nokkurt orð í honum stutt með nokkrum rökum, að hann leitist við með stóryrðum og æðis- gangi að berja inn í almenning enda- lausum vitleysum, heimskulegum og hættu- legum skoðunum o. s. frv.; og svo bæta þeir því við, að þetta gjöri nú ekki svo mikið til, því vitleysur hans og fjarstæður sjeu svo berar og naktar, að varla sje hætt við að nokkur glepjist á þeim. Þetta og þessu líkt hafa menn fært til móti Þjóðviljanum. Mjer dettur alls eigi í hug að reyna til að hrekja þetta, — getur vel verið, að það eigi allt við góð og gild rök að styðjast; jeg læt það alveg liggja milli hluta, það hefur engin áhrif á velvildar- hug minn til Þjóðviljans, því hann er af þeim rótum runninn, sem á alls ekkert skylt við þetta, sem menn almennt klifa á, þegar þeir skamma Þjóðviijann; — það, sem jeg met svo mikils við Þjóðviljann, er allt annars eðlis. Þegar jeg var að alast upp hjá honum föður mínum sæla, voru ávallt kveðnar rímur og lesnar sögur á hverju kveldi. Jeg varð alveg hugfanginn af þeim undra- heimi, sem opinberast í sögunum og rím- unum. Á næturnar dreymdi mig, að jeg sæi blóðuga bardaga, og jeg sá Úlfar sterka vaða gegn um fylkingar og hafa tólf og þrettán í hverju höggi. Jeg sá hlífarlausa berserki vaða fram grenjandi og ota skallanum móti nöktum og hár- beittum sverðunum. Jeg sá fjölkynngis- menn og tröll bregðast í allra kvikinda líki, og spúa eitri og ólyfjani yfir fýlk- ingar óvina sinna. Jeg get ekki að því gjört, að jeg verð enn í dag svo hrifinn af öllu því, er mjer finnst minna á þessi fornu ævintýra undur. Það er einmitt af þessu, að jeg hef orðið svo hrifinn af Þjóð- viljanum, og jeg les hann með svo mikilli ánægju, því í honum opnast fyrir mjer ali- ur þessi forni undraheimur. Þegar Þjöð- viljinn veður fram móti óvinum sínum með þessum voðalegu stóryrðum og hams- lausa gauragangi, þá er mjer sem jeg sjái berserkina fornu fara grenjandi og bíta í skjaldarrendur, vaða jörðina upp að knjám og eira engu. „Grenjuðu voða-hljóð með há, hömuðust ramir bófar; vall þeim froða vitum frá, voru þeir hroðalegir þá“. Og ef einhver sýnir sig búinn til að ganga á hólm við Þjóðviljann, þá hlær hann og skellir á lærið; — hann undrast að nokkur skuli vera svo fífldjarfur. „Andri hlær svo höllin nærri skelfur; við sína granna sagði hann: sjáið manninn vitlausann“. Og svo þegar á hólminn kemur, þá hefur Þjóðviljinn engar ástæður og engan sann- leika að lilífa sjer með, — hann er alveg hlífarlaus; en það gjörir honum ekkert til, því hann bíta engin járn. „Enginn brandur bíta kann berserk Andra hamraman“. Og þegar svo slegið er í hausinn á Þjóð- viljanum með hárbeittum sannleikanum, þá hristir hann skallann, og stendur svo jafnt upprjettur eptir sem áður. „Hristi skalla hyrju ver, hlaut að falla laufinn ber úr dalneyðum Önundar o’ná breiðu þiljurnar". Ef einhver veitir Þjóðviljanum svo drengi- lega atsókn, að hann getur eigi staðist fyrir, þá smýgur hann í jörð niður og kemur svo fram aptur í allt öðrum liam — kemur eins og flugdreki og spýr eitri og ólyfjani yfir mötstöðumann sinn. En komi einhver svo hraustur og harðfengur, að vjer getum eigi betur sjeð en hann gangi af Þjóðviljanum alveg stein- dauðum, þá er hann (Þjóðviljinn) samt eigi úr sögunni; innan lítils tíma er hann kom- inn aptur á vígvöllinn, og er þá hálfu verri viðureignar en áður. „Apturgenginn gaurinn er grimmur í jeii randa; maður enginn megnar sjer móti þessum fjanda“. Þegar Þjóðviljinn gengur með kylfuna reidda gegn konungkjörnum þingmönnum og slíkum kumpánum, þá er mjer sem jeg sjái sjálfan Ása-Þór, með hamarinn reidd- an um öxl og girðan megingjörðum, fara í austurveg og berja tröll, eða Úlfar sterka vaða gegn um fylkingar með alblóðugar hendur upp að öxlum og hafa tólf og þrettán í hverju höggi. „Úlfar sterki lamdi með lurk lýða heiðið mengi; ætlaði’ að verða í götunni slark undir móabarði“. Vjer munum eptir því, að Þjóðviljinn hefur stundum haft meðferðis dálaglegar hugvekjur, eða hitt þó heldur, frá ónefnd- um konum. Jú, Þjóðviljinn hefur stund- um verið nokkuð djarftækur til kvenna; hann hefur tekið ýmsar ónafngreindar konur og átt með þeim nokkur ótótleg og óskapleg afkvæmi. Hann sver sig í ætt- ina í þessu sem öðru. Þess er opt getið, að berserkir fóru um landið, og skoruðu á menn til kvenna; tóku þeir dætur bænda og hjeldu þeim hjá sjer hálfan mánuð eða þrjár vikur, og sendu þær svo heim apt- ur með skömm og vanvirðu. Fæddust þeim þannig mörg börn, sem opt voru litlir feðurbetrungar. Hver veit nema Þjóðviljinn færi sig svo upp á skaptið í þessu efni, að sagt verði um hann líkt og Hákon jarl, að hann „gjöri sjer allar kon- ur jafnheimilar". Hvar sem jeg lít í Þjóðviljann, þá er eins og fornöldin opnist fyrir mjer með

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.