Þjóðólfur


Þjóðólfur - 10.04.1891, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 10.04.1891, Qupperneq 2
66 ingar sinnar, eigi gjört annað nje betur, en að neyta þess rjettar, sem því er heim- ilaður í 50. gr. stjórnarskrárinnar, að taka landið með lögum frá eigandanum. Því, að alþingi íslendinga á síðasta hluta 19. aldar, og sem löggefandi alþingi, geti fall- ist á, að útlendur kaupmaður geti haft hjer römmustu einokun, er þó vart hugs- andi. X+ Y /v V \ ' i 's' Hagur landsbankans. Beikningur landsbankans fyrir 1890 er nú birtur lijer í þessu blað, og er eigi ó- fróðlegt að benda á ýmisleg atriði í hon- um og bera saman þetta starfsár við t. a. m. árið 1889, næsta ár á undan. Bankinn hefur lánað út 1889 1890 gegn ýmiskonar skulda- kr. kr. brjefum . . . . c. 82,400 130,000 lánað gegn víxlum og á- vísunum............... 80,000 122,800 En fengið endurborguð lán 115,700 * 102,000 og endurborgaða víxla o.fl. 76,600 110,890 Þetta sýnir ljóslega, hve viðskipti bank- ans við landsmenn hafa farið stórum vax- andi árið sem leið, einkum þegar þess er gætt, að þessi aukning á viðskiptunum er mest fólgin í stuttum lánum, bráðabirgðar- lánum til nokkurra mánaða, og víxillán- um. Þess konar lán geta allir notað, all- ir haft gagn af, ef þeir hafa svo mikið traust áreiðanlegra manna, að þeir vilji hjálpa þeim til þeirra, — enda þótt þeir enga fasteign hafi að bjóða. Slík lán hafa ómetanlega þýðingu fyrir öll viðskipti manna. Yjer skuium nefna að eins það, að menn á þann hátt geta allra ljettast fengið gott vöruverð, bæði í viðskiptum við innland og útland. Peningaforði bankans var við ársbyrjun 219,000 kr., en við árslok 178,000 kr. eða rúmum 40 þús. krónum Iægri; en aptur hafði bankinn keypt á áriuu kgl. ríkis- skuldabrjef fyrir 92,000 kr. Af þessu er auðsætt, að bankinn gæti lánað talsvert meira fje heldur en hann hefur nú í lán- um, ef gildir lántakendur byðust, því að óþarft virðist að hafa svona mikið fje — 253 þús. krónur — í kgl. ríkisskuldabrjef- um, ef bankinn gæti gjört slikt fje arð- berandi á annan hátt í landinu sjálfu. Að bankinn er ekki á flæðiskeri staddur með málm sjest best á því, að hann hef- ur við árslok í gulli og silfri fyrirliggj- andi um 65 þús. krónur. Til þess að gjöra sjer grein fyrir eign- um bankans við árslokin, skulum vjer benda á, að bankinn átti þá: 1. í lánum gegn ýmsum skulda- kr. brjefum ...... c. 655,000 2. f kgl. ríkisskuldabrjefum o. fi. 254,700 3. - víxlum og ávísunum . . 24,000 4. - peningum oghjáLandmands- .bankanum í Kaupmannahöfn 182,600 Samtalsý þessum 4 liðum 1,116,300 eða eina miljón, eitt hundrað og sextán þúsund krónur. Hvernig má þetta ske — kunna margir að spyrja, — stofnfje bankans er ekki nema 7a miljón, og hann hefur enn ekki notað af því 70 þús. krónur? Þessu er svo varið, að sparisjóður bank- ans.er orðinn svo geysistór. Þá er bank- inn tók við sparisjóði Reykjavíkur, var hann ekki nema c. 360 þús. krónur, en nú er hann orðinn yfir 560 þús. krónur. Á 372 ári hefur sparisjóðurinn aukist þann- ig um 200 þús. krónur. Þetta er öldungis gifurleg aukning hlutfallslega og sýnir meðal annars, hve ákaflega þýðingarmikið það er fyrir þjóðina, til að kenna henni sparnað, að fjölga sem mest sparisjóðun- um og gjöra mönnum sem hægast fýrir að nota þá og ná til þeirra. Einnig ber þessi aukning með sjer, hve mikið traust bankinn hefur aflað sjer, þrátt fyrir ými- gust og hatur stöku fáfræðinga til hans. En hver er nú gróði bankans orðinn á þessu 4^/2 ári, sem liann hefur staðið ? Varasjóðurinn er talinn . . . 83,379,43 og auk þess má telja 14,556,10 sem bankinn hefur nú þegar fengið sem fyr- irfram borgaða vexti. Svo á bankinn úti- standandi í vöxtum 3,016,85 17^572.95 Alls er þetta kr. 100,952,38 og hvernig sern á er litið, verður því ekki neitað, að það er laglegt búhokur, sem grætt hefur hundrað þúsund krónur á 472 ári. Já, laglegt samt, þótt fylgt sje reikn- ingnum og sagt, að bankinn liafi grætt á 472 83 þús. krónur rúmar. Þetta er stófnun sú, sem meisíari Eiríkur Magnússon spáði, að fara muudi á liöfuðið á fyrsta ári! Tii fróðleiks skal þess getið, að reikn- ingurinn fyrir 1890 ber með sjer, að pen- ingar þeir, er gengið liafa í gegnum liendur bankagjaldkerans á árinu, eru urn 1 miljón og 400 þús. krónur, eða fast að 5 þús. kr. hvern dag, sem bankinn er opinn. Þiiigmálafund hjeldu Suður-Þingeying- ar 17. f. m. í Úlfsbæ, þar sem mættu 1— 8 kosnir menn úr hverjum hreppi kjör- dæmisins og fjöldi annara hjeraðsmanna, þar á meðal þingmennirnir allir, sem, búa innan hjeraðs. Próf., alþm. Árni Jónsson var fundarstjóri; allir fundarmenn höfðu málfrelsi, en að eins hiuir kjörnu menn at- kvæðisrjett. Funduriun var með afnámi vistarskyld- unnar, vildi láta alþingi halda ejúirlauna- málinu áfram í sama horfi, sem gert var í neðri deild á síðasta alþingi, áleit nauð- synlegt að breyta hanlcal'óqunum þannig, að bankastjórinu og aðrir starfsmenn bankans megi engin opinber eða almenn störf á hendi hafa auk bankastarfanna, að bank- inn stofni nú þegar útibú á Akureyri og komist sem fyrst í viðskiptasamband við banka í Danmörku og Englandi. Fundur- inn var á móti flutningi eða niðurlagning Möðruvallaskól/ms. samþ. að skora á alþingi að lialda áfram lagaskólamálinu, þótti nauð- synlegt að fá vel launað dyralæknisembœtti og í sambandi við það kennsln í dýra- læknafræði, fal sýslunefndinni að gefa meðmæli sín með því, að laudssjóður taki að sjer brýrnar yfir Skjálfandafljót með þeim skuldbindingnm, sem á þeim livíla, vildi fá presthosningarlögunum breytt þann- ig, að söfnuðunum sje gefinn kostur á að velja um alla umsækjendur, vildi láta auka- lœknisumdœmið í N.-Þinq.s. ná allt að Reikjalieiði. Um stjórnarskrármálið sam- þykkt í eitiu hljóði þessi yfirlýsing: „Fund- urinn lýsir megnri óánægju sinni yfir á- greiningi þeim, sem orðið hefur í þessu máli bæði á alþingi og utan þings og skor- ar á alþingi að taka málið upp aptur á þeim grundvelli, er fulltrúar þjóðarinnar voru orðnir sammála um“. Enn fremur voru 11 mál tekin fyrir á þessurn fundi og nefndir kösnar i mörg þeirra; skyldi taka þau aptur fýrir á næsta þingmála- fundi, sem ákveðinn er í vor. Bæjarbruni. Aðfarauótt 10. f. m. brann bærinn í Rauðseyjum á Breiðafirði til kaldra kola og gömul kona og barn brunnu þar inni, en því nær engu af mununum varð bjargað; fólkið flúði klæðlítið úrrúmunum út í fjós og hafðist þar við og nærðist á mjólkinni úr kúnum, þangað til hægt var að gefa merki til næstu byggðrar eyjar á 3. dægri eptir brunann; kom þá góð hjálp bæði af matvælum og klæðnaði. Kveldinu fyrir brunann hafði kviknað í eldivið hjá eldavjel á bænum, og slökkt

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.