Þjóðólfur - 25.04.1891, Blaðsíða 3
75
dálítinn hluta að lieiðrinum. „Jeg legg
fúslega lífið í sölurnar, ef jeg fæ að eins
að vera með í förinni“, sagði liann. Það
er drengilega mælt og væri betur, að
Nansen rjeði hann til fararinnar.
Sýslumaður settur. í Vestmannaeyj-
um var, eins og áður er frá skýrt, hjer-
aðslæknir Þorsteinn Jónsson settur sýslu-
maður, en liann baðst undan því. Hinn
20. þ. m. var því kand. polit. Sigurður
Briem settur þar sýslumaður frá 1. maí
til þess, er embættið verður veitt.
Þiiigmannskosiiingin í Rangárvaiia-
sýslu. Sigurður Briem býður sig þar eigi
fram, og eigi hefur enn frjetst, hverjir
muni gefa þar kost á sjer til þingmennsku,
nema um einn mann, hreppstjóra Þórð
Guðmundsson í Hala í Holtum, sein, mun
gefa kost á sjer. Það er góður bóndi og
merkur maður, sem liefur fengist um mörg
ár við ýms innanhjeraðsmál og áunnið
sjer traust samhjeraðsmanna sinna. Af
innanhjeraðsmönnum, sem kostur er á,
mun eigi annar líklegri til að ná þar
kosningu en hann.
Norska gufuskipið Anna var dæmt ó-
sjófært af skoðunarmönnunum. Farið var
með það inn að Gufunesi, þar sem það
verður látið bíða, þangað til skeyti koma
frá fjelagi því, sem liefur tekið það í á-
byrgð, um, hvað það viiji láta við það
gera.
Strandferðaskipið Thyra fór hjeðan
aðfaranótt liins 22. þ. m. vestur og norð-
ur um iand og með því nokkrir farþegjar.
Skipstrand. 10. þ. m. strandaði írakk-
neskt fiskiskip austur við Meðalland, en
skipverjar allir, 17 að tölu, björguðust
fyrir dugnað eins þeirra, sem hafði synt
gegn um brimrót í land með taug, og síðan
dregið kaðal í land, og á honum björguðu
sjer allir hinir. Skipið sjálft sökk og
misstu skipverjar því nær allt, sitt dót.
Þeir komu hingað í fyrra dag.
Afiabrögð. Aflalítið eða því nær afla-
laust er alstaðar við Faxaflóa, og horfir
til vandræða, ef eigi rætist fram úr því,
sem enn er eigi útlit fyrir.
Tíðarfar liefur verið ágætt síðan á
páskum. Veturiun kvaddi og sumarið gekk
í garð með einmuna veðurblíðu.
Fyrirspurnir og svör.
1. Ná eigi lögin um sveitarstyrk og fúlgu eins
til peirra, sem sitja i sveitarskuld síðan áður eu
pau lög komu íit?
Svar: Jú, nema 5. og t>. gr. laganna.
2. Eru eigi þeir. sem fengið kafa sveitarstyrk
eða fengið sveitarlán til þess að komast til Ame-
ríku, skyldir að borga þessar skuldir sínar, þótt
þeir dvelji í Vesturheimi.
Svar: Jú, eptir íslenskum lögum, en hvort þeir
eru það eptir amerikskum lögum, er oss ekki kunn-
ugt um.
3. Væri eigi fróðlegt að fá skýrslu um, livað
mikið tje hreppssjóðiruir á íslandi eiga þannig hjá
mönnum fyrir vestan haf?
Svar: Jú, allfróðlegt gæti það verið.
4. Hvernig á að fara að ná slíkum skuldum, ef
hlutaðeigendur eru eigi svo vandir að virðingu
sinni, að borga þær ótilkvaddir?
Svar: Það mun vera torvelt; reynaudi væri að
fá einhvern í Ameríku til að ganga eptir skuldun-
um. Ef þær nást ekki á þann hátt, muu naumast
auðið að ná þeira.
Hestur lipur til reiðar og duglegur
óskast til láns eða kaups til ferðar í fyrri
hluta júnímánaðar. Menn snúi sjer til
ritstjóra Þjóðólfs. 131
Skipsaögjoröir og ýmsar aðrar smíð-
ar tekur undirskrifaður að sjer.
Reykjavík 24. apríl 1891.
132 H. B. Bjarnasou.
Fjaðrastólar vandaðir erutilsölu. Ritstj.
vísar á seljanda. 133
68
aði mjög snemma í rúmi sínu. Óvanaleg órósemi greip
hann, án þess að hann gæti gert sjer grein fyrir því;
liann fór á fætur og gekk út í kirkjugarðinn, til þess
að hreyfa sig i hinu lireina morgunlopti.
Tunglið skein á kirkjuna, sem var gömul orðin, og
hinir mörgu legsteinar, sem stóðu í kring um hana, virt.
ust honum enn sorglegri en í sólskini, enda er tunglið
einna skyldast útsloknuðu lífi.
Hann geklc hægt milli trjánna og sagði við sjálfan
sig: Að menn setja þessa legsteina, kenmr af því, að
fyrrum þurfti þeirra með, til að vernda grafirnar gegn
líkræningjum, bæði mönnum og dýrum, en nú má skoða
þá sem ímynd þungra sorgra, sem forsjónin leggur á
hjörtu mannanna, til að varðveita þau fyrir árásum
freistinganna. Ef til vill verður lijarta mitt innan
skamms að reyna einhverja slíka sorg.
Óðara en hann liafði sagt þetta í hálfum hljóðum
við sjálfan sig, heyrði hann skyndilega þungt andvarp,
sem honum heyrðist koma frá einu leiðinu. Honum
varð bilt við, en áttaði sig þó þegar aptur og sagði:
„Undir legsteinunum þagna öll andvörp . . . mjer hefur
sjálfsagt misheyrst".
Aþtur heyrðist þungt andvarp og síðan grátur með
ekka.
„Hjer hlýtur að vera eiuhver lifandi, sem þjáist af
65
sagði það, og það var eins og háðslegt bros ljeki um
varir hans, er hann var að skoða frakkann.
„Þjer getið ekki fengið meira en 8 fyrir hann“,
sagði mannskrattinn ofboð rólega, en blóðið ldjóp mjer
tii liöfuðsins af gremju og jeg var Kominn á flugstig
með að hrifsa frakkann'af honum aptur, en af því að
mjer dauðlá á peningunum, varð jeg að sætta mig við
það, og sagði ákaflega þurrlega og með fyrirlitningar-
svip: látum hann þá fara. Jeg fjekk minn iánseðil
og peningana, og flýtti mjer út.
Þegar jeg kom út fyrir, sá jeg gömlu konuua standa
þar. Hún liafði leyst hnútinn á dulunni upp aptur og
velti nú skildingunum í lófanum, og virt.i þá fyrir sjer
á alla vegu, rjett eins og hún hefði ekki sjeð peninga
langa lengi. Og það var eins og hún væri að veita
fyrir sjer, hvernig hún 'ætti nú sem best að verja skild-
ingunum og hvað hún ætti helst að kaupa fyrir þá.
Jeg kenndi i brjóst um hana og stakk að henni 50
aurum, um leið og jeg gekk fram hjá. Konan varð
alveg hlessa og margþakkaði fyrir, en mjer var eitthvað
svo lilýtt um hjartaræturnar, er jeg gekk heim á Garð
og mjer var alveg runnin reiðin út af láninu.
Þegar jeg var kominn heim á Garð, kveikti jeg
mjer í pípu og lagðist í legubekkinn. Jeg var að liugsa
um ferðina og hvar jeg ætti að fá nokkrar krónur í