Þjóðólfur - 08.05.1891, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 08.05.1891, Blaðsíða 1
Kemur út á, föstudög- um — Verö árg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júlí. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn skrifleg, bundin viö á-ramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. októbei. XLIII. árg. Reykjayík, fðstudaginn 8. maí 1891. Nr. 22. Þjóðólfur frá júlíbyrjun ]). á. til ársloka (háifur 43. árgangur) fæst fyrir að eins!í'2 kr., og fá þeir, sem gjörast þá kaupendur að blað- inu, ókeypis og kostnaðariaust sent: bókmenntasögu íslands (fym partj eptir háskólakennara, dr. Finn Jónsson, 80—100 bls. Sögusafn Þjóðólfs II. (1889) með 14 sögum, um 200 bls. eða alls ékeypis um 300 bls. Bókmenntasagan verður ekki til sölu og geta því engir eignast hana, nema kaup- endur Þjóðólfs, enda fá hana ókeypis allir kaupendur Þjóðólfs þ. á. Fj ármörk. Það er meir en lítið tjón, sem fjáreig- endur verða fyrir af óskilum á fjenaði hjer á landi á ári hverju. Auglýsingarn- ar i blöðunum um seldan óskilafjenað, sem stöðugt fara vaxandi, gefa mönnum glögga hugmynd um þetta og geta verið nokkuð til leiðbeiningar til að giska á, hve margt óskilafje er selt á öllu landinu árlega. Jeg hef að gamni mínu talið saman selt óskilatje, sem auglýst hefur vcrið í Þjóð- ; ólfi og ísafold árin 1884 til 1889, að báð- um þeim árum meðtöldum, og er það um 300 íullorðið fje og um 900 lömb öll þessi 6 ár eða til jafnaðar á ári 50 fullorðið og 150 lömb. Sje nú hver fullorðin kind virt á 10 kr. og hvert iamb 4 kr., sem er lág virðing, þá verðnr verð þess, sem auglýst hefur verið á ári í blöðum þess- um, 1100 kr. En nú mun varla ofmikið í lagt, þótt gert sje ráð fyrir, að að eins þriðjungur alls selds óskilafjenaðar haíi verið auglýstur í nefnduin blöðum þessi ár, því að augiýsiugarnar hafa mestmegnis verið af Suðurlandi, og sumt af fjenu gengur út, áður en auglýst er. Eptir því ætti verð selds óskilafjenaðar að nema á ári alls um 3300 kr., og muu óhætt að segja, að það sje 3000—4000 kr. Að vísu geta sumir eigendurnir sannað eignarrjett sinn til nokkurs- af fje þessu og fá þeir þá andvirðið, en á það hefur þá lagst ýmislegur kostnaður, sem frá dregst, svo að það vantar mikið á, að þeir fái allt verðið, og fyrir fiestum eigendunum er það gjörsamlega tapað, því að það er fæst af seldu óskilafje, sem gengur út. Auk þess er fjöldi fjár, sem lendir í óskilum, en gengur út áður en það er selt, en verður í óskilunum fyrir miklum hrakuingi, sem háir því mikið, svo að tjón það, sem óskil á fjenaði gera fjáreigend- um alls og alls, er stórkostlegt á ári hverju og ómögulegt að meta það til peninga eius og það er í raun og veru. Helsta orsökin til þessa er, hversu fjár- mörkin eru ruglingsleg og óglögg og hve margir eiga sammérkt. Það er hin mesta nauðsyn að reyna að ráða sem fyrst bót á þessu; nokkuð er síðan menn fundu til þess og einstaka uppástunga hefur komið fram um það, sem jeg skal nú minnast á með fám orð- um. í 12. og 13. tbl. ísafoldar 1880 kom góð grein um þetta efni, undirskrifuð: „Tveir búendur í Miðlirði“. Þar er meðal annars stungið upp á því, að hver sýsla á landinu hafi sitt yfirmark á hægra eyra, liver hreppur í sömu sýslu liafi sína undir- ben, eina eða fleiri, á hægra eyra, en hver einstakur fjáreigandi hafi sitt fjár- mark á vinstra eyra. í 8. tbl. ísafoldar 1881 er önnur grein um þetta mál, undirskrifuð „H. P.“, og er hann þessari uppástungu mjög meðmæltur. í 28. tbl. ísafoldar 1882, er Eiríkur Briem var ritstjóri hennar, kom ritstjórnargrein um þetta mál og er þar lagt til, að hafa yfirinark á hægra eyra fyrir sýslumark, eins og Miðfirðingarnir stinga upp á, en aptur á móti fyrir hreppsmark yfirmark á vinstra eyra, og þess getið um leið, að „undir eins og álengdar verða sjeð yfir- mörkin, þá má sjá, úr hvaða hreppi kind- in or“, og er það að vísu satt, cn samt sem áður get jeg ekki fallist á lians til- lögu með hreppsmarkið og vil heldur fara eptir uppástungu Miðfirðinganna að tákna hroppsmarkið með uudirben á hægra eyra, en fjáreigendurnir hafi vinstra eyrað til að marka á sín sjerstöku mörk. Það er miklu nauðsynlegra að geta fljótt sjeð, frá hvaða bæ kindin er innanhrepps, en úr hvaða hreppi hún er í sýslunni, því að það kem- ur miklu optar fyrir, að draga þarf sund- ur fje sitt af hverjum bæ í hreppnum, en hreppa á milli; vor og haust þarf opt, og suma tíma daglega, að draga sundur fje sitt af hverjum bæ innanhrepps, skilja að út í haga fje nágranna o. s. frv.; ef ein- tómar undirbenjar væru hafðar til að tákna fjáreigendamörkin, yrði jafnan að Iiandleika hverja kind, tilþessað sjá með vissu, hver hana ætti, nema þegar þekkja mætti kind- urnar sundur, en það gera ekki nema fjár- glöggustu menn, og þar sem svo opt og margt fje þyrfti að draga sundur, eins og á sjer stað innan hvers hrepps, þá gengi sá sundurdráttur bæði seint og illa. Mjer sýnist því ekki áhorfsmál að taka heldur tillögu Miðfirðinganna þannig, að sýslu- marlc sje yfirmark á liægra eyra, lirepps- mark undirben ein eða tvær á liægra eyra, en fjáreigendamarh á vinstra eyra. Á þennan hátt gæti engin kind á öllu landinu orðið með sama marki sem önn- ur, og hlyti þetta að verða eitthvert hið besta ráð við vanskilum á fjenaði. Ekki þarf heldur að óttast að mörkin verði ekki nógu mörg, því að sýslumörkin þyrftu í mesta lagi að vera jafnmörg eins og sýsl- urnar, hreppsmörkin ekki fleíri en hrepp- ar eru í sýslunni, og á vinstra eyrað má koma margfalt fleiri mörkum en fjáreig- endur eru í nokkrum hreppi landsins. Ef þetta kæmist á, mætti enn fremur spara að miklu eða jafnvel mestu leyti marka- skráaprentun; sýslumarkaskrár yrðu óþarf- ar; að vísu mundu hrepparnir láta prenta hreppamarkaskrár, en það mætti gera það miklu sjaldnar en markaskrárnar nú eru prentaðar, sjálfsagt ekki optar en 20.— 30. hvert ár, og væri þetta ekki lítill sparnaður, því að hver markaskrá kostar með undirbúningi undir prentun að minnsta kosti 300 kr., og þar sem þær eru prent- aðar 5.—10. hvert ár, er þetta ekki lítil útgjöld alls á landinu. Eigi hefur, að því er mjerer kunuugt, ver- ið gerð nein tilraun til að framkvæma upp- ástungur þær, sem að framan eru nefndar, nema sýsluuefndin í Árnessýslu fór 1886

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.